Hvað á ég að skrifa í afmæliskort?

Hver kannast ekki við það að kaupa kort fyrir afmælið á síðustu stundu og þurfa að finna eitthvað til að skrifa inn í það í flýti? Hvað getur maður eiginlega skrifað í afmæliskort? Hér eru nokkrar tillögur að því.

Eins og með öll skrif er gott að byggja afmæliskort þannig upp að þau hafi upphaf, miðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem á afmæli, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

pexels-vie-studio-4439461
Ávarp

Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.

  • Til elsku…
  • Elsku…
  • Kæri/kæra…
  • Kæri/kæra… minn/mín/mitt
  • Til…
  • Elskulega vinkona/elskulegi vinur
Upphaf

Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja afmæliskortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar afmælisóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nafn] mín“.

  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn þinn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn og framtíðina
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn þinn og framtíðina
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með afmælið
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með öll þessi ár
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með [ár]tugsafmælið
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan merkilega dag
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir með afmælisdaginn
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir á þessum merku tímamótum
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir í tilefni dagsins
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir á þessum merka degi
  • Til lukku með daginn/afmælið
  • Fyrir [?] árum gerðist sá [merkilegi/frábæri/æðislegi/stórkostlegi] atburður að þú komst í heiminn!
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir [með/á] afmælisdaginn
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir á þessum merku tímamótum
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir á þessum merkis degi
  • Bestu óskir í tilefni dagsins
  • Bestu óskir á afmælisdaginn þinn
  • Til hamingju, þú ert [ár} ára ung/ungur/ungt í dag!
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til afmælisbarnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til afmælisbarnsins. En hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til afmælisbarnsins:

  • Afmælisdagar eru góðir fyrir þig, því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu
  • Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall
  • Allt er fertugum fært
  • [Ár] ára, síung(ur) og [glæsileg(ur)/stórkostleg(ur)]
  • [Einlægar/Innilegar] þakkir fyrir samverustundir fyrr og síðar
  • Ég óska/við óskum þér gleði og gæfu alla þína daga
  • Ég vona að þú eigir [yndislegan/frábæran/æðislegan] afmælisdag
  • Ég vona að þú hafir það sem allra best
  • Ég vona að þú lifir vel og lengi
  • Ég vona að þú njótir dagsins
  • Ég þakka einstaka vináttu
  • Ég þakka frábær kynni
Gleymdu ekki góðum vin,
þótt gefist aðrir nýir.
Þeir eru eins og skúrskin,
skammvinnir en hlýir.
Leiki við þig lán og gengi
lifðu bæði vel og lengi.
Þig er ávallt yndi að muna,
ástarþökk fyrir samveruna.
  • Gæfan fylgi þér
  • Gæfan fylgi þér um alla tíð
  • Gæfan fylgi þér um ókomna tíð
  • Gæfan fylgi þér um aldur og ævi
  • Gæfan fylgi þér um alla framtíð
  • Hafðu það sem allra best
  • Haltu áfram að vera svona [vinaleg/sæt/frábær/æðisleg/yndisleg] eins og þú ert
  • Hamingjan þér hangi um háls en hengi þig þó ekki
  • Hrukkurnar eiga bara að sýna hvar áður var bros
  • Lánið leiki við þig
  • Lifðu heil/heill/heilt
  • Lifðu í lukku en ekki í krukku
  • Lífið er eins og konfektkassi, bragðast eins og pappír en myndin á lokinu er falleg
  • Megi dagurinn verða þér ógleymanlegur
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um ókomna tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um aldur og ævi
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla framtíð
  • Megi gæfan fylgja þér um ókomna tíð
  • Megi gæfan fylgja þér um aldur og ævi
  • Megi gæfan fylgja þér alla tíð
  • Megi gæfan fylgja þér um alla framtíð
  • Megi lánið leika við þig
  • Megi næstu 50 ár verða enn betri en þau fyrri
  • Megi næstu áratugir verða þér yndislegir í alla staði
  • Megir þú njóta lífsins vel og lengi
  • ,,Miðaldra ertu þegar þú hefur hitt svo margt fólk að allir sem þú hittir í fyrsta skipti minna þig á einhvern annan” – Ogden Nash
  • Njóttu dagsins (í ræmur/vel)
  • Takk fyrir að vera hluti af lífi  mínu
  • Teldu líf þitt í brosum, ekki tárum. Teldu aldur þinn í vinum, ekki árum.
  • ,,Við erum alltaf á sama aldri innra með okkur” – Gertrude Stein
  • Vonandi áttu [yndislegan/frábæran/æðislegan] afmælisdag
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/frábær/skemmtilegur] og þú ert
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/frábær/skemmtilegur] og þú ert alltaf
  • Það sem [ár]tugur getur gerir [ár]tugur betur
  • Það skiptir ekki mestu máli að bæta árum við líf sitt, heldur hitt, að bæta lífi við ár sín
  • Þakka þér fyrir [ljúfa/góða/frábæra/yndislega] vináttu í gegnum árin
  • Þakka þér fyrir öll góðu samskiptin í gegnum árin
  • Þegar upp er staðið eru það ekki árin í lífi þínu sem skipta máli heldur lífið í árunum
  • Þú ert eins og vín… batnar með bara með aldrinum
Endir

Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og afmælisóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Megi partýið [byrja/hefjast]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu afmæliskveðjur fyrir afmæliskortið!

 

Í lokin er hér svo mjög skemmtileg síða um afmælisdaga. Hægt er að slá inn afmælisdegi afmælisbarnsins og fá upp alls konar skemmtilegar staðreyndir um aldur þess: https://you.regettingold.com/. Sumt gæti alveg verið gaman að setja í afmæliskort hjá nánum vini eða vinkonu til að stríða þeim.