Hvað er gott að taka með í útileguna?

Það er yndislegt að fara með fjölskyldu og/eða vinum í útilegu á Íslandi. Veðrið er kannski ekki alltaf að vinna með manni en minningarnar eru ómetanlegar. Það sem gerir útilegur líklegri til að verða vel heppnaðar er auvitað góður undirbúningur og réttur búnaður. Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista yfir hluti og búnað sem gott er að taka með sér í útilegu á Íslandi. Það eru ekki allir hlutir á listanum bráðnauðsynlegir en margir gætu komið sér mjög vel. Þið finnið auðvitað út úr því sjálf hvað hentar fyrir ykkur.

Grunnurinn

Tjald og tjaldhælar

Bönd

Svefnpokar/sængur

Dýnur 

Koddar

Teppi

Vasaljós

Vasahnífur

Límband/teip

Borð og stólar

Matreiðsla

Prímus

Ferðagrill

Kol og grillvökvi eða gaskútur

Grilláhöld og bakkar

Álpappír

Litlir plastpokar og ruslapokar

Eldspýtur eða kveikjari

Pottur og panna

Áhöld (t.d. Spaði, hnífur og sleif)

Hnífapör

Diskar, glös, bollar, skálar

Skæri

Skurðarbretti

Tappatogari eða dósaopnari

Vatnsflaska

Kælitaska

Matur/nesti

Matarolía/smjör

Salt, pipar og krydd

Kaffi og allt tengt því

Uppþvottalögur og bursti

Viskustykki og tuskur

Eldhúspappír

 

Ef ungt barn er með

Ferðarúm/burðarrúm

Svefnpoki/kerrupoki

Ferðakerra

Bleyjur

Snuð

White noise

Barnamatur

Blautþurrkur

Skiptitaskan

Leikföng (ekki of mikið)

Fatnaður

Hlý ullarnærföt

Bolir og stuttbuxur

Sundföt

Yfirhafnir (regnjakki, úlpa…)

Lopapeysa eða önnur hlý peysa

Góðir skór og sokkar

Náttföt

Húfa og vettlingar

Buxur og peysur

Nærföt

 

Hreinlæti o.fl.

Tannkrem og tannbursti

Sólarvörn

Blautþurrkur

Handklæði

Skyndihjálparkassi (plástrar o.fl.)

Ofnæmistöflur og lyf

Skordýrafæla 

Handspritt

Rakvél

Kælikrem/after sun

Sjampó og hárnæring

Svitalyktareyðir

Dömubindi og tappar

Rakakrem

 

Annað

Hamar (fyrir tjaldhæla)

Lítill bakpoki/sundpokar

Afþreying (t.d. Bók, krossgátublað, tímarit, spilastokkur, kubbur, boltar, frisbídiskur, leikföng)

Sólgleraugu

Eyrnatappar

Kort/peningar

Ökuskírteini

Hleðslutæki

Sími

Myndavél

Fyrir þau sem finnst gott að fá lista til að prenta út er hér pdf-skjal með tékklista. Á listanum eru auðar línur svo hægt sé að bæta við hlutum á hann.