Hvað á ég að skrifa í útskriftarkort?
Ertu á leið í útskriftarveislu og ert í vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í útskriftarkort? Hvort sem manneskjan er að útskrifast úr grunn-, framhalds- eða háskóla þá eru hér hugmyndir og leiðbeiningar til að skrifa fallega kveðju í útskriftarkort.
Eins og með öll skrif er gott að byggja útskriftarkort þannig upp að þau hafi upphaf, miðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að útskrifast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.
Ávarp
Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.
- Til elsku…
- Elsku…
- Kæri/kæra…
- Kæri/kæra… minn/mín/mitt
- Til…
- Elskulega vinkona/elskulegi vinur
Upphaf
Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja útskriftarkortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nafn] mín“.
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn þinn
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með áfangann
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stórmerkilega áfanga
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með útskriftina
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þessi merku tímamót
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með áfangann sem þú fagnar hér í dag
- (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga sem þú fagnar hér í dag
- Til lukku með daginn
- Bestu framtíðaróskir í tilefni dagsins
- Bestu framtíðaróskir á þessum merku tímamótum
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þennan stórmerkilega áfanga
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn þinn
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með áfangann
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með útskriftina
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga í lífinu
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þessi merku tímamót
- (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þennan stóra áfanga sem þú fagnar hér í dag
Endir
Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:
- Bestu kveðjur, [nöfn]
- Bestu kveðjur frá [nöfn]
- Bestur kveðjur og afmælisóskir frá [nöfn]
- Með kveðju, [nöfn]
- Megi partýið [byrja/hefjast]
- Kveðja, [nöfn]
- Kær kveðja, [nöfn]
- Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur, [nöfn]
Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.
Miðja
Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til fermingarbarnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til þess sem er að útskrifast. Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til þess sem er að útskrifast:
- Á tindinn hefur klifið, áfanga náð. Við þér lífið blasir, framtíðin björt. Dreymdu drauma og vittu til. Þeir munu rætast.
- Bjarta framtíð
- Bjarta og gæfuríka framtíð
- Blindur er bóklaus maður
- Ég vona að þú eigir [yndislegan/frábæran] dag
- Ég óska þér velfarnaðar í framtíðinni
- Ég óska þér velfarnaðar um aldur og ævi
- Ég óska þér velfarnaðar um ókomna tíð
- Ég óska þér gæfuríkrar framtíðar
- Gangi þér sem allra best í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur
- Gangi þér vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur
- Gangi þér sem allra best í því sem þú tekur þér fyrir hendur
- Gangi þér vel í komandi ævintýrum
- Gangi þér sem allra best í komandi ævintýrum
- Gangi þér alla í haginn
- Lifðu heil/heill
- Líf þitt verður ekki betra en áætlanir þínar og athafnir. Þú ert húsameistari og smiður lífs þíns, gæfu þinnar og örlaga – A.A.M.
- Maður sem ekkert nám stundar alla ævi sína er eins og maður sem ferðast um niðdimma nótt
- Með ósk um [bjarta/gæfuríka] framtíð
- Með von um [bjarta/gæfuríka] framtíð
- Megi dagurinn verða þér ógleymanlegur
- Megi gleði og gæfa fylgja þér alla tíð
- Megi gleði og gæfa fylgja þér um ókomna tíð
- Megi gleði og gæfa fylgja þér um aldur og ævi
- Megi gleði og gæfa fylgja þér í framtíðinni
- Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla framtíð
- Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum alla tíð
- Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um ókomna tíð
- Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um aldur og ævi
- Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum í framtíðinni
- Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um alla framtíð
- Megi gæfan fylgja þér alla tíð
- Megi gæfan fylgja þér um ókomna tíð
- Megi gæfan fylgja þér um aldur og ævi
- Megi gæfan fylgja þér í framtíðinni
- Megi gæfan fylgja þér um alla framtíð
- Megi hamingjan fylgja þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur
- Megi allt ganga þér í haginn í framtíðinni
- Megi allt ganga þér í haginn alla tíð
- Megi allt ganga þér í haginn um aldur og ævi
- Megi allt ganga þér í haginn um alla framtíð
- Megi allt ganga þér í haginn um ókomna tíð
- Megi lífið leika við þig alla tíð
- Megi lífið leika við þig um ókomna tíð
- Megi lífið leika við þig um alla framtíð
- Njóttu dagsins í ræmur
- Njóttu dagsins!
- Vonandi áttu [yndislegan/frábæran] dag
- Vonandi mun námið nýtast þér vel í lífi og starfi
- Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/skemmtilegur/frábær] og þú ert
- Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/skemmtilegur/frábær] og þú ert alltaf
- Þú getur allt sem þú ætlar þér
- Þú hefur lagt mikið á þig til að ná markmiðum þínum og nú uppskerð þú eins og þú sáðir
Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu útskriftarkveðju!
Hvað á ég að skrifa í útskriftarkort? Read More »