Ævintýraferð um Ólafsfjörð
Ævintýraferð um Ólafsfjörð
Þótt ágústmánuður sé hafinn er sumarið ekki alveg búið. Hér er því næsta ævintýraferð og sú fyrsta sem er úti á landi. Ólafsfjörður er bær við samnefndan fjörð utarlega á Tröllaskaga. Gaman er að ganga um bæinn og skoða hann.
Heimilisvefurinn hefur útbúið kort af öllum leikvöllum bæjarins. Leikvellirnir eru númeraðir frá einum og upp í sex og er það tillaga að því hvernig hægt er að fara um bæinn og prófa að leika á öllum leikvöllunum.
Gangan um bæinn er ekki erfið, þó eitthvað sé um brekkur, og gott er að taka með sér smá nesti og vatnsbrúsa. Eins og áður sagði eru leikvellir bæjarins sex talsins.
Þar sem leikvellir hverfisins eru ekki nema sex talsins er þessi ævintýraferð ekki svo löng, en að vísu er hægt að gefa sér góðan tíma að skoða bæinn, prófa öll leiktækin á öllum leikvöllunum. Fyrir foreldra með mjög ung börn (undir 2 ára) er búið að merkja inn allar ungbarnarólur bæjarins á kortið.
Nokkrum reglum þarf að fylgja ef fara á í ævintýraferðina og þær eru að það er mjög mikilvægt að fara vel með öll leiktækin og bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og drasl og vera með sóðaskap. Þó að leikvellirnir í þessari ævintýraferð séu ekki á einkalóðum er samt sem áður mjög mikilvægt að ónáða ekki íbúana í kring. Farið líka varlega, sum leiktækin gætu hugsanlega verið komin til ára sinna og það er á ykkar ábyrgð ef þið eða börnin ykkar slasa sig í leiktækjum sem þyrfti að fara að endurnýja.
Náið í kortið af ævintýraferðinni hér:
Ævintýraferð um Ólafsfjörð Read More »