gifting

Hvað er hægt að gefa þeim sem maður þekkir lítið?

Hvað er hægt að gefa þeim sem maður þekkir lítið?

Það getur verið vandasamt að velja gjafir fyrir vini og vandamenn. Það er enn erfiðara að gefa fólki sem maður þekkir ekki vel góða gjöf sem hittir í mark. Hér er listi af hugmyndum að gjöfum til þeirra sem maður þekki ekki mjög vel. Gjafir sem enda ekki bara í geymslunni eða rykfalla uppi á hillu. Sumt á listanum er gott að gefa ef maður þekkir aðeins til manneskjunnar, annað virkar þó maður þekki hana ekkert.

  1. Ostakarfa
  2. Konfekt
  3. Vatnskanna
  4. Dagatal
  5. Kerti (venjuleg, rafmagns eða ilmkerti)
  6. Servíettur
  7. Viskustykki
  8. Salt (t.d. salt með bragði)
  9. Krydd
  10. Skrifblokk/glósubók
  11. Fjölnota gjafapokar

11. Bækur

12. Pottablóm

13. Kaffi

14. Te

15. Smákökur

16. Sultur

17. Spil

18. Vín eða annað áfengi

19. Skartgripir*

20. Blómvöndur

21. Charcuterie board

22. Sloppur

23. Snyrtivörur

24. Krem eða aðrar húðvörur

25. Hárvörur

26. Tappatogari

27. Glasamottur

28. Púsl

29. Baðbombur

30. Teppi

31. Fjölnota kaffimál

32. Húfa eða eyrnaband

33. Vettlingar

34. Bókamerki

35. Fræ

36. Heitt kakó

37. Varasalvi

38. Tesía

39. Hleðslusnúra

40. Peningur

41. Happaþrennur

42. Sokkar

43. Inniskór*

44. Handsápa

45. Vasi

46. Kertastjaki

47. Sjampó og hárnæring

48. Self-care karfa. Getur innihaldið t.d. baðbombu, maska, handáburð, krem o.fl.

49. Kósýkvöldskarfa. Getur innihaldið t.d. lista með hugmyndum að bíómyndum eða spil, kerti, poppkorn, snakk, nammi, teppi o.fl.

50. Kvöldverðarkarfa. Getur innihaldið t.d. pasta, pestó, kerti, servíettur og vínflösku.

51. Kaffikarfa. Getur innihaldið t.d. kaffibaunir/duft/hylki, smáköxur eða kex, súkkulaði, bolla o.fl.

52. Jólaskraut

Gjafabréf

   – í ísbúð

   – á tónleika

   – í leikhús

   – í bíó

   – fyrir flug

   – í hótelgistingu

   – á veitingastað

   – óskaskrín

   – í keilu eða aðra skemmtun

Gangi þér vel í gjafakaupunum!

Hvað er hægt að gefa þeim sem maður þekkir lítið? Read More »

Hvað á ég að skrifa í brúðkaupskort?

Ertu á leið í brúðkaup og ert í vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í kortið? Heimilisvefurinn hefur tekið saman hugmyndir og leiðbeiningar að því hvernig og hvað er hægt að skrifa í brúðkaupskort.

 

Eins og með öll skrif er gott að byggja útskriftarkort þannig upp að þau hafi upphafmiðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að útskrifast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

Ávarp

Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.

  • Til elsku…
  • Elsku…
  • Kæru…
  • Kæru… mín/mínir/mínar
  • Til…
  • Elsku brúðhjón
Upphaf

Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja brúðkaupskortið. Það er vel hægt að flétta ávarpið inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nöfn] mín“.

  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn ykkar
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með hvort annað
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með brúðkaupið/giftinguna
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þessi merku tímamót
  • Bestu framtíðaróskir í tilefni dagsins
  • Bestu framtíðaróskir á þessum merku tímamótum
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn ykkar
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með brúðkaupið/giftinguna
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þessi merku tímamót
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með hvort annað
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til verðandi brúðhjóna. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til þeirra sem eru að gifta sig.  Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til brúðhjónanna:

  • Aumt er ástlaust líf
  • Ást er besta kryddið
  • Ást er laun ástar
  • Ást er öllum hlutum kærari
  • Ástin sigrar allt
  • ,,Ástin er töfrasteinn sem breytir veröldinni í aldingarð” – Robert Louis Stevenson
  • Ást er ekki það sem fær Jörðina til að snúast. Hún er það sem gerir það þess virði að snúast með
  • Ást er tvær samhljóma sálir og tvö hjörtu sem slá í takt
  • Ástin gefur hinum líflausu líf. Ástin tendrar loga í köldum hjörtum. Ástin færir hinum vonlausu von og gleður hjörtu hinna sorgmæddu. Ástin sýnir veruleika sinn í verki, ekki aðeins orðum – þau ein duga ekki. – Adbu’l-Bahá
  • ,,Ástin gefur ekkert nema sjálfa sig og þiggur ekkert nema sjálfa sig” – Khalil Gibran
  • ,,Ástin á engar eignir og verður aldri eign því ástin á sig sjálf og er sjálfri sér leg” – Khalil Gibran
  • Eiginmaður er sá sem stendur með þér í erfiðleikunum sem þú hefðir aldrei lent í ef þú hefðir ekki gifst honum
  • Ég vona að þið eigið [yndislegan/frábæran] dag
  • Ég vona að þið lifið vel og lengi
  • Ég óska ykkur velfarnaðar (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Ég óska ykkur [gæfuríkrar/bjartrar/gleðiríkrar/fallegrar] framtíðar
  • Gangi ykkur sem allra best í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur
  • Gangi ykkur vel í komandi ævintýrum
  • Gangi ykkur sem allra best í komandi ævintýrum
  • Hafið það sem allra, allra best
  • Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega
  • Lifið heil/heill
  • Með ósk um [bjarta/gæfuríka/gleðiríka] framtíð
  • Með von um [bjarta/gæfuríka/gleðiríka] framtíð
  • Megi dagurinn verða ykkur ógleymanlegur
  • Megi gleði og gæfa fylgja ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi gæfan fylgja ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi góður Guð blessa ykkur og varðveita (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/um alla framtíð)
  • Megi hamingjan fylgja ykkur í öllu sem þið tekur ykkur fyrir hendur
  • Megi allt ganga ykkur í haginn (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi lífið leika við ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Njótið dagsins í ræmur
  • Njótið dagsins!
  • Sönn hamingja er að vera giftur besta vini sínum/bestu vinkonu sinni
  • Vonandi eigið þið [yndislegan/frábæran] dag
pexels-priscila-caetano-15766636
Endir

Í lokin þarf að loka kveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og afmælisóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Megi partýið [byrja/hefjast]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu kveðju til brúðhjónanna!

Hvað á ég að skrifa í brúðkaupskort? Read More »