Hvað á ég að skrifa í skírnarkort?

Ertu á leið í skírn eða nafngjöf og veist ekkert hvað þú átt að skrifa í kortið til elsku litla barnsins sem er að fara að fá nafnið sitt? Heimilisvefurinn hefur tekið saman  nokkrar kveðjur sem skrifa má í skírnar- eða nafngjafarkort til að hjálpa þér við verkið.

Eins og með öll skrif er gott að byggja skírnar- eða nafngjafarkort þannig upp að þau hafi upphafmiðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að fá nafnið sitt, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

pexels-eman-genatilan-9500282
Ávarp

Ólíkt öðrum kortum er yfirleitt ekki vitað nafn þess sem á að fá skírnar- eða nafngjafarkort. Athöfnin og veislan snýst jú út á það að tilkynna nafn barnsins. Í þessu tilfelli er t.d. hægt að skrifa:

  • Til elsku litla barnsins/litla drengsins/litlu stúlkunnar
  • Elsku litla/litli…
  • Litla snót eða snáði
  • Kæra barn
  • Til barnsins
Upphaf

Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja skírnar- eða nafngjafarkortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku litla barn“.

  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með daginn elsku barn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með skírnina
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með skírnina elsku barn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með (fallega) nafnið þitt 
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með nafnið þitt elsku barn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju á skírnardaginn/nafngjafardaginn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með inngöngu þína í þjóðkirkjuna
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir á skírnardaginn/nafngjafardaginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með fallega nafnið þitt
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með skírnina/nafngjöfina
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn elsku barn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingju- og blessunaróskir á skírnardaginn
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til barnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til barnsins eða finna fallegan texta úr Biblíunni, Hávamálum eða öðru trúarriti, eftir því sem við á. Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til barnsins:

  • Megi gleði og gæfa fylgja þér (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Megi gæfan fylgja þér (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Megi allt ganga þér í haginn (um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Með ósk um (bjarta/gæfuríka) framtíð
  • Guð gefi þér (fallega/bjarta) og (gæfuríka/gleðiríka) framtíð
  • Með von um (bjarta/gæfuríka) framtíð
  • Bjarta/gæfuríka framtíð
  • Megi góður Guð blessa þig og varðveita  (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Ég óska þér (gæfuríkrar/bjartrar/hamingjuríkrar) framtíðar
  • Gangi þér sem best í komandi ævintýrum
  • Gangi þér sem allra best í þeim ævintýrum sem lífið hefur upp á að bjóða
  • Megi trúin verða þér hvatning og styrkur á lífsleiðinni
  • Gæfan fylgi þér  (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Megi líf þitt ljóma af því góða, fagra og sanna
Endir

Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og hamingjuóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

pexels-dobromir-dobrev-3976434

Hvað á ég að skrifa í skírnarkort? Read More »