Bæjarhátíðir sumarið 2023
Bæjarhátíðir og viðburðir sumarið 2023
Stór partur af íslenska sumrinu er að skella sér á bæjarhátíð eða aðra viðburði sem haldnir eru víða um land. Á bæjarhátíðunum er gjarnan stútfull dagskrá af viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Oft eru bæjarhátíðirnar haldnar til að lokka brottflutta til að kíkja aftur á gamla bæinn sinn en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að prófa nýja staði sem maður hefur enga tengingu við. Þá er bara um að gera að panta gistingu eða taka fram útilegubúnaðinn. Ef þú veist ekki hvað er gott að taka með í útileguna eru hér meiri upplýsingar um það.
Heimilisvefurinn hefur tekið saman lista yfir bæjarhátíðir og viðburði sem staðfestir eru í sumar. Listinn verður uppfærður þegar fleiri viðburðir og hátíðir verða staðfest.
Júní
2.- 4. júní – Sjómannadagshelgin
– Fjör í Flóa –
Fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi. Á dagskránni í ár er m.a. útijóga, kökubasar, hjólarallý, kökuskreytingakeppni fyrir krakka, andlitsmálning, landbúnaðartækjasýning og margt fleira.
– Sjómannadagurinn víða um land –
Sjómannadagurinn er haldinn víðs vegar um landið. Heimilisvefurinn hefur þegar fjallað um daginn í annarri færslu.
9.-11. júní
– The Color Run –
Litríkasti viðburður ársins verður haldinn laugardaginn 10. júní í Laugardal í Reykjavík. Í The Color Run hlaupa keppendur 5 km og fá yfir sig litasprengju eftir hvern kílómetra. Ekkert aldurstakmark er í hlaupinu og foreldrum er velkomið að koma með barnavagna. Eftir hlaupið er tónlist og stuð.
16.-18. júní
Bíladagar eru haldnir af Bílaklúbbi Akureyrar.
– Götubitinn í miðbæ Reykjavíkur –
Götubitinn verður í miðbæ Reykjavíkur þessa helgina með alls kyns matarvagna.
– Tónlistarhátíðin Við Djúpið –
Tónlistarhátíðin er haldin á Ísafirði. Á dagskrá eru tónleikar með tónlistarfólki ásamt nemendum á námskeiðum hátíðarinnar.
Sumarhátíð haldin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
– Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní –
Viðburðir og dagskrá víða um land.
23.-25. júní
Árleg gönguvika í Fjarðabyggð. Verður haldin dagana 24. júní – 1. júlí í ár. Ýmsar gönguferðir, m.a. fjölskyldugöngur í boði og kvöldvökur.
Bæjarhátíð Bakkafjarðar. Í ár koma fram Færibandið, Sérfræingar að sunnan, Rúnar Eff, Júlí Heiðar, Þórdís Björk o.fl.
Brákarhátíð er sumarhátíð Borgarbyggðar. Á dagskrá í ár er bátasigling, götulist, útitónleikar, sundlaugarpartý, loppumarkaður o.fl.
Bæjarhátíð Stykkishólms, Danskir dagar, er ein elsta bæjarhátíð Íslands. Á dagskránni í ár er m.a. garðpartý, brúðusýning, búningahlaup, dorgveiðikeppni fyrir krakkana, þarabolti, nornabrenna og stórdansleikur með Stjórninni.
Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi er haldin á Hvammstanga. Margt í boði.
Bæjarhátíð á Hofsósi. Á dagskrá í ár er prjónahittingur, fimleikabraut, karamelluregn, andlistmálun, sápukúlufjör, varðeldur og sykurpúðar og margt fleira.
Humarhátíð er haldin á Höfn í Hornafirði ár hvert. Á dagskrá í ár eru loppumarkaður, stórdansleikur, brekkusöngur, humarsúpa, hoppukastalar o.fl.
Hvalfjarðardagar eru árlegur viðburður í Hvalfjarðarsveit. Þema ársins 2023 er sirkus. Á dagskrá í ár er kvöldvaka, víkingabúðir, skógarjóga, mandölugerð, Sirkus Íslands, hringekja og hoppukastalar, markaðstjöld og margt fleira.
Jónsmessuhátíð Eyrarbakka er haldin árlega. Í ár eru á dagskrá Latibær, hoppukastalar, víkingatjald, karamellukast, hestvagnaferðir, Jónsmessubrenna í fjörunni og margt fleira spennandi.
Kjalarnesdagar eru skemmtileg fjölskylduhátíð. Í ár verða karamellukast, markaður og hoppukastalar m.a. á dagskrá.
UMFÍ stendur fyrir landsmóti UMFÍ 50+ sem hefur farið fram síðan 2011. Mótið er opið öllum 50 ára og eldri. Mótið er haldið í Stykkishólmi að þessu sinni (á sama tíma og Danskir dagar).
Skógardagurinn mikli er fjölskylduhátíð í Hallormsstaðarskógi og íslandsmeistaramótið í skógarhöggi fer þar fram.
Bæjarhátíð Kópaskers.
Bæjarhátíð Grímseyinga og öllum er boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum með heimafólki.
Sæludagur í Hörgársveit er árlegur viðburður. Í ár zumba í sundlauginni, markaður, gönguferðir, vöfflukaffi, dansleikur og fleira á dagskrá.
Júlí
30. júní – 2. júlí
Allt í blóma er fjölskyldu- og menningarhátíð í Lystigarðinum í Hveragerði. Á dagskrá í ár eru m.a. fjölskyldutónleikar, Sirkus Íslands, hoppukastalar, matarvagnar, Solla stirða og Halla hrekkjusvín.
Bæjarhátíð Bíldudals. Á dagskrá í ár er m.a. tónleikar með Eyþóri Inga, golfmót, bumbubolti, dorgveiðikeppni, förðunarnámskeið fyrir unglinga, braunahlaup, markaðstjöld, dýragarður, slackline og margt fleira spennandi.
Bjórsetur Íslands stendur fyrir bjórhátíð á Hólum þann 1. júlí. Miðasala hafin.
Bryggjuhátíð er bæjar- og fjölskylduhátíð á Stokkseyri. Í ár koma m.a. BMX Brós og Leikhópurinn Lotta fram.
Hátíðni er tónlistarhátíð sem fer fram á Borðeyri við Hrútafjörð. Fjölmargir flytjendur flytja tónlist sína á hátíðinni í ár m.a. KUSK og Óviti.
Fjölskylduhátíðin Írskir dagar eru haldnir á Akranesi ár hvert og alltaf er fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Markaðshelgin er fjölskylduhátíð í Bolungarvík með markaðstorgi, tónlistaratriðum og leiktækjum. Á dagskrá í ár er skrúðganga, brekkusöngur, markaðstorg, hoppukastalar, andlitsmálning, loftboltar, vatnsrennibraut og margt fleira.
Ólafsvíkurvaka er haldin annað hvert ár í Ólafsvík. Á dagskrá í ár er Lára og Ljónsi, Auddi og Steindi, Íþróttaálfurinn, krakka cross fit, mótorkross, hraðskák, regnbogahlaup og margt fleira.
Reykjavík Fringe Festival er jaðarlistahátíð í Reykjavík.
7.-9. júlí
Í ár fagna Vestmannaeyingar því að 50 ár eru liðin frá því að gosi lauk í Eyjum. Hátíðin er haldin 3.-9. júlí. Á dagskrá í ár eru listasýningar, varðskip til sýnis, Leikhópurinn Lotta, spákona, Stebbi og Eyfi, handverksmarkaður, unglingaball, sundlaugarpartý og margt fleira.
Hamingjudagar eru bæjarhátíð Hólmavíkur.
Fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert í Hrísey.
Fjölskyldu-, tónlistar- og grillhátíðin Kótelettan er haldin á Selfossi í 13. sinn í ár. Í ár bjóða Selfyssingar upp á tívolí, veltibíl, grill, tónlistarhátíð, Íþróttaálfinn og Sollu, Línu langsokk og margt fleira.
Dagana 6.-9. júlí verður bæjarhátíð Stöðvarfjarðar haldin. M.a. koma Vísinda Villi, Páll Óskar og Stebbi Jak fram í ár.
Sumarhátíð UÍA verður haldin helgina 8.-9. júlí 2023.
– Þjóðlagahátíðin á Siglufirði –
Árleg þjóðlagahátíð er haldin á Siglufirði í júlí. Í boði eru tónleikar, dansar, námskeið o.fl.
14.-16. júlí
Bæjarhátíðin Bryggjudagar er haldin á Þórshöfn. Á dagskrá í ár er Þórhallur Þórhallsson, töframaðurinn Einar Mikael, töfranámskeið og fleira.
Dýrafjarðardagar eru haldnir á Þingeyri. Á dagskrá í ár eru Hreimur og Vignir Snær, Jónsi úr Í svörtum fötum, grill, tónlist, leiksýningar og fleira.
Þótt hátíðin heiti hlaupahátíð er einnig keppt í hjólreiðum, skokki, þríþraut og sjósundi á nokkrum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum.
Húnavaka er bæjarhátíðin á Blönduósi. Á dagskrá í ár er meðal annars Pallaball, stórdansleikur með Bandamönnum, Benedikt búálfur, Leikhópurinn Lotta, Íþróttaálfurinn og Solla stirða, slackline, brekkusöngur, grill, veltibíllinn, bíósýning, golfmót og margt fleira.
LungA er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði ár hvert. Listum, sköpun og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og ýmsum viðburðum. Í ár er hátíðin haldin dagana 9.-16. júlí.
– Náttúrubarnahátíð á Ströndum –
Náttúrubarnahátíð á Ströndum er ókeypis fjölskylduhátíð sem haldin verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Á hátíðinni gefst gestum tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í sér á skemmtilegri dagskrá sem er fulla af fróðleik og fjöri.
21.-23. júlí
Götubitahátíð er haldin í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Á svæðinu verða 30 matarvagnar eða sölubásar og keppt verður í „besta götubita Íslands“. Leiktæki og leiksvæði fyrir börn og tónlistaratriði.
Keppt verður í sápubolta á Ólafsfirði þessa helgi, krakkasápubolti á föstudegi og fyrir fullorðna á laugardegi. Á dagskrá (fyrir utan keppnina) er ball með Stuðlabandinu, brekkusöngur, skrúðganga, útiskemmtun þar sem Diljá tekur lagið og lokapartý.
Laugardaginn 22. júlí stendur LYST fyrir sumar- og bjórhátíð í Lystigarðinum á Akureyri. Fjölmörg brugghús verða með sumarbjóra sína á dælu og ýmislegt góðgæti verður í boði með. Lifandi tónlist, sól og blíða.
Fyrir þau sem vilja fá að upplifa alvöru sveitaball er Ögurballið alveg málið. Ballið er haldið í litlu samkomuhúsi í Ögri í Ísafjarðardjúpi. Hægt er að gista á tjaldsvæðinu, fá sér smá rabarbaragraut með rjóma og dansa langt fram á nótt. 18 ára aldurstakmark.
28.-30. júlí
Bræðslan er tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra, sem hefur verið haldin síðan 2005. Í ár koma Maus, Bríet, Laddi, Karlotta, Una Torfa og Jói Pé & Króli fram.
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði er menningarleg bæjarhátíð með frönsku ívafi. Í ár eru Íþróttaálfurinn og Solla stirða, BMX brós og Stuðlabandið m.a. á dagskrá.
Bæjarhátíð Húsavíkur þar sem alltaf er nóg um að vera.
Yfirskrift hátíðarinnar er sígild tónlist í sögulegu umhverfi. Hátíðin er haldin í Reykholtskirkju í Reykholti og er sannkölluð veisla fyrir unnendur klassískrar tónlistar.
Bæjarhátíð Grundfirðinga. Hefur heitið Á góðri stund í Grundarfirði hingað til en hátíðin verður með minna sniði þetta árið.
Trilludagar eru fjölskylduhátíð með áherslu á sjóinn. Í boði er sjóstöng, siglingar, matur, menning og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Ágúst
4.-7. ágúst – Verslunarmannahelgin
Berjadagar er þriggja daga klassísk tónlistarhátíð í Ólafsfirði. Í ár verða frumflutt íslensk verk og kammermúsík frá ýmsum löndum, listasýning utan dyra, tónlistarviðburðir og fleira.
Ein með öllu er fjölskylduhátíð á Akureyri. Á dagskránni í ár er m.a. húllhringjagerð, tívolí, krakkahlaup í Kjarnaskógi, böll, evrópumót í torfæru, grill og margt fleira.
Hjalteyrarhátíð er haldin á Hjalteyri við Eyjafjörð um verslunarmannahelgina.
Innipúkinn er tónlistarhátíð fyrir höfuðborgarbúana sem nenna ekki í útilegu um verslunarmannahelgina. Alltaf eru fjölbreytt tónlistaratriði á dagskrá í miðbæ Reykjavíkur. Í ár koma m.a. Birnir, Daniil, GDRN, Langi Seli og Skuggarnir, Sykur og Valdimar fram.
– Kotmót Hvítasunnukirkjunnar –
Kotmót er árlegt mót Hvítasunnukirkjunnar sem er haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Í ár verður sérstakt barnamót fyrir 5-12 ára krakka og aðalpredikari mótsins verður Daniel Karl-Olov Alm.
Neistaflug er bæjarhátíð Neskaupstaðar og í ár eru 30 ár liðin frá fyrstu hátíðinni. Í ár kemur m.a. hljómsveitin Flott fram.
Norðanpaunk er rokkhátíð haldin á Laugarbakka. Í ár koma m.a. Dödsrit, Kælan mikla, Sangre de muerdago, Múr og Ghostigital fram.
Sæludagar eru árleg fjölskylduhátíð KFUM og KFUMK í Vatnaskógi.
Unglingalandsmót UMFÍ er haldið á Sauðárkróki í ár. Mótið er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11-18 ára keppa í alls kyns íþróttagreinum. Auk þess er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
– Verslunarmannahelgin á Úlfljótsvatni –
Á Úlfljótsvatni er boðið upp á ævintýralega fjölskyldudagskrá um Verslunarmannahelgina.
Þjóðhátíð þarf vart að kynna. Stærsta útihátíð ársins er haldin í í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þau atriði sem þegar hafa verið tilkynnt eru; Bríet, Friðrik Dór, Klara Elias, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Una Torfa og Jón Ólafsson ásamt gestum.
11.-13. ágúst
Act Alone er einstök leiklistarhátíð á Suðureyri. í boði er leiklist, tónlist, myndlist, dans og ritlist.
Fiskidagurinn mikli á Dalvík á stórafmæli í ár, en hátíðin er haldin í 20. sinn í ár.
Grímsævintýri er sveitahátíð sem haldin er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Hátíðin er haldin af Kvenfélagi Grímsneshrepps og alltaf er fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frítt er inn á hátíðina og frítt í sund á meðan hátíðinni stendur.
Hamingjan við Hafið er fjölskylduhátíð í Þorlákshöfn þar sem hamingjan ræður ríkjum.
Á hinsegin dögum í Reykjavík er fjölbreytileika mannflórunnar fagnað. Alls kyns viðburðir í boði en aðalviðburður daganna er svo gleðigangan sjálf.
– Hvanneyrarhátíð –
Hvanneryarhátíð er haldin á Hvanneyri ár hvert. Í ár er hátíðin haldin laugardaginn 12. ágúst.
Fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert á Selfossi. Á dagskrá í ár eru m.a. Jón Jónsson, samsöngur með Guðrúnu Árnýju, Stuðlabandið, Diljá, froðufjör, Ragga Gísla, Daníel Ágúst og margt fleira.
18.-20. ágúst
Blómstrandi dagar er árleg bæjarhátíð Hvergerðinga.
Fjölskyldudagar í Vogum bjóða upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Í ár eru þrennir tónleikar, hoppukastalar, risa vatnsrennibraut, bubblubolti, lazer tag, axarkast og fleira skemmtilegt á dagskrá.
Það má segja að Menningarnótt sé eins konar bæjarhátíð Reykjavíkur. Ýmis viðburðir verða um allan bæ en að kvöldi laugardags eru stórir tónleikar niðri í bæ, ásamt flugeldasýningu.
Bæjarhátíð Reykhólahrepps.
Sveitasæla er landbúnaðarsýning og bændahátíð í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þar verður véla- og fyrirtækjasýning, húsdýragarður og gleði.
Töðugjöld eru bæjarhátíðin í Rangárþingi ytra (Hella og nágrenni).
– Útsæðið –
Útsæðið er bæjarhátíð Eskifjarðar og er hátíð fyrir fjölskyldur þar sem gestir og gangandi koma saman og njóta samverunnar.
25.-27. ágúst
Dagskrá Akureyrarvöku verður auglýst þegar nær dregur.
– Blús milli fjalls og fjöru –
Blús milli fjalls og fjöru er blúshátíð þar sem ýmsir listamenn koma við fram. Hátíðin er haldin á Patreksfirði.
Dagana 21.-27. ágúst verður Bæjarhátíð í Suðurnesjabæ haldin.
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá.
Kjötsúpuhátíð er bæjarhátíð á Hvolsvelli þar sem fólk kemur saman og skemmtir sér.
September
1.-3 september
Ljósanótt er bæjarhátíð Reykjanesbæjar og alltaf er þar mikið um að vera.
15.-17. september
Ormsteiti er uppskeru- og menningarhátíð á Egilsstöðum og víðar um Fljótsdalshérað.
Ef þú hefur einhverjar ábendingar skaltu senda póst á heimilisvefurinn@heimilisvefurinn.is
Bæjarhátíðir sumarið 2023 Read More »