Enn fleiri stefnumót með makanum
Enn fleiri stefnumót með makanum Read More »
Í tilefni þess að líða fer að valentínusardeginum og konudeginum eru hér loksins fleiri hugmyndir að sniðugum stefnumótahugmyndum með makanum til að prenta út. Áður hefur Heimilisvefurinn birt þessar og þessar hugmyndir til að segja í krukku eða umslög. Eins og áður er mikilvægt að þið takið úr þær hugmyndir sem henta ykkur ekki, eru t.d. of dýrar eða einfaldlega eitthvað sem þið getið ekki hugsað ykkur að gera.
Enn fleiri stefnumót með makanum Read More »
Sólarkaffi er hefð sem upprunalega varð til á Ísafirði og er enn mjög stór hefð þar, en hefur svo einnig dreift sér víðar um landið. Einkum til staða þar sem fjöllin eru það há að sólin hverfi á bak við þau í svartasta skammdeginu. Þegar aftur fer að sjást til sólar, sem er oft seint í janúar, er haldið upp á það með sólarkaffi til að fagna hækkandi sól. Á sólarkaffinu eru borðaðar sólarpönnukökur, sem bragðast mun betur en aðrar pönnukökur.
Sama hvort fólk býr undir bröttum fjallshlíðum eða á víðáttumikilli sléttu geta allir tekið þátt í sólarkaffihefðinni og fagnað því að dagurinn sé nú orðinn töluvert lengri en hann var fyrir um mánuði síðan. Það eina sem þarf er góð pönnukökupanna og hráefni í pönnukökur. Það er vitaskuld enn betra að bjóða góðu fólki að bragða á pönnukökunum með sér. Þetta er fín ástæða til að halda upp á eitthvað í janúar (þó vissulega séu þorrablótin um þetta leyti líka) og lífga upp á tilveruna. En samkvæmt því sem bresk ferðaskriftstofa komst að fyrir um tuttugu árum er þriðji mánudagurinn í janúar versti dagur ársins og dagurinn hefur verið nefndur “blár mánudagur” (e. Blue Monday). Er ekki tilvalið að breyta því og kætast yfir gómsætum pönnukökum? Hér er allavega uppskrift að sólarpönnukökum fyrir áhugasama.
50 g brætt smjör
4 dl hveiti
½ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 egg
2 tsk vanilludropar eða aðrir dropar
Mjólk eins og þarf
Aðferð:
Það getur vafist fyrir sumum hvað hægt sé að gera með krökkunum þegar allt er í snjó og ís og ískalt úti. En það er fullt hægt að gera þótt það sé kalt og snjór, bæði inni og úti. Hér eru fjörtíu hugmyndir að einhverju til að gera saman í vetur, óháð búsetu:
Góða skemmtun!
40 hlutir til að gera með krökkunum á veturna Read More »
Heimilisvefurinn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs. Vefurinn þakkar fyrir góða viðtökur á árinu. Við bjuggumst ekki við því að geta náð til svo margra eins og raun ber vitni en í kringum hundrað manns kíkja á síðuna á hverjum degi, þrátt fyrir að síðan sé ekkert auglýst.
En sem jólagjöf til fjölskyldna þessi jólin hefur Heimilisvefurinn bætt við litamyndasíðu sem hægt er að finna hér. Þar er hægt að finna átta jólalitamyndir til að lita yfir hátíðirnar.
Mömmukökuunnendur þessa lands ættu ekki að láta þessa djúsí ostaköku fram hjá sér fara. Hér eru mömmukökur komnar í ostakökubúning og þetta gæti verið flottur eftirréttur um jólin eða í jólaboðið.
Botn
200 g mömmukökur án krems
85 g smjör
Fylling
200 g mascarponeostur
250 g vanilluskyr
100 g flórsykur
2 dl rjómi
4 matarlímsblöð
1 tsk vanillusykur
Sósa
75 g rjómatöggur
2-3 msk rjómi
Til skrauts
Rjómi
Litlar mömmukökur
1. Byrjið á að stilla ofninn á 170°C og blástur.
2. Takið fram 20 cm smelluform og setjið bökunarpappír í botninn.
3. Myljið mömmukökur án krems í matvinnsluvél og bræðið smjör. Blandið saman og hellið í smelluformið.
4. Þjappið mömmukökumylsnunum í botninn og til hliðanna á forminu.
5. Bakið í ofni í 10 mínútur og kælið síðan.
6. Á meðan er hægt að byrja á fyllingunni með því að setja mascarponeost í skál og þeytið þangað til osturinn mýkist.
7. Bætið síðan við vanilluskyri, flórsykri og vanillusykri út í og þeytið saman þar til engir kekkir eru eftir.
8. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í köldu vatni.
9. Þeytið rjómann þar til hann er nokkuð mikið þeyttur og blandið honum svo varlega út í skyrblönduna.
10. Setjið 3-4 msk af vatni í lítinn pott og hitið. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og setjið út í pottinn með vatninu. Hrærið þangað til þau bráðna.
11. Bætið við vænni skeið af ostakökufyllingunni út í matarlími og takið pottinn af hitanum. Hrærið vel og bætið svo öllu út í restina af fyllingunni og hrærið mjög vel.
12. Takið botninn fram og hellið fyllingunni ofan í hann. Setjið kökuna aftur í ísskápinn og kælið í minnst 4 klst, helst yfir nótt.
13. Ekki löngu áður en kakan verður borin fram er hægt að byrja á karamellunni. Til að gera hana þarf einfaldlega að setja rjómatöggur og rjóma í pott og hita á miðlungs hita þar til karamellurnar hafa bráðnað alveg út í rjómann.
14. Dreifið karamellunni yfir kökuna.
15. Þeytið 1-2 dl af rjóma og skreytið kökuna með honum ásamt litlum mömmukökum.
Eitt af því sem við tengjum flest við jólin eru jólamyndirnar. Flest eigum við okkar uppáhalds jólamynd sem er ómissandi hluti af jólahátíðinni. Sum verða að horfa á allar Harry Potter-myndirnar yfir jólin, önnur mega ekki sleppa því að horfa á Christmas Vacation fyrir jól og enn önnur myndu segja að það kæmu engin jól án þess að horfa á Home Alone. En sama hver við teljum að sé besta jólamynd allra tíma er vel hægt að bæta við nokkrum nýjum í safnið. Í gegnum árin hafa verið gefnar út ótal margar jólamyndir og margar þeirra eru… vægast sagt hræðilegar, en inn á milli leynast gullmolar. Heimilisvefurinn hefur tekið saman nokkrar af ástsælustu jólamyndum allra tíma (sumar falla þó inn í „elska að hata“-flokkinn) og þær sem fá ágætis einkunnir á IMDB. Allar myndirnar á listanum eru með yfir 5,5 í einkunn á síðunni. Listinn er settur upp sem áskorun um að horfa á allar myndirnar og gefa þeim einkunn. Alls eru 60 bíómyndir á listanum (og því er um að gera að byrja sem fyrst til að ná að klára fyrir áramót.) Bíómyndirnar eru fjölbreyttar, allt frá væmnum rómantískum gamanmyndum og barnamyndum yfir í hrollvekjur og mynd um fyrri heimstyrjöldina.
Bestu jólamyndirnar Read More »
Það getur verið yfirþyrmandi verkefni fyrir sum að reyna að finna þrettán skógjafir fyrir desembermánuð, og þá tala ég nú ekki um ef börnin eru fleiri og finna þarf kannski 26, 39 eða 52 skógjafir! Auðvitað er oft hægt að gefa börnunum svipað eða það sama í skóinn frá sumum eða flestum jólasveinunum. Svo vill maður heldur ekki sitja uppi með fullt af litlu dóti og drasli sem krakkarnir léku sér með í fimm mínútur og svo aldrei meir. Eins þarf að passa að sveinki gefi ekki of stórar og dýrar gjafir því börn bera sig mikið saman við önnur börn og það getur verið sárt að fá mun minna en aðrir í skóinn. Áður en farið er út í að kaupa skógjafirnar er gott að pæla aðeins í því hvað krökkunum raunverulega vantar. Jólasveinarnir gætu nefnilega reddað því.
Hér eru nokkrar hugmyndir að skógjöfum sem vonandi nýtast betur en eru jafnframt ódýrar og ættu ekki að særa önnur börn:
Börnunum finnst æðislegt að fá eitthvað bragðgott í skóinn og yfirleitt hverfur það á nokkrum mínútum. Þetta getur verið t.d. nammi, ávaxtanammi, rúsínur, mandarína, smákökur eða eitthvað slíkt.
Annað sem börnunum finnst æðislegt og safnar ekki ryki upp á hillu er heitt kakó. Hægt er að kaupa t.d. Swiss Miss í pokum eða súkkulaðibombur sem settar eru út í heitt vatn eða mjólk.
Að sjálfsögðu á ekki að kaupa stóru dýru settin. Betra er að geyma þau fyrir jólapakkana. Vissulega er hægt að kaupa einn stóran pakka og skipta honum í nokkrar minni gjafir eða að kaupa minnstu pakkana og gefa í skóinn. Einnig er stundum hægt að finna lego, duplo og playmo á flóamörkuðum.
Fyrir allra yngstu börnin (sem eiga eldri systkini sem fá í skóinn) er hægt að gefa þroskaleikföng, naghringi, hristur eða fleira slíkt.
Baðbombur eru skemmtilegar fyrir allan aldur (a.m.k. ef það er til baðkar á heimilinu).
Ef barnið hefur áhuga á kremum og möskum verður þetta líklegast notað fljótt.
Eitthvað fallegt jólakerti eða gott ilmkerti er gaman að fá í skóinn fyrir krakka í eldri kantinum (ef þau hafa áhuga á slíku).
Snyrtivörur eru ágætis skógjafir fyrir unglinga. Passið samt að hafa þær ekki dýrar.
Það er alltaf gaman að fá nýjan og skemmtilegan penna eða blýant í pennaveskið.
Trélitir, tússlitir, vaxlitir, klessulitir… alls konar litir til að búa til fallegar myndir.
Flestum börnum finnst ótrúlega skemmtilegt að láta mála á sér andlitið og fá að vera eitthvað annað en þau eru, t.d. ljón eða prinsessa.
Gott og gagnlegt að eiga á hverju heimili.
Það þurfa allir að eiga sokka eða sokkabuxur.
Gaman er að fá flotta lyklakippu fyrir lyklana.
Vesti fyrir kortin eða budda fyrir klinkið.
Séu gjafabréfin ekki of dýr er hægt að gefa slíkt í skóinn. Þetta geta t.d. verið gjafabréf í ís, bíó eða annað slíkt. Einnig má búa til heimatilbúin gjafabréf sem gilda t.d. til að fá að velja hvað er í matinn eða að velja bíómynd fyrir næsta kósýkvöld.
Börn með sítt hár þurfa oft nýjar teygjur eða spennur.
Einn popppoki í örbylgjuofninn og málið er dautt.
Tyggjópakki er mjög spennandi fyrir börnum á ákveðnum aldri sem fá kannski ekki oft tyggjó.
Hentar vel í skógjöf fyrir unglinga.
Það er ofsalega gaman og mikil núvitund í því að leira.
Að safna límmiðum í límmiðabók var mikið sport í mínu ungdæmi.
Fer eftir aldri og áhuga en allt er þetta mjög góð og skemmtileg afþreying.
Hér verður að passa sig að hafa spilin ekki of dýr eða „flott“. Það er eitt að fá fallegan spilastokk í skóinn og annað að fá Ticket to Ride eða álíka spil. Ferðaútgáfur af spilum gætu hentað, eða klassísk og einföld spil eins og slönguspilið, minnisspil, lúdó og slíkt.
Það er gaman fyrir krakkana að jólaskraut í herbergið eða jólakúlu til að hengja á jólatréð.
Hér þarf aftur að passa að hafa bókina ekki of dýra. Litlar bækur eins og litlu smábarnabækurnar eru tilvaldar í skóinn.
Lítill krúttlegu bangsi í skóinn fyrir þessi yngstu er góð gjöf.
Fyrir þau börn sem eru að safna slíkum myndum er þetta fyrirtaks gjöf.
Lítið púsluspil í skóinn er frábær gjöf.
Einn poki af perlum eða nýtt perluspjald fyrir börn sem hafa gaman af því að perla. Einnig er hægt að prenta út perl-„uppskriftir“ á netinu.
Litabók eða vel valin litamynd er tilvalin skógjöf.
Þá geta krakkarnir skrifað sögur, teiknað myndir eða skrifað í dagbók.
Eitthvað hlýtt til að leika sér í snjónum.
Sígild gjöf frá síðasta jólasveininum, Kertasníki.
Skemmtileg handavinna getur stytt biða eftir jólnunum. Hægt er að gefa krökkunum litla útsaumsmynd, garn og prjóna eða annað slíkt.
Eitthvað sem barnið getur borðaði í morgunmat, t.d. jólajógúrt, lítill morgunkornspakki eða annað slíkt.
Fyrir þessi allra yngstu, undir tveggja ára aldurinn, er hægt að kaupa eitthvað sem vantar. Slefsmekkur, nagdót, samfella, bleyjur, snuð, skvísur/barnamatur og fleira í þeim dúr er sniðugt að nýta sem skógjafir fyrir þau. Þau bera sig að sjálfsögðu ekki saman við önnur börn svo óhætt er að gefa ýmislegt dýrara ef þarf og ef eldri systkini fatta ekki að þetta sé „stærri“ gjöf.
Hugmyndir að skógjöfum Read More »
Margar fjölskyldur eru farnar að hafa samverudagatal í desember til að eiga góðar stundir saman á meðan beðið er eftir jólunum. Það er ýmislegt hægt að gera og margt kostar lítið sem ekki neitt. Mikilvægt er að hafa þetta ekki of flókið, það þarf ekki vera full dagskrá alla daga, nóg annað er að gera á þessum tíma. Hér eru nokkrar hugmyndir að samverustundum fyrir fjölskyldur sem hægt er að gera nánast hvar sem maður er á landinu.
70 hugmyndir fyrir samverudagatal Read More »
Hér kemur uppskrift að vegan baunarétti frá Kongó. Nafnið þýðir einfaldlega baunir á lingala og rétturinn er borðaður víða í mið-Afríku. Stundum er kjöti eða fiski bætt út í en það er ekki nauðsynlegt, rétturinn bragðast dásamlega einn og sér og það er tilvalið að elda hann þegar kólna fer í veðri.
Það getur verið vandasamt að fá pálmaolíu en hún fæst í öllum afrískum verslunum og í Fisku. Ef olían fæst ekki á þínu svæði er vel hægt að nota venjulega matarolíu.
1 laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
3 vorlaukar, sneiddir
1 dós hakkaðir tómatar
1 tsk chilimauk
2 lárviðarlauf
1 tsk kóríanderduft
500 g blandaðar baunir í dós
2 grænmetisteningar
1/4 tsk múskat
1 lúka blandaðar kryddjurtir (ég notaði steinselju og kóríander)
rauð pálmaolía (eða matarolía)
salt (ef þarf)
1. Byrjið á að skera niður grænmetið og hafa það tilbúið.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og vorlauk í nokkrar mínútur.
3. Bætið við tómötum, lárviðarlaufum og chilimauki og látið malla í 10-15 mínútur.
4. Setjið kóríanderduft, baunir, grænmetisteninga, múskat og kryddjurtir út á pönnuna og hrærið vel.
5. Bætið við 2 dl af vatni, hrærið og leyfið svo sósunni að þykkna aftur í 15-20 mínútur.
6. Smakkið til með salti ef þarf og berið fram með hrísgrjónum.
Þennan bragðmikla rétt er vel hægt að frysta og borða síðar. Rétturinn versnar síður en svo við upphitun, eins og á við um marga pottrétti.
Madesu – baunaréttur frá Kongó Read More »
Það styttist í Hrekkjavökuna. Sum okkar eru farin að halda upp á þennan dag, oft fyrir börnin en mörgum þykir gaman að fara alla leið með skreytingar og búninga. Í kringum þennan árstíma getur maður þurft að mæta í búningi eitthvert, t.d. í búningapartý eða jafnvel í vinnuna. Fólk hefur mismikinn áhuga og tíma til að finna sér búning. Enn aðrir eru ekki tilbúnir til að kaupa búning eða hafa ekki efni á slíku. Hér er því listi af búningnum sem eru einfaldir og þarfnast ekki mjög mikillar fyrirhafnar, en eru fyrst og fremst ekki keyptir nýir (þeir eru alltaf svo lélegir). Búningarnir ganga líka allir fyrir öskudaginn og eru ekkert endilega allir neitt hræðilegir eða hrekkjavökulegir. Ef maður vill hafa búningana hrekkjavökulegri er einfaldlega hægt að bæta við gerviblóði eða marblettum (með augnskugga) við búningana.
Einfaldur og sígildur búningur. Hvítt lak og skæri er allt sem þarf!
Þetta er annar mjög einfaldur búningur sem er mjög líklega til í fataskápnum hjá þér. Það sem þarf er t.d. stuttbuxur, stuttermabolur eða hawaískyrta, sandalar (og sokkar), sólgleraugu, sólhattur eða derhúfa, selfiestöng/myndavél, ferðabæklingar, bakpoki o.fl. í þeim dúr. Eitthvað sem (hallærislegur) túristi í sólarlandaferð myndi klæðast eða hafa með sér. Til þess að gera búninginn extra flottann er gott að setja vel af sólarpúðri og kinnalit í andlitið til að virðast útitekinn og hálfbrunninn í framan.
Annar búningur sem hægt er að búa til úr því sem er til í fataskápnum nú þegar (eða auðveldlega hægt að fá lánað). Það sem þarf er t.d. svört eða dökk föt, leðurjakki eða gallajakki, úfið hár, dökkur augnfarði og hugsanlega svart naglalakk, gervitattú og svartur varalitur. Til að gera búninginn enn betri væri hægt að hafa hljóðnema eða gítar með. Hægt er að búa til einfaldan hljóðnema með því að setja álpappír utan um písk.
Það er mjög auðvelt að þykjast vera gamalt fólk. Best væri ef hægt væri að spreyja hárið grátt/hvítt en það er þó ekki nauðsynlegt. Ömmur geta klætt sig í (ýkt) ömmuleg föt, t.d. kjól og svuntu, verið með staf, gleraugu og sjal. Þær geta einnig haft með sér kökukrús með smákökum til að bjóða upp á. Við erum að vinna með stereotýpur hérna. Afar þurfa staf, axlarbönd, gleraugu og prjónavesti.
Nú þegar útvíðar buxur eru komnar aftur í tísku er mjög auðvelt að klæða sig sem hippa. Það sem þarf eru útvíðar buxur, stuttermabolur með orðinu „peace“ eða peace-merkinu eða annar hippalegur efri partur, slegið og helst sítt hár, hárband og mögulega hálsmen með peace-merkinu. Svo væri hægt að mála blóm á aðra kinnina og passa að mynda peace-merki með puttunum allan daginn.
Barbiemyndin var vinsæl í sumar og mörg klæddu sig upp eins og Barbie fyrir bíósýningar og það er vel hægt að endurnýta þann búning á Hrekkjavökunni. Bleikur klæðnaður og farði. Það er ekki flóknara en það. Einnig er hægt að segjast vera Elle Woods úr Legally Blonde en þá mætti bæta við hundabangsa.
Strákar, þið getið auðvitað verið Ken.
Til að búa til kokkabúning þyrfti hvít eða svört föt og svuntu og svo væri hægt að vera annað hvort með kokkahatt eða einfaldlega hárnet. Hægt er svo að halda á píski eða sleif. Það þarf ekki að vera flóknara en það.
Annar búningur sem gæti verið til í fataskápnum er Mary Poppins. Það sem þarf er dökkt millisítt pils, dökkur blazer, hvít skyrta, rauð slaufa/borði eða trefill, svartur skór, hattur og hægt er að föndra blóm á hann, regnhlíf og síðast en ekki síst góð taska.
Supercalifragilisticexpialidocious!
Mótmælandi getur nokkurn veginn klæðst hverju sem er. Gallabuxur og bolur henta t.d. mjög vel. Síðan þarf bara að útbúa spjald með mótmælaorðum.
Ef þú átt til kattabanga, helst nokkra, er ekkert mál að skella í svona búning. Þú þarft, auk bangsanna, skrýtinn klæðnað eða slopp. Klæðnaðurinn getur verið alls konar.
Einfaldir og fljótlegir búningar fyrir Hrekkjavökuna Read More »