Fjölskyldan

Sólarkaffi

Sólarkaffi

Sólarkaffi er hefð sem upprunalega varð til á Ísafirði og er enn mjög stór hefð þar, en hefur svo einnig dreift sér víðar um landið. Einkum til staða þar sem fjöllin eru það há að sólin hverfi á bak við þau í svartasta skammdeginu. Þegar aftur fer að sjást til sólar, sem er oft seint í janúar, er haldið upp á það með sólarkaffi til að fagna hækkandi sól. Á sólarkaffinu eru borðaðar sólarpönnukökur, sem bragðast mun betur en aðrar pönnukökur.

Mynd af Seyðisfirði, en þar er einnig haldið upp á sólarkaffi. Mynd: Sveinn Birkir Björnsson.

Sama hvort fólk býr undir bröttum fjallshlíðum eða á víðáttumikilli sléttu geta allir tekið þátt í sólarkaffihefðinni og fagnað því að dagurinn sé nú orðinn töluvert lengri en hann var fyrir um mánuði síðan. Það eina sem þarf er góð pönnukökupanna og hráefni í pönnukökur. Það er vitaskuld enn betra að bjóða góðu fólki að bragða á pönnukökunum með sér. Þetta er fín ástæða til að halda upp á eitthvað í janúar (þó vissulega séu þorrablótin um þetta leyti líka) og lífga upp á tilveruna. En samkvæmt því sem bresk ferðaskriftstofa komst að fyrir um tuttugu árum er þriðji mánudagurinn í janúar versti dagur ársins og dagurinn hefur verið nefndur “blár mánudagur” (e. Blue Monday). Er ekki tilvalið að breyta því og kætast yfir gómsætum pönnukökum? Hér er allavega uppskrift að sólarpönnukökum fyrir áhugasama.

Mynd: Philippe Murray-Pietsch

Sólarpönnukökur

50 g brætt smjör

4 dl hveiti

½ tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

2 egg

2 tsk vanilludropar eða aðrir dropar

Mjólk eins og þarf

 

Aðferð: 

  1. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni og leyfið því svo að kólna aðeins.
  2. Setjið hveiti, matarsóda, lyftiduft, salt, egg og vanilludropa í stóra skál. Það má einnig prófa sig áfram með t.d. sítrónudropa eða möndludropa ef maður er í stuði. 
  3. Hellið smjörinu út í þegar það hefur kólnað aðeins.
  4. Bætið við mjólk og hrærið öllu saman, bætið svo við meiri mjólk þar til deigið verður mjög þunnt. 
  5. Hitið pönnukökupönnuna aftur og hafið hana miðlungs heita. 
  6. Hellið deigi á pönnuna og dreifið úr því með réttum handtökum. Pönnukakan á að sjálfsögðu að vera mjög þunn. 
  7. Steikið pönnukökuna þar til hún er orðin gullinbrún undir og snúið henni þá við og steikið hinum megin. Munið að fyrsta pönnukakan er alltaf skrýtin. 
  8. Berið fram eins og ykkur lystir, upprúlluð með sykri eða með sultu og rjóma. Það má einnig prófa sig áfram með alls kyns fyllingum. Hægt væri að prófa t.d. nutella eða súkkulaðisósu, hnetusmjör, ávexti, karamellusósu eða lemon curd.

Sólarkaffi Read More »

40 hlutir til að gera með krökkunum á veturna

40 hlutir til að gera með krökkunum á veturna

Það getur vafist fyrir sumum hvað hægt sé að gera með krökkunum þegar allt er í snjó og ís og ískalt úti. En það er fullt hægt að gera þótt það sé kalt og snjór, bæði inni og úti. Hér eru fjörtíu hugmyndir að einhverju til að gera saman í vetur, óháð búsetu:

Góða skemmtun!

40 hlutir til að gera með krökkunum á veturna Read More »

Bestu jólamyndirnar

Bestu jólamyndirnar

Eitt af því sem við tengjum flest við jólin eru jólamyndirnar. Flest eigum við okkar uppáhalds jólamynd sem er ómissandi hluti af jólahátíðinni. Sum verða að horfa á allar Harry Potter-myndirnar yfir jólin, önnur mega ekki sleppa því að horfa á Christmas Vacation fyrir jól og enn önnur myndu segja að það kæmu engin jól án þess að horfa á Home Alone. En sama hver við teljum að sé besta jólamynd allra tíma er vel hægt að bæta við nokkrum nýjum í safnið. Í gegnum árin hafa verið gefnar út ótal margar jólamyndir og margar þeirra eru… vægast sagt hræðilegar, en inn á milli leynast gullmolar. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkrar af ástsælustu jólamyndum allra tíma (sumar falla þó inn í „elska að hata“-flokkinn) og þær sem fá ágætis einkunnir á IMDB. Allar myndirnar á listanum eru með yfir 5,5 í einkunn á síðunni.  Listinn er settur upp sem áskorun um að horfa á allar myndirnar og gefa þeim einkunn. Alls eru 60 bíómyndir á listanum (og því er um að gera að byrja sem fyrst til að ná að klára fyrir áramót.) Bíómyndirnar eru fjölbreyttar, allt frá væmnum rómantískum gamanmyndum og barnamyndum yfir í hrollvekjur og mynd um fyrri heimstyrjöldina. 

Góða skemmtun!

Bestu jólamyndirnar Read More »

Hugmyndir að skógjöfum

Hugmyndir að skógjöfum

Það getur verið yfirþyrmandi verkefni fyrir sum að reyna að finna þrettán skógjafir fyrir desembermánuð, og þá tala ég nú ekki um ef börnin eru fleiri og finna þarf kannski 26, 39 eða 52 skógjafir! Auðvitað er oft hægt að gefa börnunum svipað eða það sama í skóinn frá sumum eða flestum jólasveinunum. Svo vill maður heldur ekki sitja uppi með fullt af litlu dóti og drasli sem krakkarnir léku sér með í fimm mínútur og svo aldrei meir. Eins þarf að passa að sveinki gefi ekki of stórar og dýrar gjafir því börn bera sig mikið saman við önnur börn og það getur verið sárt að fá mun minna en aðrir í skóinn. Áður en farið er út í að kaupa skógjafirnar er gott að pæla aðeins í því hvað krökkunum raunverulega vantar. Jólasveinarnir gætu nefnilega reddað því. 

Hér eru nokkrar hugmyndir að skógjöfum sem vonandi nýtast betur en eru jafnframt ódýrar og ættu ekki að særa önnur börn:

1. Eitthvað bragðgott

Börnunum finnst æðislegt að fá eitthvað bragðgott í skóinn og yfirleitt hverfur það á nokkrum mínútum. Þetta getur verið t.d. nammi, ávaxtanammi, rúsínur, mandarína, smákökur eða eitthvað slíkt.

Mynd: Nicolas J. Leclercq
2. Heitt kakó

Annað sem börnunum finnst æðislegt og safnar ekki ryki upp á hillu er heitt kakó. Hægt er að kaupa t.d. Swiss Miss í pokum eða súkkulaðibombur sem settar eru út í heitt vatn eða mjólk.

3. Lego, duplo eða playmo

Að sjálfsögðu á ekki að kaupa stóru dýru settin. Betra er að geyma þau fyrir jólapakkana. Vissulega er hægt að kaupa einn stóran pakka og skipta honum í nokkrar minni gjafir eða að kaupa minnstu pakkana og gefa í skóinn. Einnig er stundum hægt að finna lego, duplo og playmo á flóamörkuðum. 

4. Þroskaleikföng

Fyrir allra yngstu börnin (sem eiga eldri systkini sem fá í skóinn) er hægt að gefa þroskaleikföng, naghringi, hristur eða fleira slíkt.

Mynd: Thomas Despeyroux
5. Baðbomba eða freyðibað

Baðbombur eru skemmtilegar fyrir allan aldur (a.m.k. ef það er til baðkar á heimilinu).

6. Naglalakk
7. Krem eða maskar

Ef barnið hefur áhuga á kremum og möskum verður þetta líklegast notað fljótt.

Mynd: Myriam Zilles
8. Kerti

Eitthvað fallegt jólakerti eða gott ilmkerti er gaman að fá í skóinn fyrir krakka í eldri kantinum (ef þau hafa áhuga á slíku).

9. Snyrtivörur

Snyrtivörur eru ágætis skógjafir fyrir unglinga. Passið samt að hafa þær ekki dýrar.

10. Pennar og blýantar

Það er alltaf gaman að fá nýjan og skemmtilegan penna eða blýant í pennaveskið.

Mynd: Aaron Burden
11. Litir

Trélitir, tússlitir, vaxlitir, klessulitir… alls konar litir til að búa til fallegar myndir.

12. Andlitsmálning

Flestum börnum finnst ótrúlega skemmtilegt að láta mála á sér andlitið og fá að vera eitthvað annað en þau eru, t.d. ljón eða prinsessa.

13. Bolli, glas, peli eða stútkanna

Gott og gagnlegt að eiga á hverju heimili.

Mynd: Valeriia Miller
14. Sokkar eða sokkabuxur

Það þurfa allir að eiga sokka eða sokkabuxur.

15. Lyklakippa

Gaman er að fá flotta lyklakippu fyrir lyklana.

16. Veski eða budda

Vesti fyrir kortin eða budda fyrir klinkið.

17. Gjafabréf

Séu gjafabréfin ekki of dýr er hægt að gefa slíkt í skóinn. Þetta geta t.d. verið gjafabréf í ís, bíó eða annað slíkt. Einnig má búa til heimatilbúin gjafabréf sem gilda t.d. til að fá að velja hvað er í matinn eða að velja bíómynd fyrir næsta kósýkvöld.

18. Teygjur og spennur

Börn með sítt hár þurfa oft nýjar teygjur eða spennur.

19. Popp

Einn popppoki í örbylgjuofninn og málið er dautt.

20. Tyggjó

Tyggjópakki er mjög spennandi fyrir börnum á ákveðnum aldri sem fá kannski ekki oft tyggjó.

21. Skrúbbur

Hentar vel í skógjöf fyrir unglinga.

22. Leir

Það er ofsalega gaman og mikil núvitund í því að leira.

Mynd: Kelly Sikkema
23. Límmiðar og límmiðabók

Að safna límmiðum í límmiðabók var mikið sport í mínu ungdæmi. 

24. Vatnslitir, málning eða fingramálning

Fer eftir aldri og áhuga en allt er þetta mjög góð og skemmtileg afþreying.

25. Spil

Hér verður að passa sig að hafa spilin ekki of dýr eða „flott“. Það er eitt að fá fallegan spilastokk í skóinn og annað að fá Ticket to Ride eða álíka spil. Ferðaútgáfur af spilum gætu hentað, eða klassísk og einföld spil eins og slönguspilið, minnisspil, lúdó og slíkt.

26. Jólaskraut

Það er gaman fyrir krakkana að jólaskraut í herbergið eða jólakúlu til að hengja á jólatréð.

Mynd: Markus Spiske
27. Bók

Hér þarf aftur að passa að hafa bókina ekki of dýra. Litlar bækur eins og litlu smábarnabækurnar eru tilvaldar í skóinn.

28. Bangsi

Lítill krúttlegu bangsi í skóinn fyrir þessi yngstu er góð gjöf.

29. Fótboltamyndir eða pókemonspil

Fyrir þau börn sem eru að safna slíkum myndum er þetta fyrirtaks gjöf.

Mynd: Christopher Paul High
30. Púsl

Lítið púsluspil í skóinn er frábær gjöf.

31. Perlur

Einn poki af perlum eða nýtt perluspjald fyrir börn sem hafa gaman af því að perla. Einnig er hægt að prenta út perl-„uppskriftir“ á netinu.

32. Litamynd eða litabók

Litabók eða vel valin litamynd er tilvalin skógjöf.

Mynd: Kelly Brito
33. Stílabók, teikniblokk eða dagbók

Þá geta krakkarnir skrifað sögur, teiknað myndir eða skrifað í dagbók.

34. Húfur og vettlingar

Eitthvað hlýtt til að leika sér í snjónum.

Mynd: Michal Janek
35. Náttföt

Sígild gjöf frá síðasta jólasveininum, Kertasníki.

36. Handavinna

Skemmtileg handavinna getur stytt biða eftir jólnunum. Hægt er að gefa krökkunum litla útsaumsmynd, garn og prjóna eða annað slíkt.

37. Smákökuuppskrift og hráefni (eða tilbúið deig)
38. Þrautabók eða krossgátubók
39. Tannbursti
40. Morgunverður

Eitthvað sem barnið getur borðaði í morgunmat, t.d. jólajógúrt, lítill morgunkornspakki eða annað slíkt.

Fyrir þessi allra yngstu

Fyrir þessi allra yngstu, undir tveggja ára aldurinn, er hægt að kaupa eitthvað sem vantar. Slefsmekkur, nagdót, samfella, bleyjur, snuð, skvísur/barnamatur og fleira í þeim dúr er sniðugt að nýta sem skógjafir fyrir þau. Þau bera sig að sjálfsögðu ekki saman við önnur börn svo óhætt er að gefa ýmislegt dýrara ef þarf og ef eldri systkini fatta ekki að þetta sé „stærri“ gjöf.

Hugmyndir að skógjöfum Read More »

70 hugmyndir fyrir samverudagatal

70 hugmyndir fyrir samverudagatal

Margar fjölskyldur eru farnar að hafa samverudagatal í desember til að eiga góðar stundir saman á meðan beðið er eftir jólunum. Það er ýmislegt hægt að gera og margt kostar lítið sem ekki neitt. Mikilvægt er að hafa þetta ekki of flókið, það þarf ekki vera full dagskrá alla daga, nóg annað er að gera á þessum tíma. Hér eru nokkrar hugmyndir að samverustundum fyrir fjölskyldur sem hægt er að gera nánast hvar sem maður er á landinu. 

Mynd: Jonathan Borba
  1. Hlusta saman á jólasögu.
  2. Hitta jólasvein.
  3. Fá lánaða jólabók á bókasafninu.
  4.  Höggva niður jólatré eða velja það á næsta sölustað.
  5. Fara í jólasunnudagaskóla.
  6. Kaupa eða búa til eitthvað jólaskraut á jólatréð.
  7.  Sjá þegar jólatré bæjarins er tendrað.
  8. Fara í jólagöngutúr með heitt kakó í brúsa.
  9. Fara á kaffihús og fá ykkur heitt súkkulaði.
  10. Fara í jólaljósbíltúr (á náttfötunum).
  11. Skrifa jólakort.
  12. Fara á jólasýningu.
  13. Renna á sleða eða snjósleða.
  14. Skrifa bréf til jólasveinsins.
  15. Syngja jólalög.
  16. Fara á skíði.
  17. Fara á jólatónleika.
  18. Skreyta fyrir jólin.
  19. Skoða gamlar fjölskyldumyndir og myndbönd og rifja upp gamla og góða tíma.
  20. Kynnið ykkur hvernig jólin eru haldin í örðu landi.
  21. Baka smákökur.
  22. Hafa jólasögustund við jólatréð.
  23. Baka piparkökur.
  24. Búa til piparkökuhús.
  25. Leysa jólaþrautir (t.d. orðasúpu með jólaþema).
  26. Fara á skauta.
  27. Búa til fuglamat og gefa fuglunum.
  28. Búa til jólakrans.
  29. Fara í göngutúr og skoða jólaljósin
  30. Baka smákökur og gefa í frísskáp/þeim sem minna mega sín
  31. Taka til leikföng sem eru ekki lengur notuð og gefa í gott málefni
  32. Horfa á jólamynd
  33. Horfa saman á jóladagatal sjónvarpsins
  34. Kveikja á aðventukransinum
  35. Föndra jólaskraut
  36. Klippa út snjókorn og hengja í gluggann
  37. Búa til ykkar eiginn gjafapappír
  38. Pakka inn jólagjöfum
  39. Lita jólalitamynd
  40. Föndra merkimiða á jólagjafirnar
  41. Gefa mat í frískáp
  42. Búa til og fara í jólaratleik
  43. Jólabingó!
  44. Búa til músastiga
  45. Perla eitthvað jólalegt
  46. Sauma út jólamynd
  47. Fara í heimsókn
  48. Búa til jólaskraut úr trölladeigi eða leir
  49. Búa til snjókarl
  50. Búa til jólakahoot
  51. Læra að segja „gleðileg jól“ á öðrum tungumálum
  52. Búa til jólakonfekt
  53. Spila saman
  54. Púsla saman
  55. Fara á jólamarkað
  56. Búa til (barnvænt) jólaglögg
  57. Vera í ljótum jólapeysum
  58. Fara í rautt freyðibað
  59. Ákveða saman hvað á að vera í jólamatinn
  60. Búa til heimatilbúnar gjafir
  61. Hafa jólabröns
  62. Skreyta gluggana með gluggapennum
  63. Skera út laufabrauð
  64. Baka lagköku
  65. Baka jólasmákökur frá öðru landi
  66. Dansa við jólalög
  67. Setja negulnagla í mandarínur eða appelsínur
  68. Jólalautarferð á gólfinu í stofunni
  69. Taka jólamynd af fjölskyldunni
  70. Smákökusamkeppni fjölskyldunnar
Mynd: S. B. Vonlanthen

70 hugmyndir fyrir samverudagatal Read More »

Hugmyndir að daglegum hefðum fjölskyldunnar

Hugmyndir að daglegum hefðum fjölskyldunnar

Eins og Heimilisvefurinn hefur áður fjallað um, eru hefðir mjög mikilvægar til að styrkja tengsl fjölskyldumeðlima. Við, fullorðan fólkið í fjölskyldunni, þurfum að búa til og þróa þessar hefðir til að búa til góðar minningar fyrir börnin okkar. Þessar hefðir þurfa ekki að vera flóknar, litlu hlutirnir skipta miklu máli. Hér eru nokkur dæmi um einfaldar hefðir fyrir fjölskyldur sem hægt er að framkvæma á hverjum degi:

  • Að bjóða góðan dag og góða nótt.
  • Að heilast þegar einhver kemur heim og kveðja þegar einhver fer.
  • Morgunknús á morgnana.
  • Gefa sér tíma til að lesa sama, t.d. sögu fyrir svefninn eða gera heimalestur grunnskólabarnanna að góðri og notalegri stund.
  • Kúra uppi í rúmi eftir langan dag eða kúr fyrir svefninn.
  • Elda kvöldmatinn saman.
  • Borða kvöldmatinn öll saman við matarborðið og tala saman um daginn með opnum spurningum. Opnar spurningar eru spurningar sem krefjast meira en að viðkomandi svari með já-i eða nei-i, t.d. “Hvað gerðir þú í skólanum í dag?“ frekar en “Var gaman í skólanum í dag?” Ef erfitt er að finna upp á einhverju til að tala um væri líka hægt að búa til krukku með alls konar miðum með hugmyndum og spurningum til að hefja samræðurnar.
  • Borða alltaf úti ef veðrið er nógu gott (og aðstæður leyfa).
  • Borða við kertaljós þegar það er orðið dimmt um kvöldmatarleytið.
  • Fara í göngutúr saman, t.d. eftir kvöldmat.
  • Fara út að leika, t.d. eftir leikskóla eða eftir kvöldmat.
  • Horfa á barnatímann í línulegri dagskrá.
  • Skrifa miða með fallegum orðum og skilja eftir á góðum stöðum. 
  • Hreyfa sig saman, fara t.d. út að hlaupa, í jóga eða annað slíkt.
  • Halda sameiginlega fjölskyldudagbók og skrifa um daginn.

Eins og þið sjáið eru þetta flest allt hugmyndir sem ætti ekki að vera mjög erfitt að koma að í amstri dagsins. Að sjálfsögðu er ekki ætlast til að allir geri þetta allt, fjölskyldur þurfa að velja og hafna eftir því sem hentar þeim.

Hugmyndir að daglegum hefðum fjölskyldunnar Read More »

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’23-’24

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - veturinn '23-'24

Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir allir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt er að gera með 0-2 ára börnum – utan heimilisins. Endilega sendir skilaboð eða kommentið hér fyrir neðan ef þið vitið um eitthvað fleira skemmtilegt. Á listana bætast við hugmyndir um leið og þær uppgötvast.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Austurland

Fjarðabyggð

Leikskólalóðir í Fjarðabyggð.

Sundlaugar í Fjarðabyggð. 

Múlaþing

Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju á fimmtudögum kl. 10-12, Hörgsási 4.

Leikskólalóðir í Múlaþingi.

Vopnafjörður

Leikskólinn Brekkubær.

Höfuðborgarsvæðið
Foreldramorgnar og krílastundir

Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem standa foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum.

Mánudagar

Þriðjudagar

Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Laugardagar

Göngutúrar með vagn eða kerru

Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.

  • Borgarholt í Kópavogi
  • Elliðaárdalurinn í Reykjavík
  • Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
  • Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
  • Grótta á Seltjarnarnesi
  • Guðmundarlundur í Kópavogi
  • Hallargarðurinn í Reykjavík
  • Hlíðargarður í Kópavogi
  • Klambratún í Reykjavík
  • Kópavogsdalur í Kópavogi
  • Landakotstún í Reykjavík
  • Laugardalurinn í Reykjavík
  • Miðbær Hafnarfjarðar
  • Miðbær Reykjavíkur
  • Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
  • Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
  • Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • Víðistaðatún í Hafnarfirði
  • Úlfarsárdalur í Reykjavík
  • Öskjuhlíð í Reykjavík

Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.

Leiksvæði og önnur afþreying

Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn. 

Veitingastaðir og kaffihús

Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum eða öðru sem hentar eða vekur áhuga 0-2 ára barna.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Norðurland

Akureyri

Foreldramorgnar í Glerárkirkju alla fimmtudaga kl. 10-12, Bugðusíðu 3.

 

Húsavík

Foreldramorgnar í Húsavíkurkirkju.

 

Sauðárkrókur

Foreldramorgnar í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju alla miðvikudaga kl. 10-12.

Suðurland og Suðurnes

Grindavík

Foreldramorgnar í Grindavíkurkirkju á þriðjudögum kl. 10-12, við Ránargötu.

Leikskólalóðir í Grindavík.

Sundlaug Grindavíkur, Austurvegi 1.

Reykjanesbær

Bókasafn Reykjanesbæjar er með barnahorn með bókum og sætum.

Fjölskyldudagar á Bókasafni Reykjanesbæjar á laugardögum.

Foreldramorgnar á Bókasafni Reykjanesbæjar á fimmtudögum kl. 11.

Krílakrútt í safnaðarheimilinu Innri Njarðvík á miðvikudögum kl. 10:30-12.

Leikskólalóðir í Reykjanesbæ.

Sundlaugar í Reykjanesbæ.

Ungbarnasund í Reykjanesbæ. Skráning nauðsynleg.

Selfoss

Foreldramorgnar í Selfosskirkju á miðvikudögum kl. 11-12:30, Kirkjuvegi.

Suðurnesjabær

Foreldramorgnar í Kiwanishúsinu í Garði alla miðvikudaga kl. 10:30-12/12:30, Heiðartúni 4.

Fjöruferð á Garðskaga.

Leikskólalóðir í Suðurnesjabæ.

Sundlaugar í Suðurnesjabæ.

Þorlákshöfn

Foreldramorgnar í Þorlákskirkju á miðvikudögum kl. 10-12, Skálholtsbraut.

Vesturland og Vestfirðir

Akranes

Foreldramorgnar á Bókasafni Akraness á fimmtudögum kl. 10.

 

Ísafjarðarbær

Foreldramorgnar á Bókasafninu á Ísafirði á þriðjudögum.

Leikskólalóðir í Ísafjarðarbæ.

 

Stykkishólmur

Foreldramorgnar í Stykkishólmskirkju á fimmtudögum kl. 11.

Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – veturinn ’23-’24 Read More »

40 hlutir til að gera með krökkunum á haustin

40 hlutir til að gera með krökkunum á haustin

Nú þegar fyrstu laufin eru farin að gulna er hægt að fara að huga að haustinu. Haustið getur verið dásamlegur tími. Tími þar sem fjölskyldan gerir eitthvað kósý saman eða fer út að hoppa í pollum. Það er svo margt hægt að gera á þessum árstíma til að búa til góðar minningar og gæðastundir með börnunum okkar. Hér eru nokkrar hugmyndir að einhverju til að gera á haustin með krökkunum.

Njótið!

40 hlutir til að gera með krökkunum á haustin Read More »

Hefðir fyrir fyrsta skóladaginn

Hefðir fyrir fyrsta skóladaginn

Senn líður að því að skólarnir fari að byrja aftur, leikskólarnir eru þó reyndar flestir byrjaðir aftur. Mörg börn bíða spennt eftir að byrja í skólanum, kannski mest þau sem eru að byrja í 1. bekk, en þessi eldri mörg hver líka. Það er gaman að hitta alla vinina aftur og eignast kannski nýja. Önnur eru ekki eins spennt og margar ástæður geta legið þar að baki. En hvort sem barnið þitt er spennt eða ekki eru hér nokkrar hefðir (því hefðir eru jú svo mikilvægar LINKUR) sem tengjast skólabyrjun. Hefðirnar gætu einnig hjálpað sumum af ofurspenntu að stytta biðina eða kvíðnu börnunum við að byrja í skóla. Ef ykkur langar til að taka upp einhverjar af þessum hefðum er það bara frábært, en það er engin pressa – þið gerið bara það sem er best fyrir fjölskylduna ykkar. 

Áður en skólinn byrjar

 

Niðurtalning að skólabyrjun

Hægt er að byrja mánuði fyrir skólasetningu eða t.d. tíu dögum fyrr. Hægt er að krossa yfir daga á dagatali eða búa til eins konar tíu daga “jóladagatal” með smá gjöfum sem er gott að eiga þegar skólinn byrjar, t.d. blýantar, litir og strokleður. 

 

Skólaföt

Það er hefð hjá mörgum að kaupa sérstök föt fyrir skólann. Þetta eru auðvitað bara venjuleg hversdagsföt en þau eru keypt sérstaklega svo börnin séu í nýjum og fínum fötum fyrsta skóladaginn.

 

Skólaálfurinn Skólína

Skólaálfurinn Skólína getur hjálpað kvíðnum börnum við að byrja í skólanum en hún líka einfaldlega skemmtileg hefð fyrir alla. Skólína sendir börnunum bréf við skólabyrjun og oft fylgir lítil gjöf með sem tengist skólanum eða föndri. Skólína sendir smá töfraduft með í umslaginu, það mætti líka vera töfradrykkur í flösku. Ef barnið notar duftið eða drekkur töfradrykkinn getur Skólína komið með í skólann til að passa upp á barnið. Þetta útskýrir hún sjálf í bréfinu. Hún útskýrir líka að þetta sé algjört leyndarmál sem má ekki segja neinum nema foreldrum því annars hætta töfrarnir að virka. Skólína er ósýnileg en hún er alltaf til staðar í skólabyrjun. Börn geta líka skrifað Skólínu og beðið hana um að koma og hjálpa sér með að byrja aftur í skólanum næsta ár. Skólína svarar þá alltaf með bréfi og minnir á hvað það var gaman í skólanum árið áður. Góð regla er að bréfin frá Skólínu komi tveimur dögum fyrir skólasetningu. Þessa hugmynd getur hver fjölskylda þróað áfram sjálf.

 

Viðtal

Áður en skólinn byrjar er gaman að taka viðtal við börnin og spyrja þau út í væntingar sínar og markmið fyrir árið eða annað sem ykkur dettur í hug. Þetta er þá skrifað niður og geymt í möppu eða á öðrum góðum stað.

 

Skólaskemmtun

Nei, ekki skemmtun á vegum skólans heldur lítið partý heima áður en skólinn byrjar til að fagna nýju skólaári. Hægt er að fara í leiki og dansa. 

 

Lesa sögur um skólann

Á hverju kvöldi áður en skólinn byrjar aftur er hægt að lesa skólatengdar sögur fyrir svefninn. Alls konar bækur má finna á bókasöfnum landsins um skólann t.d. Asnaskólann, Skóladraugurinn, Skólaráðráðgátuna, Langelstur í bekknum og bækur úr bókaflokknum Bekkurinn minn.

 

Kaupa skólavörur saman

Í dag eru reyndar margir skólar farnir að bjóða upp á flest skriffæri og stílabækur ókeypis í skólanum en þrátt fyrir það þarf stundum að kaupa nýja skólatösku, pennaveski, nestisbox, brúsa og sundpoka sem dæmi. Það getur verið skemmtileg hefð að kaupa það sem vantar saman. Stundum er líka hægt að kaupa einhverja skemmtilega liti eða penna fyrir skólann, sem þau myndu annars ekki fá þar.

 

Skólaföndur

Fyrir föndrarana og krakkana sem elska að dunda sér er fullkomin hefð að föndra eitthvað skólatengt áður en skólinn byrjar. Hægt er að finna gríðarlega margar hugmyndir á pinterest.

Fyrsta skóladaginn

 

Skólabolur

Fyrsta skóladaginn væri það skemmtileg hefð að skreyta bol og skrifa á hann t.d. “Fyrsti skóladagurinn 2023”. Í myndatökunni er barnið svo í bolnum. Þegar barnið útskrifast svo úr grunnskóla á það vonandi alla bolina ennþá. 

Önnur hugmynd að skólabol væri að kaupa bara einn bol í fullorðins stærð og bæta við handarfari barnsins fyrsta dag hvers skólaárs, út alla skólagönguna. 

 

Morgunverður

Önnur skemmtileg hefð fyrir fyrsta skóladaginn er að búa til flottan morgunverð. Eitthvað sem er kannski í uppáhaldi hjá krökkunum, t.d. pönnukökur, egg og beikon. Skólasetningar eru yfirleitt í kringum 9 eða 10 og því ætti að vera tími í flottari morgunverð þennan morguninn.

 

Mynd

Sennilega er þetta auðveldasta og augljósasta hefðin en líka ein sú skemmtilegasta, að taka mynd af barninu með skólatöskuna, tilbúið til að fara í skólann. Í framtíðinni verður svo gaman að skoða allar myndirnar saman. 

 

Myndband

Það gæti líka verið gaman að taka smá myndband af barninu fyrsta skóladaginn. Spyrja það kannski aðeins út í skólann og hvernig því líður. Seinna verður þá hægt að klippa saman öll myndböndin og búa til eitt lengra. 

 

Snarl eftir skóla

Fyrir B-týpurnar þarna úti sem ekki gátu bakað pönnukökur um morguninn er hér kannski betri hefð fyrir ykkur. Að fara með krakkana í bakarí eftir skólasetningu og fá ykkur eitthvað gott að  borða saman. 

Aðrar skólatengdar hefðir

 

Skólaminningabók

Hægt er að búa til skólaminningabók eða möppu og í hana er hægt að safna myndum frá skólanum, sögum, listaverkum, handarförum og fleiru. Hægt er að skrifa niður það helsta sem barninu finnst skemmtilegt í skólanum, hverjir vinir þess séu og fleira í þeim dúr.

 

Tímahylki

Ekki að þetta þurfi að vera eitthvað hylki. Þetta getur líka bara verið kassi eða box sem þið geymið allar skólaminningarnar í, myndir og bestu verkefnin. Gaman er að skoða tímahylkið árlega.

 

Vonandi nýtast þessar hugmyndir ykkur við að búa til ykkar eigin hefðir í skólabyrjun!

Hefðir fyrir fyrsta skóladaginn Read More »

Afmæli Jóns Árnasonar

Afmæli Jóns Árnasonar

Þann 17. ágúst nk. eru 204 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar. Hver er Jón Árnason eiginlega, spyrja sum sig kannski. Í mjög stuttu máli er Jón Árnason maðurinn sem safnaði saman íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Hann er eins konar Grimm-bróðir Íslendinga, enda varð hann fyrir áhrifum frá bræðrunum þýsku. Hér verður farið yfir ævi hans og störf.

Jón Árnason fæddist þann 17. ágúst árið 1819 á Hofi á Skagaströnd, þar sem faðir hans var prestur. Þegar Jón var á sjöunda ári dó faðir hans og var Jón þá með Steinunni, móður sinni. Jón fór síðan í Bessastaðaskóla og lauk stúdentsprófi þar árið 1843. Jón bjó mest alla ævina í Reykjavík og starfaði m.a. sem landsbókavörður og þjóðminjavörður. 

Jón fór að safna þjóðsögum og ævintýrum víðs vegar af landinu í samstarfi við Magnús Grímsson. Þeir gáfu út Íslenzk æfintýri árið 1852 en sú bók hlaut dræmar viðtökur. Þeir héldu þó áfram söfnuninni. Magnús lést árið 1860 en Jón hélt þó söfnuninni áfram einn. Á árunum 1862-1864 kom út ritið Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri í tveimur bindum. 

Jón Árnason dó árið 1888. 

Í tilefni þessa dags er tilvalið að lesa nokkrar vel valdar þjóðsögur fyrir börnin. Hér á vef Snerpu má finna fjölmargar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar. Þjóðsögurnar okkar eru dýrmætur menningararfur sem sýnir okkur inn í fortíð þjóðarinnar, sér í lagi alþýðunnar. Þjóðsögurnar gengu mann fram af manni í margar kynslóðir og það er okkar hlutverk að koma þeim til þeirrar næstu.

 

Annað sniðugt sem hægt er að gera í tilefni dagsins er að skrifa sína eigin þjóðsögu eða ævintýri. Hægt er að nota sögukastið hér fyrir neðan. Þar þarf að kasta teningum til að finna út hver aðalpersóna sögunnar á að vera, hvenær sagan gerist, hvar og hvað gerist. Svo þarf bara að skálda í eyðurnar. 

Í lokin eru hér nokkrar gátur sem Jón Árnason og Ólafur Davíðsson söfnuðu á 19. öld og gáfu út í ritinu Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur árið 1887. Gáturnar gætu verið nokkuð skrýtnar fyrir okkur á 21. öldinni en þið getið reynt að spreyta ykkur á þeim. 

Á ári hverju einu sinni

alla menn ég sæki heim,

þá sem ei mig eiga í minni

eg óvörum finn, og hverf frá þeim.

Á björtum degi ei birtist lýð,

bragnar sjá þá eigi,

en um nætur alla tíð

er hún ljós á vegi.

Eg er hús með aungum tveim

í mér liggja bræður fimm;

í hörðum kulda hlífi eg þeim,

þó hríðin verði köld og grimm.

Svör: Afmælisdagur, stjarna og vettlingar.

Afmæli Jóns Árnasonar Read More »