Uppeldi

Hvað er gott að hafa í leikskólatöskunni?

Hvað er gott að hafa í leikskólatöskunni?

Nú þegar styttist í að leikskólarnir  byrji aftur eftir sumarfrí er gott að rifja upp hvað er gott að hafa með af fötum og útifötum fyrir leikskólann. Listinn getur verið breytilegur eftir þörfum barnanna, árstíðum og skoðunum foreldra en hér eru ágætis listar:

Útiföt að sumri til:

  • Pollagalli
  • Hlý peysa
  • Þunn húfa eða buff
  • Ullarsokkar
  • Vettlingar og pollalúffur
  • Þunn ullarföt
  • Úlpa
  • Strigaskór
  • Léttur jakki

Útiföt að vetri til:

  • Pollagalli 
  • Kuldagalli
  • Hlý peysa
  • Húfa og/eða lambhúshetta
  • Ullarsokkar
  • 2-3 pör af vettlingum (ullarvettlingar, pollalúffur)
  • Þunn ullarföt
  • Kuldaskór
  • Úlpa
  • Stígvél

Aukaföt:

  • 2-3 nærföt eða samfellur
  • 2 sokkar/sokkabuxur
  • 2 buxur
  • 2 bolir og/eða peysur

Auk þessa fatnaðar þarf barnið að hafa með sér það sem það notar í hvíldinni, t.d. bangsi, teppi eða snuð, og bleiur ef það þær ennþá.

Ekki gleyma að merkja fötin!

Hvað er gott að hafa í leikskólatöskunni? Read More »

100 fæðutegundir fyrir 1 árs afmælið

100 fæðutegundir fyrir 1 árs

Mynd: Hui Sang

Það getur verið mjög spennandi að bjóða litla barninu sínu upp á fasta fæðu í fyrsta skiptið. Í dag er mjög vinsælt að velja “baby-led weaning”-aðferðinni við að venja börn á fasta fæðu. Þá fær barnið að borða sjálft, heldur sjálft á matnum og matar sig sjálft. Maturinn er ekki maukaður fyrir það sérstaklega og ef það fær graut á það að nota skeið sjálft. Mikið áhersla er lögð á að börnin prófi sem flestar fæðutegundir og áferðir. Þessi aðferð á að skila sjálfstæðum börnum sem hlusta á eigin hungur- og seddutilfinningu og eru til í að prófa nýjan mat. Oft er talað um að börn ættu að vera búin að prófa 100 mismunandi fæðutegundir fyrir 1 árs afmælið í sambandi við þessa aðferð. Það er ágætis markmið og vel gerlegt og kemur vonandi í veg fyrir matvönd börn. 

Heimilisvefurinn hefur búið til bækling með þeim fæðutegundum sem börn gætu prófað fyrir fyrsta afmælisdaginn til að hjálpa foreldrum við að halda utan um hvað er búið að prófa. Á listanum eru ávextir, grænmeti, prótein, kornvörur o.fl. en einnig auð pláss þar sem hægt er að bæta inn sínu eigin. Sumt á listanum þarf að passa sig vel á þegar verið er að gefa barnið, t.d. vínber og epli – það er þó nokkur köfnunarhætta sem stafar af þeim ef þau eru ekki gefin á viðeigandi hátt. Á listanum eru ekki þær fæðutegundir sem embætti landlæknis telur óæskilegar fyrir börn t.d. rabarbari, spínat, fennel, rauðrófur og sellerí. Sumt á listanum ætti aðeins að gefa börnum undir eins árs í hófi, t.d. kanil og skyr. Til gamans eru svo hægt að lita broskallana til hliðar til að sýna hvað barninu fannst um þessa fæðu.

En jafnvel þótt þú aðhyllist ekki „baby-led weaning“ aðferðina getur þessi litli bæklingur samt sem áður hentað ágætlega ef þig langar til að barnið smakki sem flest fyrir 1 árs.

100 fæðutegundir fyrir 1 árs afmælið Read More »