Pakkað niður fyrir ferð í sólina

Það er margt sem þarf að huga að þegar pakkað er niður fyrir ferðalag. Það er mjög leiðilegt að vera búin(n) að dröslast með þunga tösku, fulla af fötu, um flugvelli og nota svo kannski bara brot af því sem maður pakkaði niður. Þarf maður tíu boli fyrir tveggja vikna ferðalag til Spánar? Nei, mjög líklega ekki. En hvað þarf maður þá marga boli í raun og veru? Svarið við þeirri spurningu er ekki alveg einfalt en hér verður leitast við að svara þeirri spurningu og fleirum um hvernig maður pakkar niður fyrir ferð í sólina.

Mynd: Ethan Robertson

Áður en byrjað er að pakka niður er gott að spyrja sig þessara spurninga því þær skipta máli upp á hvað og hversu mikið af því er pakkað niður.

  • Hver er tilgangur ferðarinnar? Hvaða fatnað þarf fyrir það? Ferðu í veislu? Er þetta æfingaferð? 
  • Er þvottavél á staðnum? Ef það er þvottavél á staðnum þarf ekki að taka eins mikið með sér. Þá er hægt að pakka niður eins og ef um vikuferð væri að ræða, þótt ferðin verði kannski lengri.
  • Hvernig er hitinn venjulega á staðnum á þessum árstíma? Er mjög heitt? Eru líkur á rigningu? Getur orðið svalt á kvöldin?
  • Hvað er innifalið í gistingunni? Rúmföt? Handklæði?
  • Ætlar þú að æfa  í ferðinni eða fara út að hlaupa? Eða kannski í ræktina?
  • Á að djamma öll kvöld eða verður þetta róleg fjölskylduferð? 

Það er best að taka fyrirferðamesta fatnaðinn með inn í flugvélina. Ef þú ætlar að taka með úlpu eða jakka (svona ef það skyldi nú vera kalt eitt kvöldið), þá er best að taka jakkann með í flugvélina í stað þess að láta hann taka pláss í ferðatöskunni.

  • Hversu mikið ætlarðu á ströndina? Er strönd yfir höfuð? Eða sundlaug? Ef þú ætlar mikið að vera á strönd eða við sundlaugarbakka er líklega best að taka með fleiri en ein sundföt.
  • Er planið að hanga í verslunarmiðstöðinni allan tímann? Ef svo er gæti verið gott að taka aðeins minna með til að bæði búa til pláss fyrir nýju fötin og tilefni til að nota þau.
Mynd: Sean Oulashin

Hér er tafla sem sýnir hvað er gott að taka mikið af hverju miðað við lengd ferðar. Auðvitað þurfið þið að aðlaga listann að ykkar eigin þörfum, sum okkar svitna til dæmis mun meira en önnur og gætu því þurft að bæta aðeins við tölurnar. Allar tölurnar eru miðaðar að því að það sé ekki sett í þvott í ferðinni.

*Ef ekki er hægt að komast í þvottavél. Það er frekar erfitt að ferðast í mánuð eða meira án þess að setja í þvott. Betra væri að pakka niður fyrir 1-2 vikur og setja í þvottavél þegar hægt er.

**Oft innifalið.

Annað nytsamlegt

Fleira sem gott er að taka með í sólarlandaferð. Það er hægt að prenta myndina út. 

Góða ferð!