Hugmyndir fyrir sumardaginn fyrsta
Hugmyndir fyrir sumardaginn fyrsta
Það styttist í sumarið, eða a.m.k. sumardaginn fyrsta. Sumardagurinn fyrsti er fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl ár hvert og er fyrsti dagur Hörpu. Harpa er því fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu.
Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar. Það þýðir að ef hiti fer niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta á sumarið að verða gott.
Hefðir á sumardaginn fyrsta
Haldið hefur verið upp á sumardaginn fyrsta á Íslandi í margar aldir og var hann lengi talinn fyrsti dagur ársins. Nokkrar hefðir hafa tengst þessum degi í gegnum aldirnar:
- Fyrsti dagur sumars var frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við önnur börn. Þess vegna er dagurinn oft sagður vera dagur barnanna og Reykjavíkurborg heldur barnamenningarhátíð í kringum þennan dag.
- Þessi dagur var einnig helgaður ungum stúlkum áður fyrr og nefndur yngismeyjadagur. Strákar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Dagurinn er því sambærilegur við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu.
- Matarveisla var haldin þennan dag og í dag halda margir grillveislu þennan dag. Ekki er vitlaust að bjóða upp á góðan eftirrétt eða hafa eitthvað með kaffinu.
- Vitað er til þess að sumargjafir hafi verið gefnar að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Sá siður hefur haldist og enn í dag fá flest íslensk börn sumargjafir þennan dag.
Hugmyndir að sumargjöfum
Á sumardaginn fyrsta er oft farið að hlýna aðeins í veðri en þó er oftast nokkuð svalt ennþá. Sumargjafir eru oftast gjafir sem eiga að nýtast til leikja á sumarmánuðunum þegar hlýrra er í veðri og kosta yfirleitt ekki mikið. Hér eru nokkrar hugmyndir að sumargjöfum fyrir káta krakka:
Þessar klassísku:
- Krítar
- Sápukúlur
- Vatnsblöðrur (hægt að fá fjölnota)
- Vatnsbyssur
- Flugdreki
- Sandleikföng (skófla, fata o.fl.)
Boltar
- Fótbolti
- Körfubolti
- Brennibolti
- Skopparabolti
Tengt hreyfingu:
- Trampólín
- Hjól
- Hlaupahjól
- Hjóla- eða línuskautar
- Hjólabretti
- Hjálmur
- Sultur
- Húllahringur
- Sippuband/snúsnúband
- Frisbídiskur
- Uppblásin sundlaug eða annað vatnsleikjadót
- Fótboltamark
- Badmintonspaðar
- Minigolf
- Útileikir/spil (krokkett og kubb)
Annað:
- Gjafabréf (t.d. í ísbúð eða í húsdýragarð)
- Hátalari eða útvarp
- Jójó
- Ísform
- Hengirúm
- Fræ
Gjafir tengdar sundi:
- Sundföt
- Kútar
- Froskalappir
- Sunddýna
- Sundhringur
- Sundbolti
- Sundgleraugu
Fatnaður:
- Jakki
- Sumarkjóll
- Stuttbuxur
- Derhúfa
- Sólgleraugu
- Strigaskór
Fyrir ævintýri sumarsins:
- Bakpoki
- Vatnsbrúsi
- Ferðataska
- Tjald
- Útilegustóll
- Háfur
- Veiðistöng
Fyrir dundarann:
- Bók
- Krossgátur
- Þrautabók
- Sudoku
- Spil
- Málning
- Litir
- Blómapressa
- Smásjá
- Dagbók
Hugmyndir fyrir sumardaginn fyrsta Read More »