Einfalt Caprese-salat
Einfalt Caprese-salat
Caprese-salat er salat sem er upphaflega frá eyjunni Capri við Ítalíu. Þetta sígilda salat er fullkominn forréttur í matarboð, á brönshlaðborðið eða ofan á snittur. Það er ótrúlega einfalt að búa það til og það þarf ekki langan lista af hráefnum. Svo er það líka svo yndislega ferskt og gott.
Caprese-salat
1-2 tómatar
1-2 mozzarellakúlur
basilika
ólífuolía
salt
pipar
balsamgljái
Aðferð:
- Sneiðið tómata og mozzarellakúlur. Rífið basilikublöðin af basilikunni.
- Raðið mozzarellasneið, tómatsneið og basilikublaði til skiptis.
- Setjið örlítið af ólífuolíu yfir salatið.
- Saltið og piprið, en passið að það þarf alls ekki mikið.
- Gott er að setja balsamgljáa yfir salatið rétt áður en það er borið fram.
Buon appetito! Verði ykkur að góðu!
Einfalt Caprese-salat Read More »