Bestu Disneymyndirnar fyrir kósýkvöldin

Disney hefur framleitt gríðarlegt magn af góðum og skemmtilegum teiknimyndum fyrir alla fjölskylduna. Raunar eru teiknimyndir Disney orðnar yfir 100 talsins á þessum 86 árum síðan fyrsta teiknimynd Walts Disneys kom út árið 1937. Það var myndin um Mjallhvíti og dvergana sjö. 

Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista yfir 89 bestu Disneymyndirnar. Myndirnar fá lang flestar góða dóma á síðum eins og IMDB en sumar fá þó að vera á listanum af öðrum sökum. Það er sjaldan sem framhaldsmyndir komast á listann, því yfirleitt eru þær mun slakari en sú fyrsta. Undantekning á því eru þó Toy Story-myndirnar. Allar fjórar myndirnar fá virkilega góða dóma, annað en t.d. Hringjarinn í Notre Dame 2, sem er með 4,6 í einkunn á IMDB.

Disneymyndirnar eru tilvaldar fyrir kósýkvöldin næstu vikurnar, eða jafnvel árin, þær eru svo margar. Börnin fá að kynnast eldri myndunum og foreldrarnir fá að rifja upp gamlar og góðar myndir og kynnast þeim nýrri. Það er hægt að taka myndirnar í tímaröð eða í hvaða röð sem manni hentar. 

Góða skemmtun!