0-2 ára

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’23-’24

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - veturinn '23-'24

Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir allir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt er að gera með 0-2 ára börnum – utan heimilisins. Endilega sendir skilaboð eða kommentið hér fyrir neðan ef þið vitið um eitthvað fleira skemmtilegt. Á listana bætast við hugmyndir um leið og þær uppgötvast.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Austurland

Fjarðabyggð

Leikskólalóðir í Fjarðabyggð.

Sundlaugar í Fjarðabyggð. 

Múlaþing

Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á fimmtudögum kl. 10-12, Hörgsási 4.

Leikskólalóðir í Múlaþingi.

Vopnafjörður

Leikskólinn Brekkubær.

Höfuðborgarsvæðið
Foreldramorgnar og krílastundir

Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem standa foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum.

Mánudagar

Þriðjudagar

Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Laugardagar

Göngutúrar með vagn eða kerru

Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.

  • Borgarholt í Kópavogi
  • Elliðaárdalurinn í Reykjavík
  • Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
  • Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
  • Grótta á Seltjarnarnesi
  • Guðmundarlundur í Kópavogi
  • Hallargarðurinn í Reykjavík
  • Hlíðargarður í Kópavogi
  • Klambratún í Reykjavík
  • Kópavogsdalur í Kópavogi
  • Landakotstún í Reykjavík
  • Laugardalurinn í Reykjavík
  • Miðbær Hafnarfjarðar
  • Miðbær Reykjavíkur
  • Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
  • Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
  • Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • Víðistaðatún í Hafnarfirði
  • Úlfarsárdalur í Reykjavík
  • Öskjuhlíð í Reykjavík

Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.

Leiksvæði og önnur afþreying

Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn. 

Veitingastaðir og kaffihús

Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum eða öðru sem hentar eða vekur áhuga 0-2 ára barna.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Norðurland

Akureyri

Foreldramorgnar í Glerárkirkju alla fimmtudaga kl. 10-12, Bugðusíðu 3.

 

Húsavík

Foreldramorgnar í Húsavíkurkirkju.

 

Sauðárkrókur

Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju alla miðvikudaga kl. 10-12.

Suðurland og Suðurnes

Grindavík

Foreldramorgnar í Grindavíkurkirkju á þriðjudögum kl. 10-12, við Ránargötu.

Leikskólalóðir í Grindavík.

Sundlaug Grindavíkur, Austurvegi 1.

Reykjanesbær

Bókasafn Reykjanesbæjar er með barnahorn með bókum og sætum.

Fjölskyldudagar á Bókasafni Reykjanesbæjar á laugardögum.

Foreldramorgnar á Bókasafni Reykjanesbæjar á fimmtudögum kl. 11.

Krílakrútt í safnaðarheimilinu Innri Njarðvík á miðvikudögum kl. 10:30-12.

Leikskólalóðir í Reykjanesbæ.

Sundlaugar í Reykjanesbæ.

Ungbarnasund í Reykjanesbæ. Skráning nauðsynleg.

Selfoss

Foreldramorgnar í Selfosskirkju á miðvikudögum kl. 11-12:30, Kirkjuvegi.

Suðurnesjabær

Foreldramorgnar í Kiwanishúsinu í Garði alla miðvikudaga kl. 10:30-12/12:30, Heiðartúni 4.

Fjöruferð á Garðskaga.

Leikskólalóðir í Suðurnesjabæ.

Sundlaugar í Suðurnesjabæ.

Þorlákshöfn

Foreldramorgnar í Þorlákskirkju á miðvikudögum kl. 10-12, Skálholtsbraut.

Vesturland og Vestfirðir

Akranes

Foreldramorgnar á Bókasafni Akraness á fimmtudögum kl. 10.

 

Ísafjarðarbær

Foreldramorgnar á Bókasafninu á Ísafirði á þriðjudögum.

Leikskólalóðir í Ísafjarðarbæ.

 

Stykkishólmur

Foreldramorgnar í Stykkishólmskirkju á fimmtudögum kl. 11.

Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’23-’24 Read More »

100 fæðutegundir fyrir 1 árs afmælið

100 fæðutegundir fyrir 1 árs

Mynd: Hui Sang

Það getur verið mjög spennandi að bjóða litla barninu sínu upp á fasta fæðu í fyrsta skiptið. Í dag er mjög vinsælt að velja “baby-led weaning”-aðferðinni við að venja börn á fasta fæðu. Þá fær barnið að borða sjálft, heldur sjálft á matnum og matar sig sjálft. Maturinn er ekki maukaður fyrir það sérstaklega og ef það fær graut á það að nota skeið sjálft. Mikið áhersla er lögð á að börnin prófi sem flestar fæðutegundir og áferðir. Þessi aðferð á að skila sjálfstæðum börnum sem hlusta á eigin hungur- og seddutilfinningu og eru til í að prófa nýjan mat. Oft er talað um að börn ættu að vera búin að prófa 100 mismunandi fæðutegundir fyrir 1 árs afmælið í sambandi við þessa aðferð. Það er ágætis markmið og vel gerlegt og kemur vonandi í veg fyrir matvönd börn. 

Heimilisvefurinn hefur búið til bækling með þeim fæðutegundum sem börn gætu prófað fyrir fyrsta afmælisdaginn til að hjálpa foreldrum við að halda utan um hvað er búið að prófa. Á listanum eru ávextir, grænmeti, prótein, kornvörur o.fl. en einnig auð pláss þar sem hægt er að bæta inn sínu eigin. Sumt á listanum þarf að passa sig vel á þegar verið er að gefa barnið, t.d. vínber og epli – það er þó nokkur köfnunarhætta sem stafar af þeim ef þau eru ekki gefin á viðeigandi hátt. Á listanum eru ekki þær fæðutegundir sem embætti landlæknis telur óæskilegar fyrir börn t.d. rabarbari, spínat, fennel, rauðrófur og sellerí. Sumt á listanum ætti aðeins að gefa börnum undir eins árs í hófi, t.d. kanil og skyr. Til gamans eru svo hægt að lita broskallana til hliðar til að sýna hvað barninu fannst um þessa fæðu.

En jafnvel þótt þú aðhyllist ekki „baby-led weaning“ aðferðina getur þessi litli bæklingur samt sem áður hentað ágætlega ef þig langar til að barnið smakki sem flest fyrir 1 árs.

100 fæðutegundir fyrir 1 árs afmælið Read More »

Hvað er gott að eiga þegar barnið kemur?

Hvað er gott að eiga þegar barnið kemur?

Það er að mörgu að huga áður en lítið kríli bætist við fjölskylduna. Lítil börn þurfa vissulega ekki margt og ást um umhyggja foreldranna er lang mikilvægust. Það geta samt ýmsir hlutir gagnast okkur vel að eiga þegar barnið mætir á svæðið til að gera allt auðveldara. Þarfir hverrar fjölskyldu og barns eru mismunandi svo það er erfitt að búa til lista sem gildir fyrir alla. Sumir foreldrar ætla t.d. að nota taubleyjur í stað bréfbleyja, á meðan aðrir ætla að láta barnið til að nota kopp frá fæðingu. En hér er engu að síður listi yfir hluti sem gagnlegt er að eiga þegar barnið kemur, eða fljótlega eftir það.

Neðst í færslunni er excel-skjal sem hægt er að nota við skipulagningu.

newborn, baby, feet-1399155.jpg

Fatnaður

  • Samfellur: gott er að eiga nokkrar samfellur, bæði síð- og stutterma. Sum börn æla t.d. mikið og þá getur verið gott að eiga nokkrar samfellur, svo ekki þurfi stanslaust að vera að þvo.
  • Náttgallar og heilgallar: það getur verið mjög þægilegt að hafa börn stundum í heilgalla og svo þarf náttgalla fyrir næturnar.
  • Buxur: eins og með samfellurnar er gott að eiga þó nokkrar buxur til skiptanna.
  • Peysur: gott er að eiga einhverjar peysur til að fara í yfir stutterma samfellur. 
  • Sokkar og/eða sokkabuxur: sokkar haldast oft mjög illa á fótum ungabarna, svo það getur verið gott að eiga sokkabuxur.
  • Klórvettlingar: ungabörn klóra sig gjarnan í andlitið fyrst eftir að þau fæðast og þá geta klórvettlingar hjálpa mikið.
  • Léttar húfur: á höfuðið bæði ef það er svalt inni eða ef það er hlýtt úti og sól.
  • Hlýr útigalli: það fer auðvitað eftir því hvenær barnið er fætt hvort það þurfi hlýjan útigalla. Barn fætt í júlí þarf líklega ekki útigalla í stærð 50 og 56.
  • Húfa, vettlingar og sokkar: alltaf gott að eiga hér á norðlægum slóðum.
  • Hlýjar peysur
  • Föðurland/sett eða galli úr þunnri ull: gott fyrir svefninn úti og fleira.
  • Slefsmekkir: sum börn byrja að slefa allt frá 2-3 mánaða aldri og slefið getur orðið mikið!
  • Smekkir: ekki nauðsynlegt að eiga fyrr en um 5-6 mánaða aldur, þegar barnið fer að smakka mat.
  • Taubleyjur: gott að eiga til að þurrka upp ælur o.fl.
  • Kjólar eða fín föt: ekki nauðsynlegt, en gaman að eiga fyrir sérstök tilefni. 
  • Hárband: alls ekki nauðsynlegt, en gaman að eiga fyrir sérstök tilefni.
  • Stuttbuxur undir kjóla: alls ekki nauðsynlegt, en gaman að eiga fyrir sérstök tilefni.
  • Skór/bomsur: ekki er nauðsynlegt að eiga skó fyrr en barnið fer að ganga sjálft en mjúkir skór eða bomsur er gaman að eiga fyrir sérstök tilefni, en alls ekki nauðsynlegt.

Skiptiaðstaða

Hlutir sem er eða gæti verið gott að eiga við skiptiaðstöðuna.

  • Skiptidýna og yfirbreiðsla
  • Ferðaskiptidýna
  • Körfur undir krem, bleyjur o.fl.
  • Skiptitaska
  • Ruslafata: líka hægt að henda í ruslafötuna í eldhúsinu
  • Bleyjur (bréf eða tau)
  • Bossakrem
  • Blautþurrkur eða fjölnota þurrkur
  • Koppur (ef venja á barn á kopp frá fæðingu)

Barnaherbergið/svefn

Hlutir sem er eða gæti verið gott að hafa í barnaherberginu eða í tengslum við svefn.

  • Rimlarúm og dýna: ekki nauðsynlegt við fæðingu
  • Sængurver
  • Sæng eða svefnpokar
  • Reifar: ekki er algengt að reifa börn á Íslandi 
  • Lak
  • Teppi á gólfið
  • Vagga
  • Næturljós
  • Gúmmídúkur undir lak
  • Leikfangahirsla
  • White noise-tæki: getur hjálpað ungum börnum við að sofa betur og útiloka utanaðkomandi hávaða
  • Fataskápur/kommóða

Brjóstagjöf/pelagjöf

  • Pelar
  • Gjafapúði
  • Mexíkóhattar: ef brjóstagjöf gengur illa í byrjun eða ef sár koma
  • Pelabursti
  • Græðandi gelplástrar: fyrir sárar geirvörtur
  • Brjóstapumpa: ef þarf
  • Mjólkurpokar: ef þarf

Baðið

  • Handklæði
  • Naglaþjöl/skæri
  • Hárbursti
  • Þvottapokar/klútar
  • Baðbali: ekki nauðsynlegt en mjög þægilegt, en það er auðvitað hægt að baða börn í baðkörum, vöskum eða taka þau með í sturtu
  • Hitamælir í bað

Annað

  • Barnavagn: fyrir göngutúra og í mörgum tilvikum; lúra
  • Kerrustykki: fyrir göngutúra seinna meir
  • Burðarpoki: getur verið gagnlegt, sérstaklega fyrir börn sem vilja stöðugt láta halda á sér
  • Kerrupoki: svo það sé hlýtt og gott í kerrunni
  •  Nefsuga: fyrir stífluð nef, ekki endilega nauðsynlegt
  • Bílstóll
  • Bílstólapoki: svo það sé hlýtt og notalegt í bílstólnum, því það á ekki að hafa börn í þykkum lögum af fötum í bílstólum. 
  • Ungbarnahreiður: ekki nauðsynlegt en þægilegt til að hafa barnið í
  • Teppi
  • Snuð: gott er að kaupa nokkrar tegundir til að láta barnið prófa, þau taka ekki öll hvaða snuð sem er
  • Snudduband: svo snuðið fari ekki langt
  • Leikteppi
  • Barnapíutæki
  • Spjöld með svarthvítum myndum: fyrir barnið að skoða
  • Leikföng: mjög líklega fær barnið nóg af leikföngum gefins
  • D-vítamíndropar: nánari upplýsingar fáið þið í ungbarnavernd um hvenær á að byrja að gefa D-vítamíndropa
  • Matarstóll (með ungbarnasæti): mjög gagnlegt að eiga matarstól með ungbarnasæti eða ömmustól til að geta lagt barnið frá sér fyrstu mánuðina.
  • Ömmustóll
baby, child, cute-3149224.jpg

Skjal með öllu því helsta

Heimilisvefurinn hefur útbúið excel-skjal með öllu því helsta sem þarf að eiga þegar barnið loksins kemur. Hægt er að opna skjalið í excel og fylla það út jafnóðum í tölvunni eða þá að opna það með Google Drive. Ef síðari kosturinn er valinn er hægt að uppfæra skjalið í símanum. 

Í skjalinu er skýr tafla með barnafötum í mismunandi stærðum (fyrir fyrstu 9 mánuðina eða svo) og viðmið um hvað er gott að eiga mörg stykki af hverri flík. Þegar þú fyllir inn í skjalið það sem er nú þegar komið af barnafötum er hægt að setja tölu í réttan reið og svo þegar viðmiðinu er náð er hægt að merka við í reitinn þar sem stendur komið. Sumt í skjalinu er merkt með * eða ** og það eru þá hlutir sem er ekki nauðsynlegt að eiga eða að minnsta kosti ekki nauðsynlegt fyrst um sinn.

Þetta skjal mun vonandi hjálpa ykkur að hafa yfirsýn yfir það sem er til af barnafötum og kemur sér vonandi vel þegar þið standið í miðri verslun eða loppu og munið ekkert hvað vantar. Þá er hægt að opna skjalið í símanum og sjá hvort það vantaði nú ekki örugglega fleiri buxur. 

Auðvitað eru tölurnar í skjalinu ekki heilagar og auðvelt er að breyta og bæta við í skjalinu. Tölurnar eru eingöngu viðmið svo ekki sé allt stútfullt af fötum en einnig þannig að það þurfi ekki stöðugt að vera að þvo.

Til þess að geta notað skjalið í Google Drive og þar af leiðandi í símanum líka þarf að byrja á því að hala niður skjalinu hér að ofan, fara svo inn á Google Drive og búa til nýtt tómt sheets-skjal. Inni í því skjali þarf að smella á file og síðan open svo á upload og browse, finna rétta skjalið í tölvunni og smella á það. Þá ætti skjalið að birtast fljótlega í nýja sheets-skjalinu.

Hvað er gott að eiga þegar barnið kemur? Read More »

10 hlutir til að gera með 0-2 ára barni í sumar

10 hlutir til að gera með 0-2 ára barni í sumar

Fyrstu tvö árin í lífi barnsins eru alveg einstök. Þau eru að uppgötva ALLT og læra eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Þau fara úr því að vera algjörlega ósjálfbjarga og varnarlaus yfir í að geta gengið, hlaupið, talað, borðað sjálf og svo margt fleira.

Það eru alveg takmörk fyrir því hvað svona lítil börn geta gert. Þau reyna gjarnan að stinga hlutum sem þau finna í munninn á sér, sum eru ekki farin að ganga og þessi yngstu leggja sig oft yfir daginn. Á móti kemur að fyrir þeim er flest allt nýtt og spennandi og það þarf yfirleitt ekki að hafa mikið fyrir því að hafa ofan af fyrir þeim. 

Heimilisvefurinn hefur tekið saman tíu einfaldar hugmyndir að hlutum til að gera með allra  yngstu börnunum í sumar sem allir ættu að geta gert með þeim óháð búsetu.

Mynd: Joshua Gaunt

1. Fjöruferð

Litlum börnum finnst mjög gaman að leika sér í sandinum og skoða allt sem leynist í fjörunni. Það getur verið sniðugt að taka sandkassadót með sér en það er ekki nauðsynlegt. Það er alveg hægt að leika með skeljar og greinar og annað sem maður finnur úti í náttúrunni. Svo er tilvalið að taka með sér nesti og gera sér ágætlega langa ferð úr þessu.

2. Leika í sandkassa

Eins og áður sagði hafa lítil börn mjög gaman af því að leika sér í sandi. Sandurinn getur alveg verið í garðinum heima eða á næsta róló. Gaman er að taka með sér fötu og skóflu til að leika með. Ef veðrið býður ekki upp á að leika úti í sandkassa er hægt að búa til svokallaðan leiksand. Leiksandur er búinn til úr hráefnum sem finnast í flestum eldhúsum og er því alveg ætur ef krökkunum langar að smakka sandinn. Það er t.d. hægt að búa til leiksand með því að mala cheerios eða blanda saman 8 pörtum af hveiti við 1 part af matarolíu (t.d. 4 dl hveiti og ½ dl matarolía). Svo þarf bara að finna eitthvað skemmtilegt dót til að leika með í sandinum eða fela dót í honum.

3. Sulla

Fátt finnst börnum skemmtilegra en að fá að sulla í vatni. Það eru margar útfærslur af sullinu og vel hægt að vera með það inni ef veðrið er ekki gott, eins og gerist reglulega á Íslandi þótt það eigi að vera sumar. Innisull er hægt að framkvæma í sturtunni eða baðinu (eða jafnvel í vaski) og leyfa þá barninu að fá ílát úr eldhúsinu til að sulla með. Ef veður leyfir er hægt að sulla úti í garði eða á svölunum. Skemmtilegast er að fá nokkur ílát og volgt vatn, eitthvað til að hræra með og annað sem manni dettur í hug. Þau geta dundað sér við þetta í dágóðan tíma. Klæddu barnið eftir veðri og þó það sé ekki sól er vel hægt að sulla í pollagalla og hlýjum fötum.

4. Sund

Það er mjög gaman að fara með börnum í sund. Þessi allra yngstu þurfa helst að vera í innilaug, sérstaklega ef það er kalt. Það þarf líka að muna að verja börnin fyrir sólinni. Eldri börnin geta auðvitað farið í sund í útilaugum og vaðlaugum. Ef foreldrarnir nenna ekki í sund með barninu þá er til önnur lausn; uppblásin sundlaug á svölunum eða í garðinum. Þau elska þetta flest og gaman er að fá eitthvað dót með sér í sundlaugina. Önnur hugmynd er að sameina boltalandið og uppblásnu sundlaugina og búa til sundboltaland. Eldri systkini hefðu sjálfsagt líka gaman af því.

Mynd: Rui Xu

5. Blása sápukúlur

Það síðasta vatnstengda er einfalt. Að blása sápukúlur með barninu, eða fyrir það. Fæst börn hafa styrkinn í að blása sápukúlur en hafa oft gaman af því að reyna að ná þeim. Það eru líka til alls konar sápukúluvélar sem blása fyrir mann og þá geta foreldrarnir tekið betur þátt í fjörinu.

6. Göngutúr

Það er alltaf gott og endurnærandi að fara í gönguferð. Þetta þarf ekki að vera flókið. Foreldrið röltir um nágrennið á meðan barnið sefur, ef það er ungt. Ef barnið er orðið eldra er hægt að hafa það í kerru og leyfa því að njóta umhverfisins og jafnvel stoppa á róló af og til.

Mynd: Janko Ferlic

7. Lautarferð

Lautarferð er nátengd göngutúrahugmyndinni hér að ofan en í þetta skiptið er markmiðið að taka með sér nesti í göngutúrinn og finna sér svo einhvern góðan stað til að borða mat saman. Reyndar þarf ekki einu sinni að fara lengra en út í garð.

8. Skógarferð

Gaman er að gera sér ferð í næsta skóg eða skógrækt. Í skóginum er margt að skoða; greinar, könglar, skordýr og fleira. Yngstu börnin geta verið í burðarpoka en þau sem eru farin að ganga geta spreytt sig á að ganga í nýju og krefjandi umhverfi. Ekki er vitlaust að taka með nesti.

Mynd: Jelleke Vanooteghem

9. Kríta

Að kríta er eitthvað sem smábörn og eldri  börn geta notið saman. Yngri börnin geta kannski ekki teiknað fallegar myndir ennþá en þeim finnst þau hluti af hópnum ef þau fá að vera með.

10. Mála með fingramálningu

Að mála með fingrunum er góður skynjunarleikur fyrir börn. Annað hvort er hægt að kaupa fingramálningu án allra eiturefna eða að búa til alveg örugga málningu með því að blanda saman mismunandi matarlitum við jógúrt. Þá er ekkert mál þótt eitthvað fari í munninn. Svo þarf bara að finna stað fyrir þau að mála á. Þetta verður subbulegt svo sturtan eða baðkarið er ágætiskostur ef ekki er í boði að vera úti.

10 hlutir til að gera með 0-2 ára barni í sumar Read More »

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - Veturinn 2022-2023

Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir flestir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt  er að gera með 0-2 ára börnum á höfuðborgarsvæðinu – utan heimilisins.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Foreldramorgnar og krílastundir

Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem sem stendur foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum. 

 

Mánudagar

Þriðjudagar

Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Göngutúrar með vagn/kerru

Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.

  • Borgarholt í Kópavogi
  • Elliðaárdalurinn í Reykjavík
  • Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
  • Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
  • Grótta á Seltjarnarnesi
  • Guðmundarlundur í Kópavogi
  • Hallargarðurinn í Reykjavík
  • Hlíðargarður í Kópavogi
  • Klambratún í Reykjavík
  • Kópavogsdalur í Kópavogi
  • Landakotstún í Reykjavík
  • Laugardalurinn í Reykjavík
  • Miðbær Hafnarfjarðar
  • Miðbær Reykjavíkur
  • Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
  • Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
  • Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • Víðistaðatún í Hafnarfirði
  • Úlfarsárdalur í Reykjavík
  • Öskjuhlíð í Reykjavík
Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.
Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Leiksvæði og önnur afþreying

 Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn. 

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Veitingastaðir og kaffihús 

Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum sem henta 0-2 ára.

Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023 Read More »