Fjölskyldan

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - Veturinn 2022-2023

Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir flestir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt  er að gera með 0-2 ára börnum á höfuðborgarsvæðinu – utan heimilisins.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Foreldramorgnar og krílastundir

Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem sem stendur foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum. 

 

Mánudagar

Þriðjudagar

Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Göngutúrar með vagn/kerru

Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.

  • Borgarholt í Kópavogi
  • Elliðaárdalurinn í Reykjavík
  • Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
  • Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
  • Grótta á Seltjarnarnesi
  • Guðmundarlundur í Kópavogi
  • Hallargarðurinn í Reykjavík
  • Hlíðargarður í Kópavogi
  • Klambratún í Reykjavík
  • Kópavogsdalur í Kópavogi
  • Landakotstún í Reykjavík
  • Laugardalurinn í Reykjavík
  • Miðbær Hafnarfjarðar
  • Miðbær Reykjavíkur
  • Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
  • Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
  • Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • Víðistaðatún í Hafnarfirði
  • Úlfarsárdalur í Reykjavík
  • Öskjuhlíð í Reykjavík
Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.
Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Leiksvæði og önnur afþreying

 Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn. 

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Veitingastaðir og kaffihús 

Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum sem henta 0-2 ára.

Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023 Read More »

Spurningar fyrir afmælisbarnið

Góðar minningar eru gulls ígildi og börnin okkar geta fært okkur með okkar allra bestu minningum. Börnin vaxa hratt og því er nauðsynlegt að njóta hverrar stundar sem maður fær með þeim. Ein leið til að koma minningum á blað er að taka eins konar „viðtal“ við barnið sitt á afmælisdegi þess. Í viðtalinu eru þau spurð (eða svarað fyrir þau fyrstu tvö árin eða svo) að alls kyns hlutum sem skiptir þau máli. Listinn er ekki tæmandi og hægt er að breyta spurningunum eins og þörf er á. En viðtalið er hugsað þannig að það fari fram á hverjum afmælisdegi barnsins, svo lengi sem það nennir þessu. Það getur verið ótrúlega skemmtileg stund að skoða svo gömul viðtöl og rifja upp minningar með barninu og fá „Ó, fannst mér skemmtilegast að renna mér þegar ég var 3 ára?“ eða „Ég man ekkert eftir því þegar mér fannst grjónagrautur besti maturinn minn“ frá þeim. 

Hér fyrir neðan er blað með nokkrum spurningum fyrir barnið og hægt er að láta það teikna sjálfsmynd eða líma ljósmynd af því á blaðið sem var þá tekin á afmælisdaginn. Hægt er að prenta út blaðið árlega og passa svo að geyma öll blöðin á sama stað.

Spurningar fyrir afmælisbarnið Read More »

Myndir úr fyrsta afmæli barnsins

Öll viljum við eiga fallegar myndir af stórum viðburðum í lífi barnanna okkar. Fyrsta afmælið þeirra er einn slíkra viðburða. Ég hef hér tekið saman nokkar hugmyndir að skemmtilegum myndum sem gaman væri að eiga úr fyrsta afmælinu.

Myndir af…

  1. Veitingunum. Hvað var í boði í fyrsta afmæli barnsins?
  2. Skreytingunum.
  3. Barninu með foreldrum sínum
  4. Barninu með ömmum og öfum
  5. Barninu með frændsystkinum sínum
  6. Barninu með öðrum ættingjum
  7. Öllum hópnum
  8. Barninu að sýna aldurinn með því að halda uppi einum fingri
  9. Barninu með afmæliskökunni
  10. Barninu að reyna að blása á kertið
  11. Barninu að smakka afmæliskökuna
  12. Barninu að reyna að opna gjafrnar sínar
  13. Foreldrunum að kveikja á kertinu
  14. Gestunum á meðan þeir tala við barnið
  15. Gestunum að njóta veislunnar

Það þarf að sjálfsögðu ekki að gera þetta allt. Þetta eru eingöngu hugmyndir að myndum sem gæti verið gaman að eiga úr fyrsta afmælinu. 

Myndir úr fyrsta afmæli barnsins Read More »