Hvað er hægt að gera með krökkum á vorin?
Hvað er hægt að gera með krökkum á vorin? Read More »
Vorið er dásamlegur tími sem býður upp á svo margt skemmtilegt til að gera með krökkunum. Vissulega má búast við vondu veðri, rigningu og snjó en svo koma líka fínir sólardagar á milli, sérstaklega þegar líða fer á árstíðina.
Heimilisvefurinn hefur búið til lista með fullt af hlutum til að gera með krökkunum á vorin, hvort sem það þarf að vera inni eða úti. Listinn er hugsaður þannig að hægt sé að gera hlutina nánast hvar sem er. Þess vegna eru t.d. Kringlan eða Klifurhúsið eða aðrir ákveðnir staðir ekki á listanum. Það sem fer á listann á að vera hægt að gera sama hvort þú býrð í Mývatnssveit, New York eða á Flateyri.
Miðað er við að vorið sé sirka mars, apríl og maí og að snjórinn sé farinn eða að fara.(Já, við vitum að það er ekki alltaf þannig samt!) Líklega er enn kalt þessa mánuðina en þó farið að hlýna aðeins seinni helminginn.
Hægt er að nýta sér þennan lista á marvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er hægt að skoða listann og velja eitthvað sem hentar og öllum líst vel á að gera. Í öðru lagi er hægt að skipuleggja sig og búa til einhvers konar „vorsamverudagatal“ og velja þá spennandi hluti af listanum til að setja á dagatalið. Þriðja hugmyndin væri að búa til „buckelista“ fyrir vorið. Þá þurfa hlutirnir ekki að gerast á ákveðnum dögum en listinn yfir hluti til að gera er til staðar. Enn önnur hugmynd væri að skrifa niður hugmyndir sem manni finnst spennandi á miða og setja í krukku og draga síðan þegar hentar.
Líklega bætist við listann með tímanum þegar við finnum eitthvað nýtt og spennandi að gera. Á listanum eru núna 139 hlutir til að gera með krökkunum á vorin:
Eitt af því sem hægt er að gera með krökkunum er að smíða hús fyrir álfa. Krakkarnir geta túlkað þetta eins og þau vilja og hægt er að búa það til úr hverju sem er.
Á vorin er hægt að baka saman, t.d. kanilsnúða, pizzu, smákökur eða vorköku.
Ef þið viljið taka baksturinn á næsta stig er hægt að fara í baksturskeppni.
Í fallegu vorveðri er gaman að fara í bíltúr.
Þegar rigning og vont veður er úti getur verið gaman að fara í bíó eða horfa á bíómynd heima. Hægt er að horfa á uppáhalds bíómynd foreldra úr æsku eða prófa t.d. Disneyáskorun Heimilisvefsins.
Gaman er að taka spilakvöld og spila borðspil. Einnig er hægt að búa til sitt eigin borðspil.
Það er auðvelt að búa til bókamerki og hvetja þá krakkana enn frekar til að lesa heima. Það er vel hægt að finna bókamerki á netinu til að prenta út og lita eða búa þau alveg til frá grunni.
Vont veður? Hvernig væri að kíkja á bókasafnið?
Segið hvort öðru brandara og búið til nýja.
Undirbúið brunch heima eða farið út að borða í hádeginu.
Það er gaman að fara í búninga.
Það getur verið gaman að halda dagbók og gott fyrir sálina. Dagbækur geta verið alls konar.
Dansa, hvað er betra en að dansa? Búa til dans, dansa eftir vídeóum, læra nýja dansa eða gömlu dansana.
Vorið er mjög góður tími til að fara út með potta, fötur, skóflur og fleira til að búa til drullumalla og drullukökur því yfirleitt er búið að rigna nýlega.
Búið til ykkar eigið dulmál og prófið að skrifa nokkur leynileg skilaboð.
Til þess að búa til dúkkuhús þarf ekki meira en pappakassa, blöð, lím, liti og skæri. En auðvitað er hægt að fara enn lengra fyrir þau sem vilja. Hugmyndir má finna á Pinterest.
Hægt er að búa til einfaldar dúkkulísur með aðeins pappír, skæri og liti. Það er svo hægt að búa til alls konar föt á þær. Ef maður er ekki mjög listrænn er hægt að prenta út tilbúnar dúkkulísur og föt til að klippa út og lita.
Eldið saman einhverja góða vorlega uppskrift og njótið.
Segir sig sjálft. Þarfnast ekki frekari útskýringa.
Allt vorið (og reyndar síðan í janúar) er Eurovisionvertíð. Hægt er að fylgjast með undankeppnum í öðrum löndum allt fram um miðjan mars. Eftir það er hægt að spá og spekúlera í lögunum. Horfa á umfjallanir og viðbrögð við lögunum og búa til sína topplista. Þegar Eurovision nálgast í maí er hægt að fara að útbúa stigablöð, skreyta húsið og útbúa veitingar fyrir stóra kvöldið.
Í mars byrja fyrstu farfuglarnir að láta sjá sig. Hægt er að fræðast um þá og fara svo í fuglaskoðunarleiðangur og reyna að finna þá.
Feluleikur er alltaf skemmtilegur, hvort sem hann er inni eða úti. Það er hægt að fela sig sjálf eða hluti fyrir aðra til að finna.
Takið fram fingramálningu og málið og málið og málið.
Þegar veðrið er farið að batna er tilvalið að draga alla fjölskylduna með í fjallgöngu.
Búið til fjársjóðskort sem beinir ykkur að leyndum fjársjóði.
Hannið og búið til fána fyrir fjölskylduna ykkar.
Það er alltaf gaman í fjöruferð. Yngstu börnin elska að henda steinum í sjóinn. Eldri börn geta búið til stórkostlega kastala og fundið skeljar og fleira.
Leitið að földum fjársjóðum á flóamörkuðum og gerið góð kaup.
Það er vel hægt að fljúga flugdrekum á vorin. Yfirleitt er nægur vindur.
Setjið flöskuskeyti á flot og sjáið hvort það endi ekki á einhverjum fjarlægum stað í framtíðinni.
Farið út í fótbolta eða kíkið á fótboltaleik.
Gaman er að leika sér með frisbídiska og þegar þið eruð orðin nokkuð klár er hægt að fara á næsta frisbígolfvöll og keppa.
Í lok vorsins er stundum orðið pínu hlýtt. Þá er hægt að búa til frostpinna heima.
Fyrir yngstu börnin er hægt að frysta fötu með alls kyns dóti í vatni og leyfa þeim svo að reyna að ná hlutunum út aftur. Ef þið viljið að verkefnið endist extra lengi er hægt að láta þau nota spreybrúsa til að vinna verkið.
Það sem þarf er band og leiðbeiningar til að byrja með.
Smíðið fuglahús í garðinn fyrir fugla sumarsins.
Finnið ykkur eitthvað föndur á Pinterest eða úti í búð og föndrið eins og enginn sé morgundagurinn.
Takið til í herbergjunum ykkar og gefið leikföng og bækur sem ekki er verið að nota lengur og gefið áfram.
Gefið öndunum (gróft) brauð að borða og njótið útiverunnar.
Náið ykkur í Geochaching-appið og þá getið þið tekið þátt í fjársjóðsleitinni. Appið vísar ykkur veginn að leyndum stöðum í næsta nágrenni við ykkur.
Búið til gogg og prófið á hvort öðru.
Gerið eitthvert góðverk. Manni líður svo vel á eftir.
Búið ykkur til granóla/múslí til að eiga í morgunmat.
Skipuleggið og haldið grillveislu. Það er hægt að bjóða gestum ef maður vill.
Það er hægt að búa til alls kyns grímur, m.a. úr gipsi. Ef maður treystir sér ekki í það er hægt að prenta út tilbúnar grímur, klippa þær út og lita.
Ef það er gæludýrabúð í nágrenninu er hægt að fara að skoða dýrin.
Farið í göngutúr á fallegum stað. Það gerir svo mikið fyrir mann. Hægt er að fara í göngutúr í kirkjugarði, í skógi, með kíki og margt fleira.
Á vorin er haldið upp á fjölmargar hátíðir víðs vegar um heiminn. Það má vel taka þátt í þessum hátíðum eða fræðast um þær í það minnsta.
Alþjóðlegur dagur kvenna er haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Dagurinn er tileinkaður réttindabaráttu kvenna og jafnrétti kynjanna.
Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur þann 17. mars af Írum og afkomendum þeirra í öðrum löndum. Sennilega er þó mest gert úr deginum í Bandaríkjunum.
Dagur jarðar er haldinn hátíðlegur þann 22. apríl ár hvert. Þessi dagur er helgaður fræðslu um umhverfismál.
Fyrsti apríl er haldinn hátíðlegur 1. apríl ár hvert með því að gabba aðra. Helst á að láta fólk hlaupa yfir þröskuld.
Holi er haldin á mismunandi tímum en oftast lendir hátíðin í mars. Holi er hátíð litanna og er haldin hátíðleg á Indlandi og í Nepal. Það tíðkast á Holi að strá um litadufti og sprauta með lituðu vatni.
Kváradagur er nýleg íslensk hátíð sem er haldinn á fyrsta degi einmánaðar (lok mars). Dagurinn er sambærilegur konudegi og bóndadegi en er dagur kynsegin fólks.
Mæðradagurinn er alþjóðlegur dagur mæðra og er hugsaður til að heiðra starf þeirra. Hann lendir yfirleitt í fyrri hluta maí á Íslandi.
Páskar eru yfirleitt haldnir í lok mars eða í apríl. Flestir fá a.m.k. fimm daga frí þessa daga því skírdagur, föstudagurinn langi og annar í páskum eru rauðir dagar. Margir ferðast þessa daga en aðrir hafa það notalegt með páskaegg uppi í sófa.
Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur á fyrsta degi Hörpu (lok apríl) sem er alltaf fimmtudagur og er lögbundinn frídagur á Íslandi. Hefð er að gefa börnum litla gjöf þennan dag sem hægt er að leika með úti. Þjóðtrúin segir einnig að ef sumar og vetur „frjósi saman“ boði það gott sumar. Á sumum stöðum er dagskrá þennan dag eða einhverjir viðburðir.
Uppstigningardagur er annar rauður fimmtudagur að vori, oftast í maí.
Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. maí hvert ár og þá fer verkalýðurinn í kröfugöngu. Dagurinn er frídagur.
Vorjafndægur lendir alltaf á tímabilinu 19.-21. mars. Á þessum degi eru nóttin og dagurinn jafnlöng.
Danski rithöfundurinn H. C. Andersen átti afmæli 2. apríl. Hann skrifaði fjölmörg heimsþekkt ævintýri, t.d. um prinsessuna á bauninni, litlu hafmeyjuna og ljóta andarungann.
Skellið ykkur í heimsókn til vina eða ættingja.
Það er ekki alltaf hlýtt á vorin. Stundum þarf maður bara að fá sér heitt kakó til að hlýja sér.
Ef maður kann ekki að hekla er vel hægt að læra það á netinu í dag.
Þetta gæti verið dýrt en mjög gaman. Skellið ykkur á hestbak.
Farið út að hjóla í góðu veðri. Allir hafa gott af smá útiveru og hreyfingu.
Víðs vegar má finna hjólabrautir eða hjólabrettarampa.
Farið í hjólaferð í góðu veðri. Ekki er verra að stoppa einhvers staðar og borða nesti.
Vorið er fullkominn tími til að taka fram hjóla- eða línuskautana.
Farið út að hlaupa í góðu vorveðri eða takið þátt í kapphlaupi.
Farið út með hlaupahjólið og hjólið um.
Til þess að búa til hljóðfæri þarf aðeins smá sköpun og ímyndunarafl (eða Pinterest).
Annað hvort er hægt að hoppa í pollum eða ærslabelg.
Ef húsdýragarður leynist í nágrenninu er gaman að kíkja þangað á vorin eða ef maður hefur kost á því að fara í sveit er það líka mjög skemmtilegt.
Skellið ykkur á íþróttaleik.
Það er ekkert erfitt að búa til ís heima.
Það má finna fjölmörg vídeó á netinu með krakkajóga.
Bakið kökur og bjóðið gestum í heimsókn.
Það er gaman að gera sér dagamun og fara á kaffihús eða í bakarí og fá sér eitthvað gott.
Það þarf ekkert endilega að fara á karaokestað. Það er líka hægt að syngja með myndböndum á netinu.
Segir sig sjálft. Það sem þarf eru a.m.k. tveir koddar.
Fjölskyldan getur keppt í kokkakeppni og þá er hægt að sjá hver besti kokkur fjölskyldunnar er.
Hægt er að búa til kort af hverfinu sínu, bænum eða ímyndað kort af ævintýralandi.
Það er fátt meira kósý en kósýkvöld með fjölskyldunni. Snakk, nammi, spil eða bíómynd.
Þegar sólin skín er gaman að fara út að kríta á stéttina.
Hægt er að leysa krossgátur saman en svo er líka hægt að búa til sínarn eigin krossgátur.
Það er alltaf gaman að kubba.
Öll fjölskyldan getur farið saman út í körfubolta. Ef þið nennið ekki hefðbundnum körfubolta er hægt að fara í asna/stinger.
Í góðu veðri er yndislegt að sitja úti og teikna landslagið.
Ef hlýtt er í veðri þetta vorið er hægt að skella sér í lautarferð með eitthvað gott nesti.
Möguleikarnir með lego eru nánast óteljandi. Það er t.d. hægt að byggja ein stóran kastala og kubbarnir leyfa, kubba eftir myndum eða búa til völundarhús. Hér er mjög sniðugt að nota síður eins og Pinterest.
Það er gaman að fara í leikhús. En ef ekkert leikhús er nálægt er líka hægt að semja leikrit heima og leika í því.
Fjölskyldan getur farið saman út í leiki. Foreldrarnir geta rifjað upp gamla leiki síðan úr æsku eða fundið nýja á netinu.
Það er alltaf gaman að leira saman. Ef það er ekki til leir er líka hægt að búa til leir.
Síðla vors er hægt að fara í könnunarleiðangur um næsta nágrenni að leita að fyrstu vorblómunum.
Það er hægt að lesa bækur, tímarit, fyrir hvert annað, í baði, úti á svölum, taka þátt í lestraráskorun eða lestrarbingói og margt fleira.
Með góðum litum er hægt að lita hvað sem er. Það er hægt að lita í litabókum, á blað eða prenta út litamyndir.
Hér eru nokkrar skemmtilegar síður með ókeypis litamyndum: Supercoloring, Monday Mandala, Crayola og Castle Arts.
Finnið uppskrift og prófið að búa til límonaði.
Semjið eða lesið ljóð.
Farið í bingó og takið myndir af ákveðnum hlutum. Hægt er að finna alls kyns ljósmyndabingó á Pinterest.
Ef einhver lysti- eða skrúðgarður er staðsettur nálægt ykkur er tilvalið að skoða hann að vori.
Það er hægt að mála ýmislegt, t.d. leirmuni, á blað eða steina sem þið finnið úti.
Ef einhver minigolfvöllur er staðsettur í nágrenni við ykkur er tilvalið að nýta góðan vordag í minigolf.
Ef þið eigið ekki minningabók nú þegar er tilvalið að byrja á slíkri bók núna.
Það er vel hægt að búa sér til góðan mjólkurhristing heima fyrir.
Búið til myndaratleik. Það er ekki flókið en krefst örlitlar fyrirhafnar.
Handsnyrting og naglalökkun á slökunardegi.
Skellið ykkur í náttfötin og haldið náttfatapartý.
Finnið nýja og girnilega uppskrift í bók eða á netinu og prófið hana.
Á Youtube er hægt að læra alls konar origamibrot.
Takið fram krítarnar og farið út í parís.
Föndrið eða kaupið páskaskraut og skreytið heimilið fyrir páskana.
Það er alltaf notalegt að perla.
Prjónið eitthvað sniðugt. Það eru óteljandi hugmyndir á netinu og ef þið kunnið ekki að prjóna eru mjög góðar leiðbeiningar á íslensku á Garnstudio.
Einn, tveir, þrír, puttastríð!
Fátt er huggulegra en að sitja inni í vondu veðri og púsla saman.
Búið til eða finnið ykkur ratleik til að taka þátt í. Víða eru til tilbúnir ratleikir á vegum t.d. sveitarfélaga og á Turfhunt-appinu.
Skellið ykkur út í rigininguna og leikið ykkur.
Farið út á rólóinn í hverfinu eða finnið ykkur nýjan í næsta hverfi eða bæ.
Rúllið ykkur niður brekkur og verðið börn aftur.
Ef það er leiðilegt veður eins og er stundum á vorin er tilvalið að vera inni á safni að skoða alls konar merkilega hluti.
Með nál og tvinna er hægt að sauma alls konar hluti. Netið getur hjálpað mikið með hugmyndir og leiðbeiningar.
Á vorin er hægt að fara að sá fræjum fyrir sumarið. Krökkunum finnst oft mjög gaman að fá að taka þátt.
Það er aldrei leiðilegt að blása sápukúlur.
Semjið lag og flytjið.
Ef veðrið er gott er hægt að fara út að sippa eða snúsnú, ef þið eruð nógu mörg.
Það er hægt að búa til skartgripi úr alls kyns hlutum sem finnast á heimilinu, t.d. pasta og morgunkorni.
Skógurinn er fallegur á vorin en það þarf að passa að það sé ekki búið að rigna mjög mikið áður en maður fer, þá eru stígarnir eitt drullusvað.
Skrifið bréf til einhvers og setjið í póst.
Skrifið saman sögu og lesið.
Búið til skutlur og sjáið hver flýgur lengst.
Á Pinterest er hægt að finna ótal hugmyndir að skynjunarleikjum fyrir yngstu börnin. Þeir þurfa ekki að vera flóknir, t.d. er hægt að setja vatn í fat og einhverja hluti úr eldhússkúffunni.
Búið til ykkar eigin skyrskál heima.
Á netinu er hægt að finna uppskriftir að slími.
Búið til smoothie eða annan frískandi drykk.
Enn og aftur má finna ótal uppskriftir að alls kyns snyrtivörum til að búa til heima.
Notið gömlu eða stöku sokkana og búið til brúður úr þeim.
Spilið á spil eða borðspil. Það er hægt að fá lánuð spil á bókasafninu og hafa spilakvöld.
Búið til spurningaleik og bjóðið svo einhverjum að taka þátt.
Vorið er tilvalinn tími til að byrja að safna steinum.
Yngstu börnunum þykir oft mjög spennandi að fara í strætó.
Skrifið handrit og búið til stuttmynd. Það er einnig hægt að nota stop-motion forrit/öpp til að búa til skemmtilegar stuttmyndir.
Ef fjölskyldan hefur aðgang að bústað er tilvalið að fara eina ferð í sumarbústað að vori (eða fleiri).
Vorið er fullkominn tími til að fara í sund. Á sundlaugar.com er hægt að skrá sig inn og merkja við allar sem þið hafið nú þegar prófað.
Nú er góður tími til að taka til í fataskápum og gefa föt sem ekki eru í notkun lengur.
Farið út í góða veðrið og takið nokkrar myndir.
Einfalt og skemmtilegt.
Teiknið hvað sem ykkur dettur í hug.
Á netinu má finna ótal hugmyndir að tilraunum fyrir börn. Það er líka hægt að finna bækur á bókasafninu.
Búið til tímahylki og geymið á góðum stað eða grafið. Svo má taka það upp eftir nokkur ár.
Farið í fataskápinn eða búningakassann og klæðið ykkur upp og haldið tískusýningu.
Hvað er hægt að gera með krökkum á vorin? Read More »
Haustin eru fullkomin til að hafa kósýkvöld og horfa á bíómyndir. Rétt eins og við horfum á jólamyndir í (nóvember og) desember er líka hægt að búa til hefðir og horfa á kósý haustlegar bíómyndir eða einhverjar af þeim ótal hrekkjavökumyndum sem til eru.
Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista af nokkrum myndum sem tengjast haustinu eða hrekkjavökunni en eru þó ekki eiginlegar hryllingsmyndir. Sumar myndanna eru einfaldlega góðar kósýmyndir á meðan aðrar tengjast á einhvern hátt hátíðum haustsins eða þjóðsagnaverum eins og draugum, uppvakningum og nornum. Líklega bætist í listann með tíð og tíma.
Barna- og fjölskyldumyndir sem eru flestar leyfðar öllum aldurshópum. Einstaka myndir eru bannaðar innan 6-7 ára.
1.Coco (2017) | 8,4 ⭐| Disney+
Upprennandi tónlistarmaðurinn Miguel, sem tilheyrir fjölskyldu sem hefur bannað tónlist, fer til lands hinna dánu til að finna goðsagnakennda söngvarann langalangafa sinn.
Myndin er öll í stíl við allraheilagramessu í Mexíkó (1. nóv), sem gerir henni kleift að vera á þessum lista.
2. The Wizard of Oz (1939) | 8,1 ⭐
Kvikmyndin fræga um galdrakarlinn í Oz fjallar um Dórótheu sem er hrifin burt af hvirfilbyl ásamt hundinum sínum Toto. Þau enda í ævintýralandinu Oz og hitta fyrir ljónið, fuglahræðuna, tinkarlinn og fleiri.
Það tengja kannski ekki allir við myndina sem hrekkjavökumynd en í myndinni eru þó galdramaður og nornir auk annarra furðuvera.
3. It’s the Great Pumpkin, Charlie Brown (1966) | 8,1 ⭐
Smáfólkið lendir í ýmsum ævintýrum rétt fyrir Hrekkjavökuna. Kalli Bjarna og vinir hans ætla út að gera grikk eða gott.
Hugljúf saga um börn (og hund) á hrekkjavökunni.
4. Skrímsli hf. (2001) | 8,1 ⭐ | Disney+
Í Skrímslaborg búa skrímsli til orku úr öskrum barna sem hræðast þau. Hins vegar eru börnin eitruð skrímslunum og eftir að barn kemst í gegn átta tvö skrímsli sig á að hlutirnir eru kannski ekki allir þar sem þeir eru séðir.
5. Fantastic Mr. Fox (2009) | 7,9 ⭐
Myndin segir sögu Mr. Fox og hvernig hann áreitir hænur, kalkúna og köngulær. Hvernig hann læðist um nótt við þesa ævintýralegu iðju sína. Þegar hann þarf svo að fara að láta af þessari iðju og verða föðurlegur og ábyrgur reynist það þrautin þyngri.
6. Shrek (2001) | 7,9 ⭐ | Amazon Prime
Vondur lávarður sendir ævintýrapersónur í útlegð í mýri fúls tröllkarls, sem verður þá að fara í leiðangur til að bjarga prinsessu fyrir lávarðinn svo hann fái mýrina sína aftur.
Fjölmargar framhaldsmyndir hafa einnig verið gerðar sem hægt er að horfa á.
7. The Good Witch (2008) | 7,1 ⭐
Þegar falleg og dularfull koma flytur inn í draugahús bæjarins fara íbúarnir að velta því fyrir sér hvort hún sé norn eða „Gráa konan“.
8. Scooby-Doo on Zombie Island (1998) | 7,7 ⭐
Scooby-Doo og vinir hans hittast aftur eftir nokkurra ára hlé til að rannsaka eyju þar sem talið er að draugur sjóræningjans Morgan Moonscar gangi aftur.
9. Corpse Bride (2005) | 7,4 ⭐
Seint á 19. öld trúlofast Victor van Dort og Victoria Everglot gegn sínum vilja til að hjálpa fjölskyldum sínum. En allt fer þó úrskeiðis þegar æfa á brúðkaupið.
10. Labyrinth (1986) | 7,3 ⭐
Hin 16 ára Sarah þarf að leysa völundarhús til að bjarga litlum bróður sínum eftir að hann er tekinn af púkakónginum.
11. Hótel Transylvanía (2012) | 7,0 ⭐
Drakúla, sem er hótelstjóri glæsihótels langt frá byggðum manna, þarf að bregðast við þegar mennskur strákur kemur á hótelið og fellur fyrir dóttur hans.
12. ParaNorman (2012) | 7,0 ⭐
Misskilinn strákur glímir við drauga, uppvakninga og fullorðna til að bjarga bænum sínum frá aldagamalli bölvun.
13. Matilda (1996) | 7,0 ⭐ | 6 ára aldurstakmark
Fluggáfuð stúlka með fjarflutningkrafta notar allt sem í hennar valdi stendur til að jafna leikinn við foreldra sína og bjarga góðhjartaða kennaranum sínum frá harðstjórn skólastjórans.
14. Svaðilför Bangsímons: Leitin að Jakobi (1997) | 7,0 ⭐ | Disney+
Eftir að Bangsímon fær furðuleg skilaboð frá Jakobi vini sínum fera hann, ásamt vinum sínum í Hundraðekruskógi, að leita hans og bjarga honum frá skolla.
15. Frankenweenie (2012) | 6,9 ⭐ | 6 ára aldurstakmark | Disney+
Þegar hundur Victor drepst í bílslysi reynir hann að lífga dýrið aftur við með kraftmikilli tilraun.
16. Monster House (2006) | 6,7 ⭐
Þrír unglingar komast að því að hús nágranna þeirra er í alvöru lifandi og mjög svo ógnvekjandi skrímsli.
Athugið að myndin er bönnuð börnum innan 7 ára.
17. Little Shop of Horrors (1986) | 7,1 ⭐ | 6 ára aldurstakmark
Nördalegur blómasölumaður öðlast frama og finnur ástina með hjálp risastórrar mannætuplöntu sem heimtar að fá að éta.
18. Halloweentown (1998) | 6,6 ⭐
Þegar ung stúlka kemst að því að hún er norn eins og móðir hennar verður hún að hjálpa ömmu sinni, sem er líka norn, að bjarga Halloweentown frá illum öflumm.
19. Casper (1995) | 6,2 ⭐
Sérfræðingur í eftirlífinu og dóttir hans hitta vingjarnlegan ungan draug þegar þau flytja inn í hún sem er að hruni komið til þess að losa svæðið við illa anda.
20. The Addams Family (2019) | 5,8 ⭐
Hin mjög svo sérstaka Addams fjölskylda flytur í líflaust úthverfi þar sem vinátta Wednesday Addams við dóttur fjandsamlegs raunveruleikaþáttastjórnanda veldur deilum á milli fjölskyldnanna.
21. The Little Vampire (2000) | 5,7 ⭐
Einmana bandarískur strákur sem býr í Skotlandi eignast nýjan besta vin, jafnaldra sem er einmitt vampíra.
22. Gnome Alone (2017) | 5,6 ⭐
Þegar Chloe kemst að því að garðálfar nýja heimilisins hennar séu ekki allir þar sem þeir eru séðir verður hún að ákveða hvort hún ætli að reyna að eiga eðlilega menntaskólagöngu eða berjast gegn Troggs.
23. Duggholufólkið (2007) | 5,7 ⭐
Þegar Kalli, sem býr með móður sinni í úthverfi Reykjavíkur og þrífst í heimi kvikmynda og tölvuleikja, er sendur norður á afskekktan sveitabæ fjölskyldu föður síns fyrir norðan hittir hann stjúpsystur sína sem hann á ekki samleið með reynir hann að flýja heim.
24. Scooby-Doo (2002) | 5,3 ⭐
Eftir að Mystery Inc. leysist upp enda fyrrum meðlimir þess þó allir á eyju til að rannsaga furðulega hluti sem eiga sér stað þar.
25. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið (2010) | 7,0 ⭐
Sveppi og Villi fara á gamalt sveitahótel í sumarfríinu. Þegar uppgötva fljótlega leyndarmál sem tengist draugi, leynilegum galdri og fúla hótelstjóranum.
26. Astrópía (2007) | 6,4 ⭐
Þegar Hildur, falleg og fræg stelpa sem er reglulega í slúðurmiðlunum, kemst að því að kærastinn hennar er við það að fara í fangelsi að hún þarf að fara að standa á eigin fótum og fær sér vinnu í verslun sem selur hlutverkaleikjabækur og spil.
27. E.T. the Extra-Terrestrial (1982) | 7,9 ⭐ | 6 ára aldurstakmark
Sagan um það hvernig vingjarnlega geimveran E.T. kemst aftur heim.
28. Wallace and Gromit: The Curse of the Were-Rabbit (2005) | 7,5 ⭐
Wallace og hundurinn hans, Gromit, reyna að komast að því hvaða óværa herjar á garðana í bænum þeirra og ógnar hinni árlegu grænmetishátíð.
Skemmtilegar hrekkjavökumyndir sem eru aðeins meira ógnvekjandi og stundum bannaðar börnum undir 12 ára aldri.
1. Young Frankenstein (1974) | 8,0 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Bandarísku barnabarni alræmds vísindamanns, sem á í erfiðleikum með að sanna að afi hans var ekki eins ruglaður og fólk heldur, er boðið til Transylvaníu þar sem hann uppgötvar ferlið til að endurlífga lík.
2. Edward Scissorhands (1990) | 7,9 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Einmanalegt líf gervimanns, sem var búinn til og er með skæri í stað handa, breytist þegar hann er tekinn inn í fjölskyldu fólks í úthverfi.
3. Coraline (2009) | 7,8 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Þegar Coraline er að ráfa um nýja húsið sitt í nýja bænum uppgötvar hún leynidyr sem leiða að því sem hún telur vera hið fullkoma líf. Til þess að geta verið eftir í fantasíunni verður hún að færa fórnir í staðinn.
4. Ghostbusters (1984) | 7,8 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Þrír háskólakennarar í dulsálarfræðum missa rannsóknarstyrk sinn og neyðast í kjölfarið til að fara út í eigin rekstur sem fagaðilar í útrýmingu drauga og annarra yfirnáttúrulegra krafta.
5. Beetlejuice (1988) | 7,5 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Andar fyrrum eigenda húss verða fyrir ónæði af nýjum eigendum, óþolandi fjölskyldu sem er nýflutt inn í húsið. Andarnir ráða þá til sín illgjarnan anda til að koma þeim út.
6. The Rocky Horror Picture Show (1975) | 7,4 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Nýtrúlofað par lendir í því að bíllinn bilar á afskekktu svæði og þarf að finna skjól hjá Dr. Frank-n-Furter.
7. Beetlejuice Beetlejuice (2024) | 7,0 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Eftir fjölskylduharmleik snúa þrjár kynslóðir Deetz fjölskyldunnar aftur heim á Winter River. Húsið er enn reimt vegna Beetlejuice. Líf Lydiu fer á hliðina þegar dóttir hennar, Astrid, opnar óvart hlið yfir í eftirlífið.
8. Hocus Pocus (1993) | 6,9 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Unglingurinn Max og litla systir hans flytja til Salem, þar sem hann á í vandræðum með að falla í hópinn þar til hann vekur upp þrjár djöfullegar nornir sem voru teknar af lífi á 17. öld.
9. The Addams Family (1991) | 6,9 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Svindlarar reyna að svindla á mjög svo sérstakri Addams fjölskyldunni með því að nota vitorðsmann sem segist vera löngu týndur frændi þeirra.
10. The Addams Family Values (1993) | 6,8 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Addams fjölskyldan reynir að bjarga þeirra heittelskaða Fester frændra frá nýju ástinni sinni, Debbie, sem þau telja vera einungis á eftir peningum.
11. Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children (2016) | 6,7 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Þegar Jacob uppgötvar vísbendingar að leyndardómum sem fara út fyrir mörk tímans, finnur hann heimili Fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn. Hætta steðjar að eftir að hann fer að kynnast íbúnum og kemst að sérstökum hæfileikum þeirra.
12. Under Wraps (1997) | 6,4 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Þrír forvitnir unglingar og ein mjög ringluð múmía vinna saman í ýmsum ævintýrum þar sem þau keppast við tímann um að sameina múmínu við ástina sína frá því fyrir 4500 árum.
13. The Craft (1996) | 6,4 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Þegar ný stelpa byrjar í skólanum fellur hún strax inn í hóp þriggja utangarðsstelpna sem eru að prófa sig áfram í göldrum. Fljótlega fara þær að galdra og leggja bölvanir á þá sem reita þær til reiði.
14. Dark Shadows (2012) | 6,2 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Þegar Barnabas Collins öðlast frelsi á ný snýr hann aftur á ættarsetrið. Þar þurfa afkomendur hans á vernd hans að halda.
15. Twilight (2008) | 5,3 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Þegar Bella Swan flytur í smábæ í Washingtonfylki í Bandaríkjunum verður hún ástfangin af Edward Cullen, sem er leyndardómsfullur skólabróðir hennar. Í ljós kemur svo að hann er 108 ára gömul vampíra.
Til eru nokkrar framhaldsmyndir á eftir þessari.
16. Harry Potter-myndirnar (2001-2011) | 7,4-8,1 ⭐ | 0-12 ára aldurstakmark (misjafnt eftir myndum)
Átta myndir um galdrastrákinn Harry Potter og hvernig honum tekst að sigrast á Voldemort.
Sumum þykir þetta sjálfsagt jólalegri myndir en þær passa líka vel við hrekkjavökuna.
17. Fantastic Beasts-myndirnar (2016-2022) | 6,2-7,2 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Myndir um ævintýri Newt Scamander og átök Albus Dumbleldores og Gellerts Grindelwalds.
18. The Witches (2020) | 5,4 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Ungur strákur og amma hans þurfa að berjast gegn nornahring og leiðtoga þess. Myndin er byggð á sögu Roalds Dahls, líkt og samnefnd mynd hér fyrir neðan.
19. The Witches (1990) | 6,8 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Ungur strákur verður óvart vitni að nornaráðstefnu og verður að stoppa þær, jafnvel eftir að þær hafa breytt honum í mús. Líkt og samnefnd mynd hér að ofan en þessi mynd byggð á sögu Roalds Dahls.
20. Goosebumps (2015) | 6,3 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Unglingspiltur og dóttir hrollvekjubókarithöfundarins R.L. Stine þurfa að vinna saman eftir að ímynduðu djöflar rithöfundarins fara á stjá í bænum.
Hér er listi með hrekkjavökumyndum sem höfða meira til fullorðinna og/eða eru bannaðar innan 16 ára eða meira. Ekki það að fullorðnir geti ekki haft gaman af myndunum sem áður hafa verið taldar upp. Þessi listi á þó ekki að innihalda mikið af hryllingsmyndum/hrollvekjum – þá yrði hann of langur. Auðvitað er tíminn í kringum hrekkjavöku tilvalinn í að horfa á slíkar myndir.
1. Sleepy Hollow (1999) | 7,3 ⭐ | 16 ára aldurstakmark
2. Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street (2007) | 7,3 ⭐ | 16 ára aldurstakmark
Saga um rakara sem snýr aftur eftir að hafa verið ranglega fangelsaður í London á fyrri hluta 19. aldar. Hann ætlar sér að hefna sín á þeim sem nauðguðu og myrtu eiginkonu hans.
3. Ghost (1990) | 7,1 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Eftir að ungur maður er myrtur verður andi hans eftir í þessum heimi til að vara ástkonu sína við yfirvofandi hættum. Það þarf hann að gera með hjálp tregs miðils.
4. Death Becomes Her (1992) | 6,6 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Leikkona, sem hefur munað sinn fífil fegurri, kynnist ódauðleikameðferð og ætlar sér að nota hana til að skara fram úr sínum helsta keppinauti til margra ára.
5. The Witches of Eastwick (1987) | 6,5 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Þrjá einhleypar konur í fallegu þorpi fá óskir sínar uppfylltar þegar leyndardómsfullur og skrautlegur maður kemur inn í líf þeirra, en eitthvað mun það kosta þær.
6. Practical Magic (1998) | 6,3 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Tvær systur, sem aldar voru upp af sérvitrum frænkum sínum í smábæ, standa frammi fyrir fordómum og bölvun sem kemur í veg fyrir að þær finni nokkrun tímann varanlega ást.
7. Ég man þig (2016) | 6,1 ⭐ | 16 ára aldurstakmark
Saga um ungan mann og tvær konur sem fara á Hesteyri í Jökulfjörðum að vetri til að gera upp gamalt hús. Þau vita þó ekkert um atburðina sem hafa átt sér stað þar áður.
8. Myrkrahöfðinginn (1999) | 5,8 ⭐ | 16 ára aldurstakmark
Saga sem byggð er á píslarsögu Jóns Magnússonar, sem var prestur á Eyri í Skutulsfirði á 17. öld, en hann taldi sig verða fyrir galdraofsóknum af hendi nokkurra sóknarbarna sinna.
9. Halloween (1978) | 7,7 ⭐ | 16 ára aldurstakmark
Fimmtán árum eftir að hafa myrt systur sína á hrekkjavökukvöld árið 1963 nær Michael Myers að flýja geðsjúkrahús og komast heim í smábæinn sinn Haddonsfield í Illinois til þess eins að drepa aftur.
Þessi hrollvekja fær að vera á listanum vegna nafnsins.
10. Lisa Frankenstein (2024) | 6,1 ⭐ | 16 ára aldurstakmark
Strákurinn sem Lisa er skotin í reynist vera lifandi lík. Þau vinna saman að því að finna ástina, hamingjuna – og nokkra líkamsparta sem vantaði.
Hrekkjavökumyndir fyrir kósýkvöldin Read More »
Haustið er yndislegur tími sem býður upp á svo margt skemmtilegt til að gera með krökkunum. Vissulega má búast við vondu veðri en svo koma líka fínir dagar á milli.
Heimilisvefurinn hefur búið til lista með fullt af hlutum til að gera með krökkunum á haustin, hvort sem það þarf að vera inni eða úti. Listinn er hugsaður þannig að hægt sé að gera hlutina nánast hvar sem er. Þess vegna eru t.d. Kringlan eða Klifurhúsið eða aðrir ákveðnir staðir ekki á listanum. Það sem fer á listann á að vera hægt að gera sama hvort þú býrð í Mývatnssveit, New York eða á Flateyri.
Miðað er við að haustið sé sirka september, október og nóvember og að ekki sé kominn (mikill) snjór. (Já, við vitum að það er ekki alltaf þannig samt!)
Hægt er að nýta sér þennan lista á marvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er hægt að skoða listann og velja eitthvað sem hentar og öllum líst vel á að gera. Í öðru lagi er hægt að skipuleggja sig og búa til einhvers konar „haustsamverudagatal“ og velja þá spennandi hluti af listanum til að setja á dagatalið. Þriðja hugmyndin væri að búa til „buckelista“ fyrir haustið. Þá þurfa hlutirnir ekki að gerast á ákveðnum dögum en listinn yfir hluti til að gera er til staðar. Enn önnur hugmynd væri að skrifa niður hugmyndir sem manni finnst spennandi á miða og setja í krukku og draga síðan þegar hentar.
Líklega bætist við listann með tímanum þegar við finnum eitthvað nýtt og spennandi að gera. Á haustlistanum eru núna 166 hlutir til að gera með krökkunum á haustin:
Astrid Lindgren
Astrid Lindgren á afmæli 14. nóvember og því er vel hægt að gera eitthvað skemmtilegt tengt þeim degi. Astrid skrifaði gríðarlega margar ástsælar bækur sem kynslóðir hafa vaxið upp með. Hægt er að lesa sögurnar, horfa á bíómyndirnar, tálga eins og Emil eða gera eitthvað stórfurðulegt eins og Lína langsokkur.
Baðbombur
Eigi maður bað er mjög skemmtilegt að búa til baðbombur með krökkunum (en ef maður nennir því ekki eða hefur ekki tíma er hægt að kaupa þær líka – það er alltaf spenandi að fara í bað með baðbombu). Efnið í baðbomburnar á að vera hægt að fá í næstu matvörubúð og apóteki. Hér er dæmi um hvernig hægt er að búa til baðbombu en auðvelt er að finna uppskriftir með smá gúgli.
Baðsalt
Eins og með baðbombur er hægt að búa til baðsölt í baðið. Auðvelt er að finna einfaldar uppskriftir að baðsöltum með smá gúgli og það ætti að vera hægt að kaupa innihaldsefnin í næstu matvörubúð og apóteki.
Baka
Sama hver árstíðin er, þá er alltaf hægt að bara eitthvað gott. Það er þó tilvalið að baka eitthvað „haustlegt“ á haustin. Til dæmis döðlubrauð, eplaköku, amerískar pönnukökur, gulrótarköku, kanilsnúða, skrímslaköku, bananabrauð, kryddbrauð og smákökur. Vel er hægt að gera einhvers konar kökur sem eru skornar út eins og laufblöð og máluð með gulum, rauðum og appelsínugulum glassúr.
Baksturskeppni
Hægt er að halda baksturskeppni á milli fjölskyldumeðlima.
Svo getur fjölskyldan líka tekið saman þátt í smákökusamkeppni Kornax og reynt að vinna flotta vinninga. Skilafresturinn fyrir uppskriftirnar er yfirleitt um miðjan nóvember.
Berjamó
Ef veðrið er enn gott í september er hægt að kíkja í berjamó og tína ber.
Bíltúr
Fjölskyldan getur farið saman í bíltúr, ekki er verra ef keyptur er í ís og bíltúrinn breytist í ísbíltúr.
Bíó eða bíómynd
Það er alltaf gaman að horfa á góða mynd. Ef það er ekki hægt að fara í bíó þá er hægt að finna góða bíómynd og hafa bíókvöld og poppa heima. Stundum geta krakkarnir valið mynd, en svo geta foreldrarnir líka sýnt krökkunum uppáhalds myndirnar sínar síðan þau voru börn.
Borðspilagerð
Fyrir þær fjölskyldur sem hafa gaman af því að spila getur verið skemmtilegt að vinna í því að búa til sitt eigið borðspil og spila það síðan.
Bókamerki
Þar sem skólarnir eru byrjaðir á þessum tíma er vel við hæfi að föndra saman fallegt bókamerki fyrir heimalesturinn.
Bókasafn
Það er alltaf gaman að fara á bókasafnið að lesa skemmtilegar bækur og hafa það notalegt. Mörg bókasöfn bjóða upp á viðburði fyrir börn sem gaman er að taka þátt í.
Brandarar
Finna brandara, segja brandara, búa til nýja brandara. Það er allt mjög skemmtilegt.
Brunch
Hægt er að hafa brunch einn góðan haustdag, annað hvort bara fyrir fjölskylduna eða bjóða fleirum. Það er hægt að baka pönnukökur, steikja egg og beikon og margt fleira og borða svo góða máltíð saman.
Búningar
Fyrir Hrekkjavökuna er hægt að búa til búninga heima.
Ef maður á marga búninga heima hjá sér nú þegar er líka hægt að fara í búningana og leika sér.
C. S. Lewis
Afmælisdagur C. S. Lewis er 29. nóvember. Fyrir þau sem ekki vita er C. S. Lewis breskur rithöfunur sem skrifaði bækurnar um Narníu. 29. nóvember er því fínn tími til að byrja að lesa bækurnar eða horfa á myndirnar með krökkunum, ef þau hafa áhuga á ævintýraheimi.
Dagbók
Það að hvetja krakkana til að byrja að skrifa í dagbók er góð hugmynd (fyrir þau sem eru læs og skrifandi). Dagbókin getur verið um hvað sem er, ekkert endilega bara leyndarmál þeirra, þetta getur líka verið sameiginleg dagbók fjölskyldunnar um hvað þau gerðu skemmtilegt þetta haustið. Sama hvað verður fyrir valinu er mjög hollt að halda dagbók til að vinna úr hugsunum og tilfinningum fyrir marga.
Dansa
Dansa, hvað er betra en að dansa?
Draugasögur
Á þessum árstíma er farið að dimma mikið og því tilvalið að segja draugasögur. Hér eru nokkrar íslenskar draugasögur.
Dulmál
Saman er hægt að búa til dulmál og prófa svo að tala það eða skrifa.
Dúkkuhús
Það er vel hægt að prófa að búa til dúkkuhús heima. Dúkkuhúsið má vera úr hvaða efni sem þið eigið til sem hentar og síðan er hægt að búa til húsgögn í það, mála herbergin, sauma gardínur og skreyta það fallega.
Dúkkulísur
Dúkkulísur eru alltaf skemmtilegar þó það sjáist minna af þeim í dag en áður. Það er vel hægt að búa til dúkkulísur heima – það eina sem þarf eru blöð og litir.
Elda saman
Gaman getur verið að elda saman einhvern haustlegan mat, t.d. góða súpu.
Eltingaleikur
Eltingaleikur er alltaf klassískur. Inni eða úti, skiptir ekki máli – bara að hafa gaman.
Farfuglar
Á haustin er hægt að fylgjast með farfuglunum. Þeir fara einn af öðrum suður á bóginn og stundum má sjá gæsir í oddaflugi. Það er líka vel hægt að fræðast aðeins um farfuglana.
Feluleikur
Sígildur leikur sem krökkum finnst alltaf skemmtilegur (ungum allavega). Hægt er að fela sig eða hluti.
Fjallganga
Það er alltaf hressandi að fara í fjallgöngu og ef vel viðrar þetta haustið er vel hægt að fara í eina eða tvær fjallgöngur.
Fjöruferð
Ef ekki er farið að frysta og snjóa er ekkert mál að fara í fjöruferð með krökkunum (þ.e.a.s. ef maður býr ekki lengst inni í landi). Það þarf bara að klæða sig vel og gera ráð fyrir að það sé líklega ekki hægt að byggja sandkastala.
Fleyta kerlingar
Annað tengt fjöruferð eða ferð að vatni – fleyta kerlingar. Það þarf þó að finna steina sem eru flatir og góðir.
Fljúga flugdreka
Þegar það er hvorki of lítill né of mikill vindur er hægt að fljúga flugdreka á Íslandi.
Fljúga í rokinu
Ef það er lægð yfir landinu er hægt að fara út og reyna að fljúga í rokinu.
Flóamarkaður
Á flóa- og nytjamörkuðum er hægt að finna alls kyns fjársjóði. Sumum börnum gæti þótt gaman að fara. Hér er listi yfir nytjamarkaði á Íslandi.
Flöskuskeyti
Það getur verið gaman að prófa að senda flöskuskeyti og sjá hvort einhver finni það.
Fondú
Eigi fjölskyldan fondúpott, eða eitthvað til að halda venjulegum potti heitum á borði, er upplagt að hafa fondúkvöld eitt gott haustkvöldið – osta- eða súkkulaðifondú – skiptir ekki máli því bæði er gott!
Fótbolti
Mörg hafa áhuga á fótbolta. Það er hægt að fara á fótboltaleik, horfa á hann í sjónvarpinu eða safna í lið og fara út í fótbolta.
Frisbígolf
Frisbígolfvellir eru komnir út um allt land.
Fuglafit
Svolítið gamaldags leikur en örugglega gaman að kenna krökkunum þetta. Til að rifja þetta upp er meira að segja hægt að fara á Youtube.
Fuglamatur
Þegar líða tekur á haustið fer maturinn að minnka hjá fuglunum og því gaman að geta gefið þeim smáveigis að borða. Hægt er að kaupa eða búa til sinn eigin fuglamat.
Föndra
Það er hægt að kaupa tilbúna pakka úti í búð eða finna eitthvað sniðugt á netinu (t.d. pinterest).
Gefa öndunum
Nú þegar ungarnir eru farnir úr hreiðrinu er óhætt að gefa öndunum að borða en athugið að hvítt brauð er ekkert hollara fyrir þær en okkur.
Geocaching er sniðugt app fyrir síma sem vísar manni veginn á falda fjársjóði víðs vegar um heiminn. Það eru geocaching-hlutir á hinum ólíklegustu stöðum og líklega er einhver í nágrenni við þig.
Goggur
Það er hægt að búa til gogg, hugsanlega með haustþema eða bara eins og ykkur langar til.
Granóla/múslí
Á netinu er hægt að finna alls kyns ljúffengar uppskriftir að granóla eða múslí. Það er ekkert smá gaman að byrja kaldan haustdag á heimatilbúnu granóla.
Grilla sykurpúða
Ef ekki er búið að ganga frá grillinu fyrir haustið er hægt að grilla sykurpúða eða búa til lítinn varðeld (við öruggar aðstæður) eða nota arininn, ef slíkt er til staðar.
Grímugerð
Það er gaman að búa til grímur. Þær geta verið allt frá flóknari gifsgrímum og yfir í einfaldar grímur búnar til úr pappadiskum. Hér hjálpa netið og Pinterest mikið við að finna hugmyndir.
Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir fæddist þann 7. september 1935 og dó 2022. Hún var einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands og gaf út fjölmargar ástsælar barnabækur sem flestir þekkja. Þetta eru bækur eins og Jón Oddur og Jón Bjarni, Sitji guðs englar, Ekkert að þakka og Öðruvísi dagar. Á afmælisdegi hennar væri því hægt að lesa einhverja af bókunum hennar eða jafnvel horfa á sígildu barnamyndina um Jón Odd og Jón Bjarna.
Göngutúr
Það er yndislegt að fara í göngutúr í fallegu haustveðri og skoða liti haustins. Hvar sem maður er staddur er hægt að fara í göngutúr. Ef stutt er í Hrekkjavökuna er hægt að fara í göngutúr í kirkjugarði.
Halda upp á hátíðir haustsins
Hægt er að halda upp á alls kyns hausthátíðir ef áhugi er fyrir því. Þetta geta t.d. verið:
Alþjóðlegur dagur friðar
Þessi dagur er haldinn 21. september ár hvert og er tileinkaður heimsfriði. Hægt er að gera eitthvað tengt þessu á þessum degi.
Dagur hinna dánu – Allraheilagramessa
Allraheilagramessa? Hvað er nú það? Jú, það er dagur sem haldinn er hátíðlegur í Mexíkó (og víðar í kristnum löndum með öðru sniði) þann 1. og 2. nóvember ár hvert. Þið hafið kannski heyrt um hann sem dia de los muertos eða the day of the dead.
Þessa daga, 1. og 2. nóvember, má vel föndra eitthvað tengt þessum degi og fræðast um Mexíkó. Dagurinn virkar litríkur og skemmtilegur og ýmsar hefðir eru tengdar honum. Ef við getum haldið upp á Hrekkjavökuna, af hverju ekki þá að fræðast um hefðir í fleiri löndum og prófa?
Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru er 16. september ár hvert. Þann dag er hægt að fræðast um íslenska náttúru eða það sem enn betra er – að fara út í náttúruna og gera eitthvað skemmtilegt saman.
Dagur íslenskrar tungu
Þann 16. nóvember ár hvert er Dagur íslenskrar tungu. Á þeim degi er hægt að gera eitthvað mjög íslenskt og vanda sig við að sletta ekki neitt. Hlusta á íslenska tónlist (á íslensku), horfa á íslenskar myndir og lesa bækur eða annað sem ykkur dettur í hug.
Diwali
Hér er komin önnur útlend hátíð sem einhver gætu hafa heyrt um. Þessi er frá Indlandi og er haldin hátíðlega af hindúum, jaínum, síkum og nepölskum búddistum. Hátíðin er haldin í október eða nóvember ár hvert og stendur yfir í sex daga. Við þetta tilefni er hægt að fræðast um Indland og skoða hefðirnar tengdar þessari indversku hátíð ljóssins.
Feðradagurinn
Á Íslandi er haldið upp á Feðradaginn þann 14. nóvember. Fyrir þann dag er hægt að föndra eða finna einhverja fallega gjöf handa pabba. Eins er hægt að skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir hann þann daginn.
Fyrsti vetrardagur
Fyrsti vetrardagur er í lok október ár hvert. Þá líkur sumrinu formlega samkvæmt gamla tímatalinu okkar. Gaman er að búa til smá hefð fyrir þennan dag enda er hann alltaf á laugardegi.
Haustjafndægur
Haustjafndægur er alltaf einhvern tímann á tímabilinu 21.-24. september. Þann dag er nóttin jafn löng og dagurinn. Hægt er að búa til hefðir fyrir þennan dag og halda upp á hann.
Hrekkjavaka
Margar íslenskar fjölskyldur eru nú þegar farnar að halda upp á Hrekkjavökuna með því að skreyta og gera ýmislegt tengt henni. Í sumum hverfum og bæjum landsins er einnig hægt að fara út að sníkja nammi.
Kvennafrídagurinn
Kvennafrídagurinn er 24. október ár hvert. Þennan dag hafa konur lagt niður störf alls sjö sinnum síðan 1975.
Þakkargjörðarhátíðin
Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í nóvember og í október í Kanada. Það má vel halda einhvers konar þakkargjörðarhátíð á Íslandi líka og þakka fyrir allt það góða sem maður hefur í lífinu. Hægt er að útfæra hátíðina eins og maður vill.
Haustdrykkur
Það er kannski ekki til einhver einn ákveðinn haustdrykkur en það er hægt að búa til uppskrift að honum. Það er t.d. hægt að hita eplasíder með kryddum eða finna eitthvað annað á netinu.
Haustkrans
Rétt eins og það er hægt að búa til jólakrans, þá er vel hægt að búa til haustkrans til að skreyta hurðina með. Það er meira að segja auðvelt og skemmtilegt verkefni að fara út í náttúruna og safna könglum og laufum fyrir kransinn.
Heimaheilsulind
Yfirleitt er aldurstakmark í heilsulindir/spa en þá er líka hægt að hafa svoleiðis heima í kósý. Kaupa maska, skera niður gúrkur, gera eitthvað flott í hárið og hlusta á róandi tónlist við kertaljós.
Heimsókn
Það er alltaf gaman að kíkja í heimsókn til vina eða vandamanna.
Heitt kakó
Strax í september er oft orðið alveg nógu kalt til að fara að geta drukkið heitt kakó við gott tækifæri.
Hekla
Þó maður kunni ekkert að hekla er í dag vel hægt að læra það á netinu.
Hestbak
Víða er hægt að komast á hestbak. Yfirleitt kostar það samt þó nokkuð ef maður þekkir ekki einhvern sem á hesta.
Hjóla
Þó það sé komið haust er líklega enn hægt að fara út að hjóla.
Hljóðfæri
Það er hægt að búa til hljóðfæri ef maður á þau ekki til og semja svo tónlist!
Hoppa
Það er hægt að hoppa í pollum, laufum eða á ærslabelg á haustin.
Hrekkjavökupiparkökuhús
Rétt eins og það er hægt að búa til jólalegt piparkökuhús í desember er vel hægt að búa til smákökuhús með hrekkjavökuþema. Það þarf ekki að hafa deigið endilega með piparkökubragði – svo þetta sé ekki of jólalegt. Svo er hægt að láta ímyndunaraflið taka sig á flug við að búa til hrekkjavökuhús.
Hryllingsmynd eða hrekkjavökumynd
Ef börnin eru nógu gömul (16 ára eða eldri sem sagt) er hægt að horfa á hryllingsmynd saman. Fyrir aðeins yngri börn er hægt að horfa á klassískar hrekkjavökumyndir eins og Hocus Pocus.
Húsdýragarður/sveit
Sé í boði að komast í húsdýragarð eða hreinlega fara í sveit er haustið mjög skemmtilegur tími í það.
Ísgerð
Það er vel hægt að búa til sinn eigin ís heima. Hægt er að búa til sínar eigin gómsætu bragðtegundir og leika sér svolítið. Með smá gúgli má finna ýmsar uppskriftir.
Jóga
Nú er orðið mjög auðvelt að fara í jóga hvar sem er. Á Youtube má finna fjölmörg myndbönd sem leiða mann í gegnum allt frá auðveldu jóga fyrir lítil börn og upp í flóknari tíma.
Jóladagatal
Í nóvember er hægt að fara að huga að ýmsu tengdu jólunum til þess að dreifa álaginu. Eitt af því sem þarf að gerast í nóvember eru jóladagatölin (þau eru jú opnuð strax 1. desember). Það er hægt að ákveða með krökkunum hvernig jóladagatöl þau vilja. Svo er einstaklega gaman að búa til jóladagatöl fyrir aðra og krakkarnir geta tekið þátt í því.
Kaffiboð
Það þarf ekkert sérstakt tilefni til að halda kaffiboð. Sumum krökkum gæti þótt gaman að skipuleggja eitt slíkt með t.d. vinum eða ættingjum. Það þarf að ákveða hvenær boðið á að vera, hvað á að hafa í boði og ef til vill hvernig á að skreyta. Svo þarf að baka og undirbúa, sem er ekki síður skemmtilegt!
Karaoke
Leynast sönghæfileikar í fjölskyldunni? Það er hægt að finna ýmis lög fyrir heima-karaoke á netinu.
Kertagerð
Sé maður tilbúinn til að borga smá er hægt að kaupa allt fyrir kertagerð í föndurverslunum. Svo má auðvitað nota kertaafganga líka. En kertagerð getur verið fín skemmtun fyrir krakka (sem eru orðin nógu gömul).
Koddaslagur
Slagur með koddum. Þarf að útskýra þetta eitthvað frekar?
Kokkakeppni
Kokkakeppni milli fjölskyldumeðlima má útfæra á ýmsan hátt. Hægt er að hafa það þannig að helmingur fjölskyldunnar eigi að sjá um að elda kvöldmat úr því sem er til í eldhúsinu eitt kvöldið og hinn helmingurinn daginn eftir. Það er líka hægt að hafa ákveðið hráefni sem verður að nota í réttinn.
Kósýkvöld
Kósýkvöld getur þýtt mismunandi hluti fyrir hvern og einn. En kósýkvöld eru þó almennt róleg og hugguleg. Hægt er að útbúa smá snarl, horfa á mynd, spila, slappa af og ýmislegt fleira.
Kristín Helga Gunnarsdóttir og Gunnar Helgason
Þessir frábæru barnabókahöfundar eiga afmæli saman daginn, 24. nóvember. Það er því tilvalið að kíkja á bókasafnið og prófa að lesa bók eftir annað þeirra eða bæði.
Eftir Gunnar liggur svo mikið magn af barnaefni, bíómyndir, þættir, sögur og fleira.
Landslagsmynd
Ef veður er gott er hægt að koma sér fyrir í náttúrunni og mála fallega landslagsmynd í haustlitunum.
Lautarferð
Ef veðrið er enn sæmilegt og enginn snjór farinn að birtast er hægt að fara í lautarferð, þótt það sé haust. Það þarf yfirleitt bara að vera vel klæddur. Ef veðrið er hins vegar ekki gott er hægt að hafa lautarferðina á stofugólfinu. Það er alltaf jafn gaman að borða nesti.
Lego
Það er hægt að gera ýmislegt sniðugt með legokubbum. Fyrir utan það að leika sér í ímyndunarleikjum eða byggja eftir leiðbeiningunum á pakkanum þá er hægt að finna alls kyns hugmyndir á netinu og Pinterest að einhverju til að byggja. Það er einnig hægt að búa til stuttmyndir eða töff ljósmyndir með legókörlum eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.
Leikir úti
Ef nógu margir fást til að vera með er gaman að fara út í klassísku leikina, t.d. yfir, brennibolta, löggu og bófa, fallin spýta, eina króna, dimmalimm og stórfiskaleik. Fleiri leiki er hægt að finna á síðum eins og Leikjavefnum.
Leikrit
Ef það er ekki hægt að fara á leiksýningu eða í leikhús er hægt að búa til leikrit heima hjá sér og sýna það svo.
Leikvöllur
Það er alltaf hægt að fara út á næsta róló til að leika eða fara á nýjan sem maður hefur aldrei prófað áður – kannski í næsta bæjarfélagi.
Leira
Sama hvort leirað er með einföldum leir úr búðinni eða alvöru leir sem á svo að brenna, þá er alltaf gaman að leira.
Lesa saman
Það er (oftast) mjög huggulegt að lesa saman góða bók. Ef börnin eru farin að lesa er hægt að skiptast á að lesa og koma þannig heimalestrinum inn.
Lestraráskorun
Þar sem skólarnir eru líklegast tiltölulega nýbyrjaðir er gott að taka lestraráskorun – heima. Lestraráskorunin getur verið allaveganna. Bara eins og hentar ykkar fjölskyldu. Einhverjum hentar kannski að búa til lestrarbingó og prófa þá að lesa á hinum og þessum stöðum eða við aðrar aðstæður en venjulega. Aðrar áskoranir geta verið þannig að barnið sjá vel hvað það hefur lesið mikið hingað til. Kannski eru jafnvel einhver verðlaun í boði eftir lestraráskorunina ef vel gengur.
Listaverk úr laufum
Þar sem laufin eru farin að falla á þessum árstíma og eru í alls kyns fallegum litum er tilvalið að fara út að safna nokkrum laufum og finna svo eitthvað sniðugt að gera úr þeim á t.d. Pinterest.
Lita myndir
Hvort sem þið prentið út litamyndir af netinu eða litið í litabók er það að lita saman alltaf skemmtilegt.
Ljósmyndabingó
Hægt er að finna alls kyns bingóspjöld á netinu fyrir ljósmyndabingó og svo er hægt að skella sér út og fara í bingóið.
Læra um önnur lönd
Ef áhugi er hjá krökkunum er hægt að fræðast um önnur lönd. Það er hægt að skoða fána landsins, þjóðsöng, menningu, hlusta á lög frá landinu, prófa uppskriftir að vinsælum réttum frá landinu og margt fleira.
Mála
Vatnslitir, fingramálning, þekjumálning eða annað. Það er gaman að mála myndir saman.
Mála kerti
Til þess að mála kerti þarf að nota sprittkerti sem „málningu“. Kveikt er á sprittkertunum, sem eru kannski í nokkrum litum. Síðan er hægt að nota pensil til að mála kertið með bráðnu vaxinu.
Mála steina
Hægt er að fara út í smá göngutúr og finna nokkra fína steina sem hægt er að mála svo.
Minningabók
Fyrir föndrara er gaman að búa til minningabók um haustið (e. scrapbook) til að muna eftir góðu tímunum.
Myndaratleikur
Hægt er að útbúa myndaratleik, annað hvort með krökkunum eða fyrir þá. Það eina sem þarf að gera er að labba um bæinn eða hverfið og taka myndir af skemmtilegum hlutum. Svo eiga þátttakendur að reyna að finna þessa hluti og taka sjálfu af sér/liðinu sínu með þessum sömu skemmtilegu hlutum.
Náttfatapartý
Hægt er að hafa náttfatapartý. Það er annað hvort hægt að gera það með bara fjölskyldunni eða bjóða vini/vinkonu barnanna með. Hvað gert er í náttfatapartýinu getur svo verið hvað sem ykkur dettur í hug – en það verða allir að vera í náttfötum.
Nornaseyði
Ímyndunarafl barnanna er mjög nytsamlegt þegar brugga á nornaseyði.
Nýr dans
Hægt er að fara á Youtube eða TikTok og læra nýjan dans með krökkunum.
Nýtt spil
Fyrir þau sem elska að spila getur verið gaman að læra nýtt spil. Hér eru nokkrar spilareglur.
Ný uppskrift
Hægt er að finna nýjar uppskriftir til að prófa á netinu eða í bókum.
Origami
Á Youtube er fjöldinn allur af leiðbeiningum fyrir origami. Líklega væri hægt að fá bækur um origami á bókasafninu líka.
París eða aðrir leikir með krít
Ef vel viðrar og ekki er rigning er hægt að fara út með krítar og teikna upp leiki eins og pógó og parís. Eins er hægt að búa til skemmtilegar þrautir.
Perla
Það er hægt að finna „uppskriftir“ að perli á netinu eða einfaldlega búa til eitthvað sjálf.
Pizzupartý
Hægt er að halda í pizzupartý!
Prjóna
Það er vel hægt að prjóna með krökkunum og ef maður kann ekki að prjóna er hægt að læra það á netinu í dag, t.d. hér.
Pumpkin Spice Latte
Í Pumpkin Spice Latte þarf alls ekkert að vera neitt kaffi. Það er vel hægt að búa til kakó- eða mjólkurútgáfu.
Puttastríð
Einn, tveir, þrír, puttastríð!
Púsla
Persónulega finnst mér púsl með góðum teiknuðum myndum, þar sem mikið er að gerast, skemmtilegust.
Pressa laufblöð
Það er ekki flókið að pressa laufblöð. Það sem þarf er eldhúspappír eða dagblöð. Laufin eru sett á milli tveggja blaða og þungur hlutur svo settur ofan á. Síðan þarf einfaldlega að bíða og leyfa laufblöðunum að þorna. Það tekur u.þ.b. viku eða lengur.
Raka lauf
Er garðurinn orðinn fullur af laufum? Farið út að raka og svo er ekki leiðilegt að hoppa á hrúgurnar á eftir.
Ratleikur
Það er hægt að búa til ratleik saman eða fyrir krakkana. Eins eru til tilbúnir ratleikir hjá nokkrum sveitarfélögum og á Turfhunt-appinu.
Réttir
Í september eru réttir víða um land og gaman er að kíkja með fjölskyldunni í þær.
Roald Dahl
13. september er afmælisdagur barnabókarithöfundarins Roalds Dahls. Roald Dahl skrifaði fjölmargar barnabækur m.a. Kalla og sælgætisgerðina (Charlie and the Chocolate Factory), Matthildi og Jóa og risaferskjuna. Margar bíómyndir hafa verið gerðar eftir bókunum hans. Þetta er því tilvalinn dagur til að kynna krökkunum fyrir sígildu myndinni um Mathildu eða prófa að lesa um Jóa og risaferkskjuna.
Safn
Á haustin er oft leiðilegt veður og þá er tilvalið að vera inni á safni að skoða alls konar merkilega hluti.
Safna laufum, könglum o.fl.
Á þessum árstíma er tilvalið að hafa út að finna skemmtileg laufblöð, köngla og fleira slíkt í skóginum.
Saftgerð
Hér eru leiðbeiningar við saftgerð.
Sauma
Ef það er til saumavél á heimilinu getur verið gaman að spreyta sig á því að sauma föt. Það er hægt að fá mjög góðar leiðbeiningar fyrir allt mögulegt á Youtube í dag ef maður kann ekki að sauma.
Sauma út
Hvort sem það er krosssaumur eða annars konar útsaumur er mjög notalegt að sitja uppi í sófa í vondu veðri og sauma. Hugmyndir og leiðbeiningar er auðvelt að finna á netinu nú til dags.
Sápugerð
Til þess að búa til sápu þarf vissulega ýmsa hluti sem fást ekki endilega í næstu matvörubúð en það er engu að síður mjög gaman að búa til sína eigin sápu.
Semja lag
Það geta allir samið lög!
Semja ljóð
Það geta líka allir samið ljóð og þau passa oft vel með lögunum.
Setja niður haustlauka
Á haustin er hægt að setja niður haustlauka sem munu svo koma upp næsta vor og gleðja okkur.
Skera út grasker eða mála það
Í október er hægt að fara að skera út eða mála grasker til að hafa sem skraut heima um Hrekkjavökuna. Ef graskerið er skorið út er gaman að setja kerti inn í það.
Skógarferð
Gaman er að gera sér ferð í næstu skógrækt með nesti og skoða fallegu haustlitina.
Skreyta húsið
Hægt er að búa til skraut eða kaupa til að skreyta húsið með haustskrauti eða hrekkjavökuskrauti.
Skrifa jólagjafalista
Þegar líða fer á haustið er hægt að fara að skrifa niður það sem mann langar til að fá í jólagjöf.
Skrifa sögu
Að skrifa haustsögu er skemmtilegt verkefni fyrir skapandi krakka.
Skutlur
Hægt er að búa til alls konar gerðir af skutlum. Eins er hægt að hafa skutlukeppni til að sjá hver kemst lengst.
Skynjunarleikur
Fyrir þau allra yngstu gæti verið gaman að búa til skynjunarleik með haustþema eða öðru þema sem tengist hátíðum haustsins.
Slímgerð
Það er ekki flókið að búa til slím og getur verið mjög gaman að gera það með krökkunum. Í tilefni árstíðarinnar er hægt að hafa það appelsínugult.
Smakka nýtt nammi
Þetta er góð hugmynd fyrir föstudags- eða laugardagskvöld með fjölskyldunni. Kaupa nokkrar tegundir af nýju nammi sem enginn hefur smakkað og smakka svo allar tegundirnar saman.
Snyrtivörugerð
Maskar, skrúbbar, baðbombur og fleira er hægt að búa til heima hjá sér og það getur verið mjög skemmtilegt.
Sokkabrúður
Ef til eru margir stakir sokkar á heimilinu gæti verið kominn tími til að draga fram nálar, tvinna og tölur til að búa til sokkabrúður.
Spilagaldrar
Hægt er að æfa sig í spilagöldrum og læra nýja á netinu og prófa þá svo á einhverjum.
Spilakvöld/spila
Fátt er skemmtilegra en spilakvöld með fjölskyldunni. En það þarf auðvitað ekki að gera þetta að kvöldi. Hvort sem það eru borðspil eða spilastokkur þá er alltaf hægt að grípa í spil. Á netinu er hægt að finna spilareglur að alls kyns spilum, svo ef áhugi er fyrir því að prófa eitthvað nýtt er það ekki vandamál í dag.
Spurningaleikur
Fjölskyldan eða einn úr fjölskyldunni getur búið til spurningaleik fyrir hina. Þetta geta verið alls konar spurningaleikir en kahoot stendur líka alveg fyrir sínu.
Stimplar
Hægt er að búa til stimpla úr t.d. laufblöðum og kartöflum.
Strætóferð
Þegar krakkarnir eru ungir er enn mjög spennandi að fara í strætó.
Sultugerð
Á haustin fáum við alls kyns ber og það getur verið gaman að læra að búa til sultu úr þeim.
Sumarbústaður
Þetta er að vísu ekki hægt að gera heima hjá sér eða í nágrenninu en þetta er engu að síður mjög haustlegt og skemmtilegt.
Sund
Held að sund þurfi ekki nánari útskýringar. Yfirleitt elska börn að fara í sund.
Söfnun
Haustið er frábær tími til að byrja að safna hlutum (t.d. könglum, laufblöðum) eða frímerkjum, servíettum, límmiðum eða öðru slíku.
Taka haustmyndir
Skellið ykkur út og takið myndir af fallegu litunum.
Taka til í fataskápum
Nú er góður árstími til að hreinsa til í fataskápunum.
Tefla
Góð æfing fyrir heilann og góð samverustund!
Teikna
Hægt er að teikna hvað sem er eða teikna eitthvað tengt haustinu eða hátíðum þess.
Telja á öðru tungumáli
Til gamans má læra að telja á öðru tungumáli, t.d. kóresku, arabísku, sænsku eða svahílí.
Tie-dye bolir
Með þó nokkrum undirbúningi og smá innkaupum er hægt að búa til flotta tie-dye bolli heima hjá sér.
Tilraunir
Tilraunir geta hentað börnum á öllum aldri, þær verða bara flóknari eftir því sem börnin stækka. Til eru þúsundir hugmynda að tilraunum fyrir börn á netinu.
Trölladeig
Hér er uppskrift að fínu trölladeigi.
Töfrabrögð
Hægt er að læra alls kyns töfrabrögð í bókum eða á netinu.
Undirbúa jólin
Þegar líður á haustið er hægt að fara að huga að jólaundirbúningnum.
Veiða
Með háf eða veiðistöng í farteskinu er hægt að fara að dorga eða veiða síli með háfi – allavega fyrrihluta haustsins.
Vera ferðamaður
Hægt er að fara dagsferð í nágrenninu og skoða alla helstu ferðamannastaði svæðisins nú þegar ekki er eins stappað á þeim.
Virki
Hægt er að byggja virki á haustin. Inni úr púðum og teppum eða úti ef búið er að snjóa.
Þrautabraut
Þrautabraut má útbúa inni eða úti.
Hvað er hægt að gera með krökkunum á haustin? Read More »
Þótt ágústmánuður sé hafinn er sumarið ekki alveg búið. Hér er því næsta ævintýraferð og sú fyrsta sem er úti á landi. Ólafsfjörður er bær við samnefndan fjörð utarlega á Tröllaskaga. Gaman er að ganga um bæinn og skoða hann.
Heimilisvefurinn hefur útbúið kort af öllum leikvöllum bæjarins. Leikvellirnir eru númeraðir frá einum og upp í sex og er það tillaga að því hvernig hægt er að fara um bæinn og prófa að leika á öllum leikvöllunum.
Gangan um bæinn er ekki erfið, þó eitthvað sé um brekkur, og gott er að taka með sér smá nesti og vatnsbrúsa. Eins og áður sagði eru leikvellir bæjarins sex talsins.
Þar sem leikvellir hverfisins eru ekki nema sex talsins er þessi ævintýraferð ekki svo löng, en að vísu er hægt að gefa sér góðan tíma að skoða bæinn, prófa öll leiktækin á öllum leikvöllunum. Fyrir foreldra með mjög ung börn (undir 2 ára) er búið að merkja inn allar ungbarnarólur bæjarins á kortið.
Nokkrum reglum þarf að fylgja ef fara á í ævintýraferðina og þær eru að það er mjög mikilvægt að fara vel með öll leiktækin og bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og drasl og vera með sóðaskap. Þó að leikvellirnir í þessari ævintýraferð séu ekki á einkalóðum er samt sem áður mjög mikilvægt að ónáða ekki íbúana í kring. Farið líka varlega, sum leiktækin gætu hugsanlega verið komin til ára sinna og það er á ykkar ábyrgð ef þið eða börnin ykkar slasa sig í leiktækjum sem þyrfti að fara að endurnýja.
Náið í kortið af ævintýraferðinni hér:
Ævintýraferð um Ólafsfjörð Read More »
Það er ansi margt hægt að gera á Höfuðborgarsvæðinu með krökkunum. Sennilega er hægt að fyllar margar vikur af afþreyingu innan Höfuðborgarsvæðisins án þess að gera það sama tvisvar. Sama hvort þið búið í borginni eða eruð í heimsókn í nokkra daga þá er þetta góður listi fyrir ykkur. Listinn inniheldur mjög fjölbreyttar hugmyndir að afþreyingu sem hentar börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra. Sumt hentar yngri börnum, annað eldri, en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á listanum eru ekki neinir hlutir sem þarf að skrá sig á, eins og námskeið fyrir börn, en sumt gæti þurft að bóka með örlitlum fyrirvara. Eins eru þetta ekki hlutir sem hægt er að gera hvar sem er, eins og að baka með krökkunum eða byggja virki, heldur hlutir sem er hægt að gera á Höfuðborgarsvæðinu sérstaklega (eða nánar tiltekið, innan sveitarfélagsmarka Hafnarfjarðar, Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness).
Listinn verður uppfærður eftir því sem úrvalið breytist og þegar við komumst að einhverju nýju. Nú eru 126 hugmyndir komnar inn:
Árbæjarsafn hentar börnum á öllum aldri. Þar eru dýr, leikföng, útigrill og búð, auk fjölda húsa og muna til að skoða.
Ástjörn er fallegt vatn í Hafnarfirði og er göngustígur þar í kring. Þar er mikið fuglalíf en athugið að það er ekki leyfilegt að fara að vatninu á varptíma fugla (1. maí – 15. júlí).
Bíó
Nokkur kvikmyndahús eru staðsett á Höfuðborgarsvæðinu og sýna flest þeirra barnamyndir.
Bíó Paradís – Laugarásbíó – Sambíóin Egilshöll – Sambíóin Kringlunni – Sambíóin Álfabakka – Smárabíó
Bogfimi
Bogfimisetrið býður upp á bogfimi fyrir alla fjölskylduna. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum. Gott er að panta tíma fyrir fram en það er ekki nauðsynlegt.
Bókasafn
Fjölmörg bókasöfn eru á Höfuðborgarsvæðinu og mörg þeirra eru með sérstök barnahorn. Bókasöfnin eru þessi:
– Álfanessafn við Eyvindarstaðaveg
– Borgarbókasafnið Árbæ, Hraunbæ 119
– Borgarbókasafnið Gerðubergi, Gerðubergi 3-5
– Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15
– Borgarbókasafnið Klébergi, Kollagrun 2-6
– Borgarbókasafnið Kringlunni, Listabraut 3
– Borgarbókasafnið Sólheimum, Sólheimum 23a
– Borgarbókasafnið Spönginni, Sönginni 41
– Borgarbókasafnið Úlfarsárdal, Úlfarsbraut 122-124
– Bókasafn Kópavogs, Hamraborg
– Bókasafn Kópavogs, Núpalind 7
– Bókasafn Garðabæjar v/ Garðatorg 7
– Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1
Byggðasafn Hafnarfjarðar er á nokkrum stöðum í gamla hluta Hafnarfjarðar. Þar er hægt að skoða sýningar á gömlum munum og byggingar.
Dótabúð
Að fara í dótabúð til að skoða dótið sem þar er til sölu getur verið góð skemmtun fyrir sum börn. Önnur ráða ekki við það að skoða bara og vilja kaupa eitthvað.
Elliðaárdalur er stórt og flott útivistarsvæði á miðju Höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að ganga eða hjóla um, skoða kanínur, leika í leiktækjum, busla, klifra og margt fleira.
Hægt er að fara í fallega göngu í kringum Elliðavatn. Gangan í kringum vatnið er auðveld.
Fjallganga
Á og við Höfuðborgarsvæðið má finna fjölmörg fjöll sem skemmtilegt er að ganga á fyrir krakka. Þetta eru t.d.
– Ásfjall
– Búrfell og Búrfellsgjá í Hafnarfirði
– Esjan
– Hafrafjall og Reykjafell við Hafravatn
– Mosfell
– Reykjafell
– Úlfarsfell
– Æsustaðafjall
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þarf vart að kynna fyrir fólki. Þar er hægt að skoða íslensku dýrin, fara í leiktæki og sulla. Í garðinum er veitingasalur en einnig er fín aðstaða til að borða nesti og jafnvel grilla á útigrilli.
Fjöruferð
Á Höfuðborgarsvæðinu eru nokkrar skemmtilegar fjörur til að fara í fjöruferð. Þær eru t.d. þessar:
– Álftanes
– Geldinganes
– Grafarvogur
– Grótta
– Herjólfsgata í Hafnarfirði, samsíða götunni
– Kársnesströnd
– Neðan við Staði í Grafarvogi
Í Fly Over Iceland er hægt að fara í flott sýndarútsýnisflug yfir Ísland með ýmsum tæknibrellum. Skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna, en börnin verða þó að vera orðin 100 cm.
Foreldramorgnar
Víðsvegar um Höfuðborgarsvæðið er hægt að fara á foreldramorgna hjá kirkjum og bókasöfnum fyrir foreldra með börn undir 2 ára.
Innst í Fossvogsdal eru svokallaðir Fossvogsbakkar. Þeir eru friðaðir en þar er hægt að sjá sjávarsetlög frá lok ísaldar og þar er hægt að finna ýmsa steingervinga, aðallega skeljar lindýra. Þó ekki megi taka steingervinga með sér eða spilla neinu gæti verið gaman að reyna að sjá hvort maður geti komið auga á einhverja.
Fossvogsdalur
Fossvogsdalur er mjög fallegur dalur og útivistarsvæði á miðju Höfuðborgarsvæðinu. Þar eru leikvellir og ýmislegt fleira skemmtilegt. Hægt er að ganga um eða hjóla.
Fótboltaland er fótboltaskemmtigarður með alls kyns afþreyingu fyrir börn og fullorðna sem tengist allt á einhvern hátt fótbolta.
Á Höfuðborgarsvæðinu eru a.m.k. fimmtán folfvellir! Það er hálfur mánuður af folfi ef farið er á einn folfvöll á dag.
Geldinganes
Geldinganes er útivistarsvæði í Grafarvogi sem er tengt landi með eiði. Á Geldinganesi er lausaganga hunda leyfð og þar er gott að fara í göngutúr.
Í og við Reykjavík eru 275 staðir þar sem hægt er að finna geocach-hluti. Geocaching er app sem hjálpar þér að finna ákveðna hluti, sem eru faldir ákveðnum stöðum um allan heim. Þetta er eins konar fjársjóðsleit.
Golf
Á Höfuðborgarsvæðinu má finna allavega tólf golfvelli. Þetta eru
– Golfvöllurinn á Seltjarnarnesi
– Hlíðavöllur í Mosfellsbæ
– Bakkakot í Mosfellsdal
– Hvaleyrarvöllur og Steinkotsvöllur í Hafnarfirði
– Setbergsvöllur milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar
– Brautarholt á Kjalarnesi
– Leirdalsvöllur í Kópavogi
– Vífiðsstaðavöllur í Garðabæ
– Korpúlfsstaðavöllur í Grafarvogi
– Grafarholtsvöllur
– Urriðavöllur
Einnig eru nokkrir golfhermar víðs vegar um Höfuðborgarsvæðið.
Það er ljúft að heimsækja Grasagarðinn í Laugardalnum á fallegum dögum og ganga þar um. Á sumrin er kaffihúsið opið og þar er hægt að sjá fiska í tjörn.
Grilla úti – lautarferð
Útigrill eru staðsett á ýmsum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu. Gaman er að fara með t.d. pylsur og grilla í góðu veðri og borða úti í náttúrunni.
Grótta
Hægt er að fara í bíltúr út á Gróttu og skoða fuglalífið og fjöruna. Grótta er líka yndislega fallegur staður í sólsetrinu.
Grundargerðisgarður er skemmtilegur almenningsgarður í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík sem gaman er að kíkja á. Þar er fallegur blómagarður og leiksvæði fyrir börn.
Í Guðmundarlundi í Kópavogi er ýmislegt hægt að gera. Þar er skógrækt Kópavogs og fullt af gönguleiðum, folfvöllur, minigolfvöllur, útigrill, leiktæki og stór flöt til útileikja.
Í Gufunesi í Reykjavík er Frístundagarðurinn staðsettur. Þetta er virkilega skemmtilegt útivistarsvæði fyrir fjölskyldur og börn. Þar er risastór kastali og ævintýrahóll, vatnsleiktæki, tjarnir, burstabær fyrir yngstu börnin, ærslabelgur, petanquevöllur, folfvöllur, rathlaupsbraut og strandblak. Þar er auk þess útigrill.
Gæludýrabúð
Fyrir mörg yngri börn getur verið gaman að kíkja á dýrin í gæludýrabúðum. Það er alltaf heillandi að horfa á fiskana synda og naggrísi og hamstra leika sér.
Göngutúr
Þar sem höfuðborgarsvæðið er mjög stórt er hægt að fara í marga göngutúra án þess að skoða það sama tvisvar. Það er hægt að ganga um hin fjölmörgu útivistarsvæði sem svæðið hefur upp á að bjóða eða skoða nýtt hverfi. Hér er hugmynd að Álfahring í Hafnarfirði, hér eru fleiri hugmyndir að gönguleiðum í Hafnarfirði og fyrir Garðabæ.
Í Hallgrímskirkju er hægt að fara upp í turninn og njóta útsýnisins yfir borgina.
Í Hamrinum í Hafnarfirði eiga að búa álfar. Þar er víðsýnt og í góðu skyggni er hægt að sjá fjallahringinn umhverfis Faxaflóa. Á Hamrinum er útsýnisskífa. Á leiðinni upp á Hamarinn er hægt að telja Flensborgartröppurnar og gá hvað þær eru margar.
Hádegishólar eru staðsettir í Salahverfi í Kópavogi. Árið 1992 var þar reyst stúba, en stúba er helgidómur þeirra sem aðhyllast Búdddadóm. Á Hádegishólum má einnig sjá jökulrispur frá því að síðustu ísöld lauk.
Heiðmörk
Hægt er að lenda í ýmsum ævintýrum í Heiðmörk. Þar er hægt að ganga um skóginn og síðan eru nokkur svæði þar sem er hægt að stoppa og leika sér.
Í Kapelluhrauni í Hafnarfirði, á móti álverinu í Straumsvík, er steinbyrgi þar sem líkneski heilagrar Barböru fannst árið 1950. Byrgið eru leifar kaþólskrar kapellu frá miðöldum og gaman getur verið að skoða byrgið fyrir þau sem hafa áhuga á slíku.
Í Hafnarfirði er fallegur almenningsgarður sem heitir Hellisgerði. Þar er tjörn og gaman er að taka með sér teppi og nesti og borða í garðinum. Á aðventunni er Hellisgerði breytt í töfraheim með seríum.
Hestaferð
Með smá fyrirvara er hægt að panta hestaferð með fjölskyldunni á hestaleigum á og við Höfuðborgarsvæðið.
Himnastiginn er langur tröppustígur í Kópavogi sem liggur úr Kópavogsdal og upp á Digranesheiði. Alls eru tröppurnar 207 og það getur verið ágætis áskorun fyrir krakka að ganga eða hlaupa alla leið upp.
Hjólatúr
Ef maður hefur aðgang að hjóli er hægt að skella sér í hjólatúr með fjölskyldunni, t.d. um Fossvoginn eða Elliðaárdal. Hjólastígar á Höfuðborgarsvæðinu eru orðnir margir og eru mjög góðir.
Hlíðargarður er fallegur skrúðgarður í Kópavogi og gaman er að labba um hann í góðu veðri.
Hljóðvapp er hljóðganga um sögu og samtíma í hlaðvarpsformi. Hægt er að setja hljóðvapp í gang og fara á upphafsreit. Síðan gengur maður leiðina og hlustar á fróðleik og ýmislegt skemmtilegt um umhverfið.
Rétt sunnan við Tjörnina í Reykjavík er skemmtilegur lystigarður sem heitir Hljómskálagarðurinn. Þar eru leiktæki, útigrill og svo auðvitað hljómskálinn sjálfur.
Á Hraðastöðum í Mosfellsveit er hægt að koma og kíkja á dýrin og fara í reiðtúr.
Úti á Granda er Hvalasafnið staðsett. Þar er hægt að sjá líkön í raunstærð af hvölunum sem lifa umhverfis Ísland. Þar er einnig kaffihús og ágætis barnahorn.
Gaman er að fara með krökkum að Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði. Þar er flott útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna.
Í Höfuðstöðinni er litrík sýning sem gaman er að kíkja á, kaffihús og smiðjur fyrir krakkana. Í sumar (2024) býður Höfuðstöðin einnig upp á foreldramorgna mánudaga til fimmtudaga þar sem börn frá 0-14 ára eru velkomin.
Á Hönnunarsafni Íslands er hægt að skoða alls kyns hönnun og listhandverk.
Það getur verið gaman fyrir krakka að fara í IKEA og skoða uppstilltu húsin, leikföngin eða þá að fara í Småland. Svo er alltaf gaman að fá sér að borða þar.
Ísbúð
Á Höfuðborgarsvæðinu eru ísbúðir í nánast hverju hverfi og gaman er að fara í þær og fá sér smá ís og jafnvel göngutúr eða bíltúr á eftir.
Kaffihús
Fjölmörg kaffihús eru á Höfuðborgarsvæðinu og gaman er að setjast á þau og fá sér kaffi- eða kakósopa og eitthvað gott að borða. Sum þeirra eru extra skemmtileg fyrir krakka, t.d.
Gaman er að ganga Kárnesið í góðu veðri. Gönguleiðin er falleg enda að mestu við sjóinn.
Keila
Að fara í keilu er klassískt að gera með krökkunum. Í Keiluhöllinni er hægt að komast í keilu og síðan er hægt að fá sér að borða á Shake&Pizza eftir það.
Klambratún
Á Klambratúni er ýmislegt hægt að gera. Þar er strandblaksvöllur, frisbígolf, körfuboltavöllur, leikvöllur, stórt tún og síðan eru alltaf einhverjar myndlistarsýningar á Kjarvalsstöðum, ásamt því að þar er veitingastaður.
Kleifarvatn er stærsta stöðuvatn á Reykjanesskaga og er eitt af dýpstu vötnum landsins. Vatnið er fallegt og nóg að skoða í kringum vatnið. Áður fyrr var talið að ormskrímsli ætti heima í vatninu. Gaman er að ganga hjá vatninu og svo er hægt að veiða í því ef maður á Veiðikortið.
Klifur
Hægt er að komast í klifur í Klifurhúsinu. Það er staðsett á þremur stöðum á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta gæti verið skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna.
Í Kópavogsdal er gott útivistarsvæði, leiktæki og fallegar gönguleiðir. Þar er einnig tjörn og hægt að gefa öndunum að borða.
Í Kringlunni er að sjálfsögðu hægt að skoða búðir og versla ýmislegt. Þar er einnig hægt að fara með krakka á aldrinum 3-9 ára í Ævintýraland eða leika á litla leikvellinum á neðstu hæðinni. Eins finnst flestum ungum börnum mjög spennandi að fá að sitja í tækjunum sem eru á víð og dreif um verslunarmiðstöðina.
Séu ekki of miklar jarðhræringar í gangi á Reykjanesi er hægt að fara og skoða Krýsuvík. Þar er litfagurt hverasvæði, Seltún, og stórbrotið landslag sem gaman er að ganga um í. Hægt er að skoða Grænavatn, Sveifluháls og Krýsuvíkurberg, sem er eitt stærsta fuglabjarg landsins.
Landakotstún er opið svæði í Vesturbænum. Þar er fallegt tún, leikvöllur og síðan er hgæt að skoða Landakotskirkju. Þetta er tilvalinn staður fyrir lautarferð.
Landnámssýningin er í miðbæ Reykjavíkur og þar geta gestir fengið að sjá hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi og til dagsins í dag.
Það er auðveldlega hægt að eyða heilum degi í Laugardalnum. Þar eru leikvellir, Grasagarðurinn, þvottalaugarnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Um dalinn liggja ótal göngustígar og Kaffihúsið og Hostelið Kaffi Dalur er þar einnig, en þar er mjög gott barnahorn fyrir yngstu börnin.
Lautarferð
Líkt og annars staðar á landinu er hægt að fara í lautarferð á Höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að finna sér einhvern flottan leikvöll, útivistarsvæði eða annað og borða þar nesti saman. Dæmi um góð svæði í slíkt eru:
– Botn Grafarvogsins
– Elliðaárdalur
– Guðmundarlundur
– Heiðmörk
– Hvaleyrarvatn
– Klambratún
– Víðistaðatún
Í Lava Show í Reykjavík er hægt að sjá hvernig hraun myndast og rennur við 1100°C hita.
Leikhópurinn Lotta heldur sýningar fyrir börn alla miðvikudaga kl. 18:00 í Elliðaárdalnum (sumarið 2024).
Leikhús
Með örlitlum fyrirvara er hægt að fara í leikhús með krökkunum. Stundum getur þurft að bóka með fyrirvara á sýningar en það er líka hægt að vera heppin og fá miða á sýningu fljótlega. Í Reykjavík eru Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið starfandi. Einnig má skoða fleiri sýningar á tix.is.
Leikvellir
Það er gríðarlegt magn leikvalla á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru í það minnsta 695 talsins. Margir tilheyra leik- eða grunnskólum en öll sveitarfélögin hafa þó einnig almenna leikvelli sem eru opnir öllum hvenær sem er.
Garðabær – leikskólar | grunnskólar | opnir leikvellir (a.m.k. 60)
Hafnarfjörður – leikskólar | grunnskólar | opnir leikvellir (a.m.k. 100)
Kópavogur – leikskólar | grunnskólar | gæsluvellir | opnir leikvellir (a.m.k. 86)
Mosfellsbær –öll leiksvæði (44)
Reykjavík – leikskólar | grunnskólar | opnir leikvellir (a.m.k. 390)
Seltjarnarnes – leikskólar | grunnskólar | opin leiksvæði (~15)
Fyrir þau sem hafa áhuga á listum er gaman að kíkja á Listasafn Einars Jónssonar en þar er hægt að sjá styttur eftir listamanninn.
Hamarkotslækur í Hafnarfirði er skemmtilegur lækur sem rennur neðan Kinnahverfis. Þar er hægt að ganga um og gefa öndunum að borða.
Í Vatnsendahverfi í Kópavogi er lundur sem kallast Magnúsarlundur. Þar er útikennslusvæði fyrir nálæga leik- og grunnskóla. Lundurinn er fullkominn í litla skógar-eða lautarferð.
Maríuhellar eru hraunraásarhellar í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar. Hellarnir eru þrír, Urriðakosthellir, Vífilsstaðahellir og Draugahellir. Fyrir ævintýragjarna krakka er gaman að fara og skoða þessa hella.
Opni leikskólinn Memmm býður foreldrum og ungum börnum þeirra fjölskylduvæna aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Leikskólinn er opinn þrisvar í viku og er gjaldfrjáls.
Miðbær Hafnarfjarðar
Miðbær Hafnarfjarðar er lítill og krúttlegur en þar er þó gaman að labba um, skoða búðir og setjast á kaffihús.
Miðbær Reykjavíkur
Í miðbæ Reykjavíkur er ýmislegt hægt að skoða. Þar er gaman að ganga um, skoða búðir, setjast á kaffihús, borða góðan mat og skoða nokkra almenningsgarða.
Margir myndu kannski ekki halda það en Efra-Breiðholt leynir heldur betur á sér. Á miðsvæði Efra-Breiðholts er ýmislegt í boði. Þar eru leiksvæði, trjálundir, grasflatir, almenningsgarður, hoppubelgur og fleira.
Minigolf
Minigolf er heldur aðgengilegri íþrótt en venjulegt golf og það eru nokkrir staðir á Höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á minigolf. Það eru t.d. Minigarðurinn, Skemmtigarðurinn og svo er minigolfvöllur í Guðmundarlundi í Kópavogi.
Í Minjagarðinum á Hofsstöðum er hægt að skoða leifar landnámsskála frá 10. eða 11. öld. Þar er nýuppfærð sýning með fræðsluskiltum og margmiðlunarsjónaukum sem gefa gestum tækifæri á að skyggnast inn í fortíðina. Það er opið allan sólarhringinn í Minjagarðinum en síðan er hgæt að fara á sýninguna Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7.
Í Nauthólsvík í Reykjavík er dásamleg ylströnd með heitum pottum og góðri sturtuaðstöðu. Þar er einnig útigrill og lítil sjoppa. Gott er að taka með sundföt og skóflur og fötur til að leika í sandinum.
Náttúrufræðistofa Kópavogs er staðsett í Hamraborg. Þar er hægt að sjá uppstoppaða fugla, fiska og fleira úr náttúru Íslands, en það besta er að það kostar ekkert inn á safnið!
Noztra er skapandi smiðja fyrir alla. Í Noztru er hægt að kaupa leirhluti til að mála, sem eru síðan brenndir fyrir viðskiptavini. Þetta getur verið góð skemmtun fyrir fjölskyldur.
Við höfnina í Reykjavík er hægt að fara í parísarhjól. Hversu skemmtilegt! Það er ódýrara að panta miðana fyrirfram á netinu en það er líka hægt að mæta bara.
Í Perlunni er ýmislegt hægt að gera. Þar er ísbúð, veitingastaður, útsýni og nokkrar sýningar, t.d. norðurljósasýning, jökla- og íshellasýning, eldgosasýning og sýning um lífríkið í vötnum Íslands. Það kostar inn á sýningarnar en það er hægt að fá kort fyrir íslenska ríkisborgara til að komast ókeypis inn í Perluna ætli maður ekki inn á neina sýningu.
Píla
Það er hægt að komast í pílu með krökkunum á nokkrum stöðum. Stundum eru einhver tímamörk á því hvenær krakkar mega vera með, en krakkar verða alltaf að vera í fylgd með fullorðnum á pílustöðum.
Staðir sem bjóða upp á pílu eru: Bullseye, Keiluhöllin, Skor, Oche
Ratleikur
Það getur verið gaman fyrir fjölskylduna að fara í ratleik en þeir krefjast oft töluverðrar fyrirhafnar. En örvæntið ekki, hér eru nokkrir tilbúnir ratleikir sem hægt er að fara í á höfuðborgarsvæðinu:
– Ratvís
Einnig má finna einhverja ratleiki á Turfhunt-appinu.
Reynisvatn og Sæmundarsel
Reynisvatn í Grafarholti er frábært útivistarsvæði. Þar geta krakkar fengið góða útrás við að klifra og hlaupa úti í náttúrunni. Sæmundarsel liggur austan við Reynisvatn en þar er fallegst skógarrjóður með þrautabraut og eldstæði.
Rútstún
Rútstún er skemmtilegur leikvöllur í Kársnesinu í Kópavogi. Þar eru óvenjuleg leiktæki sem gaman er að prófa. Síðan er Sundlaug Kópavogs við hliðina.
Sandahlíð er útivistarsvæði í landi Vífilsstaða. Þar er gaman að ganga í skógræktinni og svo er leikvöllur fyrir krakkana.
Seljatjörn
Seljatjörn er skemmtileg tjörn í Seljahverfinu í Reykjavík. Þar er hægt að gefa öndunum, reyna að veiða síli eða vaða.
Shuffleboard / Shufl
Hægt er að fara með fjölskylduna í Shuffleboard í Oche í Kringlunni.
Á Siglunesi við Nauthólsvík er bátaleiga en þar er hægt að leigja sér árabát eða kajak á ákveðnum tímum og sigla um fallega Fossvoginn.
Á Sjóminjasafninu í Reykjavík er hægt að fræðast um hafið og sjósókn í Reykjavík síðustu 150 árin. Stundum eru viðburðir á safninu t.d. leiðsögn um varðskip.
Skautar
Það er hægt að fara á skauta í Reykjavík nánast allt árið um kring og einnig úti yfir veturinn. Tveir staðir bjóða upp á skautasvelli inni:
Eins hafa stundum verið sett upp tímabundin skautasvell í desember í Hafnarfirði og á Ingólfstorgi.
Skemmtigarðurinn býður upp á alls konar skemmtun fyrir fjölskyldur t.d. minigolf, lasertag, þrautaleiki, fótboltagolf og klessubolta.
Á skemmtisvæðinu í Smáralind er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt. Þar er meðal annars hægt að fara í lasertag og leika sér í leiktækjasalnum.
Skíði og snjóbretti
Á veturna er hægt að komast á skíði og snjóbretti á Höfuðborgarsvæðinu. Stærsta svæðið er í Bláfjöllum en einnig eru litlar skíðalyftur í Skálafelli, Ártúnsbrekku, Grafarvogi og Seljahverfi (lokað tímabundið).
Trampólíngarðuinn Skopp er skemmtun sem höfðar til flestra barna. Sér svæði er fyrir yngstu börnin til að hoppa (0-5 ára).
Skógarferð
Það er ævintýralegt að fara í góða skógarferð. Gaman er að taka með sér nesti eða heitt kakó. Hægt er að tína sveppi, köngla, steina, lauf og margt fleira. Klifra í trjám og skoða allt það sem skógurinn hefur upp á að bjóða. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11 skógar eða skógræktarsvæði.
Smalaholt er útivistarsvæði í landi Vífilsstaða. Smalaholt er fyrsta skógræktin í Garðabæ. Gaman er að ganga stígana í Smalaholti og staldra við á áningastöðunum.
Í Smáralind eru litlir leikvellir og tæki fyrir unga krakka að leika sér í. Þetta getur t.d. hentað fólki með mjög lítil börn sem þarf að komast aðeins út úr húsi í brjáluðu veðri.
Í Spilavinum er hægt að koma og spila alls kyns spil. Í kjallara Spilavina er dásamlegt leiksvæði fyrir yngri börnin og spilasalur fyrir fjölskyldur.
Stekkjarflöt er staðsett í nágrenni Álafosskvosarinnar í Mosfellsbæ. Þar er ærslabelgur og fleiri skemmtileg leiktæki, útigrill og tjörn til að veiða síli í.
Strandblak
Þegar veður leyfir er hægt að fara í strandblak á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Strandsblaksvellir eru staðsettir á þessum stöðum (og mögulega fleirum):
– Klambratúni
– Furulundi í Heiðmörk
– Gufunesbæ
Straumur er sérkennileg á með hraun allt í kring. Við ánna liggur falleg gönguleið sem gaman er að ganga.
Strætóferð
Börn sem eru ekki vön að fara í strætó getur fundist mjög skemmtilegt og spennandi að fara ferð með strætó.
Sund
Á höfuðborgarsvæðinu eru 18 sundlaugar til að prófa. Það má vel reyna að fara í þær allar á einu sumri.
Sögusafnið er staðsett úti á Granda í Reykjavík. Þar er hægt að kynnast Íslandssögunni á skemmtilegan og fræðandi hátt. Þar er hægt að fá að máta vopn og klæði víkinga.
Tjörnin í Reykjavík
Tjörnin í Reykjavík er alltaf falleg og hægt er að ganga hringinn í kringum hana. Þar eru yfirleitt margir fuglar sem vilja glaðir fá eitthvað í gogginn.
Vatnsleikjagarðurinn í Elliðaárdal
Við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal er virkilega skemmtilegur vatnsleikjagarður. Þar er hægt að leika sér í hlýju vatni, fara í sandkassann og skríða í gegnum röð. Við garðinn er starfrækt kaffihús, þar sem foreldrarnir geta setið í rólegheitunum á meðan krakkarnir leika sér.
Víðistaðatún
Á Víðistaðatúni í Hafnarfirði er hægt að bralla margt skemmtilegt. Þar er tjörn, ærlsabelgur, leiktæki, frisbígolfvöllur, stórar grasflatir og fleira.
Fyrir fjölskyldur sem hafa áhuga á lækningajurtum er hægt að kíkja í Urtagarðinn á Seltjarnarnesi. Þar er hægt að finna safn lækningajurta sem hafa verið nýttar til næringar og heilsubótar hér á landi.
Úlfarsárdalur
Dalurinn á milli hverfanna í Grafarholti og Úlfarsárdal nefnist Úlfarsárdalur. Þar eru útigrill og skemmtileg á. Leiktæki eru á skólalóðinni við Dalskóla en annars er hægt að njóta þess að ganga í fallegri náttúru.
Út að borða
Það er alltaf gaman að fara út að borða og á höfuðborgarsvæðinu eru gríðarlega margir veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Fyrir foreldra með yngri börn getur það hins vegar verið töluverð vinna að fara út að borða. En þá eru nokkrir staðir með góð barnahorn, þar sem krakkarnir geta leikið á meðan þau bíða eftir matnum eða eftir að þau eru búin með matinn.
Þetta eru t.d. KFC í Mosfellsbæ, Mathús Garðabæjar, American Style á Höfða, Klambrar Bistró, IKEA, Hamborgarabúllan á Höfða, 27 mathús og bar, Metró í Skeifunni og við Smáratorg.
Valhúsahæð er útivistarsvæði á Seltjarnarnesi sem hægt er að ganga um. Þar er útsýnisskífa, fótboltavöllur og frisbígolfvöllur, auk þess eru þar húsarústir og tóftir.
VáVá Barnaklúbbur er innileiksvæði sem er hugsað fyrir börn frá 0-8 ára og er staðsett í Breiðholti.
Veiða
Hægt er að veiða á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það er hægt að fara að dorga á smábátabryggjunni við Vogabyggð og með veiðikortinu er hægt að veiða í Kleifarvatni, Vífilssstaðavatni og Elliðavatni. Svo eru ótal tjarnir og vötn á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að reyna að veiða síli með háfum.
Út í Viðey er auðvelt að komast enda eru bátaferðir þangað nokkrar á dag yfir sumartímann og siglingin tekur aðeins um 5-10 mínútur. Eyjan á sér mikla sögu og eru ein elstu hús landsins en er einnig frábært útivistarsvæði.
Víghóll
Víghóll er útivistarsvæði í Kópavogi. Þar er útsýnisskífa (og frábært útsýni) og jökulsorfnir klapparhólar.
Wapp er app sem fer með þér í gönguferð um leið og þú fræðist um umhverfið og sögur sem tengjast því. Í appinu eru leiðarlýsingar á gönguleiðum og nokkrar gönguleiðanna eru á höfuðborgarsvæðinu.
Ylströndin í Sjálandshverfi
Ylströndin er staðsett við Vesturbrú í Sjálandshverfi í Garðabæ. Þar er hægt að leika sér í sandinum og vaða.
Yndisgarðurinn í Fossvogi og fleiri garðar
Yndisgarðurinn er staðsettur vestan við Gróðrastöðina Mörk og fyrstu plönturnar þar voru gróðursettar árið 2010. Þetta er fallegur garður sem gaman er að ganga um í og skoða plönturnar. Á sömu slóðum má finna Aldingarðinn, þar sem verið er að ræka alls kyns ávaxtatré, Sígræna garðinn, trjásafnið og Rósagarðinn.
Á Þjóðminjasafninu er hægt að skoða sögu Íslands frá landnámi til okkar daga. Á safninu er sérstakt rými fyrir börn að leika sér í, eins eru smiðjur á sunnudögum yfir veturinn fyrir krakka og svo er boðið upp á ratleiki (á sjö tungumálum).
Á höfuðborgarsvæðinu eru um 30 ærlsabelgir og það getur verið ágætis verkefni að prófa þá sem flesta.
Ævintýraferðir Heimilisvefsins eru ferðir um bæi og hverfi þar sem allir leikvellir svæðisins eru skoðaðir. Oft tekur þetta heilan dag (fer eftir aldri barnanna) og gaman er að taka með sér nesti og fleira.
Ævintýragarðurinn í Ullarnesbrekkum í Mosfellsbæ er skemmtilegur staður. Þar eru skemmtileg leiktæki og ærslabelgur.
Öskjuhlíð er útivistarsvæði í Reykjavík. Þar er gaman að ganga um skóginn, skoða mannvistarleifar frá stríðsárunum, svo er stundum hægt að sjá kanínur.
Hvað er hægt að gera á Höfuðborgarsvæðinu með krökkum? Read More »
Nú þegar mörg eru komin í sumarfrí er vel við hæfi að birta skemmtilegar spilareglur. Kínaskák er tilvalið spil fyrir útileguna eða sumarbústaðinn í sumar en hentar sennilega frekar eldri börnum, unglingum og fullorðnum. Þetta er virkilega skemmtilegt spil sem hentar allt að sex leikmönnum.
Spilastokkur
Tveir stokkar fyrir 2-4 leikmenn, þrír stokkar fyrir 5-6 leikmenn. Tveir jókerar eru hafðir með hverjum stokk.
Markmið
Að losa sig við öll spil af hendi í hverri umferð og fá þar með sem fæst stig eftir átta umferðir.
Gjöf
Hver leikmaður fær þrettán spil eftir að stokkarnir hafa verið vel stokkaðir. Hefð er fyrir því að gefa aðeins eitt spil í einu. Restin af bunkanum er lagður í grúfu á mitt spilaborðið og hefsta spilinu snúið við og sett í kastbunkann við hliðina á spilabunkanum.
Reglur og gangur leiksins:
Alls eru spilaðar átta umferðir í spilinu. Í hverri umferð safna leikmenn þrennum og/eða röðum sem þeir leggja niður á borðið til að losa sig við spil. Röð inniheldur a.m.k. fjögur spil af sömu sort og ás getur verið bæði hæstur eða lægstur (Dæmi: H3, H4, H5 og H6). Ætli leikmaður sér að safna fleiri en einni röð verða þær að vera af sitt hvorri sortinni. Þrenna inniheldur a.m.k. þrjú eins spil, sem þurfa þó ekki að vera af sömu sort, t.d. þrjár áttur eða fimm tíur.
Í hverri umferð eru ákveðin markmið sem þarf leikmaður þarf að uppfylla til að hann megi leggja spil niður á borðið þegar röðin kemur að honum. Eftir að leikmaður hefur lagt spil niður má hann leggja spil við raðir og þrennur hinna leikmannanna. Ef leikmaður setur niður jóker getur annar leikmaður stolið honum með því að skipta honum út fyrir rétta spilinu. Það er þó aðeins hægt að stela jókerum sé leikmaðurinn sjálfur búinn að setja spil á borðið.
Til þess að safna spilum í raðir og þrennur þurfa leikmenn að skiptast á að draga eitt spil og henda öðru. Hægt er að draga spil úr bunkanum á miðju spilaborðsins eða úr kastbunkanum. Hafi leikmaðurinn sem er að gera ekki áhuga á efsta spili kastbunkans mega aðrir leikmenn „kaupa“ spilið og kalla þá „kaupi“. Sá sem „keypti“ spilið tekur þá spilið en dregur einnig efsta spilið í spilabunkanum en hendir engu út í staðinn. Aðeins má kaupa þrisvar í hverri umferð (því er alls hægt að vera með 19 spil á hendi). Fyrstur kemur, fyrstur fær gildir um kaup. Komi upp ágreiningur um hver það var sem má „kaupa“ spilið er dregið um það. Í áttundu umferð er ekki í boði að „kaupa“.
Umferðir
Í hverri umferð er unnið að ákveðnu markmiði. Markmiðin eru þessi:
Í lokaumferðinni þarf leikmaður að nota öll þrettán spilin sín auk eins sem dregið er úr bunka til að loka.
Lok umferða og stigagjöf
Umferð lýkur þegar einhver leikmannanna hefur klárað öll spilin sín og lokað. Allir aðrir leikmenn fá þó að gera einu sinni enn til að fá tækifæri til að losa sig við fleiri spil. Þegar það er búið hefst talning stiga. Leikmaðurinn sem lokaði umferðinni fær engin stig en hinir leikmennirnir fá stig eftir því hvaða spil þeir hafa á hendi. Stigin eru eftirfarandi:
Jóker = 20 stig
Ás = 15 stig
9, 10 og mannspil = 10 stig
2-8 = 5 stig
Dæmi: Jóna endar með þrjú spil á hendi, kóng, tíu og ás. Hún endar því með 10+10+15= 35 stig þessa umferðina.
Sá leikmaður sem hefur fæst stig fengið eftir allar átta umferðirnar vinnur spilið!
Hér eru svo fleiri spilareglur fyrir spilaóða leikmenn!
Það er fátt sumarlegra, bragðbetra og skemmtilegra en að grilla á sumrin! Það er enn skemmtilegra að grilla úti í náttúrunni. Það að búa til skemmtilegan dag með vinum og ættingjum þar sem er farið út og grillað saman er ævintýri líkast fyrir unga sem aldna. Mjög oft er leiksvæði eða grasflöt við útigrillin og því hægt að leika sér í leiktækjum eða fara í leiki. Athugið að stundum geta grillin þurft á hreingerningu að halda áður en grillað er.
Þar sem grillin eru kolagrill er nauðsynlegt að taka með sér;
– kol
– grillvökva
– eldspýtur eða kveikjara
– grillbursta, töng og/eða spaða
– eldhúspappír, tusku og/eða viskustykki
Svo má ekki gleyma;
– mat á grillið og meðlæti
– diskum, glösum og hnífapörum (fer eftir því hvað á að grilla – stundum þarf líka skeiðar í meðlætið)
– eldhúspappír/servíettum
Annað sem gæti verið gaman að hafa með;
– teppi á grasið
– boltar, kubbur, frisbídiskar eða önnur útileikföng
Heimilisvefurinn hefur tekið saman staði á höfuðborgarsvæðinu þar sem eru útigrill til notkunar fyrir almenning. Með tíð og tíma bætist vonandi við listann.
Staðsetning: opið grænt svæði milli Rauðalækjar og Bugðulækjar
Aðstaða: kolagrill og bekkir
Í kring: leiktæki og stórt tún
Bílastæði: í götum í kring
Staðsetning: Við Gullinbrú
Aðstaða: eitt kolagrill og borð með bekkjum
Í kring: skjólgóður leikvöllur með leiktækjum fyrir börn á öllum aldri (ungbarnaróla líka), ærslabelgur, fótboltavöllur og stór grasflöt sem hentar til leikja
Bílastæði: við Básbryggju eða Naustabryggju, strætó stoppar einnig skammt frá
Staðsetning: Við Logafold, í botni Grafarvogs
Aðstaða: eitt kolagrill og eitt borð með bekkjum
Í kring: skjólgott og gróið leiksvæði með leiktækjum, körfuboltavöllur, ærslabelgur, svæði með æfingatækjum, grasflöt og völlur fyrir hjól/hjólabretti/hlaupahjól. Stundum sést í hestana við Keldur
Bílastæði: í götu við Logafold
Staðsetning: í Vatnsendahlíð í Vatnsendalandi í Kópavogi
Aðstaða: tvö kolagrill ásamt grillburstum og borð og bekkir, klósett
Í kring: skjólgóð skógrækt með mini-golfi, frisbígolfi, grasflöt og leiksvæðum
Bílastæði: við Guðmundarlund
Staðsetning: Við leikvöllinn í Gufunesbæ
Aðstaða: gott grillskýli og bekkir
Í kring: ótrúlega flottur og spennandi leikvöllur, strandbaksvellir, hjólabraut og náttúra
Bílastæði: Við Gufunesbæ
Í Heiðmörk eru nokkrir staðir með útigrilli:
Staðsetning: miðborg Reykjavíkur
Aðstaða: eitt grill og borð með bekkjum
Í kring: grasflöt, tjörn og leiksvæði
Bílastæði: í nærliggjandi götum
Staðsetning: annað grillið er við austanvert vatnið, hitt vestanvert
Aðstaða: kolagrill, borð og stólar
Í kring: göngustígar, skógur og vatn
Bílastæði: norðan og vestan við vatnið
Staðsetning: ylströndin Nauthólsvík
Aðstaða: grill og bekkir
Í kring: ylströndin, búningsklefar, heitur pottur, leiktæki, sjoppa og margt fleira
Bílastæði: við ylströndina, eða jafnvel við Háskóla Reykjavíkur
Staðsetning: við Hádegismóa við norðanvert vatnið
Aðstaða: grillskýli og bekkir
Í kring: Rauðavatn, bekkir og náttúran
Bílastæði: Hádegismóar
Staðsetning: milli leikvallar og tjarnarinnar
Aðstaða: kolagrill, grillskýli og ruslatunna
Í kring: ærslabelgur, leiktæki og tjörn
Bílastæði: við Stekkjarflöt og í Álafosskvos
Staðsetning: við göngustíg í miðjum Úlfarsárdal
Aðstaða: tvö útigrill og fjórir bekkir með borðum í litlu skýli
Í kring: náttúra, nokkur spotti í leiksvæði en náttúran er allt í kring
Bílastæði: við Dalskóla eða íþróttahús Fram
Staðsetning: í botni Fossvogs
Aðstaða: grill, bekkir
Í kring: eplagarður, skógur og norrænn rósagarður
Bílastæði: við Fossvogsbrún eða Kjarrhólma
Staðsetning: hesthúsið fyrir aftan Viðeyjarstofu
Aðstaða: kolagrill
Í kring: Viðeyjarstofa, leiksvæði, fjara, salernisaðstaða, náttúra
Ferja: sjö ferðir eru farnar á dag frá Skarfabakka á sumrin, ein frá gömlu höfninni
Staðsetning: Ullarnesbrekkur í Mosfellsbæ
Aðstaða: grillskýli, kolagrill, rusl, bekkur og borð
Í kring: leiktæki, grasflöt, ærslabelgur
Bílastæði: Við Varmárlaug
Útigrill á höfuðborgarsvæðinu Read More »
Þótt enn sé bara miður mars þegar þetta er skrifað er vel hægt að fara að skipuleggja sumarið. Hin skemmtilega íslenska bæjarhátíðahefð heldur áfram og vertíðin hefst strax um páskana með Skíðavikunni á Ísafirði og tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem fagnar 20 ára afmæli þetta árið.
Stór partur af íslenska sumrinu er að skella sér á bæjarhátíð eða aðra viðburði sem haldnir eru víða um land. Á bæjarhátíðunum er gjarnan stútfull dagskrá af viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Oft eru bæjarhátíðirnar haldnar til að lokka brottflutta til að kíkja aftur á gamla bæinn sinn en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að prófa nýja staði sem maður hefur enga tengingu við. Þá er bara um að gera að panta gistingu eða taka fram útilegubúnaðinn. Ef þú veist ekki hvað er gott að taka með í útileguna eru hér meiri upplýsingar um það.
Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista yfir bæjarhátíðir og viðburði sem staðfestir eru í ár. Listinn verður uppfærður þegar fleiri viðburðir og hátíðir verða staðfest.
17.-20. maí
31. maí – 2. júní
Sjómannadagurinn víðsvegar um landið
14.-17. júní
Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið, en í ár fögnum við 80 ára afmæli lýðveldisins
5.-8. september
13.-23. september
Nákvæmar dagsetningar koma síðar
Í tilefni þess að líða fer að valentínusardeginum og konudeginum eru hér loksins fleiri hugmyndir að sniðugum stefnumótahugmyndum með makanum til að prenta út. Áður hefur Heimilisvefurinn birt þessar og þessar hugmyndir til að segja í krukku eða umslög. Eins og áður er mikilvægt að þið takið úr þær hugmyndir sem henta ykkur ekki, eru t.d. of dýrar eða einfaldlega eitthvað sem þið getið ekki hugsað ykkur að gera.
Enn fleiri stefnumót með makanum Read More »
Sólarkaffi er hefð sem upprunalega varð til á Ísafirði og er enn mjög stór hefð þar, en hefur svo einnig dreift sér víðar um landið. Einkum til staða þar sem fjöllin eru það há að sólin hverfi á bak við þau í svartasta skammdeginu. Þegar aftur fer að sjást til sólar, sem er oft seint í janúar, er haldið upp á það með sólarkaffi til að fagna hækkandi sól. Á sólarkaffinu eru borðaðar sólarpönnukökur, sem bragðast mun betur en aðrar pönnukökur.
Sama hvort fólk býr undir bröttum fjallshlíðum eða á víðáttumikilli sléttu geta allir tekið þátt í sólarkaffihefðinni og fagnað því að dagurinn sé nú orðinn töluvert lengri en hann var fyrir um mánuði síðan. Það eina sem þarf er góð pönnukökupanna og hráefni í pönnukökur. Það er vitaskuld enn betra að bjóða góðu fólki að bragða á pönnukökunum með sér. Þetta er fín ástæða til að halda upp á eitthvað í janúar (þó vissulega séu þorrablótin um þetta leyti líka) og lífga upp á tilveruna. En samkvæmt því sem bresk ferðaskriftstofa komst að fyrir um tuttugu árum er þriðji mánudagurinn í janúar versti dagur ársins og dagurinn hefur verið nefndur “blár mánudagur” (e. Blue Monday). Er ekki tilvalið að breyta því og kætast yfir gómsætum pönnukökum? Hér er allavega uppskrift að sólarpönnukökum fyrir áhugasama.
50 g brætt smjör
4 dl hveiti
½ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 egg
2 tsk vanilludropar eða aðrir dropar
Mjólk eins og þarf
Aðferð: