Sjómannadagurinn 2023 – Hvað er um að vera og hvað er hægt að gera?
Sjómannadagurinn 2023 – Hvað er um að vera og hvað er hægt að gera? Read More »
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní hvert ár, nema ef hvítasunnu ber upp þann dag og er þá sjómannadagurinn haldinn helgina eftir. Í ár verður sjómannadagurinn haldinn hátiðlegur þann 4. júní. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en það var ekki fyrr en 1987 sem dagurinn varð lögskipaður frídagur sjómanna.
Á sjómannadaginn heiðrum við sjómenn. Ísland er eyja og því haf allt í kringum okkur. Í gegnum aldinar hefur hafið gefið og tekið frá okkur. Hafið hefur haldið í okkur lífinu hér á þessu hrjóstuga landi lengst í norðri og stuðlað að velmegun íslensks samfélags.
Víða um land er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur með skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Það er tilvalið að skella sér á einhverra þeirra ef tækifæri gefst. Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista yfir bæi þar sem sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í ár:
Ef þú sérð að einhvern bæinn vantar skaltu endilega hafa samband og láta okkur vita á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is
Fyrir þau sem komast ekki á sjómannadagsskemmtanir eða langar að gera meira þá er auðvitað mjög gaman að skella sér í fjöruferð. Ef það er heldur ekki í boði eru hér nokkrar hugmyndri að einhverju sjómannalegu til að dunda við inni.
Heimilisvefurinn býður upp á ókeypis skemmtihefti fyrir börn með sjávar- og sjómannadagsþema. Hægt er að ná í það hér.
Svo er gaman að perla, leira eða teikna eitthvað tengt sjónum.
Enn fleiri hugmyndir er hægt að finna á pinterestsíðu Heimilisvefsins.
Góða skemmtun!
Sjómannadagurinn 2023 – Hvað er um að vera og hvað er hægt að gera? Read More »
Já, það hugsa kannski ekki allir um Neðra-Breiðholtið sem ævintýralegt hverfi en engu að síður er hægt að fara í mjög skemmtilega ævintýraferð um hverfið.
Heimilisvefurinn hefur útbúið kort af öllum leikvöllum hverfisins ásamt ratleik með níu spurningum. Leikvellirnir eru númeraðir frá einum upp í 31 (já, það eru svona margir leikvellir í hverfinu!) og er það tillaga að því hvernig er hægt að fara um hverfið og prófa að leika sér á öllum leikvöllunum. Á sumum stöðunum þarf að leita að rétta svarinu við spurningunum sem fylgja.
Í ævintýraferðina er gott er að taka með sér nesti og vatnsbrúsa og blýant eða penna til að skrifa niður svörin. Eins og áður sagði eru 31 leikvöllur af öllum stærðum og gerðum í hverfinu svo ævintýraferðin tekur mjög líklega stóran hluta af deginum, sérstaklega ef prófa á öll tækin á öllum leikvöllunum. Fyrir foreldra með mjög ung börn (0-2 ára) er búið að merkja inn allar ungbarnarólur hverfisins á kortið.
Nokkrum reglum þarf að fylgja ef fara á í ævintýraferðina og þær eru að það er mjög mikilvægt að fara vel með öll leiktækin og bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og drasl og vera með sóðaskap. Margir leikvallanna í þessari ævintýraferð eru á einkalóðum fjölbýlishúsa. Það er því mjög mikilvægt að ónáða ekki íbúana og ef íbúarnir vilja, einhverra hluta vegna, ekki fá aðra á lóðina til sín skal virða það í einu og öllu. Farið líka varlega, sum leiktækin eru komin til ára sinna, sérstaklega við eldri fjölbýlishús og það er á ykkar ábyrgð ef þið eða börnin ykkar slasa sig í leiktækjum sem þyrfti að fara að endurnýja.
Hægt er að sækja pdf-skjal af ævintýraferðinni til útprentunar hér. Það er líka vel hægt að hafa það í símanum en þá er ekki hægt að skrifa niður svörin í ratleiknum.
Góða skemmtun!
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar skuluð þið senda póst á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.
Ævintýraferð um Neðra-Breiðholt Read More »
Það kemur eflaust nokkrum á óvart að sjá að það eru til allavega 28 íslenskar barna- og fjölskyldumyndir – kvikmyndir gerðar sérstaklega með börn í huga. Í þessari tölu eru engar myndir sem teljast sérstaklega til grínmynda þó margar þeirra séu vissulega mjög fyndnar. Kvikmyndirnar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Þær höfða ekki allar til allra (en það á líka við um allar myndir) og hæfa mismunandi aldri.
Ef áhugi er á að reyna að setja sér það markmið að reyna að sjá allar myndirnar er hægt að prenta út gátlistann og haka við myndir sem búið er að horfa á. Eins væri hægt að gefa hverri kvikmynd einkunn eða stjörnur.
Góða skemmtun!
28 íslenskar barna- og fjölskyldumyndir fyrir kósýkvöldin Read More »
Nú er minna en vika í að Diljá, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, stígi á svið í Liverpool þann 11. maí. Við hér á Heimilisvefnum erum handviss um að hún eigi eftir að fljúga í úrslitin með þessu frábæra lagi.
Flestir landsmenn munu að öllum líkindum setjast niður við sjónvarpið þetta kvöld og horfa á Ísland keppa. Til að gera kvöldið enn betra og skemmtilegra væri gaman að bjóða upp á veitingar frá löndunum sem eru að keppa þetta kvöld. En eins og í áður útgefinni færslu Heimilisvefsins um fyrra undanúrslitakvöldið verða hér upp taldar veitingar sem þarfnast lítils undirbúnings, eitthvað sem hægt er að kaupa í næstu verslun.
Til að gera áhorfið enn meira spennandi og skemmtilegt er hægt að prenta út þetta stigablað hér fyrir neðan. Á blaðinu er hægt að gefa hverju atriði fyrir sig stig fyrir flutning, lag og atriði. Stigin geta verið í Eurovision-stíl, frá 1-8, 10 eða 12 stig eða eins og hver vill. Með þessu er hugsanlega hægt að spá fyrir um hvaða lönd komast áfram. Það er einnig hægt að leggja saman stig allra áhorfendanna í stofunni og sjá hvort að það sé betri spá.
Seinni undanúrslit Eurovision 2023 Read More »
Senn líður að fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision, sem fer fram þann 9. maí . Ísland keppir reyndar á seinna undanúrslitakvöldinu þetta árið en það þýðir ekki að það megi ekki hafa gaman og horfa á fyrra kvöldið líka. En á fyrra kvöldinu eru tvö sigurstranglegustu lög keppninnar að keppa – Svíþjóð og Finnland. Þar að auki eru Noregur og Ísrael líka talin enda í top 10.
Að horfa á Eurovision saman með allri fjölskyldunni er góð samvera. Hægt er að gera daginn og dagana í Eurovision-vikunni nokkuð hátíðlega. Fyrir sumar fjölskyldur gæti verið gaman að föndra skreytingar saman til að hengja upp. Skreytingarnar geta verið alls kyns fánar og veifur – bæði íslenski fáninn og fánar þeirra þjóða sem maður heldur með.
Á sjálfum deginum getur verið gaman að bjóða upp á veitingar frá löndunum eða einhverju landinu sem er að keppa það kvöld. Það þarf ekki að vera að flókið að finna veitingar, margt er hægt að kaupa tilbúið úti í búð. Við vitum að það er ekki mikill tími fyrir venjulegar fjölskyldur að búa til einhverjar glæsilegar kræsingar á mánudegi eða þriðjudegi fyrir Eurovisionkvöld sem við keppum ekki einu sinni á.
Hér er því Eurovisionveisla fyrir þau sem hafa engan tíma til að dúllast í eldhúsinu:
Til að gera áhorfið enn meira spennandi og skemmtilegt er hægt að prenta út þetta stigablað hér fyrir neðan. Á blaðinu er hægt að gefa hverju atriði fyrir sig stig fyrir flutning, lag og atriði. Stigin geta verið í Eurovision-stíl, frá 1-8, 10 eða 12 stig eða eins og hver vill. Með þessu er hugsanlega hægt að spá fyrir um hvaða lönd komast áfram. Það er einnig hægt að leggja saman stig allra áhorfendanna í stofunni og sjá hvort að það sé betri spá.
Fyrri undanúrslit Eurovision 2023 Read More »
Það er laugardagskvöld og þið fjölskyldan ætlið að hafa kósýkvöld (eða hugsanlega dag í þessu tilfelli) og leyfa yngsta barninu að vaka aðeins lengur en venjulega. Þið ætlið að horfa á bíómynd sem hæfir ungu barni og vantar hugmyndir. Hér eru hugmyndir að þrjátíu slíkum myndum! Hægt er að prenta myndina út og haka svo við þær myndir sem búið er að horfa á.
30 bíómyndir fyrir kósýkvöldið með 2-4 ára barni Read More »
Fyrir mörgum er fæðingarorlofið dásamlegur tími þar sem maður kynnist litla barninu sínu. Fyrir öðrum er þetta krefjandi tími. Sumum leiðist í fæðingarorlofinu, finnst lítið að gera og dagarnir flestir eins. Það þarf alls ekki að vera svoleiðis. Það er margt hægt að gera með barninu í fæðingarorlofinu. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkra hluti sem hægt er að gera með 0-2 ára börnum á höfuðborgarsvæðinu – utan heimilisins.
Margir staðir bjóða upp á foreldramorgna eða krílastundir þar sem börn og foreldrar geta komið saman og hitt önnur börn og foreldra þeirra. Hér eru þeir viðburðir sem sem stendur foreldrum og börnum til boða eftir vikudögum.
Mánudagar
Miðvikudagar
Föstudagar
Hér eru hugmyndir að fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu til að fara í göngutúr með barnið í vagni eða kerru, svona þegar hverfið þitt er orðið leiðigjarnt og þú þarft tilbreytingu.
Staðir sem bjóða upp á leiksvæði eða afþreyingu fyrir 0-2 ára börn.
Veitingastaðir og kaffihús með barnasvæðum sem henta 0-2 ára.
Ef þú veist um fleiri staði sem bjóða upp á eitthvað fyrir þessi allra yngstu eða sérð að sumt á ekki við lengur skaltu endilega senda okkur línu á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is.
Hvað get ég gert með barninu í fæðingarorlofinu? – Veturinn 2022-2023 Read More »
Ertu á leið í skírn eða nafngjöf og veist ekkert hvað þú átt að skrifa í kortið til elsku litla barnsins sem er að fara að fá nafnið sitt? Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkrar kveðjur sem skrifa má í skírnar- eða nafngjafarkort til að hjálpa þér við verkið.
Eins og með öll skrif er gott að byggja skírnar- eða nafngjafarkort þannig upp að þau hafi upphaf, miðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að fá nafnið sitt, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.
Ólíkt öðrum kortum er yfirleitt ekki vitað nafn þess sem á að fá skírnar- eða nafngjafarkort. Athöfnin og veislan snýst jú út á það að tilkynna nafn barnsins. Í þessu tilfelli er t.d. hægt að skrifa:
Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja skírnar- eða nafngjafarkortið. Það er vel hægt að flétta ávarpinu inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku litla barn“.
Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til barnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til barnsins eða finna fallegan texta úr Biblíunni, Hávamálum eða öðru trúarriti, eftir því sem við á. Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til barnsins:
Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:
Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.
Hvað á ég að skrifa í skírnarkort? Read More »
Ertu á leið í brúðkaup og ert í vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í kortið? Heimilisvefurinn hefur tekið saman hugmyndir og leiðbeiningar að því hvernig og hvað er hægt að skrifa í brúðkaupskort.
Eins og með öll skrif er gott að byggja útskriftarkort þannig upp að þau hafi upphaf, miðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að útskrifast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.
Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.
Hér eru nokkrar uppástungur til að byrja brúðkaupskortið. Það er vel hægt að flétta ávarpið inn í þessar hamingjuóskir með því t.d. að segja „Innilega til hamingju með daginn elsku [nöfn] mín“.
Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til verðandi brúðhjóna. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til þeirra sem eru að gifta sig. Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til brúðhjónanna:
Í lokin þarf að loka kveðjunni með t.d.:
Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.
Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu kveðju til brúðhjónanna!
Hvað á ég að skrifa í brúðkaupskort? Read More »
Ertu á leið í útskriftarveislu og ert í vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í útskriftarkort? Hvort sem manneskjan er að útskrifast úr grunn-, framhalds- eða háskóla þá eru hér hugmyndir og leiðbeiningar til að skrifa fallega kveðju í útskriftarkort.
Eins og með öll skrif er gott að byggja útskriftarkort þannig upp að þau hafi upphaf, miðju og endi. Í kortum er þó reyndar best að byrja á ávarpi til þess sem er að útskrifast, en það er líka hægt að flétta ávarpið inn í upphaf kortsins. Svo tekur við smá texti fyrir miðju kortsins til að gera það persónulegra, jafnvel þótt maður þekki manneskjuna ekki vel, og loks endar maður á einhvers konar kveðju og nafninu sínu. Hér fyrir neðan eru hugmyndir að ávörpum, hvað skrifa má í upphafi, miðjunni og í lokin.
Ávörp eru mis persónuleg og fer það allt eftir því hvernig þú þekkir manneskjuna.
Í lokin þarf að loka afmæliskveðjunni með t.d.:
Og nafninu þínu/nöfnunum ykkar.
Eftir hamingjuóskirnar er gott að koma með einhverja persónulega kveðju til fermingarbarnsins. Hér má auðvitað velja fleiri en einn hlut til að setja í kortið. Það er líka fallegt að skrifa stutt ljóð til þess sem er að útskrifast. Hér eru hugmyndir að alls kyns kveðjum til þess sem er að útskrifast:
Nú getur þú sett saman þína eigin persónulegu og flottu útskriftarkveðju!
Hvað á ég að skrifa í útskriftarkort? Read More »