Hvað á ég að skrifa í brúðkaupskort?

Ertu á leið í brúðkaup og ert í vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í kortið? Heimilisvefurinn hefur tekið saman hugmyndir og leiðbeiningar að því hvernig og hvað er hægt að skrifa í brúðkaupskort.

 

Eins og með öll skrif er gott að byggja útskriftarkort þannig upp að þau hafi upphafmiðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að útskrifast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

Ávarp

Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.

  • Til elsku…
  • Elsku…
  • Kæru…
  • Kæru… mín/mínir/mínar
  • Til…
  • Elsku brúðhjón
Upphaf

Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja brúðkaupskortið. Það er vel hægt að flétta ávarpið inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nöfn] mín“.

  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn ykkar
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með hvort annað
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með brúðkaupið/giftinguna
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þessi merku tímamót
  • Bestu framtíðaróskir í tilefni dagsins
  • Bestu framtíðaróskir á þessum merku tímamótum
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn ykkar
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með brúðkaupið/giftinguna
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þessi merku tímamót
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með hvort annað
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til verðandi brúðhjóna. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til þeirra sem eru að gifta sig.  Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til brúðhjónanna:

  • Aumt er ástlaust líf
  • Ást er besta kryddið
  • Ást er laun ástar
  • Ást er öllum hlutum kærari
  • Ástin sigrar allt
  • ,,Ástin er töfrasteinn sem breytir veröldinni í aldingarð” – Robert Louis Stevenson
  • Ást er ekki það sem fær Jörðina til að snúast. Hún er það sem gerir það þess virði að snúast með
  • Ást er tvær samhljóma sálir og tvö hjörtu sem slá í takt
  • Ástin gefur hinum líflausu líf. Ástin tendrar loga í köldum hjörtum. Ástin færir hinum vonlausu von og gleður hjörtu hinna sorgmæddu. Ástin sýnir veruleika sinn í verki, ekki aðeins orðum – þau ein duga ekki. – Adbu’l-Bahá
  • ,,Ástin gefur ekkert nema sjálfa sig og þiggur ekkert nema sjálfa sig” – Khalil Gibran
  • ,,Ástin á engar eignir og verður aldri eign því ástin á sig sjálf og er sjálfri sér leg” – Khalil Gibran
  • Eiginmaður er sá sem stendur með þér í erfiðleikunum sem þú hefðir aldrei lent í ef þú hefðir ekki gifst honum
  • Ég vona að þið eigið [yndislegan/frábæran] dag
  • Ég vona að þið lifið vel og lengi
  • Ég óska ykkur velfarnaðar (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Ég óska ykkur [gæfuríkrar/bjartrar/gleðiríkrar/fallegrar] framtíðar
  • Gangi ykkur sem allra best í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur
  • Gangi ykkur vel í komandi ævintýrum
  • Gangi ykkur sem allra best í komandi ævintýrum
  • Hafið það sem allra, allra best
  • Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega
  • Lifið heil/heill
  • Með ósk um [bjarta/gæfuríka/gleðiríka] framtíð
  • Með von um [bjarta/gæfuríka/gleðiríka] framtíð
  • Megi dagurinn verða ykkur ógleymanlegur
  • Megi gleði og gæfa fylgja ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi gæfan fylgja ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi góður Guð blessa ykkur og varðveita (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/um alla framtíð)
  • Megi hamingjan fylgja ykkur í öllu sem þið tekur ykkur fyrir hendur
  • Megi allt ganga ykkur í haginn (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi lífið leika við ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Njótið dagsins í ræmur
  • Njótið dagsins!
  • Sönn hamingja er að vera giftur besta vini sínum/bestu vinkonu sinni
  • Vonandi eigið þið [yndislegan/frábæran] dag
pexels-priscila-caetano-15766636
Endir

Í lokin þarf að loka kveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og afmælisóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Megi partýið [byrja/hefjast]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu kveðju til brúðhjónanna!

Hvað á ég að skrifa í brúðkaupskort? Read More »