cloe

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? - Veturinn 2022-2023

Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir flestir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt  er að gera með 0-2 ára börnum á höfuðborgarsvæðinu – utan heimilisins.

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Foreldramorgnar og krílastundir

Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem sem stendur foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum. 

 

Mánudagar

Þriðjudagar

Miðvikudagar

Fimmtudagar

Föstudagar

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Göngutúrar með vagn/kerru

Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.

  • Borgarholt í Kópavogi
  • Elliðaárdalurinn í Reykjavík
  • Fossvogurinn og Fossvogsdalur í Reykjavík/Kópavogi
  • Grasagarðurinn í Laugardalnum í Reykjavík
  • Grótta á Seltjarnarnesi
  • Guðmundarlundur í Kópavogi
  • Hallargarðurinn í Reykjavík
  • Hlíðargarður í Kópavogi
  • Klambratún í Reykjavík
  • Kópavogsdalur í Kópavogi
  • Landakotstún í Reykjavík
  • Laugardalurinn í Reykjavík
  • Miðbær Hafnarfjarðar
  • Miðbær Reykjavíkur
  • Miðsvæði Efra-Breiðholts í Reykjavík
  • Seljatjörn í Seljahverfi í Reykjavík
  • Tjörnin og Hljómskálagarðurinn í Reykjavík
  • Víðistaðatún í Hafnarfirði
  • Úlfarsárdalur í Reykjavík
  • Öskjuhlíð í Reykjavík
Svo er auðvitað alltaf hægt að kanna nýtt hverfi.
Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Leiksvæði og önnur afþreying

 Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn. 

Rustic Minimal Wedding Print Banner (2)
Veitingastaðir og kaffihús 

Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum sem henta 0-2 ára.

Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.

Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023 Read More »

Hvað á ég að skrifa í skírnarkort?

Ertu á leið í skírn eða nafngjöf og veist ekkert hvað þú átt að skrifa í kortið til elsku litla barnsins sem er að fara að fá nafnið sitt? Heimilisvefurinn hefur tekið saman  nokkrar kveðjur sem skrifa má í skírnar- eða nafngjafarkort til að hjálpa þér við verkið.

Eins og með öll skrif er gott að byggja skírnar- eða nafngjafarkort þannig upp að þau hafi upphafmiðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að fá nafnið sitt, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

pexels-eman-genatilan-9500282
Ávarp

Ólíkt öðrum kortum er yfirleitt ekki vitað nafn þess sem á að fá skírnar- eða nafngjafarkort. Athöfnin og veislan snýst jú út á það að tilkynna nafn barnsins. Í þessu tilfelli er t.d. hægt að skrifa:

  • Til elsku litla barnsins/litla drengsins/litlu stúlkunnar
  • Elsku litla/litli…
  • Litla snót eða snáði
  • Kæra barn
  • Til barnsins
Upphaf

Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja skírnar- eða nafngjafarkortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku litla barn“.

  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með daginn elsku barn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með skírnina
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með skírnina elsku barn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með (fallega) nafnið þitt 
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með nafnið þitt elsku barn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju á skírnardaginn/nafngjafardaginn
  • (Innilega/Hjartanlega)til hamingju með inngöngu þína í þjóðkirkjuna
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir á skírnardaginn/nafngjafardaginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með fallega nafnið þitt
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með skírnina/nafngjöfina
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn elsku barn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingju- og blessunaróskir á skírnardaginn
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til barnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til barnsins eða finna fallegan texta úr Biblíunni, Hávamálum eða öðru trúarriti, eftir því sem við á. Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til barnsins:

  • Megi gleði og gæfa fylgja þér (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Megi gæfan fylgja þér (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Megi allt ganga þér í haginn (um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Með ósk um (bjarta/gæfuríka) framtíð
  • Guð gefi þér (fallega/bjarta) og (gæfuríka/gleðiríka) framtíð
  • Með von um (bjarta/gæfuríka) framtíð
  • Bjarta/gæfuríka framtíð
  • Megi góður Guð blessa þig og varðveita  (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Ég óska þér (gæfuríkrar/bjartrar/hamingjuríkrar) framtíðar
  • Gangi þér sem best í komandi ævintýrum
  • Gangi þér sem allra best í þeim ævintýrum sem lífið hefur upp á að bjóða
  • Megi trúin verða þér hvatning og styrkur á lífsleiðinni
  • Gæfan fylgi þér  (alla tíð/um ókomna tíð/um alla framtíð/um aldur og ævi)
  • Megi líf þitt ljóma af því góða, fagra og sanna
Endir

Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og hamingjuóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

pexels-dobromir-dobrev-3976434

Hvað á ég að skrifa í skírnarkort? Read More »

Hvað á ég að skrifa í brúðkaupskort?

Ertu á leið í brúðkaup og ert í vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í kortið? Heimilisvefurinn hefur tekið saman hugmyndir og leiðbeiningar að því hvernig og hvað er hægt að skrifa í brúðkaupskort.

 

Eins og með öll skrif er gott að byggja útskriftarkort þannig upp að þau hafi upphafmiðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að útskrifast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

Ávarp

Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.

  • Til elsku…
  • Elsku…
  • Kæru…
  • Kæru… mín/mínir/mínar
  • Til…
  • Elsku brúðhjón
Upphaf

Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja brúðkaupskortið. Það er vel hægt að flétta ávarpið inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nöfn] mín“.

  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn ykkar
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með hvort annað
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með brúðkaupið/giftinguna
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þessi merku tímamót
  • Bestu framtíðaróskir í tilefni dagsins
  • Bestu framtíðaróskir á þessum merku tímamótum
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn ykkar
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með brúðkaupið/giftinguna
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þessi merku tímamót
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með hvort annað
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til verðandi brúðhjóna. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til þeirra sem eru að gifta sig.  Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til brúðhjónanna:

  • Aumt er ástlaust líf
  • Ást er besta kryddið
  • Ást er laun ástar
  • Ást er öllum hlutum kærari
  • Ástin sigrar allt
  • ,,Ástin er töfrasteinn sem breytir veröldinni í aldingarð” – Robert Louis Stevenson
  • Ást er ekki það sem fær Jörðina til að snúast. Hún er það sem gerir það þess virði að snúast með
  • Ást er tvær samhljóma sálir og tvö hjörtu sem slá í takt
  • Ástin gefur hinum líflausu líf. Ástin tendrar loga í köldum hjörtum. Ástin færir hinum vonlausu von og gleður hjörtu hinna sorgmæddu. Ástin sýnir veruleika sinn í verki, ekki aðeins orðum – þau ein duga ekki. – Adbu’l-Bahá
  • ,,Ástin gefur ekkert nema sjálfa sig og þiggur ekkert nema sjálfa sig” – Khalil Gibran
  • ,,Ástin á engar eignir og verður aldri eign því ástin á sig sjálf og er sjálfri sér leg” – Khalil Gibran
  • Eiginmaður er sá sem stendur með þér í erfiðleikunum sem þú hefðir aldrei lent í ef þú hefðir ekki gifst honum
  • Ég vona að þið eigið [yndislegan/frábæran] dag
  • Ég vona að þið lifið vel og lengi
  • Ég óska ykkur velfarnaðar (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Ég óska ykkur [gæfuríkrar/bjartrar/gleðiríkrar/fallegrar] framtíðar
  • Gangi ykkur sem allra best í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur
  • Gangi ykkur vel í komandi ævintýrum
  • Gangi ykkur sem allra best í komandi ævintýrum
  • Hafið það sem allra, allra best
  • Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega
  • Lifið heil/heill
  • Með ósk um [bjarta/gæfuríka/gleðiríka] framtíð
  • Með von um [bjarta/gæfuríka/gleðiríka] framtíð
  • Megi dagurinn verða ykkur ógleymanlegur
  • Megi gleði og gæfa fylgja ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi gæfan fylgja ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi góður Guð blessa ykkur og varðveita (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/um alla framtíð)
  • Megi hamingjan fylgja ykkur í öllu sem þið tekur ykkur fyrir hendur
  • Megi allt ganga ykkur í haginn (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Megi lífið leika við ykkur (alla tíð/um ókomna tíð/um aldur og ævi/í framtíðinni/um alla framtíð)
  • Njótið dagsins í ræmur
  • Njótið dagsins!
  • Sönn hamingja er að vera giftur besta vini sínum/bestu vinkonu sinni
  • Vonandi eigið þið [yndislegan/frábæran] dag
pexels-priscila-caetano-15766636
Endir

Í lokin þarf að loka kveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og afmælisóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Megi partýið [byrja/hefjast]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu kveðju til brúðhjónanna!

Hvað á ég að skrifa í brúðkaupskort? Read More »

Hvað á ég að skrifa í útskriftarkort?

Ertu á leið í útskriftarveislu og ert í vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í útskriftarkort? Hvort sem manneskjan er að útskrifast úr grunn-, framhalds- eða háskóla þá eru hér hugmyndir og leiðbeiningar til að skrifa fallega kveðju í útskriftarkort.

 

Eins og með öll skrif er gott að byggja útskriftarkort þannig upp að þau hafi upphafmiðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að útskrifast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

Ávarp

Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.

  • Til elsku…
  • Elsku…
  • Kæri/kæra…
  • Kæri/kæra… minn/mín/mitt
  • Til…
  • Elskulega vinkona/elskulegi vinur
pexels-gül-işık-2292837
Upphaf
Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja útskriftarkortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nafn] mín“.
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn þinn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með áfangann
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stórmerkilega áfanga
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með útskriftina
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þessi merku tímamót
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með áfangann sem þú fagnar hér í dag
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga sem þú fagnar hér í dag
  • Til lukku með daginn
  • Bestu framtíðaróskir í tilefni dagsins
  • Bestu framtíðaróskir á þessum merku tímamótum
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þennan stórmerkilega áfanga
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn þinn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með áfangann
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með útskriftina
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þessi merku tímamót
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þennan stóra áfanga sem þú fagnar hér í dag
Endir

Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og afmælisóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Megi partýið [byrja/hefjast]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

pexels-leeloo-thefirst-8177961
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til fermingarbarnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til þess sem er að útskrifast.  Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til þess sem er að útskrifast:

  • Á tindinn hefur klifið, áfanga náð. Við þér lífið blasir, framtíðin björt. Dreymdu drauma og vittu til. Þeir munu rætast.
  • Bjarta framtíð
  • Bjarta og gæfuríka framtíð
  • Blindur er bóklaus maður
  • Ég vona að þú eigir [yndislegan/frábæran] dag
  • Ég óska þér velfarnaðar í framtíðinni
  • Ég óska þér velfarnaðar um aldur og ævi
  • Ég óska þér velfarnaðar um ókomna tíð
  • Ég óska þér gæfuríkrar framtíðar
  • Gangi þér sem allra best í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur
  • Gangi þér vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur
  • Gangi þér sem allra best í því sem þú tekur þér fyrir hendur
  • Gangi þér vel í komandi ævintýrum
  • Gangi þér sem allra best í komandi ævintýrum
  • Gangi þér alla í haginn
  • Lifðu heil/heill
  • Líf þitt verður ekki betra en áætlanir þínar og athafnir. Þú ert húsameistari og smiður lífs þíns, gæfu þinnar og örlaga – A.A.M.
  • Maður sem ekkert nám stundar alla ævi sína er eins og maður sem ferðast um niðdimma nótt
  • Með ósk um [bjarta/gæfuríka] framtíð
  • Með von um [bjarta/gæfuríka] framtíð
  • Megi dagurinn verða þér ógleymanlegur
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér alla tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um ókomna tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um aldur og ævi
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér í framtíðinni
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla framtíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum alla tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um ókomna tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um aldur og ævi
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum í framtíðinni
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um alla framtíð
  • Megi gæfan fylgja þér alla tíð
  • Megi gæfan fylgja þér um ókomna tíð
  • Megi gæfan fylgja þér um aldur og ævi
  • Megi gæfan fylgja þér í framtíðinni
  • Megi gæfan fylgja þér um alla framtíð
  • Megi hamingjan fylgja þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur
  • Megi allt ganga þér í haginn í framtíðinni
  • Megi allt ganga þér í haginn alla tíð
  • Megi allt ganga þér í haginn um aldur og ævi
  • Megi allt ganga þér í haginn um alla framtíð
  • Megi allt ganga þér í haginn um ókomna tíð
  • Megi lífið leika við þig alla tíð
  • Megi lífið leika við þig um ókomna tíð
  • Megi lífið leika við þig um alla framtíð
  • Njóttu dagsins í ræmur
  • Njóttu dagsins!
  • Vonandi áttu [yndislegan/frábæran] dag
  • Vonandi mun námið nýtast þér vel í lífi og starfi
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/skemmtilegur/frábær] og þú ert
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/skemmtilegur/frábær] og þú ert alltaf
  • Þú getur allt sem þú ætlar þér
  • Þú hefur lagt mikið á þig til að ná markmiðum þínum og nú uppskerð þú eins og þú sáðir

Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu útskriftarkveðju!

Hvað á ég að skrifa í útskriftarkort? Read More »

Hvað á ég að skrifa í fermingarkort?

Það vefst fyrir mörgum hvað skrifa á í fermingarkort, sérstaklega ef maður þekkir fermingarbarnið ekki vel. Heimilisvefurinn hefur tekið saman  nokkrar kveðjur sem skrifa má í fermingarkort eða í siðfestukort.

Eins og með öll skrif er gott að byggja fermingarkort eða siðfestukort þannig upp að þau hafi upphafmiðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að fermast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

Ávarp

Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.

  • Til elsku…
  • Elsku…
  • Kæri/kæra…
  • Kæri/kæra… minn/mín/mitt
  • Til…
  • Elskulega vinkona/elskulegi vinur
pexels-arthouse-studio-4338278
Upphaf
Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja fermingar- eða siðfestukortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nafn] mín“.
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn þinn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með áfangann
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju á fermingardaginn/siðfestudaginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með ferminguna/siðfestuna
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þessi merku tímamót
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með áfangann sem þú fagnar hér í dag
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan stóra áfanga sem þú fagnar hér í dag
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með að hafa gert Jesús að leiðtoga lífs þíns
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir á fermingardaginn/siðfestudaginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með daginn þinn
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með áfangann
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með ferminguna/siðfestuna
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir þennan stóra áfanga í lífinu
  • (Innilegar/Hjartanlegar) hamingjuóskir með þessi merku tímamót
Kransekage_(wreath_cake)
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til fermingarbarnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til fermingarbarnsins eða finna fallegan texta úr Biblíunni, Hávamálum eða öðru trúarriti, eftir því sem við á. Á heimasíðu Ásatrúarfélagsins er hægt að finna kvæði sem gætu verið við hæfi í siðfestukort.  Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til fermingarbarnsins:

  • Bjarta framtíð
  • Bjarta og gæfuríka framtíð
  • Ég vona að þú eigir [yndislegan/frábæran] dag
  • Ég óska þér velfarnaðar í framtíðinni
  • Ég óska þér velfarnaðar um aldur og ævi
  • Ég óska þér velfarnaðar um ókomna tíð
  • Ég óska þér gæfuríkrar framtíðar
  • Guð gefi þér [fallega/bjarta] og [gleðiríka/gæfuríka] framtíð
  • Lifðu heil/heill
  • Með ósk um [bjarta/gæfuríka] framtíð
  • Með von um [bjarta/gæfuríka] framtíð
  • Megi dagurinn verða þér ógleymanlegur
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér alla tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um ókomna tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um aldur og ævi
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér í framtíðinni
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla framtíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum alla tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um ókomna tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um aldur og ævi
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum í framtíðinni
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér og þínum um alla framtíð
  • Megi góður Guð blessa þig og varðveita um alla framtíð
  • Megi góður Guð blessa þig og varðveita um ókomna tíð
  • Megi góður Guð blessa þig og varðveita um aldur og ævi
  • Megi góður Guð blessa þig og varðveita allt tíð
  • Megi allt ganga þér í haginn í framtíðinni
  • Megi allt ganga þér í haginn alla tíð
  • Megi allt ganga þér í haginn um aldur og ævi
  • Megi allt ganga þér í haginn um alla framtíð
  • Megi allt ganga þér í haginn um ókomna tíð
  • Megi lífið leika við þig alla tíð
  • Megi lífið leika við þig um ókomna tíð
  • Megi lífið leika við þig um alla framtíð
  • Megi trúin verða þér hvatning og styrkur á lífsleiðinni
  • Vonandi áttu [yndislegan/frábæran] dag
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/skemmtilegur/frábær] og þú ert
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/skemmtilegur/frábær] og þú ert alltaf
  • Þú getur allt sem þú ætlar þér
Endir

Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og hamingjuóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

pexels-tara-winstead-6479591

Nú ættir þú að geta sett saman góða kveðju til fermingarbarnsins fyrir fermingarkortið!

Hvað á ég að skrifa í fermingarkort? Read More »

Hvað á ég að skrifa í afmæliskort?

Hver kannast ekki við það að kaupa kort fyrir afmælið á síðustu stundu og þurfa að finna eitthvað til að skrifa inn í það í flýti? Hvað getur maður eiginlega skrifað í afmæliskort? Hér eru nokkrar tillögur að því.

Eins og með öll skrif er gott að byggja afmæliskort þannig upp að þau hafi upphaf, miðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem á afmæli, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.

pexels-vie-studio-4439461
Ávarp

Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.

  • Til elsku…
  • Elsku…
  • Kæri/kæra…
  • Kæri/kæra… minn/mín/mitt
  • Til…
  • Elskulega vinkona/elskulegi vinur
Upphaf

Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja afmæliskortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar afmælisóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nafn] mín“.

  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn þinn
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn og framtíðina
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með daginn þinn og framtíðina
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með afmælið
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með öll þessi ár
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með [ár]tugsafmælið
  • (Innilega/Hjartanlega) til hamingju með þennan merkilega dag
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir með afmælisdaginn
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir á þessum merku tímamótum
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir í tilefni dagsins
  • [Innilegar/hjartanlegar] hamingjuóskir á þessum merka degi
  • Til lukku með daginn/afmælið
  • Fyrir [?] árum gerðist sá [merkilegi/frábæri/æðislegi/stórkostlegi] atburður að þú komst í heiminn!
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir [með/á] afmælisdaginn
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir á þessum merku tímamótum
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir í tilefni dagsins
  • Okkar innilegustu hamingjuóskir á þessum merkis degi
  • Bestu óskir í tilefni dagsins
  • Bestu óskir á afmælisdaginn þinn
  • Til hamingju, þú ert [ár} ára ung/ungur/ungt í dag!
Miðja

Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til afmælisbarnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til afmælisbarnsins. En hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til afmælisbarnsins:

  • Afmælisdagar eru góðir fyrir þig, því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu
  • Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall
  • Allt er fertugum fært
  • [Ár] ára, síung(ur) og [glæsileg(ur)/stórkostleg(ur)]
  • [Einlægar/Innilegar] þakkir fyrir samverustundir fyrr og síðar
  • Ég óska/við óskum þér gleði og gæfu alla þína daga
  • Ég vona að þú eigir [yndislegan/frábæran/æðislegan] afmælisdag
  • Ég vona að þú hafir það sem allra best
  • Ég vona að þú lifir vel og lengi
  • Ég vona að þú njótir dagsins
  • Ég þakka einstaka vináttu
  • Ég þakka frábær kynni
Gleymdu ekki góðum vin,
þótt gefist aðrir nýir.
Þeir eru eins og skúrskin,
skammvinnir en hlýir.
Leiki við þig lán og gengi
lifðu bæði vel og lengi.
Þig er ávallt yndi að muna,
ástarþökk fyrir samveruna.
  • Gæfan fylgi þér
  • Gæfan fylgi þér um alla tíð
  • Gæfan fylgi þér um ókomna tíð
  • Gæfan fylgi þér um aldur og ævi
  • Gæfan fylgi þér um alla framtíð
  • Hafðu það sem allra best
  • Haltu áfram að vera svona [vinaleg/sæt/frábær/æðisleg/yndisleg] eins og þú ert
  • Hamingjan þér hangi um háls en hengi þig þó ekki
  • Hrukkurnar eiga bara að sýna hvar áður var bros
  • Lánið leiki við þig
  • Lifðu heil/heill/heilt
  • Lifðu í lukku en ekki í krukku
  • Lífið er eins og konfektkassi, bragðast eins og pappír en myndin á lokinu er falleg
  • Megi dagurinn verða þér ógleymanlegur
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um ókomna tíð
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um aldur og ævi
  • Megi gleði og gæfa fylgja þér um alla framtíð
  • Megi gæfan fylgja þér um ókomna tíð
  • Megi gæfan fylgja þér um aldur og ævi
  • Megi gæfan fylgja þér alla tíð
  • Megi gæfan fylgja þér um alla framtíð
  • Megi lánið leika við þig
  • Megi næstu 50 ár verða enn betri en þau fyrri
  • Megi næstu áratugir verða þér yndislegir í alla staði
  • Megir þú njóta lífsins vel og lengi
  • ,,Miðaldra ertu þegar þú hefur hitt svo margt fólk að allir sem þú hittir í fyrsta skipti minna þig á einhvern annan” – Ogden Nash
  • Njóttu dagsins (í ræmur/vel)
  • Takk fyrir að vera hluti af lífi  mínu
  • Teldu líf þitt í brosum, ekki tárum. Teldu aldur þinn í vinum, ekki árum.
  • ,,Við erum alltaf á sama aldri innra með okkur” – Gertrude Stein
  • Vonandi áttu [yndislegan/frábæran/æðislegan] afmælisdag
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/frábær/skemmtilegur] og þú ert
  • Vonandi verður dagurinn jafn [yndislegur/frábær/skemmtilegur] og þú ert alltaf
  • Það sem [ár]tugur getur gerir [ár]tugur betur
  • Það skiptir ekki mestu máli að bæta árum við líf sitt, heldur hitt, að bæta lífi við ár sín
  • Þakka þér fyrir [ljúfa/góða/frábæra/yndislega] vináttu í gegnum árin
  • Þakka þér fyrir öll góðu samskiptin í gegnum árin
  • Þegar upp er staðið eru það ekki árin í lífi þínu sem skipta máli heldur lífið í árunum
  • Þú ert eins og vín… batnar með bara með aldrinum
Endir

Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:

  • Bestu kveðjur,  [nöfn]
  • Bestu kveðjur frá  [nöfn]
  • Bestur kveðjur og afmælisóskir frá  [nöfn]
  • Með kveðju,  [nöfn]
  • Megi partýið [byrja/hefjast]
  • Kveðja, [nöfn]
  • Kær kveðja,  [nöfn]
  • Þín vinkona/þinn vinur/þínir vinir/þínar vinkonur,  [nöfn]

Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.

Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu afmæliskveðjur fyrir afmæliskortið!

 

Í lokin er hér svo mjög skemmtileg síða um afmælisdaga. Hægt er að slá inn afmælisdegi afmælisbarnsins og fá upp alls konar skemmtilegar staðreyndir um aldur þess: https://you.regettingold.com/. Sumt gæti alveg verið gaman að setja í afmæliskort hjá nánum vini eða vinkonu til að stríða þeim.

Hvað á ég að skrifa í afmæliskort? Read More »

Spurningar fyrir afmælisbarnið

Góðar minningar eru gulls ígildi og börnin okkar geta fært okkur með okkar allra bestu minningum. Börnin vaxa hratt og því er nauðsynlegt að njóta hverrar stundar sem maður fær með þeim. Ein leið til að koma minningum á blað er að taka eins konar „viðtal“ við barnið sitt á afmælisdegi þess. Í viðtalinu eru þau spurð (eða svarað fyrir þau fyrstu tvö árin eða svo) að alls kyns hlutum sem skiptir þau máli. Listinn er ekki tæmandi og hægt er að breyta spurningunum eins og þörf er á. En viðtalið er hugsað þannig að það fari fram á hverjum afmælisdegi barnsins, svo lengi sem það nennir þessu. Það getur verið ótrúlega skemmtileg stund að skoða svo gömul viðtöl og rifja upp minningar með barninu og fá „Ó, fannst mér skemmtilegast að renna mér þegar ég var 3 ára?“ eða „Ég man ekkert eftir því þegar mér fannst grjónagrautur besti maturinn minn“ frá þeim. 

Hér fyrir neðan er blað með nokkrum spurningum fyrir barnið og hægt er að láta það teikna sjálfsmynd eða líma ljósmynd af því á blaðið sem var þá tekin á afmælisdaginn. Hægt er að prenta út blaðið árlega og passa svo að geyma öll blöðin á sama stað.

Spurningar fyrir afmælisbarnið Read More »

Myndir úr fyrsta afmæli barnsins

Öll viljum við eiga fallegar myndir af stórum viðburðum í lífi barnanna okkar. Fyrsta afmælið þeirra er einn slíkra viðburða. Ég hef hér tekið saman nokkar hugmyndir að skemmtilegum myndum sem gaman væri að eiga úr fyrsta afmælinu.

Myndir af…

  1. Veitingunum. Hvað var í boði í fyrsta afmæli barnsins?
  2. Skreytingunum.
  3. Barninu með foreldrum sínum
  4. Barninu með ömmum og öfum
  5. Barninu með frændsystkinum sínum
  6. Barninu með öðrum ættingjum
  7. Öllum hópnum
  8. Barninu að sýna aldurinn með því að halda uppi einum fingri
  9. Barninu með afmæliskökunni
  10. Barninu að reyna að blása á kertið
  11. Barninu að smakka afmæliskökuna
  12. Barninu að reyna að opna gjafrnar sínar
  13. Foreldrunum að kveikja á kertinu
  14. Gestunum á meðan þeir tala við barnið
  15. Gestunum að njóta veislunnar

Það þarf að sjálfsögðu ekki að gera þetta allt. Þetta eru eingöngu hugmyndir að myndum sem gæti verið gaman að eiga úr fyrsta afmælinu. 

Myndir úr fyrsta afmæli barnsins Read More »