Sjómannadagurinn 2023 – Hvað er um að vera og hvað er hægt að gera?

Mynd: Matheus Bertelli
Mynd: Matheus Bertelli

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní hvert ár, nema ef hvítasunnu ber upp þann dag og er þá sjómannadagurinn haldinn helgina eftir. Í ár verður sjómannadagurinn haldinn hátiðlegur þann 4. júní. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en það var ekki fyrr en 1987 sem dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna. 

Á sjómannadaginn heiðrum við sjómenn. Ísland er eyja og því haf allt í kringum okkur. Í gegnum aldinar hefur hafið gefið og tekið frá okkur. Hafið hefur haldið í okkur lífinu hér á þessu hrjóstuga landi lengst í norðri og stuðlað að velmegun íslensks samfélags. 

 

Víða um land er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur með skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Það er tilvalið að skella sér á einhverra þeirra ef tækifæri gefst. Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista yfir bæi þar sem sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í ár:

Ef þú sérð að einhvern bæinn vantar skaltu endilega hafa samband og láta okkur vita á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is 

Fyrir þau sem komast ekki á sjómannadagsskemmtanir eða langar að gera meira þá er auðvitað mjög gaman að skella sér í fjöruferð. Ef það er heldur ekki í boði eru hér nokkrar hugmyndri að einhverju sjómannalegu til að dunda við inni.

 

Heimilisvefurinn býður upp á ókeypis skemmtihefti fyrir börn með sjávar- og sjómannadagsþema. Hægt er að ná í það hér.

 

Svo er gaman að perla, leira eða teikna eitthvað tengt sjónum.

 

Enn fleiri hugmyndir er hægt að finna á pinterestsíðu Heimilisvefsins. 

 

Góða skemmtun!

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *