Múskatkökur

Hér er uppskrift að dásamlegum jólasmákökum sem eru svolítið „old school“ en engu að síður mjög ljúffengar.

150 g mjúkt smjör eða smjörlíki

3 dl púðursykur

2 egg

4,5 dl hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1 tsk múskat

súkkulaðibitar

Aðferð:

  1.  Þeytið smjör og púðursykur ljóst og létt. Bætið eggjunum við og hrærið í um leið.
  2. Látið þurrefnin saman við og blandið.
  3. Látið deigkúlur á bökunarplötu með teskeiðum. Kúlurnar verða að vera litlar því kökurnar stækka mjög mikið í ofninum. 
  4. Stingið einum súkkulaðibita á hverja köku.
  5. Bakið í 5 mínútur við 220°C hita.