Hugmyndir að daglegum hefðum fjölskyldunnar

Eins og Heimilisvefurinn hefur áður fjallað um, eru hefðir mjög mikilvægar til að styrkja tengsl fjölskyldumeðlima. Við, fullorðan fólkið í fjölskyldunni, þurfum að búa til og þróa þessar hefðir til að búa til góðar minningar fyrir börnin okkar. Þessar hefðir þurfa ekki að vera flóknar, litlu hlutirnir skipta miklu máli. Hér eru nokkur dæmi um einfaldar hefðir fyrir fjölskyldur sem hægt er að framkvæma á hverjum degi:

  • Að bjóða góðan dag og góða nótt.
  • Að heilast þegar einhver kemur heim og kveðja þegar einhver fer.
  • Morgunknús á morgnana.
  • Gefa sér tíma til að lesa sama, t.d. sögu fyrir svefninn eða gera heimalestur grunnskólabarnanna að góðri og notalegri stund.
  • Kúra uppi í rúmi eftir langan dag eða kúr fyrir svefninn.
  • Elda kvöldmatinn saman.
  • Borða kvöldmatinn öll saman við matarborðið og tala saman um daginn með opnum spurningum. Opnar spurningar eru spurningar sem krefjast meira en að viðkomandi svari með já-i eða nei-i, t.d. “Hvað gerðir þú í skólanum í dag?“ frekar en “Var gaman í skólanum í dag?” Ef erfitt er að finna upp á einhverju til að tala um væri líka hægt að búa til krukku með alls konar miðum með hugmyndum og spurningum til að hefja samræðurnar.
  • Borða alltaf úti ef veðrið er nógu gott (og aðstæður leyfa).
  • Borða við kertaljós þegar það er orðið dimmt um kvöldmatarleytið.
  • Fara í göngutúr saman, t.d. eftir kvöldmat.
  • Fara út að leika, t.d. eftir leikskóla eða eftir kvöldmat.
  • Horfa á barnatímann í línulegri dagskrá.
  • Skrifa miða með fallegum orðum og skilja eftir á góðum stöðum. 
  • Hreyfa sig saman, fara t.d. út að hlaupa, í jóga eða annað slíkt.
  • Halda sameiginlega fjölskyldudagbók og skrifa um daginn.

Eins og þið sjáið eru þetta flest allt hugmyndir sem ætti ekki að vera mjög erfitt að koma að í amstri dagsins. Að sjálfsögðu er ekki ætlast til að allir geri þetta allt, fjölskyldur þurfa að velja og hafna eftir því sem hentar þeim.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *