70 hugmyndir fyrir samverudagatal
Margar fjölskyldur eru farnar að hafa samverudagatal í desember til að eiga góðar stundir saman á meðan beðið er eftir jólunum. Það er ýmislegt hægt að gera og margt kostar lítið sem ekki neitt. Mikilvægt er að hafa þetta ekki of flókið, það þarf ekki vera full dagskrá alla daga, nóg annað er að gera á þessum tíma. Hér eru nokkrar hugmyndir að samverustundum fyrir fjölskyldur sem hægt er að gera nánast hvar sem maður er á landinu.
- Hlusta saman á jólasögu.
- Hitta jólasvein.
- Fá lánaða jólabók á bókasafninu.
- Höggva niður jólatré eða velja það á næsta sölustað.
- Fara í jólasunnudagaskóla.
- Kaupa eða búa til eitthvað jólaskraut á jólatréð.
- Sjá þegar jólatré bæjarins er tendrað.
- Fara í jólagöngutúr með heitt kakó í brúsa.
- Fara á kaffihús og fá ykkur heitt súkkulaði.
- Fara í jólaljósbíltúr (á náttfötunum).
- Skrifa jólakort.
- Fara á jólasýningu.
- Renna á sleða eða snjósleða.
- Skrifa bréf til jólasveinsins.
- Syngja jólalög.
- Fara á skíði.
- Fara á jólatónleika.
- Skreyta fyrir jólin.
- Skoða gamlar fjölskyldumyndir og myndbönd og rifja upp gamla og góða tíma.
- Kynnið ykkur hvernig jólin eru haldin í örðu landi.
- Baka smákökur.
- Hafa jólasögustund við jólatréð.
- Baka piparkökur.
- Búa til piparkökuhús.
- Leysa jólaþrautir (t.d. orðasúpu með jólaþema).
- Fara á skauta.
- Búa til fuglamat og gefa fuglunum.
- Búa til jólakrans.
- Fara í göngutúr og skoða jólaljósin
- Baka smákökur og gefa í frísskáp/þeim sem minna mega sín
- Taka til leikföng sem eru ekki lengur notuð og gefa í gott málefni
- Horfa á jólamynd
- Horfa saman á jóladagatal sjónvarpsins
- Kveikja á aðventukransinum
- Föndra jólaskraut
- Klippa út snjókorn og hengja í gluggann
- Búa til ykkar eiginn gjafapappír
- Pakka inn jólagjöfum
- Lita jólalitamynd
- Föndra merkimiða á jólagjafirnar
- Gefa mat í frískáp
- Búa til og fara í jólaratleik
- Jólabingó!
- Búa til músastiga
- Perla eitthvað jólalegt
- Sauma út jólamynd
- Fara í heimsókn
- Búa til jólaskraut úr trölladeigi eða leir
- Búa til snjókarl
- Búa til jólakahoot
- Læra að segja „gleðileg jól“ á öðrum tungumálum
- Búa til jólakonfekt
- Spila saman
- Púsla saman
- Fara á jólamarkað
- Búa til (barnvænt) jólaglögg
- Vera í ljótum jólapeysum
- Fara í rautt freyðibað
- Ákveða saman hvað á að vera í jólamatinn
- Búa til heimatilbúnar gjafir
- Hafa jólabröns
- Skreyta gluggana með gluggapennum
- Skera út laufabrauð
- Baka lagköku
- Baka jólasmákökur frá öðru landi
- Dansa við jólalög
- Setja negulnagla í mandarínur eða appelsínur
- Jólalautarferð á gólfinu í stofunni
- Taka jólamynd af fjölskyldunni
- Smákökusamkeppni fjölskyldunnar