Fjölskyldan

Seinni undanúrslit Eurovision 2023

Nú er minna en vika í að Diljá, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, stígi á svið í Liverpool þann 11. maí. Við hér á Heimilisvefnum erum handviss um að hún eigi eftir að fljúga í úrslitin með þessu frábæra lagi. 
Flestir landsmenn munu að öllum líkindum setjast niður við sjónvarpið þetta kvöld og horfa á Ísland keppa. Til að gera kvöldið enn betra og skemmtilegra væri gaman að bjóða upp á veitingar frá löndunum sem eru að keppa þetta kvöld. En eins og í áður útgefinni færslu Heimilisvefsins um fyrra undanúrslitakvöldið verða hér upp taldar veitingar sem þarfnast lítils undirbúnings, eitthvað sem hægt er að kaupa í næstu verslun. 

  • Danmörk: Dagana 4.-14. maí eru einmitt danskir dagar í Hagkaup, þar ætti að vera hægt að finna fullt í Eurovisionpartýið. Annars er Owl-snakkið danskt og sömuleiðis Kim’s og Gestus-vörumerkin. Cocio-kókómjólkin er framleidd í Esbjerg í Danmörku og svo er ekki erfitt að kaupa eða búa til einfalt smurbrauð.
  • Rúmenía og Albanía: Ef fólk hefur tök á að kíkja á Istanbul market gæti verið til eitthvað af snakki, nammi og öðrum vörum frá löndunum á Balkanskaga.
  • Belgía: Belgar fundu upp á frönskum og því er við hæfi að bjóða upp á slíkt en þar eru þær alltaf borðaðar með mæjónesi. Belgar eru líka frægir fyrir belgískar vöfflur og súkkulaði. Af belgísku súkkulaði má nefna Godiva, Guylian, Cavalier (sykurlaust) og Cote d’Or vörumerkin. Cote d’Or er fyrirtækið sem framleiðir fílakaramellur, sem allir Íslendingar ættu að þekkja.
  • Kýpur: Halloumi-ostur (kallast grillostur hjá MS), ólífur og pítubrauð.
  • Ísland: snakk og nammi í næstu búð?
  • Grikkland: Fetaostur, ólífur og pítubrauð. Baklava er líka vinsæl þar (og reyndar í mörgum löndum á Balkanskaga), hana er hægt að fá í miðausturlenskum búðum. 
  • Pólland: Prins póló og svo er til fullt í næstu pólsku verslun. Endilega prófið eitthvað nýtt og skemmtilegt. 
  • Austurríki: Eins og Mozart var sjálfur, eru mozartkúlur frá Austurríki og Red Bull líka. Það ætti að halda öllum vakandi fram yfir úrslit! (Red Bull er samt auðvitað bara fyrir fullorðna)

Til að gera áhorfið enn meira spennandi og skemmtilegt er hægt að prenta út þetta stigablað hér fyrir neðan. Á blaðinu er hægt að gefa hverju atriði fyrir sig stig fyrir flutning, lag og atriði. Stigin geta verið í Eurovision-stíl, frá 1-8, 10 eða 12 stig eða eins og hver vill. Með þessu er hugsanlega hægt að spá fyrir um hvaða lönd komast áfram. Það er einnig hægt að leggja saman stig allra áhorfendanna í stofunni og sjá hvort að það sé betri spá.

Góða skemmtun og gleðilega Eurovisionhátíð!

Seinni undanúrslit Eurovision 2023 Read More »

Fyrri undanúrslit Eurovision 2023

Senn líður að fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision, sem fer fram þann 9. maí . Ísland keppir reyndar á seinna undanúrslitakvöldinu þetta árið en það þýðir ekki að það megi ekki hafa gaman og horfa á fyrra kvöldið líka. En á fyrra kvöldinu eru tvö sigurstranglegustu lög keppninnar að keppa – Svíþjóð og Finnland. Þar að auki eru Noregur og Ísrael líka talin enda í top 10. 

Að horfa á Eurovision saman með allri fjölskyldunni er góð samvera. Hægt er að gera daginn og dagana í Eurovision-vikunni nokkuð hátíðlega. Fyrir sumar fjölskyldur gæti verið gaman að föndra skreytingar saman til að hengja upp. Skreytingarnar geta verið alls kyns fánar og veifur – bæði íslenski fáninn og fánar þeirra þjóða sem maður heldur með. 

Á sjálfum deginum getur verið gaman að bjóða upp á veitingar frá löndunum eða einhverju landinu sem er að keppa það kvöld. Það þarf ekki að vera að flókið að finna veitingar, margt er hægt að kaupa tilbúið úti í búð. Við vitum að það er ekki mikill tími fyrir venjulegar fjölskyldur að búa til einhverjar glæsilegar kræsingar á mánudegi eða þriðjudegi fyrir Eurovisionkvöld sem við keppum ekki einu sinni á.

Hér er því Eurovisionveisla fyrir þau sem hafa engan tíma til að dúllast í eldhúsinu:

  • Noregur: Upphituð Grandiosa-pizza (a.m.k. til í Nettó og á Heimkaup). Tilbúinn graflax sem fæst í hvaða búð sem er, hægt að bera hann fram á korni-hrökkbrauði en kavíar væri líka við hæfi. Maarud-snakk er líka frá Noregi.
  • Balkanskaginn: Ajvar-sósa og burek fæst tilbúið í miðausturlenskum verslunum (t.d. Istanbul market). Gott væri að kaupa flatbrauð til að dýfa í ajvar-sósuna. 
  • Portúgal: Pastel de nata fékkst einhvern tímann tilbúið í frysti í Costco.
  • Írland: Bailey’s er frá Írlandi. Þetta er auðvitað ekki við hæfi ef börn eru í partýinu en það er til sælgæti sem er búið til úr Bailey’s líka, sem fullorðna fólkið gæti gætt sér á yfir Eurovision.
  • Sviss: Það er gríðarlega margt hægt að bjóða frá Sviss. Í fyrsta lagi er hægt að bjóða upp á svissneska osta eins og Gruyère og Emmentaler. Sviss er einnig frægt fyrir að hafa fundið upp á múslí og því væri hægt að bjóða upp á granolastykki. Toblerone er svissnesk súkkulaði sem á að líkjast, Matterhorn, frægasta fjalli Sviss. Milka-súkkulaði er líka upphaflega svissneskt og sömuleiðis Nesquick.
  • Ísrael: Auðvelt! Hummus og falafel, bæði fæst tilbúið í næstu verslun. 
  •  Svíþjóð: Við bendum á sænska matarhornið í IKEA til að finna tilbúinn mat frá Svíþjóð. En í flestum verslunum er hægt að finna tilbúnar sænskar kjötbollur, kladdköku, bilar, marabou-súkkulaði, daim, kanilsnúða, gifflar-snúða, polarbrauð, Fun djús, hrökkbrauð og graflax.
  •  Holland: Hollenskir ostar eins og gouda, edam, Old Amsterdam og Prima Donna-ostur. Tony’s súkkulaði, sem fæst í mörgum búðum, er hollenskt. Svo er mögulega hægt að fá stroopwafel í einhverri búðinni.
  • Finnland: Dumle-karamellur, skólakrít og tyrkisk pepper eru frá Finnlandi. Panda-lakkrís, sem er vegan, er líka þaðan.

Til að gera áhorfið enn meira spennandi og skemmtilegt er hægt að prenta út þetta stigablað hér fyrir neðan. Á blaðinu er hægt að gefa hverju atriði fyrir sig stig fyrir flutning, lag og atriði. Stigin geta verið í Eurovision-stíl, frá 1-8, 10 eða 12 stig eða eins og hver vill. Með þessu er hugsanlega hægt að spá fyrir um hvaða lönd komast áfram. Það er einnig hægt að leggja saman stig allra áhorfendanna í stofunni og sjá hvort að það sé betri spá.

Góða skemmtun!

Fyrri undanúrslit Eurovision 2023 Read More »

30 bíómyndir fyrir kósýkvöldið með 2-4 ára barni

Það er laugardagskvöld og þið fjölskyldan ætlið að hafa kósýkvöld (eða hugsanlega dag í þessu tilfelli) og leyfa yngsta barninu að vaka aðeins lengur en venjulega. Þið ætlið að horfa á bíómynd sem hæfir ungu barni og vantar hugmyndir. Hér eru hugmyndir að þrjátíu slíkum myndum! Hægt er að prenta myndina út og haka svo við þær myndir sem búið er að horfa á.

 
Góða skemmtun!

30 bíómyndir fyrir kósýkvöldið með 2-4 ára barni Read More »

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - Veturinn 2022-2023

Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir flestir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt  er að gera með 0-2 ára börnum á höfuðborgarsvæðinu – utan heimilisins.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Foreldramorgnar og krílastundir

Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem sem stendur foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum. 

 

Mánudagar

Þriðjudagar

Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Göngutúrar með vagn/kerru

Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.

  • Borgarholt í Kópavogi
  • Elliðaárdalurinn í Reykjavík
  • Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
  • Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
  • Grótta á Seltjarnarnesi
  • Guðmundarlundur í Kópavogi
  • Hallargarðurinn í Reykjavík
  • Hlíðargarður í Kópavogi
  • Klambratún í Reykjavík
  • Kópavogsdalur í Kópavogi
  • Landakotstún í Reykjavík
  • Laugardalurinn í Reykjavík
  • Miðbær Hafnarfjarðar
  • Miðbær Reykjavíkur
  • Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
  • Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
  • Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • Víðistaðatún í Hafnarfirði
  • Úlfarsárdalur í Reykjavík
  • Öskjuhlíð í Reykjavík
Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.
Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Leiksvæði og önnur afþreying

 Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn. 

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Veitingastaðir og kaffihús 

Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum sem henta 0-2 ára.

Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023 Read More »

Spurningar fyrir afmælisbarnið

Góðar minningar eru gulls ígildi og börnin okkar geta fært okkur með okkar allra bestu minningum. Börnin vaxa hratt og því er nauðsynlegt að njóta hverrar stundar sem maður fær með þeim. Ein leið til að koma minningum á blað er að taka eins konar „viðtal“ við barnið sitt á afmælisdegi þess. Í viðtalinu eru þau spurð (eða svarað fyrir þau fyrstu tvö árin eða svo) að alls kyns hlutum sem skiptir þau máli. Listinn er ekki tæmandi og hægt er að breyta spurningunum eins og þörf er á. En viðtalið er hugsað þannig að það fari fram á hverjum afmælisdegi barnsins, svo lengi sem það nennir þessu. Það getur verið ótrúlega skemmtileg stund að skoða svo gömul viðtöl og rifja upp minningar með barninu og fá „Ó, fannst mér skemmtilegast að renna mér þegar ég var 3 ára?“ eða „Ég man ekkert eftir því þegar mér fannst grjónagrautur besti maturinn minn“ frá þeim. 

Hér fyrir neðan er blað með nokkrum spurningum fyrir barnið og hægt er að láta það teikna sjálfsmynd eða líma ljósmynd af því á blaðið sem var þá tekin á afmælisdaginn. Hægt er að prenta út blaðið árlega og passa svo að geyma öll blöðin á sama stað.

Spurningar fyrir afmælisbarnið Read More »

Myndir úr fyrsta afmæli barnsins

Öll viljum við eiga fallegar myndir af stórum viðburðum í lífi barnanna okkar. Fyrsta afmælið þeirra er einn slíkra viðburða. Ég hef hér tekið saman nokkar hugmyndir að skemmtilegum myndum sem gaman væri að eiga úr fyrsta afmælinu.

Myndir af…

  1. Veitingunum. Hvað var í boði í fyrsta afmæli barnsins?
  2. Skreytingunum.
  3. Barninu með foreldrum sínum
  4. Barninu með ömmum og öfum
  5. Barninu með frændsystkinum sínum
  6. Barninu með öðrum ættingjum
  7. Öllum hópnum
  8. Barninu að sýna aldurinn með því að halda uppi einum fingri
  9. Barninu með afmæliskökunni
  10. Barninu að reyna að blása á kertið
  11. Barninu að smakka afmæliskökuna
  12. Barninu að reyna að opna gjafrnar sínar
  13. Foreldrunum að kveikja á kertinu
  14. Gestunum á meðan þeir tala við barnið
  15. Gestunum að njóta veislunnar

Það þarf að sjálfsögðu ekki að gera þetta allt. Þetta eru eingöngu hugmyndir að myndum sem gæti verið gaman að eiga úr fyrsta afmælinu. 

Myndir úr fyrsta afmæli barnsins Read More »