Það kemur eflaust nokkrum á óvart að sjá að það eru til allavega 28 íslenskar barna- og fjölskyldumyndir – kvikmyndir gerðar sérstaklega með börn í huga. Í þessari tölu eru engar myndir sem teljast sérstaklega til grínmynda þó margar þeirra séu vissulega mjög fyndnar. Kvikmyndirnar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Þær höfða ekki allar til allra (en það á líka við um allar myndir) og hæfa mismunandi aldri.
Ef áhugi er á að reyna að setja sér það markmið að reyna að sjá allar myndirnar er hægt að prenta út gátlistann og haka við myndir sem búið er að horfa á. Eins væri hægt að gefa hverri kvikmynd einkunn eða stjörnur.
Góða skemmtun!