september 2023

Hugmyndir að daglegum hefðum fjölskyldunnar

Hugmyndir að daglegum hefðum fjölskyldunnar

Eins og Heimilisvefurinn hefur áður fjallað um, eru hefðir mjög mikilvægar til að styrkja tengsl fjölskyldumeðlima. Við, fullorðan fólkið í fjölskyldunni, þurfum að búa til og þróa þessar hefðir til að búa til góðar minningar fyrir börnin okkar. Þessar hefðir þurfa ekki að vera flóknar, litlu hlutirnir skipta miklu máli. Hér eru nokkur dæmi um einfaldar hefðir fyrir fjölskyldur sem hægt er að framkvæma á hverjum degi:

  • Að bjóða góðan dag og góða nótt.
  • Að heilast þegar einhver kemur heim og kveðja þegar einhver fer.
  • Morgunknús á morgnana.
  • Gefa sér tíma til að lesa sama, t.d. sögu fyrir svefninn eða gera heimalestur grunnskólabarnanna að góðri og notalegri stund.
  • Kúra uppi í rúmi eftir langan dag eða kúr fyrir svefninn.
  • Elda kvöldmatinn saman.
  • Borða kvöldmatinn öll saman við matarborðið og tala saman um daginn með opnum spurningum. Opnar spurningar eru spurningar sem krefjast meira en að viðkomandi svari með já-i eða nei-i, t.d. “Hvað gerðir þú í skólanum í dag?“ frekar en “Var gaman í skólanum í dag?” Ef erfitt er að finna upp á einhverju til að tala um væri líka hægt að búa til krukku með alls konar miðum með hugmyndum og spurningum til að hefja samræðurnar.
  • Borða alltaf úti ef veðrið er nógu gott (og aðstæður leyfa).
  • Borða við kertaljós þegar það er orðið dimmt um kvöldmatarleytið.
  • Fara í göngutúr saman, t.d. eftir kvöldmat.
  • Fara út að leika, t.d. eftir leikskóla eða eftir kvöldmat.
  • Horfa á barnatímann í línulegri dagskrá.
  • Skrifa miða með fallegum orðum og skilja eftir á góðum stöðum. 
  • Hreyfa sig saman, fara t.d. út að hlaupa, í jóga eða annað slíkt.
  • Halda sameiginlega fjölskyldudagbók og skrifa um daginn.

Eins og þið sjáið eru þetta flest allt hugmyndir sem ætti ekki að vera mjög erfitt að koma að í amstri dagsins. Að sjálfsögðu er ekki ætlast til að allir geri þetta allt, fjölskyldur þurfa að velja og hafna eftir því sem hentar þeim.

Hugmyndir að daglegum hefðum fjölskyldunnar Read More »

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’23-’24

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - veturinn '23-'24

Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir allir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt er að gera með 0-2 ára börnum – utan heimilisins. Endilega sendir skilaboð eða kommentið hér fyrir neðan ef þið vitið um eitthvað fleira skemmtilegt. Á listana bætast við hugmyndir um leið og þær uppgötvast.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Austurland

Fjarðabyggð

Leikskólalóðir í Fjarðabyggð.

Sundlaugar í Fjarðabyggð. 

Múlaþing

Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á fimmtudögum kl. 10-12, Hörgsási 4.

Leikskólalóðir í Múlaþingi.

Vopnafjörður

Leikskólinn Brekkubær.

Höfuðborgarsvæðið
Foreldramorgnar og krílastundir

Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem standa foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum.

Mánudagar

Þriðjudagar

Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Laugardagar

Göngutúrar með vagn eða kerru

Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.

  • Borgarholt í Kópavogi
  • Elliðaárdalurinn í Reykjavík
  • Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
  • Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
  • Grótta á Seltjarnarnesi
  • Guðmundarlundur í Kópavogi
  • Hallargarðurinn í Reykjavík
  • Hlíðargarður í Kópavogi
  • Klambratún í Reykjavík
  • Kópavogsdalur í Kópavogi
  • Landakotstún í Reykjavík
  • Laugardalurinn í Reykjavík
  • Miðbær Hafnarfjarðar
  • Miðbær Reykjavíkur
  • Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
  • Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
  • Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • Víðistaðatún í Hafnarfirði
  • Úlfarsárdalur í Reykjavík
  • Öskjuhlíð í Reykjavík

Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.

Leiksvæði og önnur afþreying

Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn. 

Veitingastaðir og kaffihús

Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum eða öðru sem hentar eða vekur áhuga 0-2 ára barna.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Norðurland

Akureyri

Foreldramorgnar í Glerárkirkju alla fimmtudaga kl. 10-12, Bugðusíðu 3.

 

Húsavík

Foreldramorgnar í Húsavíkurkirkju.

 

Sauðárkrókur

Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju alla miðvikudaga kl. 10-12.

Suðurland og Suðurnes

Grindavík

Foreldramorgnar í Grindavíkurkirkju á þriðjudögum kl. 10-12, við Ránargötu.

Leikskólalóðir í Grindavík.

Sundlaug Grindavíkur, Austurvegi 1.

Reykjanesbær

Bókasafn Reykjanesbæjar er með barnahorn með bókum og sætum.

Fjölskyldudagar á Bókasafni Reykjanesbæjar á laugardögum.

Foreldramorgnar á Bókasafni Reykjanesbæjar á fimmtudögum kl. 11.

Krílakrútt í safnaðarheimilinu Innri Njarðvík á miðvikudögum kl. 10:30-12.

Leikskólalóðir í Reykjanesbæ.

Sundlaugar í Reykjanesbæ.

Ungbarnasund í Reykjanesbæ. Skráning nauðsynleg.

Selfoss

Foreldramorgnar í Selfosskirkju á miðvikudögum kl. 11-12:30, Kirkjuvegi.

Suðurnesjabær

Foreldramorgnar í Kiwanishúsinu í Garði alla miðvikudaga kl. 10:30-12/12:30, Heiðartúni 4.

Fjöruferð á Garðskaga.

Leikskólalóðir í Suðurnesjabæ.

Sundlaugar í Suðurnesjabæ.

Þorlákshöfn

Foreldramorgnar í Þorlákskirkju á miðvikudögum kl. 10-12, Skálholtsbraut.

Vesturland og Vestfirðir

Akranes

Foreldramorgnar á Bókasafni Akraness á fimmtudögum kl. 10.

 

Ísafjarðarbær

Foreldramorgnar á Bókasafninu á Ísafirði á þriðjudögum.

Leikskólalóðir í Ísafjarðarbæ.

 

Stykkishólmur

Foreldramorgnar í Stykkishólmskirkju á fimmtudögum kl. 11.

Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’23-’24 Read More »

40 hlutir til að gera með krökkunum á haustin

40 hlutir til að gera með krökkunum á haustin

Nú þegar fyrstu laufin eru farin að gulna er hægt að fara að huga að haustinu. Haustið getur verið dásamlegur tími. Tími þar sem fjölskyldan gerir eitthvað kósý saman eða fer út að hoppa í pollum. Það er svo margt hægt að gera á þessum árstíma til að búa til góðar minningar og gæðastundir með börnunum okkar. Hér eru nokkrar hugmyndir að einhverju til að gera á haustin með krökkunum.

Njótið!

40 hlutir til að gera með krökkunum á haustin Read More »