apríl 2024

Hugmyndir fyrir sumardaginn fyrsta

Hugmyndir fyrir sumardaginn fyrsta

Það styttist í sumarið, eða a.m.k. sumardaginn fyrsta. Sumardagurinn fyrsti er fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl ár hvert og er fyrsti dagur Hörpu. Harpa er því fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. 

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar. Það þýðir að ef hiti fer niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta á sumarið að verða gott.

Hefðir á sumardaginn fyrsta

Haldið hefur verið upp á sumardaginn fyrsta á Íslandi í margar aldir og var hann lengi talinn fyrsti dagur ársins. Nokkrar hefðir hafa tengst þessum degi í gegnum aldirnar:

  • Fyrsti dagur sumars var frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við önnur börn. Þess vegna er dagurinn oft sagður vera dagur barnanna og Reykjavíkurborg heldur barnamenningarhátíð í kringum þennan dag. 
  • Þessi dagur var einnig helgaður ungum stúlkum áður fyrr og nefndur yngismeyjadagur. Strákar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Dagurinn er því sambærilegur við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu.
  • Matarveisla var haldin þennan dag og í dag halda margir grillveislu þennan dag. Ekki er vitlaust að bjóða upp á góðan eftirrétt eða hafa eitthvað með kaffinu.
  • Vitað er til þess að sumargjafir hafi verið gefnar að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Sá siður hefur haldist og enn í dag fá flest íslensk börn sumargjafir þennan dag.
Hugmyndir að sumargjöfum

Á sumardaginn fyrsta er oft farið að hlýna aðeins í veðri en þó er oftast nokkuð svalt ennþá. Sumargjafir eru oftast gjafir sem eiga að nýtast til leikja á sumarmánuðunum þegar hlýrra er í veðri og kosta yfirleitt ekki mikið. Hér eru nokkrar hugmyndir að sumargjöfum fyrir káta krakka:

Þessar klassísku:

  • Krítar
  • Sápukúlur
  • Vatnsblöðrur (hægt að fá fjölnota)
  • Vatnsbyssur
  • Flugdreki
  • Sandleikföng (skófla, fata o.fl.)

Boltar

  • Fótbolti
  • Körfubolti
  • Brennibolti
  • Skopparabolti

Tengt hreyfingu:

  • Trampólín
  • Hjól
  • Hlaupahjól
  • Hjóla- eða línuskautar
  • Hjólabretti
  • Hjálmur
  • Sultur
  • Húllahringur
  • Sippuband/snúsnúband
  • Frisbídiskur
  • Uppblásin sundlaug eða annað vatnsleikjadót
  • Fótboltamark
  • Badmintonspaðar
  • Minigolf
  • Útileikir/spil (krokkett og kubb)

Annað:

  • Gjafabréf (t.d. í ísbúð eða í húsdýragarð)
  • Hátalari eða útvarp
  • Jójó
  • Ísform
  • Hengirúm
  • Fræ

Gjafir tengdar sundi:

  • Sundföt
  • Kútar
  • Froskalappir
  • Sunddýna
  • Sundhringur
  • Sundbolti
  • Sundgleraugu

Fatnaður:

  • Jakki
  • Sumarkjóll
  • Stuttbuxur
  • Derhúfa
  • Sólgleraugu
  • Strigaskór

Fyrir ævintýri sumarsins:

  • Bakpoki
  • Vatnsbrúsi
  • Ferðataska
  • Tjald
  • Útilegustóll
  • Háfur
  • Veiðistöng

Fyrir dundarann:

  • Bók
  • Krossgátur
  • Þrautabók
  • Sudoku
  • Spil
  • Málning
  • Litir
  • Blómapressa
  • Smásjá
  • Dagbók

Hugmyndir fyrir sumardaginn fyrsta Read More »

Ævintýraferð um Engjahverfi

Ævintýraferð um Engjahverfi

Nú þegar farið er að vora í höfuðborginni ætlum við að halda áfram með ævintýraferðir um hverfi og bæi. Í þetta sinn er komið að Engjahverfi í Grafarvogi, sem er gamalt og gróið hverfi sem gaman er að ganga um í góðu veðri.

Heimilisvefurinn hefur útbúið kort af öllum leikvöllum hverfisins. Leikvellirnir eru númeraðir frá einum og upp í sjö og er það tillaga að því hvernig hægt er að fara um hverfið og prófa að leika á öllum leikvöllunum þar. 

Gangan um hverfið er létt og skemmtileg en þó er gott að taka með sér smá nesti og vatnsbrúsa. Eins og áður sagði eru leikvellir, þar sem leyfilegt er að leika sér í hverfinu, sjö talsins. Þrír leikvellir hverfisins eru á girtum lóðum fjölbýlishúsa og því vafasamt hvort leyfilegt sé að leika sér þar. 

 

Engjahverfi er frekar lítið og leikvellirnir samtals sjö svo þessi ævintýraferð er mun styttri en t.d. ævintýraferðin um Neðra-Breiðholt og ævintýraferðin um Ártúnsholt. En það er þó vel hægt að eyða öllum deginum í þetta, sérstaklega ef prófa á öll tækin, á öllum leikvöllunum. Fyrir foreldra með mjög ung börn (0-2 ára) er búið að merkja inn allar ungbarnarólur hverfisins á kortið.

Nokkrum reglum þarf að fylgja ef fara á í ævintýraferðina og þær eru að það er mjög mikilvægt að fara vel með öll leiktækin og bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og drasl og vera með sóðaskap. Þó að leikvellirnir í þessari ævintýraferð séu ekki á einkalóðum er samt sem áður mjög mikilvægt að ónáða ekki íbúana í kring. Farið líka varlega, sum leiktækin gætu hugsanlega verið komin til ára sinna og það er á ykkar ábyrgð ef þið eða börnin ykkar slasa sig í leiktækjum sem þyrfti að fara að endurnýja.

 

Náið í kortið af ævintýraferðinni hér:

Góða skemmtun!

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar skuluð þið senda póst á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is

Ævintýraferð um Engjahverfi Read More »