Vorið er dásamlegur tími sem býður upp á svo margt skemmtilegt til að gera með krökkunum. Vissulega má búast við vondu veðri, rigningu og snjó en svo koma líka fínir sólardagar á milli, sérstaklega þegar líða fer á árstíðina.
Heimilisvefurinn hefur búið til lista með fullt af hlutum til að gera með krökkunum á vorin, hvort sem það þarf að vera inni eða úti. Listinn er hugsaður þannig að hægt sé að gera hlutina nánast hvar sem er. Þess vegna eru t.d. Kringlan eða Klifurhúsið eða aðrir ákveðnir staðir ekki á listanum. Það sem fer á listann á að vera hægt að gera sama hvort þú býrð í Mývatnssveit, New York eða á Flateyri.
Miðað er við að vorið sé sirka mars, apríl og maí og að snjórinn sé farinn eða að fara.(Já, við vitum að það er ekki alltaf þannig samt!) Líklega er enn kalt þessa mánuðina en þó farið að hlýna aðeins seinni helminginn.
Hægt er að nýta sér þennan lista á marvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er hægt að skoða listann og velja eitthvað sem hentar og öllum líst vel á að gera. Í öðru lagi er hægt að skipuleggja sig og búa til einhvers konar „vorsamverudagatal“ og velja þá spennandi hluti af listanum til að setja á dagatalið. Þriðja hugmyndin væri að búa til „buckelista“ fyrir vorið. Þá þurfa hlutirnir ekki að gerast á ákveðnum dögum en listinn yfir hluti til að gera er til staðar. Enn önnur hugmynd væri að skrifa niður hugmyndir sem manni finnst spennandi á miða og setja í krukku og draga síðan þegar hentar.
Líklega bætist við listann með tímanum þegar við finnum eitthvað nýtt og spennandi að gera. Á listanum eru núna 139 hlutir til að gera með krökkunum á vorin:
Álfahús
Eitt af því sem hægt er að gera með krökkunum er að smíða hús fyrir álfa. Krakkarnir geta túlkað þetta eins og þau vilja og hægt er að búa það til úr hverju sem er.
Baka
Á vorin er hægt að baka saman, t.d. kanilsnúða, pizzu, smákökur eða vorköku.
Baksturskeppni
Ef þið viljið taka baksturinn á næsta stig er hægt að fara í baksturskeppni.
Bíltúr
Í fallegu vorveðri er gaman að fara í bíltúr.
Bíó eða bíómynd
Þegar rigning og vont veður er úti getur verið gaman að fara í bíó eða horfa á bíómynd heima. Hægt er að horfa á uppáhalds bíómynd foreldra úr æsku eða prófa t.d. Disneyáskorun Heimilisvefsins.
Borðspil
Gaman er að taka spilakvöld og spila borðspil. Einnig er hægt að búa til sitt eigin borðspil.
Bókamerki
Það er auðvelt að búa til bókamerki og hvetja þá krakkana enn frekar til að lesa heima. Það er vel hægt að finna bókamerki á netinu til að prenta út og lita eða búa þau alveg til frá grunni.
Bókasafn
Vont veður? Hvernig væri að kíkja á bókasafnið?
Brandarar
Segið hvort öðru brandara og búið til nýja.
Brunch
Undirbúið brunch heima eða farið út að borða í hádeginu.
Búningar
Það er gaman að fara í búninga.
Dagbók
Það getur verið gaman að halda dagbók og gott fyrir sálina. Dagbækur geta verið alls konar.
Dansa
Dansa, hvað er betra en að dansa? Búa til dans, dansa eftir vídeóum, læra nýja dansa eða gömlu dansana.
Drullumalla
Vorið er mjög góður tími til að fara út með potta, fötur, skóflur og fleira til að búa til drullumalla og drullukökur því yfirleitt er búið að rigna nýlega.
Dulmál
Búið til ykkar eigið dulmál og prófið að skrifa nokkur leynileg skilaboð.
Dúkkuhús
Til þess að búa til dúkkuhús þarf ekki meira en pappakassa, blöð, lím, liti og skæri. En auðvitað er hægt að fara enn lengra fyrir þau sem vilja. Hugmyndir má finna á Pinterest.
Dúkkulísur
Hægt er að búa til einfaldar dúkkulísur með aðeins pappír, skæri og liti. Það er svo hægt að búa til alls konar föt á þær. Ef maður er ekki mjög listrænn er hægt að prenta út tilbúnar dúkkulísur og föt til að klippa út og lita.
Elda saman
Eldið saman einhverja góða vorlega uppskrift og njótið.
Eltingaleikur
Segir sig sjálft. Þarfnast ekki frekari útskýringa.
Eurovision
Allt vorið (og reyndar síðan í janúar) er Eurovisionvertíð. Hægt er að fylgjast með undankeppnum í öðrum löndum allt fram um miðjan mars. Eftir það er hægt að spá og spekúlera í lögunum. Horfa á umfjallanir og viðbrögð við lögunum og búa til sína topplista. Þegar Eurovision nálgast í maí er hægt að fara að útbúa stigablöð, skreyta húsið og útbúa veitingar fyrir stóra kvöldið.
Farfuglar
Í mars byrja fyrstu farfuglarnir að láta sjá sig. Hægt er að fræðast um þá og fara svo í fuglaskoðunarleiðangur og reyna að finna þá.
Feluleikur
Feluleikur er alltaf skemmtilegur, hvort sem hann er inni eða úti. Það er hægt að fela sig sjálf eða hluti fyrir aðra til að finna.
Fingramála
Takið fram fingramálningu og málið og málið og málið.
Fjallganga
Þegar veðrið er farið að batna er tilvalið að draga alla fjölskylduna með í fjallgöngu.
Fjársjóðsleit
Búið til fjársjóðskort sem beinir ykkur að leyndum fjársjóði.
Fjölskyldufáni
Hannið og búið til fána fyrir fjölskylduna ykkar.
Fjöruferð
Það er alltaf gaman í fjöruferð. Yngstu börnin elska að henda steinum í sjóinn. Eldri börn geta búið til stórkostlega kastala og fundið skeljar og fleira.
Flóamarkaður
Leitið að földum fjársjóðum á flóamörkuðum og gerið góð kaup.
Flugdreki
Það er vel hægt að fljúga flugdrekum á vorin. Yfirleitt er nægur vindur.
Flöskuskeyti
Setjið flöskuskeyti á flot og sjáið hvort það endi ekki á einhverjum fjarlægum stað í framtíðinni.
Fótbolti
Farið út í fótbolta eða kíkið á fótboltaleik.
Frisbí / Frisbígolf
Gaman er að leika sér með frisbídiska og þegar þið eruð orðin nokkuð klár er hægt að fara á næsta frisbígolfvöll og keppa.
Frostpinnar
Í lok vorsins er stundum orðið pínu hlýtt. Þá er hægt að búa til frostpinna heima.
Frysta leikföng
Fyrir yngstu börnin er hægt að frysta fötu með alls kyns dóti í vatni og leyfa þeim svo að reyna að ná hlutunum út aftur. Ef þið viljið að verkefnið endist extra lengi er hægt að láta þau nota spreybrúsa til að vinna verkið.
Finnið ykkur eitthvað föndur á Pinterest eða úti í búð og föndrið eins og enginn sé morgundagurinn.
Gefa gamalt dót
Takið til í herbergjunum ykkar og gefið leikföng og bækur sem ekki er verið að nota lengur og gefið áfram.
Gefa öndunum
Gefið öndunum (gróft) brauð að borða og njótið útiverunnar.
Geocaching
Náið ykkur í Geochaching-appið og þá getið þið tekið þátt í fjársjóðsleitinni. Appið vísar ykkur veginn að leyndum stöðum í næsta nágrenni við ykkur.
Goggur
Búið til gogg og prófið á hvort öðru.
Góðverk
Gerið eitthvert góðverk. Manni líður svo vel á eftir.
Granóla
Búið ykkur til granóla/múslí til að eiga í morgunmat.
Grillveisla
Skipuleggið og haldið grillveislu. Það er hægt að bjóða gestum ef maður vill.
Grímugerð
Það er hægt að búa til alls kyns grímur, m.a. úr gipsi. Ef maður treystir sér ekki í það er hægt að prenta út tilbúnar grímur, klippa þær út og lita.
Gæludýrabúð
Ef það er gæludýrabúð í nágrenninu er hægt að fara að skoða dýrin.
Göngutúr
Farið í göngutúr á fallegum stað. Það gerir svo mikið fyrir mann. Hægt er að fara í göngutúr í kirkjugarði, í skógi, með kíki og margt fleira.
Halda upp á hátíðir vorsins
Á vorin er haldið upp á fjölmargar hátíðir víðs vegar um heiminn. Það má vel taka þátt í þessum hátíðum eða fræðast um þær í það minnsta.
Alþjóðlegur dagur kvenna er haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Dagurinn er tileinkaður réttindabaráttu kvenna og jafnrétti kynjanna.
Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur þann 17. mars af Írum og afkomendum þeirra í öðrum löndum. Sennilega er þó mest gert úr deginum í Bandaríkjunum.
Dagur jarðar er haldinn hátíðlegur þann 22. apríl ár hvert. Þessi dagur er helgaður fræðslu um umhverfismál.
Fyrsti apríl er haldinn hátíðlegur 1. apríl ár hvert með því að gabba aðra. Helst á að láta fólk hlaupa yfir þröskuld.
Holi er haldin á mismunandi tímum en oftast lendir hátíðin í mars. Holi er hátíð litanna og er haldin hátíðleg á Indlandi og í Nepal. Það tíðkast á Holi að strá um litadufti og sprauta með lituðu vatni.
Kváradagur er nýleg íslensk hátíð sem er haldinn á fyrsta degi einmánaðar (lok mars). Dagurinn er sambærilegur konudegi og bóndadegi en er dagur kynsegin fólks.
Mæðradagurinn er alþjóðlegur dagur mæðra og er hugsaður til að heiðra starf þeirra. Hann lendir yfirleitt í fyrri hluta maí á Íslandi.
Páskar eru yfirleitt haldnir í lok mars eða í apríl. Flestir fá a.m.k. fimm daga frí þessa daga því skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum eru rauðir dagar. Margir ferðast þessa daga en aðrir hafa það notalegt með páskaegg uppi í sófa.
Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur á fyrsta degi Hörpu (lok apríl) sem er alltaf fimmtudagur og er lögbundinn frídagur á Íslandi. Hefð er að gefa börnum litla gjöf þennan dag sem hægt er að leika með úti. Þjóðtrúin segir einnig að ef sumar og vetur „frjósi saman“ boði það gott sumar. Á sumum stöðum er dagskrá þennan dag eða einhverjir viðburðir.
Uppstigningardagur er annar rauður fimmtudagur að vori, oftast í maí.
Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. maí hvert ár og þá fer verkalýðurinn í kröfugöngu. Dagurinn er frídagur.
Vorjafndægur lendir alltaf á tímabilinu 19.-21. mars. Á þessum degi eru nóttin og dagurinn jafnlöng.
H. C. Andersen
Danski rithöfundurinn H. C. Andersen átti afmæli 2. apríl. Hann skrifaði fjölmörg heimsþekkt ævintýri, t.d. um prinsessuna á bauninni, litlu hafmeyjuna og ljóta andarungann.
Heimsókn
Skellið ykkur í heimsókn til vina eða ættingja.
Heitt kakó
Það er ekki alltaf hlýtt á vorin. Stundum þarf maður bara að fá sér heitt kakó til að hlýja sér.
Hekla
Ef maður kann ekki að hekla er vel hægt að læra það á netinu í dag.
Hestbak
Þetta gæti verið dýrt en mjög gaman. Skellið ykkur á hestbak.
Hjóla
Farið út að hjóla í góðu veðri. Allir hafa gott af smá útiveru og hreyfingu.
Hjólabraut eða hjólabrettarampur
Víðs vegar má finna hjólabrautir eða hjólabrettarampa.
Hjólaferð
Farið í hjólaferð í góðu veðri. Ekki er verra að stoppa einhvers staðar og borða nesti.
Hjólaskautar eða línuskautar
Vorið er fullkominn tími til að taka fram hjóla- eða línuskautana.
Hlaupa
Farið út að hlaupa í góðu vorveðri eða takið þátt í kapphlaupi.
Hlaupahjól
Farið út með hlaupahjólið og hjólið um.
Hljóðfæragerð
Til þess að búa til hljóðfæri þarf aðeins smá sköpun og ímyndunarafl (eða Pinterest).
Hoppa
Annað hvort er hægt að hoppa í pollum eða ærslabelg.
Húsdýragarður/sveitaferð
Ef húsdýragarður leynist í nágrenninu er gaman að kíkja þangað á vorin eða ef maður hefur kost á því að fara í sveit er það líka mjög skemmtilegt.
Íþróttaleikur
Skellið ykkur á íþróttaleik.
Ísgerð
Það er ekkert erfitt að búa til ís heima.
Jóga
Það má finna fjölmörg vídeó á netinu með krakkajóga.
Kaffiboð
Bakið kökur og bjóðið gestum í heimsókn.
Kaffihús/bakarí
Það er gaman að gera sér dagamun og fara á kaffihús eða í bakarí og fá sér eitthvað gott.
Karaoke
Það þarf ekkert endilega að fara á karaokestað. Það er líka hægt að syngja með myndböndum á netinu.
Koddaslagur
Segir sig sjálft. Það sem þarf eru a.m.k. tveir koddar.
Kokkakeppni
Fjölskyldan getur keppt í kokkakeppni og þá er hægt að sjá hver besti kokkur fjölskyldunnar er.
Kortagerð
Hægt er að búa til kort af hverfinu sínu, bænum eða ímyndað kort af ævintýralandi.
Kósýkvöld
Það er fátt meira kósý en kósýkvöld með fjölskyldunni. Snakk, nammi, spil eða bíómynd.
Kríta
Þegar sólin skín er gaman að fara út að kríta á stéttina.
Krossgátur
Hægt er að leysa krossgátur saman en svo er líka hægt að búa til sínarn eigin krossgátur.
Kubba
Það er alltaf gaman að kubba.
Körfubolti
Öll fjölskyldan getur farið saman út í körfubolta. Ef þið nennið ekki hefðbundnum körfubolta er hægt að fara í asna/stinger.
Landslagsmynd
Í góðu veðri er yndislegt að sitja úti og teikna landslagið.
Lautarferð
Ef hlýtt er í veðri þetta vorið er hægt að skella sér í lautarferð með eitthvað gott nesti.
Freysteinn G. Jónsson
Lego
Möguleikarnir með lego eru nánast óteljandi. Það er t.d. hægt að byggja ein stóran kastala og kubbarnir leyfa, kubba eftir myndum eða búa til völundarhús. Hér er mjög sniðugt að nota síður eins og Pinterest.
Leikrit
Það er gaman að fara í leikhús. En ef ekkert leikhús er nálægt er líka hægt að semja leikrit heima og leika í því.
Leikir úti
Fjölskyldan getur farið saman út í leiki. Foreldrarnir geta rifjað upp gamla leiki síðan úr æsku eða fundið nýja á netinu.
Leira
Það er alltaf gaman að leira saman. Ef það er ekki til leir er líka hægt að búa til leir.
Leita að fyrstu vorblómunum
Síðla vors er hægt að fara í könnunarleiðangur um næsta nágrenni að leita að fyrstu vorblómunum.
Lesa
Það er hægt að lesa bækur, tímarit, fyrir hvert annað, í baði, úti á svölum, taka þátt í lestraráskorun eða lestrarbingói og margt fleira.
Lita
Með góðum litum er hægt að lita hvað sem er. Það er hægt að lita í litabókum, á blað eða prenta út litamyndir.
Farið í bingó og takið myndir af ákveðnum hlutum. Hægt er að finna alls kyns ljósmyndabingó á Pinterest.
Lystigarður
Ef einhver lysti- eða skrúðgarður er staðsettur nálægt ykkur er tilvalið að skoða hann að vori.
Mála
Það er hægt að mála ýmislegt, t.d. leirmuni, á blað eða steina sem þið finnið úti.
Minigolf
Ef einhver minigolfvöllur er staðsettur í nágrenni við ykkur er tilvalið að nýta góðan vordag í minigolf.
Minningabók
Ef þið eigið ekki minningabók nú þegar er tilvalið að byrja á slíkri bók núna.
Mjólkurhristingur
Það er vel hægt að búa sér til góðan mjólkurhristing heima fyrir.
Myndaratleikur
Búið til myndaratleik. Það er ekki flókið en krefst örlitlar fyrirhafnar.
Naglalakk
Handsnyrting og naglalökkun á slökunardegi.
Náttfatapartý
Skellið ykkur í náttfötin og haldið náttfatapartý.
Ný uppskrift
Finnið nýja og girnilega uppskrift í bók eða á netinu og prófið hana.
Origami
Á Youtube er hægt að læra alls konar origamibrot.
París
Takið fram krítarnar og farið út í parís.
Páskaskraut
Föndrið eða kaupið páskaskraut og skreytið heimilið fyrir páskana.
Perla
Það er alltaf notalegt að perla.
Prjóna
Prjónið eitthvað sniðugt. Það eru óteljandi hugmyndir á netinu og ef þið kunnið ekki að prjóna eru mjög góðar leiðbeiningar á íslensku á Garnstudio.
Puttastríð
Einn, tveir, þrír, puttastríð!
Púsla
Fátt er huggulegra en að sitja inni í vondu veðri og púsla saman.
Ratleikur
Búið til eða finnið ykkur ratleik til að taka þátt í. Víða eru til tilbúnir ratleikir á vegum t.d. sveitarfélaga og á Turfhunt-appinu.
Rigning (leika í)
Skellið ykkur út í rigininguna og leikið ykkur.
Róló
Farið út á rólóinn í hverfinu eða finnið ykkur nýjan í næsta hverfi eða bæ.
Rúlla sér
Rúllið ykkur niður brekkur og verðið börn aftur.
Safn
Ef það er leiðilegt veður eins og er stundum á vorin er tilvalið að vera inni á safni að skoða alls konar merkilega hluti.
Sauma
Með nál og tvinna er hægt að sauma alls konar hluti. Netið getur hjálpað mikið með hugmyndir og leiðbeiningar.
Sá fræjum
Á vorin er hægt að fara að sá fræjum fyrir sumarið. Krökkunum finnst oft mjög gaman að fá að taka þátt.
Sápukúlur
Það er aldrei leiðilegt að blása sápukúlur.
Semja lag
Semjið lag og flytjið.
Sippa/snúsnú
Ef veðrið er gott er hægt að fara út að sippa eða snúsnú, ef þið eruð nógu mörg.
Skartgripagerð
Það er hægt að búa til skartgripi úr alls kyns hlutum sem finnast á heimilinu, t.d. pasta og morgunkorni.
Skógarferð
Skógurinn er fallegur á vorin en það þarf að passa að það sé ekki búið að rigna mjög mikið áður en maður fer, þá eru stígarnir eitt drullusvað.
Skrifa bréf
Skrifið bréf til einhvers og setjið í póst.
Skrifa sögu
Skrifið saman sögu og lesið.
Skutlur
Búið til skutlur og sjáið hver flýgur lengst.
Skynjunarleikur
Á Pinterest er hægt að finna ótal hugmyndir að skynjunarleikjum fyrir yngstu börnin. Þeir þurfa ekki að vera flóknir, t.d. er hægt að setja vatn í fat og einhverja hluti úr eldhússkúffunni.
Skyrskál
Búið til ykkar eigin skyrskál heima.
Slímgerð
Á netinu er hægt að finna uppskriftir að slími.
Smoothie
Búið til smoothie eða annan frískandi drykk.
Snyrtivörugerð
Enn og aftur má finna ótal uppskriftir að alls kyns snyrtivörum til að búa til heima.
Sokkabrúður
Notið gömlu eða stöku sokkana og búið til brúður úr þeim.
Spila
Spilið á spil eða borðspil. Það er hægt að fá lánuð spil á bókasafninu og hafa spilakvöld.
Spurningaleikur
Búið til spurningaleik og bjóðið svo einhverjum að taka þátt.
Steinasafn
Vorið er tilvalinn tími til að byrja að safna steinum.
Strætóferð
Yngstu börnunum þykir oft mjög spennandi að fara í strætó.
Stuttmyndagerð
Skrifið handrit og búið til stuttmynd. Það er einnig hægt að nota stop-motion forrit/öpp til að búa til skemmtilegar stuttmyndir.
Sumarbústaður
Ef fjölskyldan hefur aðgang að bústað er tilvalið að fara eina ferð í sumarbústað að vori (eða fleiri).
Sund
Vorið er fullkominn tími til að fara í sund. Á sundlaugar.com er hægt að skrá sig inn og merkja við allar sem þið hafið nú þegar prófað.
Taka til í fataskápum
Nú er góður tími til að taka til í fataskápum og gefa föt sem ekki eru í notkun lengur.
Taka vormyndir
Farið út í góða veðrið og takið nokkrar myndir.
Tefla
Einfalt og skemmtilegt.
Teikna
Teiknið hvað sem ykkur dettur í hug.
Tilraunir
Á netinu má finna ótal hugmyndir að tilraunum fyrir börn. Það er líka hægt að finna bækur á bókasafninu.
Tímahylki
Búið til tímahylki og geymið á góðum stað eða grafið. Svo má taka það upp eftir nokkur ár.
Tískusýning
Farið í fataskápinn eða búningakassann og klæðið ykkur upp og haldið tískusýningu.