Einfalt Caprese-salat

Einfalt Caprese-salat

Caprese-salat er salat sem er upphaflega frá eyjunni Capri við Ítalíu. Þetta sígilda salat  er fullkominn forréttur í matarboð, á brönshlaðborðið eða ofan á snittur. Það er ótrúlega einfalt að búa það til og það þarf ekki langan lista af hráefnum. Svo er það líka svo yndislega ferskt og gott.

Caprese-salat

1-2 tómatar

1-2 mozzarellakúlur

basilika

ólífuolía

salt

pipar

balsamgljái

Aðferð:

  1. Sneiðið tómata og mozzarellakúlur. Rífið basilikublöðin af basilikunni.
  2. Raðið mozzarellasneið, tómatsneið og basilikublaði til skiptis.
  3. Setjið örlítið af ólífuolíu yfir salatið.
  4. Saltið og piprið, en passið að það þarf alls ekki mikið.
  5. Gott er að setja balsamgljáa yfir salatið rétt áður en það er borið fram. 

Buon appetito! Verði ykkur að góðu!

Einfalt Caprese-salat Read More »