Spurningar fyrir afmælisbarnið
Góðar minningar eru gulls ígildi og börnin okkar geta fært okkur með okkar allra bestu minningum. Börnin vaxa hratt og því er nauðsynlegt að njóta hverrar stundar sem maður fær með þeim. Ein leið til að koma minningum á blað er að taka eins konar „viðtal“ við barnið sitt á afmælisdegi þess. Í viðtalinu eru þau spurð (eða svarað fyrir þau fyrstu tvö árin eða svo) að alls kyns hlutum sem skiptir þau máli. Listinn er ekki tæmandi og hægt er að breyta spurningunum eins og þörf er á. En viðtalið er hugsað þannig að það fari fram á hverjum afmælisdegi barnsins, svo lengi sem það nennir þessu. Það getur verið ótrúlega skemmtileg stund að skoða svo gömul viðtöl og rifja upp minningar með barninu og fá „Ó, fannst mér skemmtilegast að renna mér þegar ég var 3 ára?“ eða „Ég man ekkert eftir því þegar mér fannst grjónagrautur besti maturinn minn“ frá þeim.
Hér fyrir neðan er blað með nokkrum spurningum fyrir barnið og hægt er að láta það teikna sjálfsmynd eða líma ljósmynd af því á blaðið sem var þá tekin á afmælisdaginn. Hægt er að prenta út blaðið árlega og passa svo að geyma öll blöðin á sama stað.
Spurningar fyrir afmælisbarnið Read More »