Hvað er gott að eiga þegar barnið kemur?

Það er að mörgu að huga áður en lítið kríli bætist við fjölskylduna. Lítil börn þurfa vissulega ekki margt og ást um umhyggja foreldranna er lang mikilvægust. Það geta samt ýmsir hlutir gagnast okkur vel að eiga þegar barnið mætir á svæðið til að gera allt auðveldara. Þarfir hverrar fjölskyldu og barns eru mismunandi svo það er erfitt að búa til lista sem gildir fyrir alla. Sumir foreldrar ætla t.d. að nota taubleyjur í stað bréfbleyja, á meðan aðrir ætla að láta barnið til að nota kopp frá fæðingu. En hér er engu að síður listi yfir hluti sem gagnlegt er að eiga þegar barnið kemur, eða fljótlega eftir það.

Neðst í færslunni er excel-skjal sem hægt er að nota við skipulagningu.

newborn, baby, feet-1399155.jpg

Fatnaður

  • Samfellur: gott er að eiga nokkrar samfellur, bæði síð- og stutterma. Sum börn æla t.d. mikið og þá getur verið gott að eiga nokkrar samfellur, svo ekki þurfi stanslaust að vera að þvo.
  • Náttgallar og heilgallar: það getur verið mjög þægilegt að hafa börn stundum í heilgalla og svo þarf náttgalla fyrir næturnar.
  • Buxur: eins og með samfellurnar er gott að eiga þó nokkrar buxur til skiptanna.
  • Peysur: gott er að eiga einhverjar peysur til að fara í yfir stutterma samfellur. 
  • Sokkar og/eða sokkabuxur: sokkar haldast oft mjög illa á fótum ungabarna, svo það getur verið gott að eiga sokkabuxur.
  • Klórvettlingar: ungabörn klóra sig gjarnan í andlitið fyrst eftir að þau fæðast og þá geta klórvettlingar hjálpa mikið.
  • Léttar húfur: á höfuðið bæði ef það er svalt inni eða ef það er hlýtt úti og sól.
  • Hlýr útigalli: það fer auðvitað eftir því hvenær barnið er fætt hvort það þurfi hlýjan útigalla. Barn fætt í júlí þarf líklega ekki útigalla í stærð 50 og 56.
  • Húfa, vettlingar og sokkar: alltaf gott að eiga hér á norðlægum slóðum.
  • Hlýjar peysur
  • Föðurland/sett eða galli úr þunnri ull: gott fyrir svefninn úti og fleira.
  • Slefsmekkir: sum börn byrja að slefa allt frá 2-3 mánaða aldri og slefið getur orðið mikið!
  • Smekkir: ekki nauðsynlegt að eiga fyrr en um 5-6 mánaða aldur, þegar barnið fer að smakka mat.
  • Taubleyjur: gott að eiga til að þurrka upp ælur o.fl.
  • Kjólar eða fín föt: ekki nauðsynlegt, en gaman að eiga fyrir sérstök tilefni. 
  • Hárband: alls ekki nauðsynlegt, en gaman að eiga fyrir sérstök tilefni.
  • Stuttbuxur undir kjóla: alls ekki nauðsynlegt, en gaman að eiga fyrir sérstök tilefni.
  • Skór/bomsur: ekki er nauðsynlegt að eiga skó fyrr en barnið fer að ganga sjálft en mjúkir skór eða bomsur er gaman að eiga fyrir sérstök tilefni, en alls ekki nauðsynlegt.

Skiptiaðstaða

Hlutir sem er eða gæti verið gott að eiga við skiptiaðstöðuna.

  • Skiptidýna og yfirbreiðsla
  • Ferðaskiptidýna
  • Körfur undir krem, bleyjur o.fl.
  • Skiptitaska
  • Ruslafata: líka hægt að henda í ruslafötuna í eldhúsinu
  • Bleyjur (bréf eða tau)
  • Bossakrem
  • Blautþurrkur eða fjölnota þurrkur
  • Koppur (ef venja á barn á kopp frá fæðingu)

Barnaherbergið/svefn

Hlutir sem er eða gæti verið gott að hafa í barnaherberginu eða í tengslum við svefn.

  • Rimlarúm og dýna: ekki nauðsynlegt við fæðingu
  • Sængurver
  • Sæng eða svefnpokar
  • Reifar: ekki er algengt að reifa börn á Íslandi 
  • Lak
  • Teppi á gólfið
  • Vagga
  • Næturljós
  • Gúmmídúkur undir lak
  • Leikfangahirsla
  • White noise-tæki: getur hjálpað ungum börnum við að sofa betur og útiloka utanaðkomandi hávaða
  • Fataskápur/kommóða

Brjóstagjöf/pelagjöf

  • Pelar
  • Gjafapúði
  • Mexíkóhattar: ef brjóstagjöf gengur illa í byrjun eða ef sár koma
  • Pelabursti
  • Græðandi gelplástrar: fyrir sárar geirvörtur
  • Brjóstapumpa: ef þarf
  • Mjólkurpokar: ef þarf

Baðið

  • Handklæði
  • Naglaþjöl/skæri
  • Hárbursti
  • Þvottapokar/klútar
  • Baðbali: ekki nauðsynlegt en mjög þægilegt, en það er auðvitað hægt að baða börn í baðkörum, vöskum eða taka þau með í sturtu
  • Hitamælir í bað

Annað

  • Barnavagn: fyrir göngutúra og í mörgum tilvikum; lúra
  • Kerrustykki: fyrir göngutúra seinna meir
  • Burðarpoki: getur verið gagnlegt, sérstaklega fyrir börn sem vilja stöðugt láta halda á sér
  • Kerrupoki: svo það sé hlýtt og gott í kerrunni
  •  Nefsuga: fyrir stífluð nef, ekki endilega nauðsynlegt
  • Bílstóll
  • Bílstólapoki: svo það sé hlýtt og notalegt í bílstólnum, því það á ekki að hafa börn í þykkum lögum af fötum í bílstólum. 
  • Ungbarnahreiður: ekki nauðsynlegt en þægilegt til að hafa barnið í
  • Teppi
  • Snuð: gott er að kaupa nokkrar tegundir til að láta barnið prófa, þau taka ekki öll hvaða snuð sem er
  • Snudduband: svo snuðið fari ekki langt
  • Leikteppi
  • Barnapíutæki
  • Spjöld með svarthvítum myndum: fyrir barnið að skoða
  • Leikföng: mjög líklega fær barnið nóg af leikföngum gefins
  • D-vítamíndropar: nánari upplýsingar fáið þið í ungbarnavernd um hvenær á að byrja að gefa D-vítamíndropa
  • Matarstóll (með ungbarnasæti): mjög gagnlegt að eiga matarstól með ungbarnasæti eða ömmustól til að geta lagt barnið frá sér fyrstu mánuðina.
  • Ömmustóll
baby, child, cute-3149224.jpg

Skjal með öllu því helsta

Heimilisvefurinn hefur útbúið excel-skjal með öllu því helsta sem þarf að eiga þegar barnið loksins kemur. Hægt er að opna skjalið í excel og fylla það út jafnóðum í tölvunni eða þá að opna það með Google Drive. Ef síðari kosturinn er valinn er hægt að uppfæra skjalið í símanum. 

Í skjalinu er skýr tafla með barnafötum í mismunandi stærðum (fyrir fyrstu 9 mánuðina eða svo) og viðmið um hvað er gott að eiga mörg stykki af hverri flík. Þegar þú fyllir inn í skjalið það sem er nú þegar komið af barnafötum er hægt að setja tölu í réttan reið og svo þegar viðmiðinu er náð er hægt að merka við í reitinn þar sem stendur komið. Sumt í skjalinu er merkt með * eða ** og það eru þá hlutir sem er ekki nauðsynlegt að eiga eða að minnsta kosti ekki nauðsynlegt fyrst um sinn.

Þetta skjal mun vonandi hjálpa ykkur að hafa yfirsýn yfir það sem er til af barnafötum og kemur sér vonandi vel þegar þið standið í miðri verslun eða loppu og munið ekkert hvað vantar. Þá er hægt að opna skjalið í símanum og sjá hvort það vantaði nú ekki örugglega fleiri buxur. 

Auðvitað eru tölurnar í skjalinu ekki heilagar og auðvelt er að breyta og bæta við í skjalinu. Tölurnar eru eingöngu viðmið svo ekki sé allt stútfullt af fötum en einnig þannig að það þurfi ekki stöðugt að vera að þvo.

Til þess að geta notað skjalið í Google Drive og þar af leiðandi í símanum líka þarf að byrja á því að hala niður skjalinu hér að ofan, fara svo inn á Google Drive og búa til nýtt tómt sheets-skjal. Inni í því skjali þarf að smella á file og síðan open svo á upload og browse, finna rétta skjalið í tölvunni og smella á það. Þá ætti skjalið að birtast fljótlega í nýja sheets-skjalinu.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *