Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’25-’26
Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - veturinn '25-'26
Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir allir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt er að gera með 0-2 ára börnum – utan heimilisins. Endilega sendið skilaboð ef þið vitið um eitthvað fleira skemmtilegt. Á listana bætast við hugmyndir um leið og þær uppgötvast.
Austurland
Múlaþing
Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á fimmtudögum kl. 10-12, Hörgsási 4.
Leikskólalóðir í Múlaþingi.
Vopnafjörður
Leikskólinn Brekkubær.
Höfuðborgarsvæðið
Foreldramorgnar og krílastundir
Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem standa foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum.
Mánudagar
- Krílakór yngri í Fríkirkjunni í Hafnarfirði er fyrir börn á aldrinum 1-2 ára og fer fram alla mánudaga kl. 16:30-17:00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Ekkert kostar á námskeiðið en nauðsynlegt er að skrá sig. Fríkirkjan er staðsett á Linnetsstíg 6 í Hafnarfirði.
- Krílastund í Borgarbókasafninu Grófinni á mánudögum kl. 10:30-11:30, söngstund kl. 11
- Opni leikskólinn: Memmm á Drekavöllum 9, alla mánudaga kl. 10-12
- Skynjunarleikstund á Bókasafni Hafnarfjarðar einn mánudag í mánuði kl. 10-12, Strandgötu 1 í Hafnarfirði.
Þriðjudagar
- Foreldrahittingur á Fæðingarheimili Reykjavíkur alla þriðjudaga kl. 11:30-13:00, Hlíðarfæti 17
- Foreldramorgnar í Guðríðarkirkju í Grafarholti alla þriðjudaga milli kl. 10 og 12, Kirkjustétt 8 í Reykjavík.
- Foreldramorgnar í Lindakirkju alla þriðjudaga milli kl. 10 og 12, Uppsölum í Kópavogi.
- Foreldramorgnar í Vídalínskirkju alla þriðjudaga kl. 10:30-12, Kirkjulundi 3 í Garðabæ.
- Krílastund í Borgarbókasafninu Spönginni, alla þriðjudaga kl. 10-11
- Krílastund í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal, alla þriðjudaga kl. 10:30-11:30
- Opni leikskólinn: Memmm, Aflagranda 40, alla þriðjudaga kl. 10-12, Aflagranda 40 í Reykjavík.
Miðvikudagar
- Alþjóðlegir foreldramorgnar í Ástjarnarkirkju alla miðvikudaga kl. 10-12 og fer starfið fram á íslensku og ensku. Ástjarnarkirkja er staðsett á Kirkjuvöllum 1 í Hafnarfirði.
- Fjölskyldumorgnar í Bessastaðakirkju alla miðvikudaga frá kl. 10:30-12, safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1
- Foreldramorgnar í Hallgrímskirkju (Kórkjallara, gengið inn frá Eiríksgötu) á miðvikudögum kl. 10-12.
- Fjölskyldusamvera í Háteigskirkju á miðvikudögum kl. 17-18:30, Háteigsvegi 27-29 í Reykjavík. Fyrir börn á öllum aldri.
- Krílatónar í Ástjarnarkirkju fyrir börn undir 1 árs alla miðvikudaga kl. 10:30-11:15. Nauðsynlegt er að skrá sig en þátttaka er ókeypis. Ástjarnarkirkja er staðsett á Kirkjuvöllum 1 í Hafnarfirði.
- Krútt í Fjölni, opinn fimleikatími fyrir þau allra yngstu í Fjölni alla miðvikudaga kl. 11-13, Egilshöll. 500 kr. inn.
- Opni leikskólinn: Memmm í Gerðubergi alla miðvikudaga kl. 10-12, Gerðubergi 3-5 í Reykjavík, efri hæð.
- Opni leikskólinn: Memmm í Samfélagshúsinu Bólstaðarhlíð 43, alla miðvikudaga kl. 13-15
- Ungatími hjá Gerplu, fimmleikasalurinn (Versölum 3 í Kópavogi) er opinn fyrir börn á aldrinum 0-2 ára á miðvikudögum frá 11:30-13. Það kostar 500 kr. inn.
Fimmtudagar
- Foreldramorgnar Bókasafns Kópavogs 2. og 4. fimmtudag í mánuði kl. 10, Hamraborg 6a í Kópavogi.
- Foreldramorgnar í Breiðholtskirkju á fimmtudögum kl. 10-12, Þangbakka 5 í Reykjavík.
- Foreldramorgnar í Bústaðakirkju á fimmtudögum kl. 10-12, Tunguvegi 25 í Reykjavík.
- Foreldramorgnar í Digraneskirkju (neðri hæð) á fimmtudögum kl. 10-11:30, Digranesvegi 82
- Foreldramorgnar í Lágafellskirkju á fimmtudögum kl. 10-12, Þverholti 3 í Mosfellsbæ.
- Foreldramorgnar í Seltjarnarneskirkju á fimmtudögum kl. 10-12, við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi.
- Foreldraspjall á Bókasafni Garðabæjar einn fimmtudag í mánuði kl. 10:30, Garðatorgi 7 í Garðabæ.
- Krílastund í Borgarbókasafninu Grófinni á fimmtudögum kl. 10:30-11:30, söngstund kl. 11
- Krílastund í Borgarbókasafninu Árbæ, alla fimmtudaga kl. 10-11
- Opni leikskólinn: Memmm á Drekavöllum 9, alla fimmtudaga kl. 10-12
- Opni leikskólinn: Memmm á Bókasafni Kópavogs, alla fimmtudaga kl. 12-14
- Skynjunarleikstund á Bókasafni Hafnarfjarðar einn fimmtudag í mánuði kl. 15-17, Strandgötu 1 í Hafnarfirði.
Föstudagar
- Foreldramorgnar í Fella- og Hólakirkju á föstudögum kl. 10-12, Hólabergi 88 í Reykjavík.
Laugardagar
Sunnudagar
- Sunnudagaskólar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið
Göngutúrar með vagn eða kerru
Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.
- Borgarholt í Kópavogi
- Elliðaárdalurinn í Reykjavík
- Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
- Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
- Grótta á Seltjarnarnesi
- Guðmundarlundur í Kópavogi
- Hallargarðurinn í Reykjavík
- Hlíðargarður í Kópavogi
- Klambratún í Reykjavík
- Kópavogsdalur í Kópavogi
- Landakotstún í Reykjavík
- Laugardalurinn í Reykjavík
- Miðbær Hafnarfjarðar
- Miðbær Reykjavíkur
- Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
- Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
- Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
- Víðistaðatún í Hafnarfirði
- Úlfarsárdalur í Reykjavík
- Öskjuhlíð í Reykjavík
Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.
Leiksvæði og önnur afþreying
Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn.
- Barnaloppan býður viðskiptavinum upp á leikhorn fyrir börn, Skeifunni 11a í Reykjavík. Foreldrar þurfa að sjálfsögðu að fylgjast með börnunum sínum.
- Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1 í Hafnarfirði.
- Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a í Kópavogi.
- Borgarbókasafnið Árbæ, Hraunbæ 119 í Reykjavík.
- Borgarbókasafnið Gerðubergi, Gerðubergi 3-5 í Reykjavík.
- Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15 í Reykjavík.
- Borgarbókasafnið í Sólheimum, Sólheimum 23a í Reykjavík.
- Borgarbókasafnið í Spönginni, Spönginni 41 í Reykjavík.
- Borgarbókasafnið Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 122-124 í Reykjavík.
- Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Laugardalnum í Reykjavík (Múlavegur 2) – ókeypis fyrir 5 ára og yngri, 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri.
- Frístundagarðurinn í Gufunesi í Reykjavík er með flottan leikvöll.
- Gerðarsafn, Hamraborg 4 í Kópavogi.
- Höfuðstöðin, Rafstöðvarvegi 1a í Reykjavík.
- Kringlan, finna má opin leiksvæði fyrir börn í Kringlunni.
- Leikskólalóðir í Garðabæ.
- Leikskólalóðir í Hafnarfirði.
- Leikskólalóðir í Mosfellsbæ.
- Leikskólalóðir í Kópavogi.
- Leikskólalóðir í Reykjavík.
- Leikskóli Seltjarnarness.
- Leikvellir í Ártúnsholti. Ungbarnarólur eru sérstaklega merktar á kortinu.
- Leikvellir í Neðra Breiðholti. Ungbarnarólur eru sérstaklega merktar á kortinu.
- Nauthólsvík í Reykjavík.
- Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hamraborg 6 í Kópavogi – aðgangur ókeypis.
- Norræna húsið, Sæmundargötu 11 í Reykjavík (leiksvæði á bókasafni).
- Ríteil Kids í Holtagörðum býður upp á skemmtilegt leikhorn fyrir viðskiptavini
- Skopp, Dalvegi 10-14 í Kópavogi. BarnaSkopp kostar 1.599 kr.
- Smáralind, finna má opin leiksvæði fyrir börn í Smáralind.
- Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu.
- Ungbarnasundsnámskeið hjá ýmsum aðilum.
- Vatnsleikjagarðurinn við Elliðaárstöð í Reykjavík.
- Vává Barnaklúbbur, Drafnarfelli 2-4
Veitingastaðir og kaffihús
Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum eða öðru sem hentar eða vekur áhuga 0-2 ára barna.
- 27 mathús og bar, Víkurhvarfi 1 í Kópavogi.
- Arna ís- og kaffibar, Eiðistorgi 15 á Seltjarnarnesi.
- Kaffi Dalur, Sundlaugarvegi 34 í Reykjavík.
- Kaffi Flóran í Grasagarðinum í Laugardalnum í Reykjavík.
- Kaffi Laugalækur, Laugarnesvegi 74a í Reykjavík.
- Kaffitár á Nýbýlavegi, Nýbýlavegi 18 í Kópavogi.
- Kastalakaffi, Suðurlandsbraut 72 í Reykjavík.
- Mathús Garðabæjar, Garðatorgi 4b í Garðabæ.
- Spilakaffi, Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík. Kjallarinn, kostar 1.000 kr. inn.
- The Laundromat Cafe, Austurstræti 9 í Reykjavík.
Norðurland
Akureyri
Foreldramorgnar í Glerárkirkju alla fimmtudaga kl. 10-12, Bugðusíðu 3.
Húsavík
Foreldramorgnar í Húsavíkurkirkju á mánudögum.
Sauðárkrókur
Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju alla fimmtudaga kl. 10-12.
Suðurland og Suðurnes
Reykjanesbær
Bókasafn Reykjanesbæjar er með barnahorn með bókum og sætum.
Fjölskyldudagar á Bókasafni Reykjanesbæjar á laugardögum.
Foreldramorgnar á Bókasafni Reykjanesbæjar á fimmtudögum kl. 11.
Krílakrútt í safnaðarheimilinu Innri Njarðvík á þriðjudögum kl. 10:00-11:30.
Opni leikskólinn Memmm á Bókasafni Reykjanesbæjar, aðalsafni, kl. 13-15 á mánudögum og kl. 10-12 á föstudögum
Leikskólalóðir í Reykjanesbæ.
Sundlaugar í Reykjanesbæ.
Ungbarnasund í Reykjanesbæ. Skráning nauðsynleg.
Selfoss
Foreldramorgnar í Selfosskirkju á miðvikudögum kl. 11-12:30, Kirkjuvegi.
Suðurnesjabær
Foreldramorgnar í Kiwanishúsinu í Garði alla miðvikudaga kl. 10:30-12/12:30, Heiðartúni 4.
Fjöruferð á Garðskaga.
Leikskólalóðir í Suðurnesjabæ.
Sundlaugar í Suðurnesjabæ.
Þorlákshöfn
Foreldramorgnar í Þorlákskirkju á miðvikudögum kl. 10-12, Skálholtsbraut.
Vesturland og Vestfirðir
Akranes
Foreldramorgnar á Bókasafni Akraness á fimmtudögum kl. 10-12.
Ísafjarðarbær
Foreldramorgnar á Bókasafninu á Ísafirði á tveggja-þriggja vikna fresti.
Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.
Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’25-’26 Read More »

