Í tilefni þess að líða fer að valentínusardeginum og konudeginum eru hér loksins fleiri hugmyndir að sniðugum stefnumótahugmyndum með makanum til að prenta út. Áður hefur Heimilisvefurinn birt þessar og þessar hugmyndir til að segja í krukku eða umslög. Eins og áður er mikilvægt að þið takið úr þær hugmyndir sem henta ykkur ekki, eru t.d. of dýrar eða einfaldlega eitthvað sem þið getið ekki hugsað ykkur að gera.
Fyrir nokkrum vikum birtist færslahér á Heimilisvefnum um hvernig við getum hlúið að sambandi okkar við makann með því að fara á stefnumót reglulega.
Loksins eru hér komnar 16 fleiri hugmyndir til að setja í krukkuna eða í umslög. Eins og áður er mikilvægt að þið takið úr þær hugmyndir sem henta ykkur ekki, eru t.d. of dýr eða einfaldlega eitthvað sem þið getið ekki hugsað ykkur að gera.
Það er mikilvægt að hlúa að sambandinu á þessum tímum þegar við erum öll eins og hamstrar í hjóli. Vinnandi daginn út og inn og höfum sjaldan tíma fyrir neitt, hvað þá að gera eitthvað sérstakt með makanum. En það er samt sem áður mjög mikilvægt að sýna makanum væntumþykju og gefa ykkur tíma til að rækta sambandið. Ein leið til að gera það er að ákveða að fara á t.d. eitt stefnumót í mánuði. Hægt er að búa til smá lista að hugmyndum að stefnumótum. Stefnumótin mega nefnilega alveg vera eitthvað annað heldur en bíó eða út að borða. Svo er hægt að raða stefnumótunum niður á mánuðina sem fram undan eru. Jafnvel er hægt að setja hugmyndirnar í umslög, sem er svo opnað á ákveðnum tíma fyrir stefnumótið.
Önnur leið er að útbúa krukku með stefnumótahugmyndum. Þá er hægt að skrifa niður fullt af stefnumótahugmyndum, brjóta saman og setja í krukku. Einn miði er svo dreginn í hverjum mánuði og það gert sem stendur á miðanum.
Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkrar hugmyndir að stefnumótum með makanum. Stefnumótahugmyndirnar eru fjölbreyttar, sumar taka langan tíma aðrar stuttan, sumar hugmyndirnar eru nokkuð klikkaðar en aðrar mjög venjulegar, sumt er dýrt en annað mjög ódýrt eða ókeypis. Hægt er að prenta út hugmyndirnar og setja annað hvort í umslag eða krukku. Endilega takið burt þær hugmyndir sem henta ykkur ekki. Það hafa ekkert allir efni á því að fara í helgarferð út á land eða fá kannski ekki pössun fyrir börnin í svo langan tíma. Seinna koma fleiri hugmyndir að stefnumótum frá okkur svo hægt verður að fylla á krukkuna eða búa til fleiri umslög þá.