Hvað er gott að hafa í leikskólatöskunni?

Nú þegar styttist í að leikskólarnir  byrji aftur eftir sumarfrí er gott að rifja upp hvað er gott að hafa með af fötum og útifötum fyrir leikskólann. Listinn getur verið breytilegur eftir þörfum barnanna, árstíðum og skoðunum foreldra en hér eru ágætis listar:

Útiföt að sumri til:

  • Pollagalli
  • Hlý peysa
  • Þunn húfa eða buff
  • Ullarsokkar
  • Vettlingar og pollalúffur
  • Þunn ullarföt
  • Úlpa
  • Strigaskór
  • Léttur jakki

Útiföt að vetri til:

  • Pollagalli 
  • Kuldagalli
  • Hlý peysa
  • Húfa og/eða lambhúshetta
  • Ullarsokkar
  • 2-3 pör af vettlingum (ullarvettlingar, pollalúffur)
  • Þunn ullarföt
  • Kuldaskór
  • Úlpa
  • Stígvél

Aukaföt:

  • 2-3 nærföt eða samfellur
  • 2 sokkar/sokkabuxur
  • 2 buxur
  • 2 bolir og/eða peysur

Auk þessa fatnaðar þarf barnið að hafa með sér það sem það notar í hvíldinni, t.d. bangsi, teppi eða snuð, og bleiur ef það þær ennþá.

Ekki gleyma að merkja fötin!

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *