kósýkvöld

Hrekkjavökumyndir fyrir kósýkvöldin

Hrekkjavökumyndir fyrir kósýkvöldin í haust

Haustin eru fullkomin til að hafa kósýkvöld og horfa á bíómyndir. Rétt eins og við horfum á jólamyndir í (nóvember og) desember er líka hægt að búa til hefðir og horfa á kósý haustlegar bíómyndir eða einhverjar af þeim ótal hrekkjavökumyndum sem til eru.

Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista af nokkrum myndum sem tengjast haustinu eða hrekkjavökunni en eru þó ekki eiginlegar hryllingsmyndir. Sumar myndanna eru einfaldlega góðar kósýmyndir á meðan aðrar tengjast á einhvern hátt hátíðum haustsins eða þjóðsagnaverum eins og draugum, uppvakningum og nornum. Líklega bætist í listann með tíð og tíma.

Barna- og fjölskyldumyndir

Barna- og fjölskyldumyndir sem eru flestar leyfðar öllum aldurshópum. Einstaka myndir eru bannaðar innan 6-7 ára.

1.Coco (2017) | 8,4 ⭐| Disney+ 
Upprennandi tónlistarmaðurinn Miguel, sem tilheyrir fjölskyldu sem hefur bannað tónlist, fer til lands hinna dánu til að finna goðsagnakennda söngvarann langalangafa sinn.

Myndin er öll í stíl við allraheilagramessu í Mexíkó (1. nóv), sem gerir henni kleift að vera á þessum lista.

2. The Wizard of Oz (1939) | 8,1 ⭐

Kvikmyndin fræga um galdrakarlinn í Oz fjallar um Dórótheu sem er hrifin burt af hvirfilbyl ásamt hundinum sínum Toto. Þau enda í ævintýralandinu Oz og hitta fyrir ljónið, fuglahræðuna, tinkarlinn og fleiri.

Það tengja kannski ekki allir við myndina sem hrekkjavökumynd en í myndinni eru þó galdramaður og nornir auk annarra furðuvera.

3. It’s the Great Pumpkin, Charlie Brown (1966) | 8,1 ⭐

Smáfólkið lendir í ýmsum ævintýrum rétt fyrir Hrekkjavökuna. Kalli Bjarna og vinir hans ætla út að gera grikk eða gott. 

Hugljúf saga um börn (og hund) á hrekkjavökunni.

4. Skrímsli hf. (2001) | 8,1 ⭐ | Disney+

Í Skrímslaborg búa skrímsli til orku úr öskrum barna sem hræðast þau. Hins vegar eru börnin eitruð skrímslunum og eftir að barn kemst í gegn átta tvö skrímsli sig á að hlutirnir eru kannski ekki allir þar sem þeir eru séðir.

5. Fantastic Mr. Fox (2009) | 7,9 ⭐

Myndin segir sögu Mr. Fox og hvernig hann áreitir hænur, kalkúna og köngulær. Hvernig hann læðist um nótt við þesa ævintýralegu iðju sína. Þegar hann þarf svo að fara að láta af þessari iðju og verða föðurlegur og ábyrgur reynist það þrautin þyngri.

6. Shrek (2001) | 7,9 ⭐ | Amazon Prime

Vondur lávarður sendir ævintýrapersónur í útlegð í mýri fúls tröllkarls, sem verður þá að fara í leiðangur til að bjarga prinsessu fyrir lávarðinn svo hann fái mýrina sína aftur.

Fjölmargar framhaldsmyndir hafa einnig verið gerðar sem hægt er að horfa á.

7. The Good Witch (2008) | 7,1 ⭐

Þegar falleg og dularfull koma flytur inn í draugahús bæjarins fara íbúarnir að velta því fyrir sér hvort hún sé norn eða „Gráa konan“.

8. Scooby-Doo on Zombie Island (1998) | 7,7 ⭐

Scooby-Doo og vinir hans hittast aftur eftir nokkurra ára hlé til að rannsaka eyju þar sem talið er að draugur sjóræningjans Morgan Moonscar gangi aftur. 

9. Corpse Bride (2005) | 7,4 ⭐

Seint á 19. öld trúlofast Victor van Dort og Victoria Everglot gegn sínum vilja til að hjálpa fjölskyldum sínum. En allt fer þó úrskeiðis þegar æfa á brúðkaupið. 

10. Labyrinth (1986) | 7,3 ⭐

Hin 16 ára Sarah þarf að leysa völundarhús til að bjarga litlum bróður sínum eftir að hann er tekinn af púkakónginum.

11. Hótel Transylvanía (2012) | 7,0 ⭐

Drakúla, sem er hótelstjóri glæsihótels langt frá byggðum manna, þarf að bregðast við þegar mennskur strákur kemur á hótelið og fellur fyrir dóttur hans.

12. ParaNorman (2012) | 7,0 ⭐

Misskilinn strákur glímir við drauga, uppvakninga og fullorðna til að bjarga bænum sínum frá aldagamalli bölvun.

13. Matilda (1996) | 7,0 ⭐ | 6 ára aldurstakmark

Fluggáfuð stúlka með fjarflutningkrafta notar allt sem í hennar valdi stendur til að jafna leikinn við foreldra sína og bjarga góðhjartaða kennaranum sínum frá harðstjórn skólastjórans.

14. Svaðilför Bangsímons: Leitin að Jakobi (1997) | 7,0 ⭐ | Disney+

Eftir að Bangsímon fær furðuleg skilaboð frá Jakobi vini sínum fera hann, ásamt vinum sínum í Hundraðekruskógi, að leita hans og bjarga honum frá skolla. 

15. Frankenweenie (2012) | 6,9 ⭐ | 6 ára aldurstakmark | Disney+

Þegar hundur Victor drepst í bílslysi reynir hann að lífga dýrið aftur við með kraftmikilli tilraun.

16. Monster House (2006) | 6,7 ⭐

Þrír unglingar komast að því að hús nágranna þeirra er í alvöru lifandi og mjög svo ógnvekjandi skrímsli.

Athugið að myndin er bönnuð börnum innan 7 ára.

 

17. Little Shop of Horrors (1986) | 7,1 ⭐ | 6 ára aldurstakmark

Nördalegur blómasölumaður öðlast frama og finnur ástina með hjálp risastórrar mannætuplöntu sem heimtar að fá að éta.

18. Halloweentown (1998) | 6,6 ⭐

Þegar ung stúlka kemst að því að hún er norn eins og móðir hennar verður hún að hjálpa ömmu sinni, sem er líka norn, að bjarga Halloweentown frá illum öflumm. 

19. Casper (1995) | 6,2 ⭐

Sérfræðingur í eftirlífinu og dóttir hans hitta vingjarnlegan ungan draug þegar þau flytja inn í hún sem er að hruni komið til þess að losa svæðið við illa anda.

20. The Addams Family (2019) | 5,8 ⭐

Hin mjög svo sérstaka Addams fjölskylda flytur í líflaust úthverfi þar sem vinátta Wednesday Addams við dóttur fjandsamlegs raunveruleikaþáttastjórnanda veldur deilum á milli fjölskyldnanna.

21. The Little Vampire (2000) | 5,7 ⭐

Einmana bandarískur strákur sem býr í Skotlandi eignast nýjan besta vin, jafnaldra sem er einmitt vampíra.

22. Gnome Alone (2017) | 5,6 ⭐

Þegar Chloe kemst að því að garðálfar nýja heimilisins hennar séu ekki allir þar sem þeir eru séðir verður hún að ákveða hvort hún ætli að reyna að eiga eðlilega menntaskólagöngu eða berjast gegn Troggs.

23. Duggholufólkið (2007) | 5,7 ⭐

Þegar Kalli, sem býr með móður sinni í úthverfi Reykjavíkur og þrífst í heimi kvikmynda og tölvuleikja, er sendur norður á afskekktan sveitabæ fjölskyldu föður síns fyrir norðan hittir hann stjúpsystur sína sem hann á ekki samleið með reynir hann að flýja heim.

24. Scooby-Doo (2002) | 5,3 ⭐

Eftir að Mystery Inc. leysist upp enda fyrrum meðlimir þess þó allir á eyju til að rannsaga furðulega hluti sem eiga sér stað þar.

25. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið (2010) | 7,0 ⭐

Sveppi og Villi fara á gamalt sveitahótel í sumarfríinu. Þegar uppgötva fljótlega leyndarmál sem tengist draugi, leynilegum galdri og fúla hótelstjóranum.

26. Astrópía (2007) | 6,4 ⭐

Þegar Hildur, falleg og fræg stelpa sem er reglulega í slúðurmiðlunum, kemst að því að kærastinn hennar er við það að fara í fangelsi að hún þarf að fara að standa á eigin fótum og fær sér vinnu í verslun sem selur hlutverkaleikjabækur og spil.

27. E.T. the Extra-Terrestrial (1982) | 7,9 ⭐ | 6 ára aldurstakmark

Sagan um það hvernig vingjarnlega geimveran E.T. kemst aftur heim.

28. Wallace and Gromit: The Curse of the Were-Rabbit (2005) | 7,5 ⭐ 

Wallace og hundurinn hans, Gromit, reyna að komast að því hvaða óværa herjar á garðana í bænum þeirra og ógnar hinni árlegu grænmetishátíð.

Hrekkjavökumyndir

Skemmtilegar hrekkjavökumyndir sem eru aðeins meira ógnvekjandi og stundum bannaðar börnum undir 12 ára aldri.

1. Young Frankenstein (1974) | 8,0 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Bandarísku barnabarni alræmds vísindamanns, sem á í erfiðleikum með að sanna að afi hans var ekki eins ruglaður og fólk heldur, er boðið til Transylvaníu þar sem hann uppgötvar ferlið til að endurlífga lík.

2. Edward Scissorhands (1990) | 7,9 ⭐ | 9 ára aldurstakmark

Einmanalegt líf gervimanns, sem var búinn til og er með skæri í stað handa, breytist þegar hann er tekinn inn í fjölskyldu fólks í úthverfi.

3. Coraline (2009) | 7,8 ⭐ | 9 ára aldurstakmark

Þegar Coraline er að ráfa um nýja húsið sitt í nýja bænum uppgötvar hún leynidyr sem leiða að því sem hún telur vera hið fullkoma líf. Til þess að geta verið eftir í fantasíunni verður hún að færa fórnir í staðinn.

4. Ghostbusters (1984) | 7,8 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Þrír háskólakennarar í dulsálarfræðum missa rannsóknarstyrk sinn og neyðast í kjölfarið til að fara út í eigin rekstur sem fagaðilar í útrýmingu drauga og annarra yfirnáttúrulegra krafta.

5. Beetlejuice (1988) | 7,5 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Andar fyrrum eigenda húss verða fyrir ónæði af nýjum eigendum, óþolandi fjölskyldu sem er nýflutt inn í húsið. Andarnir ráða þá til sín illgjarnan anda til að koma þeim út.

6. The Rocky Horror Picture Show (1975) | 7,4 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Nýtrúlofað par lendir í því að bíllinn bilar á afskekktu svæði og þarf að finna skjól hjá Dr. Frank-n-Furter.

7. Beetlejuice Beetlejuice (2024) | 7,0 ⭐ | 12 ára aldurstakmark
Eftir fjölskylduharmleik snúa þrjár kynslóðir Deetz fjölskyldunnar aftur heim á Winter River. Húsið er enn reimt vegna Beetlejuice. Líf Lydiu fer á hliðina þegar dóttir hennar, Astrid, opnar óvart hlið yfir í eftirlífið.

8. Hocus Pocus (1993) | 6,9 ⭐ | 9 ára aldurstakmark
Unglingurinn Max og litla systir hans flytja til Salem, þar sem hann á í vandræðum með að falla í hópinn þar til hann vekur upp þrjár djöfullegar nornir sem voru teknar af lífi á 17. öld.

9. The Addams Family (1991) | 6,9 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Svindlarar reyna að svindla á mjög svo sérstakri Addams fjölskyldunni með því að nota vitorðsmann sem segist vera löngu týndur frændi þeirra.

10. The Addams Family Values (1993) | 6,8 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Addams fjölskyldan reynir að bjarga þeirra heittelskaða Fester frændra frá nýju ástinni sinni, Debbie, sem þau telja vera einungis á eftir peningum.

11. Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children (2016) | 6,7 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Þegar Jacob uppgötvar vísbendingar að leyndardómum sem fara út fyrir mörk tímans, finnur hann heimili Fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn. Hætta steðjar að eftir að hann fer að kynnast íbúnum og kemst að sérstökum hæfileikum þeirra.

12. Under Wraps (1997) | 6,4 ⭐ | 9 ára aldurstakmark

Þrír forvitnir unglingar og ein mjög ringluð múmía vinna saman í ýmsum ævintýrum þar sem þau keppast við tímann um að sameina múmínu við ástina sína frá því fyrir 4500 árum.

13. The Craft (1996) | 6,4 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Þegar ný stelpa byrjar í skólanum fellur hún strax inn í hóp þriggja utangarðsstelpna sem eru að prófa sig áfram í göldrum. Fljótlega fara þær að galdra og leggja bölvanir á þá sem reita þær til reiði.

14. Dark Shadows (2012) | 6,2 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Þegar Barnabas Collins öðlast frelsi á ný snýr hann aftur á ættarsetrið. Þar þurfa afkomendur hans á vernd hans að halda.

15. Twilight (2008) | 5,3 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Þegar Bella Swan flytur í smábæ í Washingtonfylki í Bandaríkjunum verður hún ástfangin af Edward Cullen, sem er leyndardómsfullur skólabróðir hennar. Í ljós kemur svo að hann er 108 ára gömul vampíra.

Til eru nokkrar framhaldsmyndir á eftir þessari.

16. Harry Potter-myndirnar (2001-2011) | 7,4-8,1 ⭐ | 0-12 ára aldurstakmark (misjafnt eftir myndum)

Átta myndir um galdrastrákinn Harry Potter og hvernig honum tekst að sigrast á Voldemort. 

Sumum þykir þetta sjálfsagt jólalegri myndir en þær passa líka vel við hrekkjavökuna.

17. Fantastic Beasts-myndirnar (2016-2022) | 6,2-7,2 ⭐ | 9 ára aldurstakmark

Myndir um ævintýri Newt Scamander og átök Albus Dumbleldores og Gellerts Grindelwalds.

18. The Witches (2020) | 5,4 ⭐ | 9 ára aldurstakmark

Ungur strákur og amma hans þurfa að berjast gegn nornahring og leiðtoga þess. Myndin er byggð á sögu Roalds Dahls, líkt og samnefnd mynd hér fyrir neðan.

19. The Witches (1990) | 6,8 ⭐ | 9 ára aldurstakmark

Ungur strákur verður óvart vitni að nornaráðstefnu og verður að stoppa þær, jafnvel eftir að þær hafa breytt honum í mús. Líkt og samnefnd mynd hér að ofan en þessi mynd byggð á sögu Roalds Dahls.

20. Goosebumps (2015) | 6,3 ⭐ | 9 ára aldurstakmark

Unglingspiltur og dóttir hrollvekjubókarithöfundarins R.L. Stine þurfa að vinna saman eftir að ímynduðu djöflar rithöfundarins fara á stjá í bænum.

Hrekkjavökumyndir fyrir fullorðna

Hér er listi með hrekkjavökumyndum sem höfða meira til fullorðinna og/eða eru bannaðar innan 16 ára eða meira. Ekki það að fullorðnir geti ekki haft gaman af myndunum sem áður hafa verið taldar upp. Þessi listi á þó ekki að innihalda mikið af hryllingsmyndum/hrollvekjum – þá yrði hann of langur. Auðvitað er tíminn í kringum hrekkjavöku tilvalinn í að horfa á slíkar myndir.

1. Sleepy Hollow (1999) | 7,3 ⭐ | 16 ára aldurstakmark

Lögreglumaðurinn Ichabod Crane er sendur til Sleepy Hollow til að rannsaka afhöfðanir þriggja einstaklinga.

2. Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street (2007) | 7,3 ⭐ | 16 ára aldurstakmark

Saga um rakara sem snýr aftur eftir að hafa verið ranglega fangelsaður í London á fyrri hluta 19. aldar. Hann ætlar sér að hefna sín á þeim sem nauðguðu og myrtu eiginkonu hans.

3. Ghost (1990) | 7,1 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Eftir að ungur maður er myrtur verður andi hans eftir í þessum heimi til að vara ástkonu sína við yfirvofandi hættum. Það þarf hann að gera með hjálp tregs miðils.

4. Death Becomes Her (1992) | 6,6 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Leikkona, sem hefur munað sinn fífil fegurri, kynnist ódauðleikameðferð og ætlar sér að nota hana til að skara fram úr sínum helsta keppinauti til margra ára.

5. The Witches of Eastwick (1987) | 6,5 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Þrjá einhleypar konur í fallegu þorpi fá óskir sínar uppfylltar þegar leyndardómsfullur og skrautlegur maður kemur inn í líf þeirra, en eitthvað mun það kosta þær.

6. Practical Magic (1998) | 6,3 ⭐ | 12 ára aldurstakmark

Tvær systur, sem aldar voru upp af sérvitrum frænkum sínum í smábæ, standa frammi fyrir fordómum og bölvun sem kemur í veg fyrir að þær finni nokkrun tímann varanlega ást.

7. Ég man þig (2016) | 6,1 ⭐ | 16 ára aldurstakmark

Saga um ungan mann og tvær konur sem fara á Hesteyri í Jökulfjörðum að vetri til að gera upp gamalt hús. Þau vita þó ekkert um atburðina sem hafa átt sér stað þar áður.

8. Myrkrahöfðinginn (1999) | 5,8 ⭐ | 16 ára aldurstakmark

Saga sem byggð er á píslarsögu Jóns Magnússonar, sem var prestur á Eyri í Skutulsfirði á 17. öld, en hann taldi sig verða fyrir galdraofsóknum af hendi nokkurra sóknarbarna sinna.

9. Halloween (1978) | 7,7 ⭐ | 16 ára aldurstakmark

Fimmtán árum eftir að hafa myrt systur sína á hrekkjavökukvöld árið 1963 nær Michael Myers að flýja geðsjúkrahús og komast heim í smábæinn sinn Haddonsfield í Illinois til þess eins að drepa aftur.

Þessi hrollvekja fær að vera á listanum vegna nafnsins.

10. Lisa Frankenstein (2024) | 6,1 ⭐ | 16 ára aldurstakmark

Strákurinn sem Lisa er skotin í reynist vera lifandi lík. Þau vinna saman að því að finna ástina, hamingjuna – og nokkra líkamsparta sem vantaði.

Hrekkjavökumyndir fyrir kósýkvöldin Read More »

Kínaskák

Kínaskák

Nú þegar mörg eru komin í sumarfrí er vel við hæfi að birta skemmtilegar spilareglur. Kínaskák er tilvalið spil fyrir útileguna eða sumarbústaðinn í sumar en hentar sennilega frekar eldri börnum, unglingum og fullorðnum. Þetta er virkilega skemmtilegt spil sem hentar allt að sex leikmönnum. 

Spilastokkur

Tveir stokkar fyrir 2-4 leikmenn, þrír stokkar fyrir 5-6 leikmenn. Tveir jókerar eru hafðir með hverjum stokk.  

Markmið

Að losa sig við öll spil af hendi í hverri umferð og fá þar með sem fæst stig eftir átta umferðir. 

Gjöf

Hver leikmaður fær þrettán spil eftir að stokkarnir hafa verið vel stokkaðir. Hefð er fyrir því að gefa aðeins eitt spil í einu. Restin af bunkanum er lagður í grúfu á mitt spilaborðið og hefsta spilinu snúið við og sett í kastbunkann við hliðina á spilabunkanum. 

Reglur og gangur leiksins:

Alls eru spilaðar átta umferðir í spilinu. Í hverri umferð safna leikmenn þrennum og/eða röðum sem þeir leggja niður á borðið til að losa sig við spil. Röð inniheldur a.m.k. fjögur spil af sömu sort og ás getur verið bæði hæstur eða lægstur (Dæmi: H3, H4, H5 og H6). Ætli leikmaður sér að safna fleiri en einni röð verða þær að vera af sitt hvorri sortinni. Þrenna inniheldur a.m.k. þrjú eins spil, sem þurfa þó ekki að vera af sömu sort, t.d. þrjár áttur eða fimm tíur.

Í hverri umferð eru ákveðin markmið sem þarf leikmaður þarf að uppfylla til að hann megi leggja spil niður á borðið þegar röðin kemur að honum. Eftir að leikmaður hefur lagt spil niður má hann leggja spil við raðir og þrennur hinna leikmannanna. Ef leikmaður setur niður jóker getur annar leikmaður stolið honum með því að skipta honum út fyrir rétta spilinu. Það er þó aðeins hægt að stela jókerum sé leikmaðurinn sjálfur búinn að setja spil á borðið.

Til þess að safna spilum í raðir og þrennur þurfa leikmenn að skiptast á að draga eitt spil og henda öðru. Hægt er að draga spil úr bunkanum á miðju spilaborðsins eða úr kastbunkanum. Hafi leikmaðurinn sem er að gera ekki áhuga á efsta spili kastbunkans mega aðrir leikmenn „kaupa“ spilið og kalla þá „kaupi“. Sá sem „keypti“ spilið tekur þá spilið en dregur einnig efsta spilið í spilabunkanum en hendir engu út í staðinn. Aðeins má kaupa þrisvar í hverri umferð (því er alls hægt að vera með 19 spil á hendi). Fyrstur kemur, fyrstur fær gildir um kaup. Komi upp ágreiningur um hver það var sem má „kaupa“ spilið er dregið um það. Í áttundu umferð er ekki í boði að „kaupa“. 

Umferðir

Í hverri umferð er unnið að ákveðnu markmiði. Markmiðin eru þessi:

  1. Röð og þrenna
  2. Tvær þrennur
  3. Tvær raðir
  4. Tvær þrennur og ein röð
  5. Tvær raðir og ein þrenna
  6. Þrjár þrennur
  7. Þrjár raðir
  8. Tvær raðir og tvær þrennur

Í lokaumferðinni þarf leikmaður að nota öll þrettán spilin sín auk eins sem dregið er úr bunka til að loka. 

Lok umferða og stigagjöf

Umferð lýkur þegar einhver leikmannanna hefur klárað öll spilin sín og lokað. Allir aðrir leikmenn fá þó að gera einu sinni enn til að fá tækifæri til að losa sig við fleiri spil. Þegar það er búið hefst talning stiga. Leikmaðurinn sem lokaði umferðinni fær engin stig en hinir leikmennirnir fá stig eftir því hvaða spil þeir hafa á hendi. Stigin eru eftirfarandi:

Jóker = 20 stig

Ás = 15 stig

9, 10  og mannspil = 10 stig

2-8 = 5 stig

Dæmi: Jóna endar með þrjú spil á hendi, kóng, tíu og ás. Hún endar því með 10+10+15= 35 stig þessa umferðina.

Sá leikmaður sem hefur fæst stig fengið eftir allar átta umferðirnar vinnur spilið!

Hér eru svo fleiri spilareglur fyrir spilaóða leikmenn!

Kínaskák Read More »

Bestu jólamyndirnar

Bestu jólamyndirnar

Eitt af því sem við tengjum flest við jólin eru jólamyndirnar. Flest eigum við okkar uppáhalds jólamynd sem er ómissandi hluti af jólahátíðinni. Sum verða að horfa á allar Harry Potter-myndirnar yfir jólin, önnur mega ekki sleppa því að horfa á Christmas Vacation fyrir jól og enn önnur myndu segja að það kæmu engin jól án þess að horfa á Home Alone. En sama hver við teljum að sé besta jólamynd allra tíma er vel hægt að bæta við nokkrum nýjum í safnið. Í gegnum árin hafa verið gefnar út ótal margar jólamyndir og margar þeirra eru… vægast sagt hræðilegar, en inn á milli leynast gullmolar. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkrar af ástsælustu jólamyndum allra tíma (sumar falla þó inn í „elska að hata“-flokkinn) og þær sem fá ágætis einkunnir á IMDB. Allar myndirnar á listanum eru með yfir 5,5 í einkunn á síðunni.  Listinn er settur upp sem áskorun um að horfa á allar myndirnar og gefa þeim einkunn. Alls eru 60 bíómyndir á listanum (og því er um að gera að byrja sem fyrst til að ná að klára fyrir áramót.) Bíómyndirnar eru fjölbreyttar, allt frá væmnum rómantískum gamanmyndum og barnamyndum yfir í hrollvekjur og mynd um fyrri heimstyrjöldina. 

Góða skemmtun!

Bestu jólamyndirnar Read More »

Bestu Disneymyndirnar fyrir kósýkvöldin

Bestu Disneymyndirnar fyrir kósýkvöldin

Disney hefur framleitt gríðarlegt magn af góðum og skemmtilegum teiknimyndum fyrir alla fjölskylduna. Raunar eru teiknimyndir Disney orðnar yfir 100 talsins á þessum 86 árum síðan fyrsta teiknimynd Walts Disneys kom út árið 1937. Það var myndin um Mjallhvíti og dvergana sjö. 

Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista yfir 89 bestu Disneymyndirnar. Myndirnar fá lang flestar góða dóma á síðum eins og IMDB en sumar fá þó að vera á listanum af öðrum sökum. Það er sjaldan sem framhaldsmyndir komast á listann, því yfirleitt eru þær mun slakari en sú fyrsta. Undantekning á því eru þó Toy Story-myndirnar. Allar fjórar myndirnar fá virkilega góða dóma, annað en t.d. Hringjarinn í Notre Dame 2, sem er með 4,6 í einkunn á IMDB.

Disneymyndirnar eru tilvaldar fyrir kósýkvöldin næstu vikurnar, eða jafnvel árin, þær eru svo margar. Börnin fá að kynnast eldri myndunum og foreldrarnir fá að rifja upp gamlar og góðar myndir og kynnast þeim nýrri. Það er hægt að taka myndirnar í tímaröð eða í hvaða röð sem manni hentar. 

Góða skemmtun!

Bestu Disneymyndirnar fyrir kósýkvöldin Read More »

Ólsen Ólsen og fimm vinir hans

Ólsen Ólsen og fimm vinir hans

Ólsen Ólsen er eitt af fyrstu spilunum sem börnum er kennt. Þetta er klassískt og tilötlulega einfalt spil sem líklega allir Íslendingar þekkja og hafa prófað. Hér verður farið yfir reglur upprunalega spilsins, Ólsen Ólsen upp og niður (sem margir þekkja einnig) og svo fjórar aðrar útgáfur spilsins sem gaman er að prófa. Það er alveg tilvalið að prófa þessar nýju spilareglur í sumarbústaðarferðunum í sumar.

Ólsen Ólsen

Fjöldi: 2-6

Aldur: 5 ára og eldri

Spilastokkur: Einn spilastokkur er notaður í spilinu nema ef fleiri en sex ætla að spila saman, þá er hægt að bæta öðrum við. 

Markmið: Markmið spilsins er að vera fyrstur til að losna við öll spil af hendi.

Uppsetning: Hver leikmaður fær fimm spil á hendi. Restin af spilastokknum er lögð á grúfu á mitt borð og efsta spili stokksins snúið við og lagt við hlið spilastokksins og er það fyrsta spilið í kastbunkanum.

Hér getur leikmaður sett út laufa sexu.

Gangur spilsins: Sá sem er á vinstri hönd þess sem gaf byrjar spilið og svo gengur hringurinn réttsælis. Leikmaðurinn sem byrjar getur sett niður spil af sömu sort eða sem er með sömu tölu og er á efsta spili kastbunkans. Sé t.d. laufa tvistur í borði getur leikmaðurinn sett út annað hvort tvist eða lauf. Sé leikmaður með fleiri en einn tvist getur hann sett þær allar út og þar með breytt um sort. Einnig er hægt að breyta um sort með því að settja niður áttu og segja þá í hvaða sort maður vill breyta. Áttur er hægt að leggja ofan á hvaða spil sem er, hún þarf ekki að vera í sömu sort og spilið í kastbunkanum. Ef leikmaður getur ekki sett neitt spil út má hann draga spil, þó að hámarki þrjú. Ef leikmaður dregur spil sem hann getur notað má hann nota það strax, ef ekki kemur nýtanlegt spil þarf leikmaður að segja pass og næsti leikmaður gerir. Þegar leikmaður á aðeins eitt spil eftir á hendi verður hann að segja „Ólsen“ áður en næsti gerir. Ef það gleymist þarf leikmaðurinn að draga þrjú spil úr spilastokknum sem refsingu. Þótt leikmaður eigi tvö lík spil á hendi (t.d. tvær níur) þarf hann ekki að segja „Ólsen“ fyrr en hann hefur sett fyrra spilið niður og setur svo síðasta spilið sitt í kjölfarið. Þegar síðasta spilið er lagt út segir leikmaðurinn „Ólsen Ólsen“ og sigrar þar með spilið.

Ólsen Ólsen upp og niður

Fjöldi: 2-6

Aldur: 5 ára og eldri

Spilastokkur: Einn spilastokkur er notaður, nema ef fleiri en sex ætla að spila saman, þá er hægt að bæta öðrum við.

Markmið: Að vera fyrstur til að losa sig við öll spil af hendi.

Uppsetning: Hver leikmaður fær fimm spil á hendi. Restin af spilastokknum er lögð á grúfu á mitt borðið og efsta spili stokksins er snúið við og lagt við hlið spilastokksins og er það fyrsta spilið í kastbunkanum.

Hér getur leikmaður sett út annan þristinn.

Gangur spilsins: Í Ólsen Ólsen upp og niður skipta sortirnar engu máli, aðeins tölurnar. Leikmaðurinn sem byrjar getur sett út spil sem er annað hvort einu hærra eða einu lægra en spilið sem er í kastbunkanum. Ef það er, sem dæmi, tvistur í borði má leikmaður setja annað hvort ás eða þrist út. Í kjölfarið má hann svo setja eins mörg spil út og hann getur, en alltaf þurfa þau að vera annað hvort einu hærra eða lægri en spilið á undan. Geti leikmaður ekki sett út spil má hann draga allt að þrjú spil. Ef hann getur ekki sett út neitt af þeim spilum segir hann pass og næsti gerir. Þegar leikmaður á aðeins eitt spil eftir á hendi segir hann “Ólsen” og þegar síðasta spil af hendi er lagt í borðið segir leikmaðurinn “Ólsen Ólsen upp og niður” og vinnur þar með spilið. Eins og í venjulega spilinu þarf leikmaður að draga þrjú spil sem refsingu ef hann gleymir að segja “Ólsen”.

Ólsen Ólsen með stigum

Fjöldi: 2-6

Aldur: 5 ára og eldri

Spilastokkur: Einn spilastokkur er notaður í spilinu nema ef fleiri en sex ætla að spila saman, þá er hægt að bæta öðrum við. 

Markmið: Markmið spilsins er að vera fyrstur til að losna við öll spil af hendi og vera með sem fæst stig í lok spilsins.

Uppsetning: Hver leikmaður fær fimm spil á hendi. Restin af spilastokknum er lögð á grúfu á mitt borð og efsta spili stokksins snúið við og lagt við hlið spilastokksins og er það fyrsta spilið í kastbunkanum. Skrifblokk og blýantur/penni þarf að vera við höndina.

Gangur spilsins: Ólsen Ólsen með stigum spilast alveg eins og venjulegur Ólsen nema hvað refsistig eru gefin í lok hverrar umferðar. Spilað er upp í ákveðna tölu (t.d. 500) eða ákveðið margar umferðir spilaðar (t.d. 10). Sá vinnur sem er með fæst stig.

Ef leikmaður endar með þessi spil á hendi myndi hann fá 30 stig.

Stigagjöf: Þegar einn leikmaðurinn hefur unnið umferð þurfa aðrir leikmenn, sem enn eru með spil á hendi, að reikna út hvað þeir fengu mörg (refsi)stig. 

Ás-7 og 9 gilda sem 5 stig, 10 og mannspil gilda sem 10 stig og 8 gildir sem 25 stig

Hafi leikmaður t.d. níu, gosa og áttu á hendi við lok umferðar (þegar annar leikmaður hefur unnið) fær sá leikmaður 40 stig. Ef einhver leikmaður endar í t.d. 500 stigum eða meiru er spilinu lokið og sá sem er með lægstu stigin vinnur. Einnig er hægt að ákveða hversu margar umferðir verða spilaðar og þá vinnur sá leikmaður sem fæst stig hefur við lok t.d. tíundu umferðar.

Ólsen Ólsen klikk

Fjöldi: 2-6

Aldur: 5 ára og eldri

Spilastokkur: Einn spilastokkur er notaður í spilinu nema ef fleiri en sex ætla að spila saman, þá er hægt að bæta öðrum við. 

Markmið: Markmið spilsins er að vera fyrstur til að losna við öll spil af hendi.

Uppsetning: Hver leikmaður fær fimm spil á hendi. Restin af spilastokknum er lögð á grúfu á mitt borð og efsta spili stokksins snúið við og lagt við hlið spilastokksins og er það fyrsta spilið í kastbunkanum.

Gangur spilsins: Ólsen Ólsen klikk spilast alveg eins og venjulegur Ólsen nema að við reglurnar bætist að ef leikmaður setur út tvist þarf næsti leikmaður að draga tvö spil, ef ás er settur út snýst hringurinn við og ef drottning er látin út missir næsti leikmaður úr eina umferð. Áttur geta, eins og áður, breytt sortinni.

Hér þarf næsti leikmaður að draga tvö spil.

Langi Ólsen

Fjöldi: 2-6

Aldur: 5 ára og eldri

Spilastokkur: Einn spilastokkur er notaður í spilinu nema ef fleiri en sex ætla að spila saman, þá er hægt að bæta öðrum við. 

Markmið: Markmið spilsins er að vera fyrstur til að losna við öll spil af hendi.

Uppsetning: Hver leikmaður fær fimm spil á hendi. Restin af spilastokknum er lögð á grúfu á mitt borð og efsta spili stokksins snúið við og lagt við hlið spilastokksins og er það fyrsta spilið í kastbunkanum.

Gangur spilsins: Spilið gengur alveg eins fyrir sig og venjulegur Ólsen Ólsen nema hvað að þegar annar leikmaðurinn leggur út síðasta spilið og segir “Ólsen Ólsen” líkt og venjulega þarf hann að draga fimm spil og halda áfram með spilið en í þetta sinn eru sjöur orðnar að spilinu sem má breyta um sort. Ef sá leikmaður vinnur spilið svo aftur verða sexur að spilinu sem getur breytt um sort og svo koll af kolli þar til annar leikmaðurinn vinnur spilið þegar hann er kominn niður í ásana.

Svindl Ólsen Ólsen

Fjöldi: 2-6

Aldur: 5 ára og eldri

Spilastokkur: Einn spilastokkur er notaður í spilinu nema ef fleiri en sex ætla að spila saman, þá er hægt að bæta öðrum við. 

Markmið: Markmið spilsins er að vera fyrstur til að losna við öll spil af hendi.

Uppsetning: Hver leikmaður fær fimm spil á hendi. Restin af spilastokknum er lögð á grúfu á mitt borð og efsta spili stokksins snúið við og lagt við hlið spilastokksins og er það fyrsta spilið í kastbunkanum.

Gangur spilsins: Þessi útgáfa af Ólsen Ólsen er ólík upprunalega spilinu því í því má reyna að svindla. Leikmaður getur reynt að fela spil án þess að aðrir leikmenn taki eftir eða leggja t.d. tvö niður í einu. Ef annar leikmaður tekur eftir svindlinu lætur hann vita og sá sem svindlaði dregur þrjú spil sem refsingu. Ef leikmaður ásakar annan leikmann ranglega um svindl, þarf sá sem ásakaði að draga sjálfur þrjú spil.



Ólsen Ólsen og fimm vinir hans Read More »

28 íslenskar barna- og fjölskyldumyndir fyrir kósýkvöldin

Það kemur eflaust nokkrum á óvart að sjá að það eru til allavega 28 íslenskar barna- og fjölskyldumyndir – kvikmyndir gerðar sérstaklega með börn í huga. Í þessari tölu eru engar myndir sem teljast sérstaklega til grínmynda þó margar þeirra séu vissulega mjög fyndnar. Kvikmyndirnar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Þær höfða ekki allar til allra (en það á líka við um allar myndir) og hæfa mismunandi aldri. 

Ef áhugi er á að reyna að setja sér það markmið að reyna að sjá allar myndirnar er hægt að prenta út gátlistann og haka við myndir sem búið er að horfa á. Eins væri hægt að gefa hverri kvikmynd einkunn eða stjörnur. 

Góða skemmtun!

28 íslenskar barna- og fjölskyldumyndir fyrir kósýkvöldin Read More »

30 bíómyndir fyrir kósýkvöldið með 2-4 ára barni

Það er laugardagskvöld og þið fjölskyldan ætlið að hafa kósýkvöld (eða hugsanlega dag í þessu tilfelli) og leyfa yngsta barninu að vaka aðeins lengur en venjulega. Þið ætlið að horfa á bíómynd sem hæfir ungu barni og vantar hugmyndir. Hér eru hugmyndir að þrjátíu slíkum myndum! Hægt er að prenta myndina út og haka svo við þær myndir sem búið er að horfa á.

 
Góða skemmtun!

30 bíómyndir fyrir kósýkvöldið með 2-4 ára barni Read More »